Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 09.09.1960, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 09.09.1960, Blaðsíða 3
Föstudaginn 9. sept. 1960 VERKAMAÐURINN 3 Heiðrekur Guðmundsson fimmtugur Á manudaginn, 5. þ. m., átti Heiðrekur Guðmundsson, skáld, \ Eyrarvegi 23 á Akureyri, fimmtugsafniæii. Heiðrekur hefur ; fyrir löngu skipað sér sæti framarlega á skáldabckk íslenzku I þjóðarinnar. Mörg af kvæðum þeim, sem hann hefur geíið = út í þremur Ijóðabókum síðustu 14 árin, eru meðal þess bezía, = sem frá ljóðskáldum okkar hefur komið á þessu tímabili. — 1 Han i hefur sem hetja staðizt allar freistingar atómstefnu eða | stefnuleysis í Ijóðagerð, en haldið fast við hið mótaða og fág- 1 aða íslenzka form. Væntanlega á hann enn eftir að gefa þjóð- = inni margt ágætra verka. Bækur Heiðreks, sem ut hafa komið til þessa, eru: Arfur i öreigans (1947), Af heiðarbrún (1950) og Vordraumar og j vetrarkvíði (1958). Hér fer á eftir eitt af kvæðum Heiðreks í úr fyrstu bók hans: | VERKAMAÐUR I — á hernámsárunum — Koiga skimii dagsins dylur, dreymir fóik í byggðum lands. Andbyr strangur ögrun þylur inn í hlustir verkamanns. Nístingskaldur norðanbylnr na’ðir gegnum fiitin lians. I>ó að margt á inóti sporni má hann aldrei þiðja um grið. Gránar fyrir góumorgni, glórir inn á torgsins svið. Gamlir tnenn á götuhorni gá til lofts og ræðast við. Gustur fönn í fangið skcfur, frostið bítur hvað sem er. Aígangstíma engan hefur, eigi má hann tefja hér. ; l'Jlpu þéttar að sér vefur, upp í storminn itallar sér. ; Hríðarkólgu sundur sviptir, I sorti nætur daginn flýr. ; Verkamaður öxlum ypptir, ; yfir þungri hugsun býr. ; Herðar réttir, höfði lyftir, ; hnyklar loðnar augabrýr. ; öskrar brirnið út við satida. j Yfir lorgið gefnr sýn: j Bifreiðar tii beggja handa j bíða, í lúðurhorni hvín. : Hnipnir tncnn í líópiim standa, j hendur krcppa um nestisskrín. : Hér er undir engan hlaðið, : allir bera léttan sjóð. : I jnldinn, þeir sem fóru í svaðið, E fram í sveitir treður slóð. j Þar er skoifið, stritað, staðið, j starfað fyrir aðra þjóð. E Bjargráð stjórnin byggði á sandi, : blundað hafði fram um nón. j Skrafar nú, að skútan strandi, i skorti hendur gamla Frón. j Hervædd j>jóð í heimalandi : hcnni gaf að lokttm sjón. j Trúna skorti lýð um lendur. I Lanilstjórn höfði barði í stein, j einskisvirti út við strendur | öreiganna harmakvein. j Vinnufúsar Vaskar hendur E yortt taldar þjóðarmein. j Krappur skórinn kreppti að tánum : kvíðaþrungin augnablik. j F.nginn hlynnti að æskuþránum, í allar vonir reyndust svik. TMiiiiiMimiiiHMiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiliiii Bljiigir mcnn á báönm hnjánum báðu um sérhvcrt handarvik. Skýtur hrukkum yfir enni endurminning djúp og sár. úótt í sporin fjúki og fenni. fyrnast ei hin liðnu ár. Gróðafíkin glæframenni gullsins nutu, — en skóptt tár. Bar í loftið bliku dreyra, bólstruin styrjöld saman hlóð. Annar kliður kvað við eyra: Komið, vinnið landi og þjóð. Svo var stritað rneira og meira, niokað' gulii í ríkra sjóð. Grimma spennti greip að láði geigvæn dauðans orrahríð. Neistum báls á byggðir stráði blóði flekkað verndarstríð. Gróðamenn og hervald háði harða keppni inn verkalýð. Vonarljós í hugum hinna hrjáðu brann í römmum slag. Nú var hægt að vaxa og vinna, vaka bæði nótt og dag; bjarga velferð barna sinna, bæta um síðir þriingan hag. I>ar sem gullsins straumur stríður steypir lilekki um þrælsins fót, rlkum mönnum sáran svíður, — sáir eitri í hugans rót, — þegar smáður landsins lýður * loksins hlýtur kjarabót. Auðmenn hræddir augum gjóta yfir sjónbaug stundarhags, samkeppninnar boðorð brjóta, biðja um aðstoð skipulags, þakkir bæði og heiður hljóta, ltylli gttðs til efsta dags. Ei má þeirra fáni falla. Forðutn hóf hann lýðsins nauð. Skal í sölum hárra halla halda vörð um fenginn auð, verkamönnttm vinntt alia veita eins og náðarbrauð. Geigsins hroll að hjarta sveigir hríðarkólga daginn þann. Mótbyr heimsins harðttr beýgir hcrðalotinn verkamann, Takmark lífsins óglöggt eygir, út í myrkrið hverfttr ltann. Frá áttunda þingi norðlenzkra barnakennara 8. þing Sambands norðlenzkra barnakennara var haldið á Ak- ureyri, í Barnaskóla Akureyr- ar, dagana 1.—3. sept. Sambandið var stofnað 8. okt. 1942 í sambandi við námsskeið, sem haldið var á vegum Kenn- arafélags Eyjafjarðar, og áttu þingeyskir kennarar frum- kvæðið að stofnun sambandsins. Stjórn sambandsins flytzt milii sýslna, og er kjörtímabilið 2 ár. Fráfarandi stjórn skipa: Þór- arinn Guðmundsson, form., Svava Skaptadóttir, ritari, og Theódór Daníelsson, féhirðir. Varastjórn: Tryggvi Þorsteins- son, varaform., Sigurður G. Jó- hannesson og Indriði Úlfsson. Milli 80 og 90 kennarar og gestir sátu þingið, og þau náms- skeið, sem haldin voru í sam- bandi við það. Þingforsetar voru kjörnir Hannes J. Magnússon, skóla- stjóri og Jón Kristjánsson, Víði- völlum. Fundarritarar voru: Páll Jónsson og Siguröur Flosa- son. Gestir mótsins voru: Dr. Broddi Jóhannesson, Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi, Stef- án Kristjánsson, íþróttakennari, Gestur Þorgrímson, kennari og starfsmaðm- við Kennslukvik- myndasafn ríkisins, Guðrún P. Helgadóttir, skólastjóri, Slsúli Þorsteinsson, form. S. í. B., og Snorri Sigfússon, fyrrverandi námsstjóri, sem er heiðursfé- lagi. Dr. Broddi flutti erindi og ræddi um hlutverk kennarans og þarfir. Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi um Leiki og stöðu mannsins, og að því loknu sýndi hann kvikmynd gerða af búnaðarsamtökum Norðmanna um vinnutækni mannslíkam- ans við hin daglegu störf. Gest- ur Þorgrímsson flutti erindi um kennslukvikmyndir, gildi þeirra og notkun í kennslu. Hann var einnig til viðtals í . skólanum föstudag og laugar- dag fyrir þá, sem óskuðu eftir upplýsingum um kvikmyndir og skuggamyndir. Frú Guðrún P. Helgadóttir, skólastjóri, flutti erindi um móðurmálskennslu í skólum. — Ræddi hún einkum um ritgerð- arkennslu og gildi móðurmáls- ins fyrir þjóðina. Skúli Þor- steinsson,, form. S. í. B., flutti fréttir frá fulltrúaþingi S. I. B. og ræddi auk þess við norð- lenzka fulltrúa um launamál kennara. Snorri Sigfússon ávarpaði þingið og ræddi um framtíðarhorfur í skólamálum þjóðarinnar og sparifjársöfnun skólabarna. Þórarinn Guð- mundsson ræddi um byrjunar- kennslu í reikningi og studdist þar við nýútkomna bók, „Leik- ið og reiknið". Stefán Jónsson, námsstjóri, sem tók virkan þátt í störfum og undirbúningi þingsins, flutti erindi um athygli og gleymsku og áhrif þeirra á skólastarf og menntun. Hannes J. Magnús- son, skólastjóri, flutti framsögu- erindi um framtíð sambandsins, vegna lagabreytinga, sem gerð- ar voru á síðasta þingi S. í. B., um skiptingu á kjörsvæðum. Leikjanámsskeið, og náms- skeið í teiknun og meðferð lita voru alla mótsdagana. Stefán Kristjánsson, íþróttakennari, leiðbeindi á leikjanámsskeiðinu og Einar Helgason, kennari, kenndi teiknun og meðferð lita. Skólavörubúðin sýndi þann velvilja að senda sýnishorn af bókum og áhöldum. Var sýning þessi sölusýning og var opin þinggestum alla daga mótsins. Valgarður Haraldsson, kennari, sá um sýninguna. Þinggestir sátu hádegisverð- arboð bæjarstjórnar Akureyrar á laugardag, og um kvöldið var kvöldvaka og kaffiboð S. N. B. að Freyvangi. í stjórn S. N. B. næsta kjör- tímabil eru þessir menn: Páll Jónsson, skólastjóri, Höfðakaupstað, Þorsteinn Matt- híasson, skólastj., Blönduósi, og Björn Borgmann, kennari, Blönduósi. Varastjórn: Lára Inga Lárus- dóttir, kennari, Olafur Krist- jánsson, skólastjóri, og Jóhann Björnsson, kennari. Eftirfarandi ályktanir og til- lögur voru samþykktar á þing- inu: 1. Þrátt fyrir lagabreytingu S. í. B., sem felur í sér að Norð- urland verði tvö kjörsvæði með sambandi á^-hvoru svæði fyrir sig, leggur þingið til, að Sam- band norðlenzkra barnakenn- ara starfi áfram með sama hætti og verið hefur, en kenn- arafélög hvors kjörsvæðis sjái Popiinkápur Ný sending. Mikið úrval. MARKAÐURINN Sími 1261 um kosningu fulltrúa á þing S. í. B. 2. Aðalfundur S. N. B., hald- inn á Akureyri 1.—4. sept. 1960, beinir þeirri ósk til stjórn- ar S. í. B., að hún hlutist til um, að erindi um skóla og uppeldis- mál verði flutt í Ríkisútvarpið í byrjun þessa skólaáati. 3. Aðalfundur Sambands norðlenzkra barnakennara, haldinn á Akureyri 3. sept. 1960, skorar eindregið á hið háa Alþingi að hækka stórlega fjár- veitingu til námskeiða, sem haldin eru á vegum félagssam- taka kennara. 4. Aðalfundur S. N. B., hald- inn á Akureyri 1.—4. sept. 1960, lýsir megnustu óánægju á þeim launakjörum, sem kennarar eiga við að búa og skorar á stjórn S. í. B. að vinna ötullega áð bættum kjörum stéttarinná'r á þeim grundvelli, sem lagðúr var á fulltrúaþingi S. í. B., sem haldið var í Reykjavík á .síðast-, liðnu vori. . SENDISVEIN VANTAR á landssímastöðina nú þegar. Símastjóri. Hlutaveltu heldur Kvenféí. Hlíf í Alþýðuhúsinu sunnudag- inn 11. sept. kl. 4 síðd. Margt ágætra muna. Allur ágóðinn rennur til Pálmholts. — Hluta- veltunefndin. GULRÓFUR Hef til sölu ágastar gul- rófur. Verð kr. 3,50 heim- keyrt, ef pantað er 20 kg eða méira. Pöntunum veitt móttaka á afgreiðslu Verkamanns- ins, Sími 1516. Anton, Naustum. FRÁ KARTÖFLUGEYMSLIM BÆJARINS Kartöflum verður veitt móttaka í Grófargili frá 15. sept. til 22. ok,t. n. k. á þriðjudögum og föstudögum kl. 5—7 e. h. og verða afhentar eftir að móttöku lýkur á sömu dögum og sama tíma, Þeir, sem hafa haft geymsluhólf áður, verða að liafa greitt geymslugjald sitt fyrir 22. sept., annars verða hólfin leigð öðrum. Tekið verður á móti greiðslu fyrir hólfin í kartöflugeymslunni alla virka daga frá 15.—22. september ki. 5—7 e. h. Akureyri 5. sept. 19^0. GARÐYRKJURÁÐUNAUTUR BÆJARINS. í l í I I I I Innilega þakka ég frændfólki og vinum margvisleg- an heiður og vinsemd, heimsóknir, gjafir og heilla- skeyti, á sjötugsafmæli minu, 24. ágúst síðastliðinn. Lifið heil! GUÐRUN KRISTJANSDOTTIR. ð-s*-sa-s*'S3-s#-s3-s#'<-S

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.