Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 23.09.1960, Síða 3

Verkamaðurinn - 23.09.1960, Síða 3
Föstudaginn 23. sept. 1960 VERKAMAÐURINN 3 Sigur stjórnarandstæðinga í kosningum til Alþýðusambandsþings er sigur ylir hallærisstjórn íhalds og krata Fulltrúakosningar til Alþýðu- sambandsþings standa nú yfir. — Víðast hvar koma fram tveir list- ar: Listi borinn fram og skipað- ur mönnum beint úr röðum laun- þeganna sjálfra, mönnum, sem gerþekkja aðstöðu þeirra og þarfir, hver í sínu stéttarfélagi og sem heildar, mönnum, sem njóta trausts og virðingar þeirra með- lima stéttarfélaganna, sem skilja þörf og styrk einhuga verkalýðs- forystu. Hinn listinn borinn fram af útsendurum atvinnurekenda, mönnum úr Sjálfstæðisflokknum og hjálparflokki hans, Alþýðu- flokknum, mönnum, sem eru reiðubúnir til að gera vilja at- vinnurekenda og ríkisstjórnar- innar í einu og öllu, stuðnings- menn núverandi ríkisstjórnar. Þessum mönnum blöskrar ekki þó að gengið sé fellt, og allar vör- ur stórhækki í verði, en kaupið standi í stað. Þessum mönnum blöskrar ekki þó að verkföll séu bönnuð, og munu ekki reyna að koma í veg fyrir, að ríkisstjórnin banni allar kauphækkanir með lögum, nú þegar laimastéttirnar fara fram á leiðréttingu á kaupi sínu á komandi vetri til samræm- is og með hliðsjón af hinni geig- vænlegu dýrtíð, sem nú þjakar al- þýðuheimilin, ásamt okurvöxtum af skuldum, sem eru ofviða lág- launamönnum, er lagt hafa í að byggja yfir fjölskyldur sínar undanfarin ár og skulda þess vegna háar upphæðir. Hjá fjölda manna blasir við greiðsluþrot, ef svo heldur fram, sem horfir. — íbúðirnar verða seldar fyrir áhvílandi skuldum á næstu miss- irum. Hamingjusamar fjölskyld- - Orðið er laust (Framhald af 2. síðu.) inga, því að allir, sem stálpaðir eru orðnir, hvað þá fullorðnir, greiða söluskatt, heldur er átt við, að birt verði skrá um inn- heimtumenn söluskattsins ,hversu miklu hver og einn skilar til rík- isins. Þar kæmi frarp, hvað miklu hvert kaupfélag skilar, hvað miklu hver kaupmaður, hvað miklu hvert verkstæði eða verk- smiðja o. s. frv. Þetta væri fróð- leg skrá og áreiðanlega nokkurt aðhald fyrir innheimtumennina, sem eðlilega eru breyskir eins og annað fólk. Allir heiðarlegir inn- heimtumenn söluskattsins myndu áreiðanlega fagna slíkri opinberri birtingu innheimtunnar og væri raunar ekki óeðlilegt, að þeir krefðust hennar sjálfir. Fá Sjálfsbjörg, Akureyri! — Skemmtifundur verður að Bjargi á sunnudaginn kemur kl. 3 e. h. Hefjum vetrarstarfið með því að fjölmenna stundvís- lega. ur verða eignalausar á ný. Al- ræði braskaranna ríkir með mikl- um blóma. Utsendarar stjórnarflokkanna reyna að ginna fólk með alls kon- ar falsrökum, biðja um frest stjórninni til handa, svo að „við- reisnin1' fái tíma til að sanna ágæti sitt o. s. frv. Eftir því sem þessir flokkar fá fleiri fulltrúa kosna á Alþýðusambandsþing, þess fastar og lengur situr nú- verandi ríkisstjórn. Er þessi rík- isstjórn ekki búin að sanna okk- ur, svo að ekki verður um villzt, að hún er málrsvari braskara og milliliða, en svarinn andstæðing- ur launastéttanna. Þessar kosn- ingar standa ekki aðeins um launamálin. Þær standa líka um það, hvort ríkisstjórnin þorir að semja við Breta um landhelgina. Sjómenn hér norðanlands vita hvað það þýðir ef landhelgin verð ur minnkuð um helming fyrir Norður- og Austurlandi, eins og altalað er, að stjórnarflokkarnir ætli sér að semja um við Breta. Launamenn, munið, að hvert það atkvæði, sem listar ríkis- stjórnarflokkanna fá nú við kosn- ingar til Alþýðusambandsþings, er sama og samþykki við öllum aðgerðum núverandi stjórnar, bæði í efnahags- og kaupgjalds- málum og undanhaldi í landhelg- ismálinu. Launþegar. Látum stjórnar- flokkana sjá það svart á hvítu, að við styðjum þá ekki í myrkra- verkunum. Kjósum allir sem einn maður, hver í sínu félagi, lista stjórnarandstöðunnar. Sigur stjómarandstæðinga í þessum kosningum er sigur yfir núver- andi hallærisstjóm íhalds og krata. LAUNÞEGI. LÖGREGLUÞJÓNSSTAÐA laus til umsóknar. — Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 30. þ. m. BÆJARFÓGETINN Á AKUREYRI. Frá barnaskólum Akureyrar Skólarnir verða settir laugardaginn 1. okt. kl. 2 síðd. Barnaskóli Akureyrar verður settur í kirkjunni. Börn- in mæti við skólann kl. 1.45. Setning Glerárskóláns verður auglýst síðar. Skólaskyld börn, sem flutt hafa til bæjarins í sum- ar, og ekki hafa þegar verið skráð, eru beðin að mæta í viðkomandi skólum föstudaginn 30. sept. kl. 3 síðd. og hafi þá með sér einkunnir frá síðasta vorprófi. Akureyri, 20. september 1960. SKÓLASTJÓRARNIR. Frá Oddeyrarskólanum Skólasetning fer fram í Oddeyrarskólanum laugardag- inn 1. okt. næstkomandi klukkan 2 síðdegis. Þá mæti í skólanum börn, sem verða í 4., 5. og 6. bekk í vetur. Foreldrar barnanna eru velkomnir. SKÓLASTJÓRI. BYGGINGALÁNASJÓÐUR Umsóknir um lán úr Byggingalánasjóði Akureyrar- bæjar sendist undirrituðum fyrir 1. október n. k. Umsóknareyðublöð fást á bæjarskrifstofunum. Endurnýja þarf eldri umsóknir. Bæjarstjórinn á Akureyri, 16. september 1960. MAGNÚS E. GUÐJÓNSSON FRA HUSMÆÐRASKOLA AKUREYRAR Námskeið í fatasaum og vefnaði hefjast í skólanum um miðjan október og matreiðsla úr mánaðamótum október—nóvember. — Upplýsingar gefnar í síma 1199 milli kl. 6 og 7 næstu daga. FIÐLUKENNSLA Fiðlukennari hefur verið ráðinn við Tónlistarskóla Akureyrar. — Væntanlegir nemendur eru beðnir að gefa sig fram, sem allra fyrst, við skólastjóra Tónlist- arskólans, Jakob Tryggvason, Byggðavegi 101 A, sími 1653. TÓNLISTARBANDALAG AKUREYRAR. TILKYNNING frá Verkamannafél. Akureyrarkaupstaðar Ákveðið hefur verið, að kosning fulltrúa Verkamanna- félags Akureyrarkaupstaðar á 27. þing Alþýðusambands íslands fari fram að viðhafðri allsherjaratkvæðagreiðslu. Kjörlistum með nöfnum 5 aðalmanna og 5 varamanna skal skilað til formanns kjörstjórnar, Jóns Ingimarsson- ar, Byggðaveg 154, fyrir kl. 12 á hádegi laugardaginn 24. sept. — Hverjum lista skulu fylgja meðmæli eigi færri en 47 fullgildra félagsmanna. KJÖRSTJÓRNIN. TILKYNNING frá Bílstjórafélagi Akureyrar Ákveðið hefur verið að kosning fulltrúa Bílstjórafélags Akureyrar á 27. þing Alþýðusambands Islands fari fram að viðhafðri allsherjaratkvæðagreiðslu. Kjörlistum með nafni 1 aðalmanns og 1 varamanns skal skilað til for- manns kjörstjórnar, Amfinns Amfinnssonar, Glerár- eyrum 1, fyrir kl. 6 e. h. mánudaginn 26. sept. Hverj- um lista skulu fylgja meðmæli eigi færri en 14 full- gildra félagsmanna. KJÖRSTJÓRNIN. ORÐSENDING til félagsmanna Máls og menningar Undirritaður, Rcjgnvaldur Rögnvaldsson, Munkaþver- árstræti 22, Akureyri, hefur tekið við untboði Máls og menningar á Akureyri af Elísabetu Eiríksdóttur, er lét af því starfi í sumar vegna heilsubrests. Félagsmenn eru því vinsamlegast beðnir að snúa sér til mín eftirleiðis hvað áhrærir viðskipti þeirra við fé- lagið. — Ég get nú útvegað allar eldri bækur Máls og menningar og Heinrskringlu meðan upplag endist með 25% afslætti frá búðarverði. Enn fremur Ritgerðir Þorbergs Þcirðarsonar og íslenzk mannanöfn eftir Her- mann Pálsson með sömu kjörurn. Léttið innheimtustörfin. Árgjöldum veitt móttaka alla daga. Akureyri, 22. sept. 1960. RÖGNVALDUR RÖGNVALDSSON.

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.