Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 02.09.1960, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 02.09.1960, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 2. sept. 1960 Lúðvík Jósepsson, fyrrverandi sjávarútvegsmálaráðherra: Sú ríkisstjórn, sem svíkur í landhelgismálinu, skal hrökklast frá völdum með skömm í tvö ár hefur 12 mílna fisk-, veiðilandhelgin verið í gildi við ísland. Allar þjóðir, að undan- skildum Bretum einum, hafa í framkvæmd viðurkennt hin nýju fiskveiðitakmörk. Bretar hafa í skjóli herskipaverndar reynt að fiska innan 12 mílna markanna, en í reyndinni hefur þar ekki orðið um neinar teljandi veiðar að ræða, heldur opinbera sýn- ingu á yfirgangi Breta. Telja má fullvíst að á þessum tveimur ár- um hafi aldrei minna en 98% af fiskveiðilandhelginni verið full- komlega friðuð í einu fyrir ágangi erlendra skipa. Kropp Breta í landhelgina hefur ekki náð til nema um 2% af fiskveiði- landhelginni hverju sinni, því að þeir hafa orðið að hneppa skip- um sínum í afmörkuð hólf, sem herskipin gátu seð yfir. Við höfum sigrað. Þannig höfðum við sigrað í landhelgismálinu. Okkur hafði tekizt að friða 12 mílna belti í kringum allt landið fyrir fisk- veiðum útlendinga. Árangurinn var þegar kominn í ljós. Fiskgengd á grunnmiðum jókst til mikilla muna og báta- flotinn fékk nú frið á sínum eig- in miðum. Þjóðin hafði fagnað sigri í landelgismálinu. Deilan við Breta stóð að vísu áfram, en allir Islendingar vissu, að Bretar gátu ekki haldið áfram sýningar-veiðum sínum hér við land, veiðum sem kostuðu offjár og gátu aidrei skilað neinum teljandi afla. Stefnubreyting. En svo kemur hin furðalega yf- irlýsing ríkisstjórnarinnar, að hún hafi samþykkt að verða við óskum Breta að ganga til samn- inga um landhelgismálið. Nú þegar íslendingar hafa raunverulega sigrað í landhelgis- málinu og náð svo til fullri frið- un 12 mílna beltisins við landið fyrír fiskveiðum útlendinga og í þann mund, sem allir vissu, að Bretar voru að gefast upp við herskipasýningar sínar á íslands- miðum, þá skyndilega lyppast ís- lenzka ríkistjórnin niður og sam- þykkir að ganga til samninga við Breta um stærð fiskveiðiland- helginnar við ísland. Þessi ákvörðun ríkisstjórnar- innar er enn furðulegri sé það haft í huga, að íslendingar hafa einmitt af „prinsip“ ástæðum neitað Bretum um að semja sér- staklega við þá um málið síðan vorið 1958 að ákvörðun var tekin um stækkun fiskveiðilandhelg- innar. Bretar hafa allan tímann klifað á því, að þeir vildu semja, og kvartað imdan því, að íslending- ar vildu ekki semja. Og hvers vegna neituðu ís- lendingar að semja við Breta um málið? Ástæðan var sú, að við töldum okkur eiga óskoraðan rétt til 12 mílna fiskveiðilandhelgi og að um þá landhelgi þyrftum við ekki að sæta neinum samningum við Breta sérstaklega. Okkur var Ijóst, að viðurkennd- um við samningsrétt Breta, þá hlytum við einnig að viðurkenna sams konar samningsrétt margra annarra þjóða. Afstaða íslands til beiðni um samninga var því allt- af skýr: hún var sú, að samning- ar við einstakar þjóðir um stærð landhelginnar við Island kæmu ekki til greina, hins vegar hefði aldrei á okkur staðið að taka þátt í alþjóðlegum ráðstefnum þar sem reynt yrði að setja almennar reglur um stærð landhelginnar. Á þessum grundvelli neituðum við Bretum um sérsamninga og á sama grundvelli var neitað að semja við Atlantzhafsbandalagið um málið. Allir flokkar á íslandi lýstu því þá yfir að 12 mílna landhelg- in við ísland væri ekki samninga mál við einstakar þjóðir. En ofan á þetta allt kemur svo núverandi ríkisstjóm með þá til- kynningu til þjóðarinnar, að hún hafi ákveðið að setjast að samn- ingaborði með Bretum til þess að semja um fiskveiðilandhelgina við ísland. 12 mílna reglan. Bretar hafa frá upphafi lagt of- urkapp á það að fá okkur til þess að hverfa frá 12 mílna landhelg- isreglunni. Þeir hafa jafnvel látið skína í það, að þeir vildu viður- kenna viss friðunarsvæði vi,ð ís- land utan 12 mílna línunnar, ef við hyrfum frá 12 mílna reglunni umhverfis Iandið. Ákveðnar ástæður hafa legið til þessa ofurkapps Breta gegn 12 mílna reglunni. Þær hafa m. a. komið greinilega í ljós á þeim al- þjóðaráðstefnum, sem haldnar hafa verið síðustu árin um land- helgismálið. Aðalástæðan til þess, að 12 mílna reglan er eitur í beinum Breta er sú, að þeir sjá, að ein- mitt sú regla er að verða gildandi regla um frjálsa stærð landhelgi hverrar þjóðar. Um þá reglu hefur skapazt samstaða margra þjóða og allar líkur benda til að meirihluti strandríkjanna í heiminum verði búinn að taka sér landhelgi sam- kvæmt þeirri reglu innan nokk- urra ára. Það var í skjóli þessarrar sam- stöðu nímlega 20 þjóða, sem við lýstum yfir 12 mílna fiskveiði- landhelgi við ísland 1958. Og nú tveimur árum síðar eru þær þjóðir, sem lýst hafa yfir 12 milna fiskveiðilandhelgi orðnar 31. Það er gegn þessarri þróun, sem Bretar og aðrar þjóðir, sem vilja landhelgina sem þrengsta, berjast af öllum kröftum. Það er af þessum ástæðum, sem Bretar reyna á síðustu stundu að fá okkur til þess að hverfa frá 12 mílna reglunni, en taka heldur upp breytilega land- helgisbreidd. Ætlun Breta er að splundra þeirri samstöðu 12 mílna þjóð- anna, sem náðst hefur, og síðan á að knýja eina og eina þjóð til ein- hvers konar sérsamninga um málið. Það er höfuðnauðsyn, að íslendingar skilji hvílíkt grund- vallaraatriði til sigurs í landhelg- ismálinu það er, að halda sér ófrávíkjanlega við 12 mílna regl- una. Þegar 12 mílna reglan hefur endanlega sigrað, hefst fyrir al- vöru sá þáttur landhelgismálsins, sem miðar að því að tryggja strandríkinu fullkominn lögsögu- rétt yfir fiskveiðunum á nokkru svæði utan 12 rnílna markanna. Það er alþjóð kunnugt, að j enginn einn maður átti meiri j hlut að því, að Iandhelgin var j færð út í 12 mílur 1958, en j einmitt Lúðvík Jósefsson, þá- j verandi sjávarútvegsmálaráð- j herra. Meðfylgjandi grein j skrifaði hann nú í tilefni þess, j að liðin voru tvö ár í gær frá j því að landhelgin var stækk- j j uð. Greinin birtist í Þjóðvilj- j j anura, en þar sem varnaðar- j j orð Lúðvíks eiga erindi til j allra, birtir Verkamaðurinn ; greinina einnig og væntir, að enginn láti hana ólesna. Hverju á að fórna? Þegar íslenzka ríkisstjórnin samþykkir að ganga til samninga við Breta um landhelgismálið, þvert ofan í fyrri yfirlýsingar Al- þingis og marg-yfirlýsta stefnu íslenzkra stjórnarvalda, þá er það engin tilviljanakennd skyndi ákvörðun. Hið sanna mun vera það, sem brezk blöð hafa upplýst, að sam- þykkt íslenzku ríkisstjórnarinnar er árangur af löngu samninga- makki sendiherra Breta í Reykjavík við ríkisstjórnina og eins og brezk blöð segja: Það er að þakka hugkvæmni brezka sendiherrans að finna út nýjar leiðir til lausnar á málinu. Það er sem sé fullvíst, að búið er að ræða all-ýtarlega þær leið- ir, sem Bretar og ríkisstjórn ís- lands ætla sér að leysa málið eftir. Blöð ríkisstjórnarinnar hafa að undanförnu rætt málið og lagt á það áherzlu, að rétt væri að semja við Breta. Þannig lýsti Morgunblaðið því yfir 19. ág. sl. að það teldi eðlilegt að heimila þeim sem ofríkinu beitti einhver afnot af hinni umdeildu spildu um skemmri tíma. í samræmi við skrif stjórnar- blaðanna og samkvæmt öruggum heimiidum má því telja alveg víst, að sú leið, sem mest er rædd af ríkisstjórn íslands og fulltrú- um Breta sem samkomulagsleið er þessi: Bretar fái rétt til fiskveiða upp að 6 mílum við Suðurland austan Portlands, við Austur- land og við Norðurland að Homi. Bretar lýsi jafnframt yf- ir að þeir virði sem friðunar- svæði viss fiskimið utan 12 mílna markanna vð Suð-Vest- urland og Vestfirði á vissum tímum árs. Á þeim svæðum á þá að banna öllum skipum all- ar togveiðar. Samningur þessi á að gilda í 5 ár. Bretar viðurkenna engan rétt okkar til 12 mílna landhelgi og af því er augljóst að í lok samn- ingatímabilsins stendur allt í sömu sporum og áður, þá verðum við enn á ný neyddir til að semja við Breta aftur, ella byrja þeir aftur á sama yfirganginum og nú. Með slíkum samningum og þessum hefðu Bretar hrósað full- um sigri. Þeir hefðu hrakið okk- ur frá 12 mílna reglunni og mundu nota það óspart í hinni almennu deilu um 12 mílurnar. Þeir hefðu okkur bókstaflega í bandi með samningafjötrum. Við gætum ekkert gert í landhelgis- málinu, nema með þeirra leyfi. Við hefðum með slíkum samning- um raunverulega viðurkennt sögulegan rétt Breta yfir fiski- miðunum við fsland. Og hverjar yrðu svo afleiðing- arnar af því að hleypa öllum hin- um erlenda fiskveiðiflota upp að 6 mílum við meir en helming ís- lenzku strandlínunnar? Kemur nokkrum manni til hugar, að það tjón, sem unnið yrði með nýjustu tækni, næstu 5 árin á grunnmið- unum við landið, verði bætt á öðrum 5 árum? Nei, því fer víðs fjarri. Það mundi taka miklu lengri tíma að bæta upp það tjón. Og mála- mynda yfirlýsingar um friðunar- svæði utan 12 mílna á þeim svæðum, sem Bretar nota lítið nú, breytir hér engu um. Það er líka algjör misskilning- ur ríkisstjórnarinnar að halda, að sjómenn og útvegsmenn á Suð-Vesturlandi og Vestfjörðum viti ekki að ofveiði við Suðurland, Austurland og Norðurland bitnar á þeim engu síður en öðrum fiskimönnum landsins. Það er einn og sami fiskistofn við Island og það er hann sem þarf að verja fyrir ofsókn útlend- inga. Afsakanir. Það er mikill misskilningur, ef ríkisstjórnin heldur, að hún geti sloppið við áfellisdóm þjóðarinn- ar, geri hún slíkan samning við Breta. Engar afsakanir geta bjargað ráðherrunum. Það er hlægilegt að heyra þá réttlæta slíkan samning með því, að þeir hafi verið að forða okkur frá því að herskip Breta kæmu hingað aftur. Allir landsmenn vita, að það voru Bretar, en ekki íslendingar, sem voru í vanda staddir vegna þessarrar herskipa- útgerðar. Það þurfti því ekki að forða okkur í þeim efnum undan neinu. Bretar höfðu sjálfir lýst yfir því, að útilokað væri fyrir þá að halda áfram þessarri her- skipaútgerð. Brezkir togaraeigendur hafa einnig lýst því yfir, að þeir teldu | útilokað að halda áfram veiðum : við ísland án þess að skip þeirra j fengju að leita hafnar á fslandi og njóta þar íyrirgreiðslu. Þeir voru því einnig að gefast upp. Sú afsökun, að Bretar láti okk- ur í té viðbótar friðunarsvæði á vissum stöðum gegn fríðindum á öðrum, er sömuleiðis einskis virði. Það mun sýna sig að hér er fyrst og fremst um sýndar-eftir- gjöf frá hálfu Breta að ræða, en við töpum því sem þýðingarmest var, við setjum 12 mílna regluna í hættu og við hleypum erlendum veiðiflota inn á uppeldiSstöðvar fiskistofnsins, sem allar fiskveið- ar íslendinga byggjast á. Og þó verða afakanir eins og þær, að Bretar ætli að heimila okkur meiri löndun á ísfiski í Bretlandi og að þeir ætli að lána okkur peninga, allra aumastar. Nei, íslenzku ríkisstjórninni er í'étt að reikna með því, að í þessu • tilfelli duga engar afsakanir. Semji hún, þá fær hún sinn dóm og sá dómur verður þungur. Ríkisstjórnin fékk í hendur unnið mál. Staða íslands var ólíkt sterkari nú á miðju ári 1960, en hún var fyrir tveimur árum síðan. Núverandi ríkisstjórn hefur fyrr en nú ætlað að bregðast í landhelgismálinu. Margir landsmenn vita, að ýmsir ráðherrar hennar hafa frá upphafi verið deigir í landhelgis- málinu. Þegar þeir hafa verið komnir að því að svíkja í málinu hafa flokksmenn þeirra og al- menningur í landinu gripið í taumana. Ríkisstjórnin er ekkí enn búin að ganga frá formlegum samningum. Enn getur verið tími til að bjarga málinu. Nú skiptir því mestu máli að þjóðin rísi upp og geri ráðherrun urn skiljanlegt að svik í málinu verða ekki þoluð og að ráðherr- ar, sem slíkt gerðu, gætu aldrei vænzt pólitísks stuðnings framar. Mótmælasamþykktum þarf að rigna yfir ríkisstjómina og það á að knýja hana til þess að hætta við samningamakkið við Breta. Einhuga samstaða fólks úr öll- um flokkum getur ein bjargað málinu eins og nú er komið.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.