Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 30.09.1960, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 30.09.1960, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 30. sept. 1960 Til er ein sönn tegund þessa heims gæða og það er farsæld mannanna. Hver maður skyldi af ýtrasta megni auka hamingju meðbræðra sinna, á þann hátt eykur hann sína eigin hamingju. Með tilstyrk ráðvendni og sam- vizkusemi verður hamingjan höndluð. Allt, sem strýkur tár af grátn- um hvörmum, er gott. Saklausir gleðihlátrar eru sá dásamlegasti hljóðfærasláttur, sem mannlegt eyra fær notið. Mín eigin trúarjátning er stutt, hún geymir engar mótsagnir. Hamingja mannanna er hið eina • góða hér á jörð, tíminn til að vera hamingjusamur er yfirstand andi, og staðurinn til þess, þar sem við stöndum í dag. Aðferðin til að verða hamingjusamur er að gera aðra farsæla. Ein orsök til óhamingju mann- anna er vanþekking þeirra á móður náttúru. Farsæld er viss tegund auðæfa, sem við getum notið, þó að við séum ekki ríkir eða frægir, eg er meira að segja viss um að við get- um verið farsælir samtímis því að vera auðugir, voldugir og frægir. Með hugtakinu „farsæld“ er ekki átt við að hafa góða matar- lyst eða ánægju af að eta og drekka, heldur farsæld í sinni göfugustu og beztu merkingu. í fullvissunni um uppfyllt, gefin heit, ræktar skyldur í hvívetna af trúmennsku við háleitar hug- sjónir. Hamingja vor er brum, blóm- skrúð og ávöxtur göfugra og góðra verka, slíkt er ekki gjöf frá neinum, við verðum að vinna fyrir henni sjálfir og verðskulda hana. Rétt og rangt er samblandað eðli allra hluta, réttlæti er ekki eingöngu orðið til af því að það er lögboðið, heldur ekki rang- læti af því að það er bannað. — Hugtakið um rétt og rangt er til orðið og byggt á hæfileika mannsins að njóta og þola; ef maðurinn hefði aldrei gert sjálf- um sér eða öðrum neitt mein, væri hugtakið um rétt og rangt ófætt í heila hans, og orðið „sam- vizka“ hefði aldrei komizt inn í neitt tungumál. Við vitum að gerðir mannanna eru illar og góðar, einungis af niðurstöðunni og afleiðingunum sem þær skapa, gott ber ætíð góð- an ávöxt og illt illan. Það er óhagganlegt lögmál að afleiðing fylgir jafnan orsök, af því leiðir að friðþæging er ómöguleg og óhugsanleg. Saklaus þolir tíðum hegningu fyrir sekan, en það afplánar ekki sekt sökudólgsins, hún margfald- ast aðeins. Af þessarri ástæðu verður gleðin ekki endurgjald, heldur afleiðing, þjáningin ekki refsing, heldur niðurstaða. Mennirnir verða að læra, að af- leiðingar allra verka verða ekki umflúnar, að til er ósýnileg lög- regla og refsinornir, sem ekki verður mútað, sem engar bænir heyra og engin kænskubrögð geta dregið á tálar. Fullkomlega siðmenntaður maður getur aldrei orðið alger- lega hamingjusamur, meðan hann veit af einum ógæfusömum manni í heiminum. Maðurinn hefur uppgötvað, að hann verður að leysa aðra úr ánauð, ef hann óskar sjálfur að vera frjáls. Hér er mín kenning: Gef það sama öðrum, sem þú krefst handa sjálfum þér; hald huga þínum móttækilegum fyrir áhrif- um náttúrunnar. Veittu fagnandi viðtöku nýjum og heilnæmum straumum. Þroskaskilyrði mannsins eru í raun og veru takmarkalaus. En þrátt fyrir það getur hann ekki útskýrt samband efnis og afls. Saga frumeindanna er jafn ókunn og saga alheimsins. Einn dropi vatns er jafn undursamleg- ur og úthöfin. Eitt laufblað jafn furðulegt og allir frumskógar veraldarinnar. Eitt sandkom á sjávarströnd jafn torskilið og stjörnur himinsins. Með vaxandi þroska lærir maðurinn að meta sinn eigin rétt. Jafnótt og hann krefst síns eigin réttar og játar gildi hans og verðmæti, viðurkennir hann ósjálfrátt rétt annarra manna. Þegar að lokum allir menn gefa öðrum allan þann rétt, er þeir sjálfir hafa öðlast, er heimurinn byggður siðmenntuðum mönnum. Hið fyrsta spor til frelsis og framfara er alger neitun gegn undirokun annarra manna. Ann- að og enn þýðingarmeira spor en uppsögn á hlýðni og hollustu við óskapnaði sinnar eigin hjátrúar og hleypidóma. Skilningur mannsins hefur ver- ið að þroskast um langan aldur, smám saman kom hann til liðs við líkamann og hvatti hann til starfa. Maðurinn fullkomnast einmitt í hlutfalli við það, sem honum heppnast að láta hendur og heila vinna í félagi. Hann finnur nýtt afl sér til aðstoðar — buna fallandi vatns og afl vindsins. Með breytingu vatns í gufu er knýja vélar hefst nýtt tímabil í þróunarsögu manns- ins. Það er athyglisvert, að hugvit manna hneigist fyrst að vopna- smíði, ' samtímis hinum frægu Damaskussverðum hermannsins var plógur bóndans bogin trjá- grein. Hringabrynjur skýldu herðum manna, sem aldrei höfðu komið í skyrtu. Heimurinn varð fullur af uppgötvunum til eyði- leggingar mannslífa og annarra verðmæta, áður en líííð varð þess, að þess væri notið. Manndráp urðu vísindagrein, þegar læknisfræðin var í barn- dómi. Eyðendur hafa ætíð verið heiðraðir, skapendur fyrirlitnir. í fomöld var akuryrkja ein- göngu unnin af þrælum, hinir fyrirlitnu og fávísu yrktu jörð- ina. Vinnan var tahn óvirðing og að engu metin. Leti og iðjuleysi var hið sanna og óhrekjanlega aðalsmark. Uppruni lagaboða byggist á sjálfsbjargar-eðlishvöt mannsins. Hegning er ákveðin gegn þjófn- aði, sömuleiðis gagnvart morðum vegna þess að stór meirihluti manna var andvígur því að vera myrtur. Þannig eru öll grund- vallarlög samin í sjálfsvörn. Oldum saman var mannkynið hneppt í fjötra, örfáir ljósgeislar gátu stohst inn í dyfflissurnar. Frelsisgyðjan þrýsti hugsandi fölu andhtinu að jámvörðum gluggum fangaklefanna og boð- aði heilaga dagsbrún lausnar og frelsis til handa kúguðum mönn- um. Ástandið í heiminum gegnum miðaldirnar sýnir ljóslega afleið- ingar af þrælkun og kúgun mannanna, andlega og líkamlega. Þá var frelsi óþekkt fyrirbrigði. Vinnan var fyrirlitin og verka- Lönd bæjanna Ámastaða og Bjamastaða hggja saman og hafa gert frá ómunatíð. Landamerki eru mitt á milli bæjanna, en eng- in girðing skilur þó í milli. Það hefur því jafnan verið svo, að bú- fé bændanna hefur gengið eftir ástæðum um landssvæðið allt án þess að misklíð hafi valdið. Tún bænda eru hins vegar vel girt, og hvor um sig ræktar og nytjar sitt tún. Hafi það komið fyrir, að kýr bóndans á Bjarnastöðum hafi á einhvern hátt komist inn í túnið á Árnastöðum, hafa þær þegar í stað verið reknar út fyrir og sama hefur gerzt, ef kýrnar frá Árnastöðum hafa komizt inn á tún á Bjarnastöðum. En fyrir tveimur árinn gerðist það, að bóndinn á Ámastöðum færði út túngirðingu sína og hófst handa um allmikla nýrækt. Þá fór að kárna vinskapur bænd- anna. Bjarnastaðabóndi kom um- svifalaust með kýr sínar og rak þær inn á nýræktina á Árnastöð- um. Bóndinn á Árnastöðum fór maðurinn næstum talinn meðal hinna svokölluðu skynlausu skepna jarðarinnar. Vanþekking- in huldi heilabú heimsins eins og heljarstór, svört munkakápa. — Hjátrú og hindurvitni leiddu ímyndunarafl mannsins í gönur. Loftið var lævi blandið og fullt af englum, djöflum og ófreskjum. Trúgirni og heimska sátu í há- sæti, en skynsemin í útlegð. Til frægðar og frama voru að- allega tveir vegir: sverð her- mannsins og kufl munksins. Lestur og ritim var talið með hættulegum íþróttum, kynni leik maður þessar listir, var hann stranglega grunaður um villutrú. Hlekkir hjátrúar og heimsku voru hnepptir á alla frjálsa hugs- im og járnhespur keyrðar á hendur manna og fætur. Heiminum var stjómað af iiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiv munkakufhnum og biskupsmítr- inu, sverðinu og veldissprotan- um, altarinu og hásætinu, hnefa- rétti og fávizku, draugum og djöflum. Framsókn mannsins hefst og heldur áfram jafnótt og hann lærir að ráða hinar torveldu gát- ur náttúrunnar, andleg og líkam- leg vinna gerði slíkt mögulegt. Vinnan er undirstaða og upphaf allrar framþróunar. þegar á vettvang og vildi reka kýrnar út fyrir, en þá kom hópur manna frá Bjarnastöðum og neytti aflsmunar til að hindra það, að bóndi gæti rekið kýrnar á brott. Síðan hafa þeir gætt kúnna á nýræktinni hverju sinni, sem Bjarnastaðabóndi hefur tal- ið sér hagkvæmt að beita þeim þar, og kýrnar eta jafnharðan upp hvern nýgræðing, sem þar skýtur kolli úr moldu. Bóndinn á Árnastöðum kann þessu að sjálfsögðu mjög illa, en hefur ekki getað fengið rönd við reist. Helzt hefur hann þó bund- ið vonir sínar við það, að hinn gæfist upp við að beita nýrækt- arblettinn vegna þess, hve kostn- aðarsamt honum er að hafa þar stöðugt varðmenn. Hann hefur auðvitað margsinnis krafizt þess, að Bjarnastaðabóndi færi burtu með sínar kýr, en hann hefur jafnoft neitað, og haldið því fram, að hann hefði fullan rétt til að beita þennan blett vegna þess, að kýr hans hefðu ekki síður VIK FRA MER! Það var einn daginn nú í vik- unni, að Jóhann skósmiður gekk út sér til hressingar. Rakst hann þá á mann nokkurn, sem fæst við trúboð, og tóku þeir tal saman. Kom þar ,að þeir fóru að ræða landhelgismálið og fyrirhugaða samninga milli Breta og íslend- inga. Sagði trúboðinn, að ekki kæmi annað til mála, en að ís- lendingar tækju upp viðræður við Breta, fyrst þeir hefðu farið fram á slíkt. Það væri ókurteisi að neita að ræða samninga, þegar óskað væri eftir því. Jóhann þagði við hálfa sek- úndu, en sagði síðan: Var það ókurteisi þegar Kristur sagði: Vík frá mér, Satan? DIESELSTÖÐ Notuð 7—10 hestafla 3ja fasa dieselstöð óskast til kaups. — Upplýsingar í síma 1516, Akureyri. Vegna brottflutn- ings úr bænum sinnir Erlendur Konráðs- son, læknir, sjúkrasamlags- sjúklingum mínum fyrst um sinn, eða þar til nýtt læknaval gengur í gildi. Viðtalstími hans er kl. 10 —11 og 5—6 í verzlunar- húsi KEA. Stefán Guðnason, læknir. Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju kl. 10.30 n.k. sunnudag. Sálmar nr.: 18 — 113 — 222 — 351. — Lögmannshlíðarkirkju kl. 2 e. h. Sálmar nr.: 572 — 113 — 131 — 222 — 201. — Birgir Snæbjörnsson. bitið þarna en annars staðar á meðan bletturinn var utan tún- girðingar á Ámastöðum, og þá hefði Árnastaðabóndi látið það óátalið. Upp á síðkastið hefur þess orð- ið vart, að Bjamastaðabóndi er farinn að þreytast á vörzlunni um blett þennan, og hefur hann af þeim ástæðum farið þess á leit við bóndann á Árnastöðum, að þeir mæltu sér mót og reyndu að komast að samkomulegi um, að kýrnar frá Bjarnastöðum mættu um ákveðinn árafjölda a. m. k. bíta það gras, sem þeim gott þætti innan túngirðingar á Árnastöðum. Þannig standa málin í dag og verður sögunni ekki framhaldið hér, en menn geta reynt að svara fyrir hönd bóndans á Árnastöð- um, hvort hann mæti á samn- ingafundi eða hvort hann reyni eftir öðrum leiðum að ná rétti sínum og losna við kýrnar frá Bjarnastöðum. ‘iiiiiiiiiiiiiiiii IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIK ' lllllllllllllllllllllll■llllllllllllllllllll■■■llllll■■l Lífsspeki Róberts Ingersoll JÓNBJÖRN GÍSLASON þýddi úr ensku. (Róbert Ingersoll fæddist 11. apríl 1833 í New York fylki í Bandaríkjunum. Hann nam lögnám og hafði lögfræði- skrifstofu með bróður sínum um margra ára skeið. Frá 1862—1865 var hann for- ingi í her Bandaríkjanna og að því loknu skipaður fylkisstjóri í Illinois. í eftirmælum um hann segir svo: „Hann var með snjöllustu ræðumönnum síns tíma og lét mjög til sín taka í trúar- og siðbótamálum. Mætti hann þar heift- arlegri andstöðu hinnar íhaldssömu klerkastéttar. Ingersoll var syrgður af öll- um, sem þekktu hann, og kenningar hans munu lifa lengi eftir að mótstöðu- menn hans eru allir gleymdir.“ Ritverk hans voru gefin út í 12 stórum bindum 1901. Ingersoll dó 21. júlí 1899. — J. G.). iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin Stutt saga og lítil spurning

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.