Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 09.09.1960, Page 1

Verkamaðurinn - 09.09.1960, Page 1
VEHHnmnÐURinn I Ritstj.: Þorsteinn Jónatansson. Útg.: Sósialistafélag Akureyrar. Skrifstofa Hafnarstræti 88. S.’mi 1516. í Áskrifiarverð kr. 50.00 árg. 1 Frentverk Odds Björnssonar n.f. XLIII. árg. Akureyri, föstudaginn 9. september 1960 30. tbl. Vorvindar blása í dag gerist þýðingarmikill og sögulegur atburður með þjóð vorri. Á hinum fornhelga þingstað þjóðarinnár, Þing- völlunr við Öxará, hefst landsfundur herstöðvaandstæðinga. í dag koma þar saman til fundar kjörnir fulltrúar frá flestum byggðarlögum á landinu. Verkefni þeirra er að skipuleggja landssamtök lil baráttu gegn liersetunni og fyrir hlutleysi landsins og ákveða um baráttuaðferðir. Á morgun hefst svo almennur fundur allra þeirra, sem vilja og tækifæri hafa til að koma á Þingvöll þann dag, taka þar þátt í fundarstörfum og undirstrika með komu sinni ákveðna andstöðu við setu hers- ins í landinu, alla herstöðvasamninga og þátttöku íslands í hernaðarbandalögum. Undanfarnar vikur hafa fundir verið haldnir víðs vegar um landið til undirbúnings landsfundinum á Þingvöllum. Alls hafa þannig verið haldnir 60 undirbúningsfundir og héraðs- nefndum herstöðvaandstæðinga komið á fót í flestum byggð- arlögum. Alls staðar hefur komið í ljós ótvíræður og vaxandi vilji með þjóðinni til að samstilla krafta sína til stórátaka með það fyrir augum, að hinu erlenda herliði verði í eitt skipti fyrir öll vísað úr landi með vígvélar sínar og morðtól. Öllum er ljóst orðið, að af dvöl herliðs í landinu stafar þjóð- inni aðeins illt eitt, hættunum er boðið heim, en verndin ei engin og getur ekki orðið neiu. Stjórnarvöld landsins hafa í lengri tíma ekkert reynt nerna síðar sé tif að losa land og þjóð við þá srnán og svívirðu, sem hersetan er. Þess vegna hefur fólkið sjálft, karlar og konur livervetna um byggðir landsins, tekið höndum saman um að hrinda af sér ófögnuði þessum. Og þetta er hægt að gera, ef samtökin eru nógu traust og hiklaus. Ef þjóðin fylkir sér ein- huga um að koma þessu máli í framkvæmd, þá verða stjórnar- völdin að fylgja á eftir, þau geta ekki til lengdar þverskallast við einhuga og ákveðnum óskum og kröfum þjóðarinnar. Et' til vill er þjóðin ekki nógu einhuga ennþá. Hersetan á ennþá formælendur, þó að þeir gerist nú fáir. En augljóst er, að fólkið hefur þjappað sér vel saman síðustu vikurnar, og sá stormur er í nánd, sem ekkert fært staðizt. 'Það munu hinir fáu herstöðva- og hernaðarsinnar, sem ennþá finnast í land- inu, fljótlega finna, að jafnvel þó að þeim finnist baráttan gegn hersetunni og fyrir hlutleysi íslands aðeins goluþytur enn sem komið er, þá hvessir senn. Sá stormur er í nánd, sem er þess megnugur að feykja á brott því hrófatildri og þeim vígvélum, sem hlaðið hefur verið niður hér á okkar kæra landi öllum til óþurftar. Allir heiðarlegir og sannir íslendingar fagna Þingvalla- fundinum og senda þangað beztu kveðjur og óskir. Þó að nú sé að hausta í ríki veðráttunnar, þá er Þingvallafundurinn augljóst merki þess, að það er vor í huga íslenzku þjóðarinn- ar. Og þeir vorvindar, sem frá Þingvöllum munu blása, verða þess megnugir að hreinsa burtu verstu smán þjc>ðarinnar. Þingvallafundur hernámsandstæðinga hefst í dag A morgun verður útisamkoma á bakka Almannagjár Þingvallafundurinn, sem að undanförnu hefur verið undir- búinn með samkomuhaldi og skipun héraðsnefnda um land allt, hófst í Valhöll á Þingvöllum í morgun. í dag og fyrri hluta dagsins á morgun verður fulltrúafundur og gert er ráð fyrir, að þar verði skipulögð og stofnuð landssamtök hernáms- andstæðinga. Gert er ráð fyrir að á fulltrúa- menn útisamkoma á vestri bakka fundinum mæti um 200 manns eða jafnvel fleiri. Hver hreppur hefur rétt til að senda einn full- trúa þangað og kaupstaðirnir einn fulltrúa fyrir hverja þús- und íbúa, og vitað er að víðast hvar hafa fulltrúar verið kjörnir til að mæta á þessum þýðingar- mikla fundi. Áætlað er, að fulltrúafundin- um ljúki um miðjan dag á morg- un, en þá hefst, kl. 3 e. h., al- Almannagjár. Þar flytja þeir Sverrir Kristjánsson og Gils Guðmundsson ræður og flutt verða ávörp frá hverjum lands- fjórðungi. Fyrir Norðlendinga talar Hjörtur Eldjám Þórarins- son, bóndi á Tjörn í Svarfaðar- dal, fyrir Austfirðinga Sigurður Blöndal, skógarvörður á Hall- ormsstað, fyrir Vestlendinga Guðmundur Ingi Kristjánsson, skáld á Kirkjubóli, og fyrir Björgunarafrek Síðdegis á mánudag vildi það til hér við höfnina, er tveir átta ára drengir voru á gangi eftir hafnarbakkanum, að öðrum drengnum var hrint í sjóinn af ÞRJÁR UMSÓKNIR i Til þessa hafa borizt þrjár um- sóknir um prestsembætti það, sem laust er á Akureyri. Það eru ■ Sigurður Haukur Guðjónsson, | prestur á Hálsi, Birgir Snæ- . björnsson, prestur í Laufási, og ' Jón Hnefill Aðalsteinsson. Um- i sóknarfrestur er til 20. þ. m. — Kosningaáróðurinn er þegar í fullum gangi í bænum. Engar rafvæðingarframkvæmdir í NorS- ur-Þingeyjarsýslu innan ramma 10 ára áætlunarinnar frá 1954 F ramf ærsluf ulltrúi Á fundi bæjarstjórnar Akur- eyrar á þriðjudaginn var Björn Guðmundsson varðstjóri kjörinn framfærslufulltrúi bæjarins. — Hann hlaut atkvæði 6 bæjarfull- trúa, en Rafn Hjaltalín hlaut fimm atkvæði. Alls voru um- sóknir um starf þetta 11. Þá samþykkti bæjarstjórn enn- fremur, að sameinuð yrðu störf framfærslufulltrúa og heilbrigð- isfulltrúa. Hinn nýkjörni fram- færslufulltrúi verður því einnig heilbrigðisfulltrúi. Því starfi gegndi áður Kristinn Jónsson fulltrúi, en sagði því lausu á sl. vori. Á að svíkja gefin fyrirheit í þessum efnum? Raforkumálanefnd Norður- Þingeyjarsýslu, sem skipuð er fulltrúum úr öllum hreppum „Fundur raforkumálanefndar Norður-Þingeyjarsýslu, haldinn að Kópaskeri þann 10. ágúst sýslunnar, að Hólsfjallahreppi [ 1960, telur að Alþingi og ríkis- undanskildum, kom saman til stjóm hafi enn ekki sýnt lit á að fundar 10. fyrra mánaðar og uppfylla, að neinu leyti, að því ræddi útlit og ráðagerðir um raf- er Norður-Þingeyjarsýslu varðar, væðingu í sýslunni, en helzt virð- ast horfur á, áð nú sé ætlunin að Norður-Þingeyingar verði alveg settir utangarðs við rafvæðingu á næstunni. Eftirfarandi tillaga var sam- þykkt í einu hljóði: þau fyrirheit, sem gefin voru, með samþykkt hinnar svokölluðu tíu ára áætlunar, sem Alþingi samþykkti árið 1954, um rafvæð- ingu landsins, frá vatnsaflsvirkj- unum ríkisins, þar sem Norður- (Framhald á 4. síðu.) stærri dreng, er þar var einnig á ferð. Sá hljóp þó þegar á burtu og hugði ekki eftir afleiðingum af gerðum sínum. En félagi þess, sem í sjóinn féll, varð ekki ráða- laus. Hann fann bjarghring í nærliggjandi bát, kastaði honum til þess, er í sjónum var, og dró hann síðan upp. Drengurinn, sem í sjóinn féll, var lítt syndur, en gat þó haldið sér uppi, þar til hinn hafði náð í bjarghringinn. Engir aðrir voru þama nær- staddir, og er því óhætt að full- yrða, að þarna hefði farið illa, ef sá, sem eftir var á þurru, hefði ekki reynzt svo snarráður, sem raun ber vitni. En lítill verður sómi þess, sem drengnum hratt í sjóinn og hljóp síðan brott við svo búið. Drengurinn, sem björgunaraf- rekið vann heitir Magnús Garð- arsson, Eyrarandsvegi 27. SKEMMDARVARGAR Talsvert hefur borið á því að undanförnu, að skemmdarvargar hafi lagt leið sína í smábáta- kvína hjá Slippnum . Ymsu hef- ur verið stolið úr bátunum og annað skemmt. Vélar hafa jafn- vel verið gerðar óhæfar til notk- unar og stundum nær eyðilagðar. Hafa surpir smábátaeigendur orðið fyrir verulegu tjóni af þess- um sökum. Nauðsynlegt er, að bátaeigendur gangi sem bezt frá bátum sínum, læsi því sem hægt er og láti ekki lausamuni liggja á glámbekk. Þá ættu og allir, sem þarna eiga leið um og sjá til grunsamlegra mannaferða, að gera lögreglunni aðvart. Sunnlendinga Sigríður Árnadótt- ir, húsfreyja í Arnarbæli. Leikar- arnir Þorsteinn Ö. Stephensen og Anna Stína Þórarinsdóttir lesa kvæði eftir Einar Benediktsson _ og Jakobínu Sigurðardóttur, Al- þýðukórinn í Reykjavík syngur undir stjórn Sigursveins D. Krist inssonar og einnig verður al- mennur söngur. Á sunnudaginn er ráðgerð sam- koma í Reykjavík. Merki Þingvallafundar. Gerð hafa verið sérstök merki í tilefni Þingvallafundarins og verða þau seld um allt land dag- ana sem fundurinn stendur. Til- gangurinn með sölu merkjanna er tvíþættur: Annars vegar að gefa mönnum tækifæri til að sýna hug sinn til herstöðvabar- áttunnar með því að bera merki fundarins á meðan hann stendur, og hins vegar að afla fjár til að standa straum af þeim mikla kostnaði, sem fundarhaldið, ásamt undirbúningi þess, hefur í för með sér. Þessi merki verða seld hér á götum bæjarins, og vonandi leggja allir hernámsandstæðing- ar í það metnað sinn að bera þau næstu daga, þó að þeir ekki hafi haft aðstöðu til að sækja firnd- inn að Þingvöllum. Einnig verður ritið Þingvallafundurinn selt á götunum til styrktar sama mál- efni. Nýtt skólahús - Nýr skólastjóri Húsavík 7. sept. Nýja skólahúsið verður tekið í notkun í haust og verða skólarn- ir, þ. e. Barnaskólinn og Gagn- fræðaskólinn, báðir þar til húsa. Skólahúsið er með þvi fullkomn- asta, sem þekkist hér á landi, sér- staklega er aðstaða til verknáms og íþróttaiðkana fullkomin. Sigurður Gunnarsson, sem ver- ið hefur skólastjóri Barnaskól- ans, lætur nú af því starfi, og hefur Kári Arnórsson verið ráð- inn skólastjóri í hans stað, en hann hefur undanfarið verið kennari í Hafnarfirði. Ingimund- ur Jónsson, sem verið hefur kennari við Barnaskólann, kenn- ir nú við Gagnfræðaskólann, en frú Anna Jeppesen hefur verið ráðin kennari við Bamaskólann. Ný sundlaug var tekin í nótk- un 7. ágúst sl. Vatnið í laugina er tekið úr 32 gráðu heitum laug- um í fjörunni sunnan undir Höfðanum, og er því dælt í laug- ina. Aðsókn að lauginni hefur verið mjög góð. Sundlaugarvörð- ur er Vilhjálmur Pálsson, íþrótta kennari, og annast hann og kona has, Védís Bjarnadóttir, sund- kennslu.

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.