Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 23.09.1960, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 23.09.1960, Blaðsíða 2
VERKAMAÐURINN Föstudaginn 23. sept. 1960 Hér í blaðinu birtist í dag frétt frá byggingafulltrúa Akureyrar- bæjar, þar sem frá því er skýrt, að frá áramótum og fram til miðs þessa mánaðar hafi verið hafin bygging 19 íbúðarhúsa í bænum. í þessum 19 húsum er gert ráð fyrir alls 28 íbúðum. Á sama tímabili í fyrra hófst bygging 50 íbúðarhúsa með a. m. k. 80 íbúð- um. Af þessu sést, að þær bygg- ingar íbúðarhúsa, sem hafizt hef- ur verið handa um á þessu ári, nema ekki nema um það bil þriðjungi á móti því, sem var í fyrra. Þetta segir sína sögu um af- leiðingar efnahagsráðstafana nú- verandi ríkisstjórnar og spáir óneitanlega ekki góðu um at- vinnuhorfur þeirra, sem bygg- ingavinnu stunda. Ennþá hefur samdrátturinn ekki komið nema óverulega í ljós vegna þess, að unnið er að því að ljúka bygg- ingu fjólmargra íbúðarhúsa, sem byrjað var á á fyrra ári og á ár- inu 1958. Einnig er nú unnið að allmörgum stórbyggingum, sem fyrirtæki og einstaklingar höfðu unnið að undirbúningi að og í sumum tilfellum byrjað á áður en efnahagsráðstafanirnar komu til framkvæmda. En einnig vinna við þær dregst fljótlega saman, þar sem vitað er, að ýmis fyrir- tæki, sem höfðu í huga að hefja byggingar, hafa nú hætt við það í bili a. m. k. Þetta er aðeins eitt dæmi um þann mikla samdrátt, sem nú er ýmist orðinn eða væntanlegur í framkvæmdalífi þjóðarinnar, En þetta bendir greinilega til þess, að verði ekki að gert, þá muni ríkisstjórninni takast að koma á því „hæfilega atvinnuleysi", sem er óskadraumur íhaldsins, og „verkalýðsflokkurinn" Alþýðu- flokkur hefur lofað að styrkja það til að láta rætast. Til skamms tíma voru stórfelld fjársvika- og glæpamál næsta fá- tíð fyrirbæri hér á landi. En hin síðustu ár hefur hér orðið mikil breyting til hins verra. Hvert svika- og glæpamálið hefur rekið annað, svo að menn eru nánast hættir að fylgjast með. Einna umfangsmest eru um þessar mundir mál í samhandi við olíu og frímerki. En fleiri mætti nefna: Okurmál, þjófnaði á Keflavíkurflugvelli og smygl þaðan, Ingimarsmál og ótal margt fleira, nú síðast mál Jóns Gunn- arssonar í Hafnarfirði, en sá er talinn hafa svikið út úr Lands- bankanum nokkrar mill]ónir króna með því að telja vöru- birgðir meiri en þær voru. — Grunur leikur á, að fleiri útgerð- armenn séu undir sömu sök seld- ir. í sambandi við þetta mál Jóns kemur mönnum m. a. í hug mál Útgerðarfélags Akureyringa h.f. fyrir tveimur árum síðan, þó að það færi aldrei fyrir dómstóla. Svik og svindl í sambandi við olíuverzlun er það stórfelldasta og margbrotnasta, sem upp hefur komizt um þessi ár og í rannsókn hefur farið. Frímerkjamálin hafa einnig víða teygt anga sína hér heima og erlendis einnig. Er nú =^ ORDIÐ ER LAUST svo komið, að margir af æðstu yfirmónnum póstþjónustunnar hafa orðið að víkja úr émbættum og verið dæmdir fyrir þjófnaði og fleira. Þjófnaðir á Keflavíkur- flugvelli voru umfangsmikið mál, þar sem margir, háir og lág- ir, komu við sögu. Þó er óhætt að fullyrða, að smygl af Vellin- um, sem aldrei hefur komizt upp um, er ennþá stórfelldara, og er það á vitorði allra landsmanna, þó að ekki hafi verið stemmt þar stigu fyrir og verði ekki gert á meðan herlið er þar til staðar eða aðrir, sem sérréttindi njóta gagn- vart tollalögum. Ingimarsmálið vakti mikla eftirtekt, og þá ekki sízt dómurinn, þar sem ekki var að finna orð um það, að sak- borningurinn, sem reyndist sann- ur að sök, skyldi skila þýfinu aft- ur. Venjulega eru þjófar þó dæmdir til að skila aftur því, sem þeir hafa stolið. Þessi und- arlegi dómur bendir vissulega til þess, að ekki hafi allt verið með felldu um málssóknina, en dóm- arar fóta sig á því, að aldrei hafi verið lögð fram krafa um, að þýf- inu yrði skilað. Okurmálin voru stórmál, þó að flestir muni telja, að aðeins lítill hluti okrara hafi verið leiddur fyrir réttinn. Nú eru slík mál væntanlega úr sög- unni, því að ríkið, meirihluti Al- þingis og ríkisstjórn, hefur tekið glæpinn af okrurunum með því að lögleiða okurvexti hjá banka- stofnunum. Hér að framan er aðeins fátt eitt talið af þeím fjársvikamál- um, sem hæst hefur borið að undanförnu. Auk þess hafa verið mórg mál minni háttar og mjög stór hluti slíkra mála kemur aldrei fyrir dómstóla, heldur er samið um þau á bak við tjöldin. En tvennt er eftirtektarvert í sambandi við þessi fjársvikamál. í fyrsta lagi það, að í augum mik- ils fjölda fólks er alls ekki litið á svikarana sem neins konar mis- indismenn, hvað þá glæpamenn. Hitt er jafnvel algengara, að heyra sagt sem svo: Fjandi var hann óheppinn, að þetta skyldi komast upp. Eða þá: Sá hefur nú aldeilis matað krókinn, og svo er kannski bætt við með nokkurri hrifningu: Ætli hann hafi nú ekki komið einhverju undan, hann er ekki svo vitlaus að hann hafi látið nappa sig með allt. — Þannig er það orðið áberandi, að fjársvikarinn nýtur samúðar og jafnvel virðingar allmikils fjölda fólks. Annað atriði, sem eftirtektar- vert er, er það, að mjög margt þessarra mála á upptök sín eða er á einhvern hátt tengt Kefla- víkurflugvelli. Hann hefur í þess- um efnum verið uppspretta hins illa. f sambandi við herstöðina hefur verið rekið umfangsmeira smygl en nokkru sinni hefur átt sér stað hér á landi, og þátttak- endur í smyglinu eru ótrúlega margir eða hafa verið. Þetta smygl hefur verið svo almennt, að flestir eru hættir að líta á það öðruvísi en sem sjálfsagðan hlut, að hver, sem tök hefur á, smygli út af Keflavíkurvelli því sem hann getur við komið. Þetta álit, sem skapast hefur á löngum her- setutíma, hefur einnig haft hættuleg áhrif annars staðar, og orðið þess valdandi, að almenn- ingur hefur einnig tekið að líta mildum augum á annað smygl, og sumir jafnvel tekið að meta þá mest, sem mestu hafa getað smyglað. Og þeir, sem komnir eru út í smyglið í stórum stíl, hafa svo smám saman leiðst út í önnur og stærri fjársvik, gjald- eyrisbrask og fleira þess háttar, okurlánastarfsemi og margt, margt fleira. Samvizka þeirra, sem farnir eru að víkja af braut laganna sljóvgast fljótt, og heppn ist ein svika- eða svindltilraun vel, þá er gjarna haldið áfram á sömu braut og aukið við. Herliðið á Keflavíkurflugvelli hefur á þessu sviði sem öðrum verið undirrót og uppspretta spillingar. Sú spilling, sem her- setan hefur valdið í fjármálalíf- inu verður ekki upprætt á stutt- um tíma, en hana verður samt að uppræta, ef hún á ekki stöð- ugt að sýkja út frá sér, þar til mikill hluti þeirra, sem við fjár- mál fæst, veit ekki lengur mun rétts og rangs í viðskiptum. Það fer ekki á milli mála, að eitt af því, sem orsakar það, að hersetan á ennþá allmarga for- mælendur í landinu, er einmitt smyglið og fjármálaspillingin, sem þróast hefur í sambandi við hersetuna. Þeir, sem meira eða minna eru orðnir flæktir í því spillingarnetí, vílja hafa herinn áfram til þess, að þeir geti haldið áfram að smygla og svindla í sambandi við hann. Margir hafa grætt vel á þessu, og þeir vilja halda áfram að græða. Fullyrt er, að margir af framámönnum í viðskiptum og stjórnmálum séu rammlega flæktir í þessu neti, og þeir beita öllum brögðum til þess að halda sem flestum við þá skoðun, að hersetan sé óhjá- kvæmileg. Bandaríkjamonnum, sem hafa herinn hér, líkar þetta vel, og þeir hafa síður en svo nokkuð reynt til að koma í veg fyrir fjármálaspillinguna í sambandi við herstöðina. Þeir hafa frá upphafi gert sér það ljóst, að ekkert ráð var öruggara til að tryggja aðstöðu þeirra hér, en einmitt það, að sem flestir findu sig á einhvern hátt háða þeim fjármálalega eða bindu gróða- vonir við áframhaldandi her- setu. Það er gamla sagan um asnann gullklyfjaða. Gull Bandaríkjanna hefur jafn- vel haft svo djúp áhrif á suma menn, að þeir halda því fram, að ekki sé lengur lífvænlegt í þessu landi, nema sú gulllind sé til staðar. Þjóðin sé ekki fær um að vinna fyrir sér á venjulegan og eðlilegan hátt með framleiðslu- störfum til lands og sjávar. Sem betur fer eru þeir þó enn- þá miklu fleiri, sem gullið banda- ríska hefur ekki náð að spilla. Ennþá er það mikill meirihluti þjóðarinnar, sem trúir því, að þjóðin geti unnið fyrir sér á heið- arlegan hátt. Ennþá eru þeir fleiri, sem fyrirlíta fjárglæfra og fjársvik. En svo lengi sem her- stöðvar og gulliklyfjaðir asnar eru hér í landi, heldur það áfram að sýkja út frá sér. Þess vegna m. a. verður herinn að fara. Vinnusvik hafa til skamms tíma verið óþekkt með þjóð okk- ar. En þau eru eitt af því illa, sem erlend setulið hafa flutt inn í landið. Þjóðin er vinnugefin og dugleg. Þess vegna er það óeðli- legt og með ólíkindum, hversu vinnusvik eru nú orðin algeng í landi okkar. En þau lærðust fyrst í Bretavinnunni svonefndu. Þar var mönnum ljóst, að þeir voru að vinna þýðingarlítil verk og auk þess var verkstjórnin oft- ast léleg eða engin. Það varð á tímabili e. k. tízka að vera í Breta vinnu, en beita öllum brögðum til þess að komast hjá því að vinna nokkuð, sem heitið gæti. Fyrir kom, að menn stunduðu aðra vinnu samtímis, mættu á morgnana til að láta skrá sig og á kvóldin til afskráningar, en voru í burtu og unnu annars staðar á milli. Þá var það einnig algengt að vinna af kappi, ef yf- irmenn birtust, en gera svo ekk- ert á milli. Eftir að Bretar fóru komu Kan- ar. íslendingar fóru einnig í vinnu hjá þeim, og vinnusvikin héldu áfram. Hjá Könum var miklu fremur um einhverja verk- stjórn að ræða, en mönnum var eftir sem áður ljóst tilgangsleysi vinnunnar, og þegar menn sjá, að vinnan, sem þeir ynna af hendi, hefur engan jákvæðan tilgang, þá hafa þeir ekki lengur áhuga fyr- ir að halda eðlilegum afköstum. Vinnan hjá Bretum, og síðar Könum, hefur orðið til þess, að mikill fjöldi ungs fólks hefur aldrei lært að bera þá virðingu fyrir vinnunni, sem hver maður þarf að tileinka sér. Það er orð- inn ískyggilega stór hópur fólks, sem telur það ekkert aðalatriði, hvort hann skilar eðlilegu dags- verki eða hangir aðeins á vinnu- í stað. Þetta er hættulegt. Vinnan er frumskilyrði þess, að lifað verði í þessu landi, þess vegna þarf hver og einn að bera virð- ingu fyrir henni .Hitt er annað mál, að vinnutíminn er almennt alltof langur hér á landi, og hann þarf að kappkosta að stytta. Það verður því aðeins gert, að fólk hafi sæmileg laun fyrir sína vinnu, þannig að það þurfi ekki að vera í kapphlaupi um eftir- vinnu. En hafi fólk sæmileg Iaun og hæfilegan vinnutíma verður líka að krefjast þess, að ekki sé um vinnusvik að ræða. Setuliðsvinnan kenndi íslend- ingum vinnusvik. Meðan slík vinna er til staðar í landinu heldur hópur manna stöðugt áfram að alast upp við tilgangs- lausa vinnu og lærir þess vegna ekki að virða vinnuna svo sem vera á og vera þarf, ef þjóðinni á vel að farnast. Einnig á þessu sviði grefur hernámið undan grunni íslenzks þjóðfélags. Blöð stjórnarflokkanna hælast mjög um yfir því um þessar mundir, að tekjuskatturinn sé úr sögunni fyrir allan fjölda laun- þega eða fyrir alla aðra en há- tekjumenn. Þarna segja stjórnar- blöðin, að mjög hafi verið bætt- ur hagur launafólks og þess vegna þurfi það ekki að kvarta, þó að vörur hafi hækkað í verði. Rétt er það, að meirihluti þeirra, sem áður greiddi tekjuskatt, þarf nú ekki að greiða hann. En hinu gleyma stjórnarblöðin jafnan, þegar þau ræða þetta, að sú upp- hæð, sem áður var innheimt sem tekjuskattur, er nú tekin tvöföld og þreföld sem sóluskattur. Það vita allir, að talsvert er um skattsvik í þessu landi, og þess vegna kom ekki alltaf til tekjuskattsálagningar öll sú upp- hæð, sem að réttu hefði átt að vera. Vitað er, að ýmsir þeir, sem við verzlun fást eða hafa ein- hvern rekstur með höndum, eiga hægara með en launamenn að svíkja undan skatti, ef áhugi er fyrir hendí. Nú hefur einmitt þessum aðilum verið falið að innheimta þann skatt, sem áður var innheimtur beint, sem tekju- skattur. En hvað hefur verið gert til þess að tryggja það ,að þessir aðilar skili öllum þeim skatti, sem þeir innheimta, þegar þeir selja vörur eða þjónustu? Er ekki mikil hætta á því, að tals- verður hluti þess, sem tekið er af fólki sem söluskattur komi aldrei til skila í ríkiskassann. Það hefur löngum verið venja, að lögð hefur verið fram almenn- ingi til sýnis og athugunar skrá um tekjuskattsgreiðendur og hversu mikið hverjum hefur ver* ið gert að greiða. Slíkt hið sama hefur aftur á mótí ekki verið gert með söluskattsgreiðendur, en ætti þó að vera sjálfsagður hlut- ur. Og þar sem þeir eru miklu færri en tekjuskattsgreiðendur voru, væri heldur ekki miklu til kostað, þó að slík skrá væri birt a. m. k. einu sinni á ári og helzt ársfjórðungslega. Rétt er að bæta því við, eða leiðrétta það, sem hér stendur að framan, þar sem talað er um að birta skrá um söluskattsgreiðend- ur, þá er ekki átt við að birta skrá um þá alla, því að það væri sama og að birta næstum að segja manntal yfir alla íslend- (Famhald á 3. síðu.)

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.