Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 23.09.1960, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 23.09.1960, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 23. sept. 1960 ÍSAGT OG SKRIFAÐ Til skamms tíma var aðeins „þarfasti þjónninn“, hesturinn, notaður til réttarferða. Nú eru farartæk- in orðin margvísleg. Hér sjást þrjú sýnishorn, dráttarvél, hestur og bifreið. - Það er kosið um kaup ogkjör verkafólks á Islandi f „Alþm.“ á þriðjudaginn var segir: „Því fleiri fulltrúar sem valdir eru á þing ASÍ, sem vinna að því, að efnahagsviðreisnin blessist, því betra fyrir verkalýð- inn. En því fleiri andstæðingar vigreisnarinnar á þingið, því meira öryggisleysi framundan fyrir verkalýðinn." Þessi er boðskapur Alþýðu- flokksblaðsins hér á Akureyri. Það er svo djart að reyna að fá launþega til að trúa því, að áfram hald þeirrar „viðreisnar", sem nú fer fram í þessu landi, sé þeim sérstaklega hagstætt og efli ör- yggi verkalýðsins. Samkvæmt þeirri kenningu er það launþeg- unum einnig hagstætt og eflir öryggi þeirra, að jafnframt því, sem bilið milli kaupgjalds og vöruverðs breikkar, komi at- vinnuleysi. En það er fyrirsjáan- legt, að innan skamms tíma ríður atvinnuleysið í garð, ef „viðreisn- in“ verður ekki stöðvuð. „Alþm.“ vill, að á Alþýðusam- bandsþing verði kosnir fulltrúar, sem standi gegn öllum kaup- hækkunum og leggi blessun sína yfir það, að verkföll, til að knýja fram betri kjör, séu bönnuð með lögum. „Alþm.“ vill, að á Alþýðusam- bandsþing verði kosnir fulltrúar, sem leggi bessun sína yfir þá gengisfellingu og verðhækkunar- skriðu, sem ríkisstjórnarflokkarn- ir samþykktu á síðasta vetri, lýsi stuðningi við fyrirhugaða nýja gengisfellingu um komandi ára- mót og þegi við því, að þann veg sé stefnt efnahagsmálum þjóðar- innar, að fjöldi verkafólks verði sviptur atvinnu sinni og verði að draga fram lífið við sult og seyru. „Alþm.“ segir þetta ekki ber- um orðum, en innihald klausu klausu þeirrar, sem birt var hér í upphafi og feitletruð var í „Alþm.“ þýðir einmitt þetta. — Stuðningur við „viðreisn" stjórn- arflokkanna þýðir sífellt lækkað kaup í hlutfalli við verðlag og jafnframt, að atvinnuleysinu sé boðið í bæinn. * Fyrir nokkrum árum skrifaði íslenzkt skáld smásögu, sem hét Berklar. Þar sagði frá auð- manni nokkrum, sem setti upp verksmiðju, sem framleiddi mjög ljúffengt sælgæti, er hann seldi VINNUFATNAÐUR OG NÆRFÖT Allt á gamla verðinu. HAFN ARBÚÐIN Sími 1094. Hjúskapur. Þann 17. sept. brúðhjónin ungfrú Erla Þórunn Ingólfsdóttir, Eiðsvallagötu 7, voru gefin saman í hjónaband Akureyri, og Sveinn Gústafs- son, stúdent, Túngötu 43, Siglu- firði. Heimili þeirra verður að Ingólfsstræti 16, Reykjavík. börnum. En sá var ljóður á sæl- gæti þessu, í augum venjulegra manna, að það innihélt berkla- bakteríuna og flestir þeirra, sem sælgætisins neyttu, sýktust þess vegna af berklum. En börnin vöruðu sig ekkert á þessu, þau þekktu ekki hinn voðalega sjúk- dóm. En síðar urðu þau að gjalda þess grimmilega, að hafa ekki neitað að taka við þessum hroðalegu berklatöflum, enda þótt bragðgóðar væru og óspart hælt af framleiðanda. Þessi saga kemur ósjálfrátt í hugann, þegar verið er nú að predika fyrir mönnum ágæti „viðreisnarinnar“, sem ríkis- stjórnarflokkarnir nefna svo. Það er létt verk að vera ábyrgðarlaus og taka engan þátt í að berjast gegn þessarri „við- reisn“, jafnvel að lýsa því yfir, að hún sé í alla staði ágæt. Til hins getur þurft nokkra karl- mennsku, ekki sízt hjá þeim, sem stutt hafa núverandi stjórnar- flokka, að lýsa yfir algerri and- stöðu við þessa „viðreisn“ og taka upp harða baráttu gegn henni. En éins og börnin, sem átu berklatöflurnar ljúffengu, urðu að gjalda þess með langvarandi veikindum og jafnvel lífi sínu, eins munu launþegar verða að gjalda þess með margs konar þrengingum og sársauka, ef þeir láta margir glepjast af fagurgala „viðreisnar“-postulanna. Auglýs- ingaskrumi þeirra, sem fundu upp „viðreisnina“ skyldi engi trúa. Og verkafólk má ekki veita neinum þeim, sem látið hafa blekkjast af því auglýsinga- skrumi, umboð til að mæta á Al- þýðusambandsþingi. ■K Stjómarblöðin hér í bæ, „Al- þýðum.“ og „íslendingur“, hafa að undanförnu bæði lagzt mjög ákveðið gegn því, að íslendingar tækju á ný upp hlutleysisstefnu, héldu sig utan hernaðarbanda- laga og tækju ekki ákveðna af- stöðu með eða móti stórveldum heimsins í deilumálum þeirra. Svo er að skilja á báðum þessum blöðum, að við eigum að marka stöðu þjóðarinnar og stefnu í ut- anríkismálum ákveðið með öðru þeirra stórvelda, sem nú eru voldugust í heiminum, og menn láta sér helzt til hugar koma, að skorizt geti svo alvarlega í odda á milli, að stórstyrjöld hljótist af. En sjá þeir menn, sem þessa stefnu aðhyllast, ekki það, að með því að taka þannig ákveðna afstöðu með öðrum aðilanum og leyfa honum að hafa herbæki- stöðvar í landi okkar, bjóðum við heim árás hins aðilans, ef til átaka kemur. Það er ekkert atr- iði í þessu máli, hver er góður og hver illur, hver á samúð meiri- hluti þjóðarinnar og hver ekki. Það, sem mestu skiptir, er þetta: Viljum við láta land okkar vera skotmark í ófriði og stofna þann- ig tilveru þjóðarinnar í voða? — Viljum við fórna framtíð íslands og íslendinga á altari herguða? (Framhald af 1. síðu.) skyldu, eða, hvort verða á við margítrekuðum beiðnum ríkis- stjórnarinnar um frest til að koma til fulls í framkvæmd þeim stórfelldu kjaraskerðingum og samdrætti í atvinnulífinu, sem hún kallar viðreisn. Verði síðari kosturinn valinn, þýðir það, að kaupið helzt áfram óbreytt, en vörur halda áfram að hækka í verði, nýrri gengisfell- ingu verður skellt á um áramót og atvinnulífið látið hrynja sam- an, atvinnuleysi heldur ekki að- eins innreið sína, það hefur þeg- ar gert það sums staðar á land- inu, heldur magnast svo, að stór hluti verkafólks fær ekki vinnu nema annan eða þriðja hvern dag og kannski ekki það. Þessa síðari leið vilja stuðn- ingsmenn ríkisstjórnarinnar velja. Þeir trúa því, að þær hörmungar, sem hún hefur í för með sér, verði ekki umflúnar og segja þess vegna: því fyrr því betra, kannski koma eitthvað skárri tímar síðar. En andstæðingar ríkisstjórnar- innar neita að leggja eyru við því fávitahjali, að á þann hátt einan verði efnahagsmálum þjóð- arinnar komið heilum í höfn, að lífskjörum verkafólksins verði þrýst niður á hungurstig, þeir neita að trúa því, að það sé verkafólki fyrir beztu, að mest- um eða öllum þjóðarauðnum sé safnað á hendur örfárra burgeisa. Krafa stjómarandstæðinga er sú, að verkafólkið, sem mynd- un þjóðarauðsins byggist á, fái fulla hlutdeild í honum. Þeirra afstaða er sú, að á Alþýðusam- bandsþingi eigi fulltrúar verka- lýðsins hvaðanæfa af landinu að taka höndum sainan um að hrinda af sér þeim kjaraskerð- ingum, sem yfir launþegana hafa dunið að undanförnu, og hefja stórsókn til bættra lífs- kjara. Sú sókn verður að hefj- ast á Alþýðusambandsþinginu, og henni verður að halda áfram, þar til sigur er unninn. En sá sigur vinnst því fyrr og því betur, sem fleiri taka hönd- um saman. Því betri samstaða og einhugur sem verður um þær kröfur, sem fram verða settar, því fyrr næst árangur og því betri. Þess vegna verður það að vera sjónarmið allra stéttvísra verkamanna og verkakvenna, þegar þau velja sér fulltrúa á þetta mikilvæga þing, að velja þá eina, sem óhikað hafa lýst því yfir, að þeir taki þátt í hinni óhjákvæmilegu baráttu, sem heyja verður til að rétta lífskjör- in við og ná aftur því, sem af verkafólkinu hefur verið rænt að undanförnu. Kjörorðið verður að vera: Enga stjórnarsinna á Al- þýðusambandsþing. . 4 ÞAU VÍSA VEGINnT “ Allmörg verkalýðsfélög hafa þegar valið fulltrúa sína á Al- þýðusambandsþing, og úrslit þeirra kosninga sýna glögglega, að yfirleitt er verkafólkinu ljóst, að sendimenn ríkisstj. eiga ekkert erindi á þetta þing. Seta þeirra þar getur aðeins orðið til að spilla fyrir árangri af störfum þingsins og framgangi réttmætra kjarabóta. í stærsta verkamannafélagi landsins, Dagsbrún í Reykjavík, voru stjórnarandstæðingar ein- róma kjömir á Alþýðusambands- þing, og í Félagi jámiðnaðar- manna í Reykjavík hlutu sendi- Stórgjöf til Sjálfs- bjargar Nýlega afhentu frk. Halldóra Bjarnadóttir, ásamt Ragnheiði O. Björnsson og Jóni Þórarins- syni, Sjálfsbjörg á Akureyri myndarlega gjöf, eða allar eigur Heimilisiðnaðarfélags Norðurl,, sem nú hefur verið lagt niður. Voru þetta bankainnstæða að upphæð kr. 17.002.44, bókbands- tæki til notkunar við kennslu, vefjargrindur og fleiri áhöld, sem Heimilisiðnaðarfélagið not- aði við kennslu á námskeiðum, sem það um árabil hafði með höndum hér í bæ. Stjórn Sjálfsbjargar hefur beðið blaðið að koma á fram- færi þakklæti Sjálfsbjargarfé- lagsins fyrir þessa höfðinglegu gjöf, og kveðst vonast til þess að hún komi að þeim notum, sem til er ætlast, og Sjálfsbjprg haldi að vissu leyti uppi merki Heimilisiðnaðarfélagsins. menn íhaldsins hina herfilegustu útreið. í Verkalýðsfélagi Vest- mannaeyja urðu fulltrúaefni stjórnarandstæðinga sjálfkjörnir, en á síðasta þingi sátu íhalds- menn á Alþýðusambandsþingi fyrir þetta félag. Hér á Akureyri hefur þegar farið fram kjör í tveimur félögum, og í þeim báð- um urðu fulltrúar stjórnarand- stöðunnar sjálfkjörnir. Er þess að vænta, að verkalýður Akur- eyrar beri gæfu til þess að senda nú á Alþýðusambandsþing að- eins þá fulltrúa, sem vilja Iýsa því yfir, að þeir mimi berjast gegn allri þjónustusemi við kauplækkunarríkisstjóm íhalds- ins, en óhikað leggja til þeirrar orrustu, sem heyja verður til að rétta hlut verkafólksins. Þurrkaðir ávextir: SVESKJUR APRIKÓSUR RÚSÍNUR OG BLANDAÐ. Sendum heim. HAFNARBÚÐIN Sími 1094. TIL SLÁTURGERÐAR: RÚGMJÖL H AFRAGRJ ÓN MATARSALT BL. RÚ LLUPYLSU KRYDD ST, NEGULL ST. ALLRAHANDA ST. PIPAR SALTPÉTIJR LAUKUR SLÁTURGARN RÚLLUPYLSUGARN PI.ASTPOKAR NÝLENDUVÖRUDEILD OG I TIBf ,

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.