Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 23.09.1960, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 23.09.1960, Blaðsíða 1
VERKHmflÐllRintl Ritstj.: Þorsteinn Jónatansson. Útg.: Sósíalistafélag Akurey rar. Skrifstofa Hafnarstræti 88. Sími 1516. Áskriftarverð kr. 50.00 árg. Prenfverk Odds Björnssonar h.f. XLIII. árg. Akureyri, föstudaginn 23. september 1960 32. tbl. Sjálfkjörið í Iðju og Einingu Tvö af verkalýðsfélögunum á Akureyri hafa þegár kosið full- trúa sína á Alþýðusambandsþing, Iðja og Eining. Iðja auglýsti eftir listum til allsherjaratkvæðagreiðslu, en að- eins einn listi barst og varð hann því sjálfkjörinn. Sá listi var bor- inn fram af stjórn og trúnaðar- ráði félagsins og þannig skipaður: Jón Ingimarsson, Hallgrímur Jónsson, Arnfinnur Arnfinnsson, Ingiberg Jóhannesson, Sigurður Karlsson og Hjörleifur Hafliðason. Verkakvennafél. Eining kaus á fundi á sunnudaginn, og þar hlutu einróma kosningu: Margrét Magnúsdóttir, Margrét Steindórsdóttir og Freyja Eiríksdóttir. Á fundi Einingar var ennfrem- ur rætt um kjaramálin og vænt- anlegar kröfur félagsins til at- vinnurekenda um kauphækkanir. Voru fundarkonur á einu máli um, að ná yrði meira samræmi í kaupgjaldi miðað við karlmenn og þess vegna skyldi lögð áherzla á að færa sem flesta liði, einkum fiskvinnu, upp, þannig að þeir yrðu greiddir konum með sama kaupi og karlar hafa. Verkamannafélag Akureyrar- kaupstaðar og Bílstjórafélag Ak- ureyrar hafa auglýst eftir listum til allsherjaratkvæðagreiðslu. — Skal framboðslistum hjá Verka- mannafélaginu skilað fyrir há- degi á morgun, en í Bílstjórafé- laginu fyrir kl. 18 á mánudag. — Um kosningar í öðrum félögum á Akureyri er blaðinu ekki kunn- ugt ennþá, hvort kosið verður á fundum eða að viðhafðri alls- herjaratkvæðagreiðslu, en þau félög eru: Sjómannafélag Akur- eyrar, Sveinafélag járniðnaðar- manna, Vélstjórafélag Akureyrar og Félags verzlunar- og skrif- stofufólks á Akureyri. Það er kosið um kaup og kjör Okuslys á Tjörnesi Á mánudaginn varð það slys við Breiðuvík á Tjörnesi, að fólksbíll, sem var á leið til Rauf- arhafnar, kastaðist út af vegin- um og valt á hliðina. Tveir menn voru í bílnum. Sá, er sat undir stýri, er slysið varð, slapp að mestu ómeiddur, en hinn, Ang- antýr Einarsson frá Akureyri, hlaut alvarleg meiðsl innvortis og var hann fluttur í Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri. Hann er nú talinn úr lífshættu, en mun verða alllengi á sjúkrahúsinu. Kjörin í framkvæmdanefnd Samtaka hernámsandstæðinga Kyn mgarmessur Séra Sigurður Haukur Guðjpnsson messar í Akur- eyrarprestakalli á sunnudaginn, sem hér segir: í Akureyrar- kirkju kl. 10.30 árd. Sálmar nr.: 223 — 23 — 447 — 203 — 232. — í Lögmannshlíðarkirkju kl. 2 e. h. Sálmar nr.: 17 — 370 — 304 — 401 — 530. — í barna- skólanum í Glerárþorpi kl. 5 e. h.. Sálmar nr.: 572 — 687 — 318 304 — 401 — 530. Strætisvagna- ferðir frá gatnamótum í Glerár- hverfi kl. 1.30 og yztu leið að Lögmannshlíð. Miðnefnd hinna nýstofnuðu Samtaka hernámsandstæðinga hélt fyrsta fund sinn á mánudag- inn. Var þar rætt um framtíð- arstörf samtakanna og kjörin framkvæmdanefnd. Var nefndin kjörin samhljóða og er þannig skipuð: Guðni Jónsson, prófessor, Jónas Árnason, rithöfundur, Kjartan Ólafsson, framkvæmda1 stjóri Samtaka hernámsand- stæðinga. Stefán Jónsson, fréttamaður, Valborg Bentsdóttir, skrifstofu- stjóri, Þorvarður Örnólfsson, kennari, Þóroddur Guðmundsson, rithöf- undur. Umsóknarfrestur um prests- embættið, sem laust er á Akur- eyri, er nú útrunninn. Umsækj- endur eru aðeins þrír: Sigurður Haukur Guðjónsson prestur að Hálsi, Birgir Snæbjörnsson prestur í Laufási og Bjartmar Kristjánsson prestur að Mæli- felli. Varamenn voru kjörnir, einnig samhrjóða: Ásta Ottesen, hús- freyja, Einar Bragi Sigurðsson, rithöfundur, og Ragnar Arnalds, ritstjóri. verkafólks á íslandi í þeim kosningum, sem nú f ara f ram til Mþýðusambandsþings Þær kosningar til Alþýðusambandsþings, sem nú standa yf- ir, verða örlagaríkar fyrir alþýðu manna á íslandi. Það er ekki aðeins verið að kjósa um það hverjir stjórna eigi heildar- samtökum verkalýðsins næstu tvö ár, heldur er ekki síður um það kosið, hvort verkaf ólkið skuli taka höndum saman um að rétta við kjör sín eða hvort núverandi valdhöfum í landinu á áfram að líðast að traðka á rétti launþega. Það er víst oft búið að staglast | fram til Alþýðusambandsþings, á því í ræðum og rituðu máli fyr- ir kosningar til Alþýðusambands þings, eins og reyndar fyrir allar kosningar, að nú ríði á, að rétt sé kosið, að réttir menn nái sæti á því þingi, sem í það og það skiptið er verið að kjósa til. Þessi setning skal ekki endurtekin hér, og enginn dómur á það lagður, hvort nú ríður meira á því en einhvern tíma áður, að rétt sé kosið. En kosningar þær, sem nú fara Mikill samdráHur I bymngum Frá byggingafulltrúanum á Akureyri hefur blaðinu borizt eftirfarandi yfirlit um húsa- byggingar í bænum, það sem af er þessu ári; „Frá byrjun ársins 1960 til 15. sept. er hafin bygging 19 íbúð- arhúsa á Akureyri. 1 þessum húsum eru alls 28 íbúðir. Auk þess eru enn, frá fyrra ári, 84 íbúðarhús í smíðum með samtals 118 íbúðum. Hús þau, sem byrjað var á fyrir sl. áramót, voru mjög mis- langt á veg komin, er útivinna við byggingar hófst á þessu ári, þannig að búast má við að íbúð- arhús með 52 íbúðum verði gerð fokheld fyrir veturinn, þar eru v, I íslendingar hafa lönguni fjölniennt til rétta, þegar féð er heimt af fjalli á haustin. Þarj yar að vísu all- margt fé í rétt hjá Akureyringum á laugardaginn, en mannfólkið var Htlu færra. 26 hús með 37 íbúðum, sem byrjað var á fyrir sl. áramót. Breytingar og viðbyggingar við eldri hús eru 7. Þann 15. sept. sl. voru því í byggingu hér á Akureyri sam- tals 103 íbúðarhús með 146 íbúðum. Auk framangreindra íbúðar- húsa er unnið við byggingu all- margra annarra húsa ,og ber nú mun meira á byggingu stærri húsa, en gert hefur undanfarin ár. Má t. d. nefna, að hafin er bygging elliheimilis ofan Þór- unnarstrætis, norðan Golfvall- arins. Við Glerárgötu norðan- verða eru í byggingu hús fyrir Valbjörk h.f., Tómas Björnsson hi. og Byggingarvöruverzlun Akureyrar h.f., Kaupfél. Eyfirð- inga reisir útibú í Glerárhverfi og Niðursuðuverksmiðja K. Jónsson & Co. hefur byggt nýja niðursuðuverksmiðju og endur- bætt eldra húsnæði verksmiðj- unnar. Unnið er jafnframt við Flug- stöðvarbygginguna, rishæð á Slökkvistöð bæjarins er í smíð- um, Amaro h.f. byggir 6. hæð- ina við Hafnarstræti 99 og unn- ið er við rishæð á Súkkulaði- verksmiðjuna Lindu h.f. við Hvannavelli 10. Leó Sigurðsson hefur byggt fiskvinnsluhús við Eyrarveg, Þórshamar h.f. hefur tekið í notkun nýtt málningarverk- stæði, Möl & Sandur s.f. byggir steypuverkstæði á athafnasvæði sínu við Glerá og Frystihús KEA eykur við húsnæði sitt" eru mikilsverðar. Á úrslitum þeirra, þ. e. a. s. á fulltrúum þeim, sem valdir verða til setu á þessu þingi, veltur það öðru fremur, hver verður framvindan í kaupgjalds- og kjaramálum verkalýðsins á næstunni. Þar verða án efa lagðar línurnar 'um baráttu verkalýðsins í þeim mál- um, og vaUn sú forysta fyrir heildarsamtökin, sem fulltrúarn- ir bezt treysta. ENGA STJÓRNARSINNA. Það, sem barizt er um í þessum kosningum, er hvort verkafólkið á að leggja til atlögu við at- vinnurekendavaldið, og þá um leið núverandi ríkisstjórn, til þess að ná aftur viðunandi lífs- kjörum, því kaupi fyrir átta stunda vinnudag, að unnt sé að framfleyta með því meðalfjöl- (Framhald á 4. síðu.) Róðrarmót íslandsmót í róðri fór fram á Akureyri dagana 17. og 18. sept. sl. Keppendur voru frá Róðrar- klúbb Æ. F. A. K., karlasveit og drengjasveit. Laugardag 17. fór fram keppni í 2000 m. róðri og sigraði karla- sveitin á 7.24.3 mín. Drengjasveit- in réri á 7.39.6 mín. Sunnudag 18. var keppt í 1000 m. róðri og 500 m. róðri. 500 m. vann karlasveitin á 2.25.9 min. Drengjasveitin réri á 2.45.2 mín. í 1000 m. róðri réri karlasveit- in á 4.50.3 mín. Drengjameistaramót íslands fór einnig fram, og var keppt í 1000 m. róðri, og réru drengirnir á 5.01.5 mín. íslandsmeistarar í róðri 1960 eru þessir menn: Gísli Lórenzson, stýrim., Knútur Valmundsson,. Jón Gíslason, Róbert Árnason, Stefán Arnason. Drengjameistarar í róðri 1960 eru þessir: Axel Gíslason, stýrim., Óli Jóhannsson, Börkur Eiríksson, Pétur Jónsson, Aðalsteinn Júlíusson.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.