Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 30.09.1960, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 30.09.1960, Blaðsíða 1
VERKfltnnÐURinn iRitstjóri: Þorsteinn Jónatansson. | Útg.: Sósíalistafélag Akureyrar. Skrifstofa Hafnarstræti 88. Sími 1516. Askriftarverð kr. 50.00 árg. IPrentverk Odds Björnssonar h.f. XLHI. árg. Akureyri, föstudaginn 30. september 1960 33. tbl. Útgerðarfélag Akureyringa h.f. fær lán frá bæjarsjóði Á fundi bæjarstjórnar síðastl. þriðjudag var samþykkt að lána Útgerðarfélagi Akureyringa h.f. allt það fé, sem óráðstafað er af framlagi til Framkvæmdasjóðs bæjarins á yfirstandandí ári, en það eru kr. 1.700.000.00. Það skil- yrði var sett fyrir lánveitingunni, að fénu yrði varið „til greiðslu afborgana og vaxta af föstum lánum, sem Akureyrarbær er í beinni ábyrgð fyrir og til að greiða opinber gjöld félagsins til bæjarsjóðs og bæjarstofnana." Á sama fundi var Útgerðarfé- laginu veitt bæjarábyrgð fyrir láni að upphæð ein milljón kr., sem félagið hefur fengið loforð fyrir í sambandi við kaupin á Norðlending. Annar af framkvæmdastjórum Utgerðarfélagsins, Gísli Kon- ráðsson, var mættur á bæjar- stjórnarfundinum og gerði hann í stuttu máli grein fyrir því, hvers vegna félagið þyrfti nú að leita til bæjarins um aðstoð. — Hann nefndi þær ástæður helzt- ar, að svo mikið verðfall hefði orðið á fiskúrgangi þeim, sem seldur er til Krossanessverk- smiðjunnar til mjölvinnslu, að miðað við sama magn og á síð- asta ári, myndi félagið fá nær þremur milljónum króna minna TOPPSTÓÐ Laxárvirkjunarstjórn hefur fest kaup á tveimur notuðum Diesel- rafstöðvum í Bretlandi, og er ákveðið að þær verði settar upp hér á Akureyri og notaðar sem toppstöð eða varastöð fyrir Lax- árvirkjun. Gert er ráð fyrir, að vélar þessar komi til landsins í nóvembermánuði, og þá verði strax hafizt handa um niðursetn- ingu þeirra. Vélarnar eiga sam- anlagt að framleiða 2000 kw. raf- orku. Svo lítið orkumagn mun að mjög takmörkuðu leyti firra vandræðum, þegar Laxárvirkjun stöðvast fyrir vatnsskort eða af öðrum ástæðum, en hins vegar geta það komið að miklu gagni, þegar að því kemur, sem fljótlega rekur að, að Laxárvirkjunin full- nægi ekki eftirspurn eftir raforku á orkuveitusvæðinu. Varanleg og viðunandi trygging fyrir raf- magnsleysi fæst ekki fyrr en all- ar stærri rafveitur landsins hafa verið tengdar saman. Að því marki verður að stefna. Bæjarstjórn veitti í vikunni bæjarábyrgð fyrir 800 þús. kr. víxillánum vegna kaupa á diesel- stöðinni, en ekki er blaðinu kunnugt, hvert heildarverð hennar er eða áætlaður kostnað- ur við uppsetningu. Það mun þó nema nokkrum milljónum króna. fyrir úrganginn en þá. Þessi verðlækkun stafar af lægra mjöl- verði erlendis. Einnig sagði hann verulegt verðfall á lýsi. Þá kæmi og ekki sízt til mun hærri vaxta- byrði vegna vaxtahækkunarinn- ar á síðastliðnu vori, og allur til- kostnaður væri nú miklu hærri en áður nema vinnulaunin. Væri því fljótséð, að reksturinn yrði óhagstæðari. Máli sínu lauk Gísli þannig: „Mætti segja mér, að áð- ur en árið er liðið megi leita bet- ur til bæjarsjóðs." Af þessu má m. a. sjá, hvort hin svonefnda „viðreisn" hefur orðið útgerðinni til mikilla hags- bóta, eins og þó var haldið fram, að væri einn höf uðkostur hennar. ALÞYÐUSAMBANDSKOSNINGARNAR: Vinstri menn í stöðugri sókn Aðeins einn listi kom fram í verkamannafélagi Akureyrarkaupstaðar - Allsherjaratkvæðagreiðsla í Bílstjórafélagi Akureyrar um helgina. Um hádegi á laugardaginn var rann út frestur til að skila fram- boðslistum til fulltrúakjörs á þing A. S. I. innan Verkamanna- félags Akureyrarkaupstaðar. Bú- izt hafði verið við, að fram myndu koma tveir hstar, en að- eins einn kom. Sá listi var borinn fram af stjórn og trúnaðar- mannaráði félagsins, og þannig skipaður: Aðalmenn: Björn Jónsson, Aðalsteinn Halldórsson, Þórir Daníelsson, Haraldur Þorvaldsson, Loftur Meldal. Varamenn: Adolf Davíðsson, Sigfús Jónsson, Ingólfur Arnason, Sigurður Benediktsson, Ólafur Aðalsteinsson. Þessi listi varð því sjálfkjörinn. Heyrzt hefur, að krötum hafi gengið svo illt að koma saman lista í Verkamannafélaginu, að þeir hafi gefizt upp við það áður en svo langt væri komið, að þeir færu að safna meðmælendum. En Ætlar ríkisstjórnin að semja af þjóiinni réttindi og sjálfsbjargarmöguleika? Tvö ár og einn mánuður eru nú liðin frá því að fiskveiðitak- mörkin í kringum landið voru færð út í 12 sjómílur. Jafnlengi hafa Bretar troðið á lögum og rétti og reynt að stunda fiskveið- ar hér við land innan fiskveiði- markanna. Til þess að gera þetta mögulegt hafa þeir sent herskipa- flota sinn hingað upp undir land- steina og látið hann gæta ræn- ingjaskipanna, en ógna íslenzk- um varðskipum. Illa munu þess- ar veiðar hafa gengiS og hvert fiskkíló orSið Bretum dýrt með þessu móti, en brezka ljónið hef- ur ógjarna viljað gefast upp fyrir oss íslendingum. Bretar hafa sótt það mjög fast við íslenzk stjórnarvöld, að tekn- ir yrðu upp samningar milli rík- isstjórna þessarra landa um lausn þessarrar deilu og hafa beitt jafnt hótunum sem blíðmælgi til að fá slíkt fram. íslendingum hefur aftur á móti almennt verið Ijóst, að tilgangslaust er að ætla að semja um þessa deilu við Breta, fyrst þeir hafa á alþjóðavettvangi reynzt ófáanlegir til að viður- kenna réttindi okkar og neitað að viðurkenna þá staðreynd, að fiskurinn í sjónum umhverfis þetta land er þaS, sem þjóSin byggir tilveru sína á, og hann er sú lífsbjörg, sem viS hljótum öll- um öðrum þjóðum fremur að hafa réttindi til. Ef Bretum helzt þaS uppi, aS gereyðileggja þessa lífsbjörg íslenzku þjóðarinnar verður næst fyrir aS ræSa þaS, hvert þjóSin á að flytja. En á þessum alvörutímum, þessum örlagaríku tímum, erum við svo óheppnir, Islendingar, að við höfum lítilþæga og duglausa ríkisstjórn í landi okkar. Þessi vesalings stjórn hefur nú bognað fyrir hótunum brezka ljónsins og ákveðið að hefja nú samninga við Bretana um fiskveiðilandhelgina. Frá sjónarhóli Breta getur slíkt aðeins þýtt eitt: Islenzk stjórnar- völd eru að gefast upp fyrir of- riki okkar, og við getum neytt þá til að veita okkur forréttindi til fiskveiða á miðum þeirra. Frá hvaða sjónarhóli íslenzka ríkisstjórnin lítur þettá mál, er almenningi ekki Ijóst. Venjulegir íslendingar fá ekki skilið um hvað ríkisstjórnin ætlar að semja við Bretana. Hitt er öllum ljóst, að þarna verður ekki setzt viS samningaborS á neinum jafnrétt- isgrundvelli. Bretar koma áreiS- anlega ekki til Reykjavíkur nú til aS viðurkenna þau réttindi 'okkar, sem þeir alla tíð hafa neit- að að viðurkenna. Þeir koma að- eins til þess að reyna að fá ís- lendinga til að veita þeim forrétt- indi, sem þeir eiga enga kröfu til. En þeir hafa þá aðstöðu við samningaborðið, að þeir geta sagt: Herskipin okkar bíða hérna skammt undan landi, ef þið neit- ið að gera samninga við okkur, þá koma þau inn í landhelgi ykkar eins og þau hafa gert að undanförnu, og þau verða ennþá verri viðskiptis en þau hafa ver- ið hingað til. Þið skuluð bara gera það upp viS ykkur, og það heldur fyrr en seinna, hvort þið viljið, að við reynum byssurnar. Aðra leið kunna Bretar einnig að fara, og reyna hana e. t. v. jafnhliða. Þeir geta sagt við ís- lenzku samningamennina: Við skulum veita ykkur svo og svo mikla aðstoS fjárhagslega, ef þið fallizt á, að við fáum að veiða í landhelgi ykkar. Við skulum kaupa af ykkur þann fisk, sem þiS kunnið að geta veitt, og við skulum líka lána ykkur til að þið getið byggt upp einhver fyr- irtæki, sem ekkert eru háð fisk veiðum eða annarri útgerð. Það eru tvær leiðir, sem Bret- ar geta reynt að fara í samning- unum, tvö vopn, sem þeir geta beitt: Mútur og ógnanir. Hvað eigum við Islendingar að gera að samningaborði með slíkum mönnum? Við getum aðeins hamrað á rétti okkar, lagalegum, siðferði- legum og sögulegum. Bretar hafa til þessa hundsað öll okkar rök í þeim efnum. Munu þeir ekki eins gera það nú? íslenzka ríkisstjórnin hefur far ið út á hálan ís með því að fallast á, að setzt verði að samningaborði við Breta um þessa deilu. Það væri nánast kraftaverk, ef við siglum heili fleyi frá því samn ingaborði. Undir flestum kring- umstæðum er að vísu sjálfsagt að reyna að semja um öll ágrein- ingsmál jafnt milli einstaklinga, ákveðinna hagsmunahópa og heilla þjóða eða ríkja. En að samningaborði er ekki unnt að setjast nema á jafnréttisgrund velli, báðir aðilar verða að hafa jafna aðstöðu. Hér er því alls ekki til að dreifa. Við höfum að vísu rökin okkar megin, en Bret- arnir hafa þaS, sem oftast hefur orðið rökum sterkara samningum. Þeir hafa auð fjár og vel búinn herskipaflota. Eitt er að vísu ótalið, sem við höfum okkur til styrktar. Það er (Framhald á 4. síðu.) nærri má geta, hvernig meðmæl- endasöfnunin hefSi gengið, ef þeir hafa verið i vandræðiun með að fá nógu marga til að taka sæti á listanum. Bílstjórafélagið. í Bílstjórafélagi Akureyrar var framboðsfrestur útrunninn síS- degis á mánudaginn. Þar komu fram tveir listar. Annar borinn fram af stjórn og trúnaSarráði fé- lagsins, en hinn af tilskildum fjölda félagsmanna. Á lista stjórn- ar og trúnaðarráðs er Jón B. Rögnvaldsson, formaður félags- ins í sæti aðalmanns, en í vara- mannssæti Davíð Kristjánsson ökumaður hjá Brauðgerð KEA. A hinum listanum er Þorsteinn Svanlaugsson, formaður Alþýðu- flokksfélags Akureyrar, í sæti aðalmanns, en Sigurgeir Sigurðs- son stöðvarstjóri á BSO í sæti varamanns. Kjörstjórn félagsins hefur hefur ^ákveðið, að kosning skuli hefjast á morgun, laugardag, kl. 13 á skrifstofu verkalýðsfélag- anna. Verður kosið á morgun til kl. 21, og á sunnudag verður opnað kl. 10, en kl. 18 á sunnu- dag skal kosningu vera lokið. — Hugsanlegt er þó, að henni ljúki fyrr, og ætti því ekki að vera þörf á að hvetja bifreiðastjóra til að kjósa sem fyrst og helzt á laugardag. UTIFUNDUR Alþýðusamband íslands hefur ákveðið að boða til útifundar í Reykjavík á morgun um land- helgismáhð í tilefni af því, að þá eiga að hefjast áður boðaðar við- ræður fulltrúa ríkisstjórna ís- lands og Bretlands um málið, en fullvíst er, að þær viðræður eru teknar upp í fullri óþökk yfir- gnæfandi meirihluta íslendinga. Ánægjuleg ferð Knattspyrnulið íþróttabanda- lags Akureyrar, sem að undan- förnu hefur verið á ferðalagi í Noregi og Danmörku, kom aftur til bæjarins í fyrrinótt. Knatt- spyrnumennirnir láta mjög* vel af ferðinni og róma sérstaklega þær viðtökur, sem þeir fengu í vinabæjum Akureyrar, Álasundi í Noregi og Randers í Danmörku. Þeir háðu tvo kappleiki í ferð- inni við lið vinabæjanna. I Ála- sundi sigruðu Akureyringarnir með 5 mörkum gegn 1, en í Randers varS jafntefli, 1:1. Far- arstjóri í ferð þessarri var Hörð- ur Svanbergsson.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.