Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 30.09.1960, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 30.09.1960, Blaðsíða 3
Föstudaginn 30. sept. 1960 VERKAMAÐURINN 3 „Var nokkur að hlæja?” Fyrirsögnin á þessum greinar- stúf er fengin að láni frá Braga Sigurjónssyni, ritstjóra Alþýðu- mannsins, en á þessarri setningu hefur hann, ef marka má skrif hans í Alþýðumanninum, meira uppáhald en flestum öðrum setn- ingiun. f síðasta blaði notar rit- stjórinn setninguna sem millifyr- irsögn í grein, þar sem hann er að reyna, af sinni alkunnu smekkvísi, að gera grunsamlegt sannleiksgildi ýmissa upplýsinga, sem fram komu í grein, er nýlega birtist í Verkamanninum um Eystrasaltsvikuna í þýzka al- þýðulýðveldinu nú í sumar. Rit- stjórinn segir, að lítið sé að marka upplýsingar greinarhöf- undar,þar sem hann hafi aðeins dvalið nokkrar vikur í umræddu landi og kunni ekki erlendar tungur utan það, sem hann hafi lært af bókum. Ekki er vitað til, að Bragi hafi nokkum dag dval- ið í þessu landi, en samt telur hann sig þess umkominn að rengja flestar upplýsingar í við- komandi grein. En nóg um það. Var annars nokkur að hlæja? í síðustu viku barst blöðum hér á Akureyri fréttatilkynning frá Alþýðusambandi Vestfjarða, þar sem sagt er frá 16. þingi sambandsins. Með tilkynning- unni fylgdi afrit af öllum þeim ályktimum og samþykktum, sem nefnt þing gerði. Alþýðumaður- inn birtir fréttatilkynninguna orði til orðs á þriðjudaginn, en enga samþykkt eða ályktun. Hafa honum þó stundum áður þótt ályktanir frá Alþýðusam- bandi Vestfjarða birtingarhæfar. En þær ályktanir, sem þaðan koma nú, hafa ekki hlotið náð fyrir augum ritstjóra Alþýðu- mannsins. Nokkrar þessarra ályktana birtast í dag á 4. síðu Verkamannsins, og þá sjá menn kannski, hvers vegna Alþýðu- maðurinn hefur látið vera að birta þær. Var annars nokkur að hlæja? Það er litlar fréttir að finna í Alþýðumanninum á þriðjudag- inn um yfirstandandi kosningar til Alþýðusambandsþings. Þar er þess t. d. ekki getið, að framboðs- frestur í Verkamannafélagi Ak- ureyrarkaupstaðar rann út á laugardaginn, og að aðeins einn listi kom fram og varð því sjálf- kjörinn. Ritstjóri Alþýðumanns- ins þarf þó ekki að leita langt til að finna mann, sem fyrir skemmstu talaði digurbarklega um, að stjórnarsinnar myndu bjóða þar fram og hafa mikla möguleika til að fá sína menn kjörna. Hann hefur hins vegar ekki útskýrt það, hvers vegna SOSIALISTAR, Akureyri. Sósíalistafélag Akureyrar heldur áríðandi félagsfund í Asgarði miðvikudags- kvöldið 5. október kl. 8.30. STJÓRNIN. ekki varð af því framboði. Kann- ski eru mennimir orðnir svo lítil- látir, að þeir vilji ekki fulltrúa úr sínum hópi á Alþýðusam- bandsþing. — Var annars nokkur að hlæja? Ekki minnist Alþýðumaðurinn heldur á það, að um næstu helgi fer fram allsherjaratkvæða- greiðsla í Bílstjórafélagi Akur- eyrar um fulltrúakjör. Hann seg- ir ekki einu sinni frá því, að for- maður Alþýðuflokksfélags Akur- eyrar hefur gert bílstjórum það kostaboð, að mæta fyrir þá á Al- þýðusambandsþingi sem tákn þess, að bílstjórastéttin sé sér-i staklega hrifin af gengislækkun- um og annarri „viðreisn" ríkis- stjórnarinnar. Var annars nokk- ur að hlæja? SKOLAVORUR! SKJALATÖSKUR SKÓLATÖSKUR SKÓLAPENNAR KÚLUPENNAR OG FYLLINGAR PARKERPENNAR OG FYLLINGAR PENNASTOKKAR STÍLABÆKUR REIKNINGSBÆKUR KRÍTARLITIR PENSLAR SIRKLAR ásamt mörgu fl. Allt gamalt verð. Járn- og glervörudeild Akureyringar - Eyíirðingar Sala happdrættismiða Styrktarfélags vangefinna stend- ur yfir. Bifreiðaeigendur! Enn getið þið fengið miða með númeri bifreiðar yðar, annars frjáls sala á mið- um. Dregið 1. nóv. n. k. um 10 vinninga. Þar á meðal 1 á 250 þúsund (Opel Capitan L). Pantið miða í sím- um 1656 og 1570. — Styrkið gott málefni. STYRKTARFÉLAG VANGEFINNA. Umboðið, Akureyri, Bjarkarstíg 1. TONLISTARSKOLI AKUREYRAR verður settur í Lóni þriðjudaginn 4. október kl. 6 síðdegis. SKÓLASTJÓRI. GAGNFRÆÐASKOLINN A AKUREYRI Skólasetning fer að þessu sinni fram í Akureyrarkirkju mánudaginn 3. október kl. 2 síðd. SKÓLASTJÓRI. TILKYNNING NR. 23/1960. Verðlagsnefnd hefur í dag ákveðið eftirfarandi há- marksverð í hei'ldsölu og smásölu á innlendum niður- suðuvörum: Heildsöluv. Smásöluv. Murta J/2 dós kr. 11.65 kr. 15.00 Sjólax 14 dós — 8.55 - 11.00 Gaffalbitar 14 dós — 7.20 - 9.25 Kryddsíldarflök' 5 lbs — 59.95 - 77.20 Kryddsíldarflök J/2 lbs — 15.25 - 19.65 Saltsíldarflök 5 lbs — 54.20 - 69.80 Sardínur 14 dós __ 6.75 - 8.70 Rækjur 14 dós — 9.40 - 12.10 Rækjur /2 dós — 30.15 - 38.80 Gulrætur og gr. baunir 1 /1 d. — 13.15 - 16.95 Gulrætur og gr. baunir /2 d. — 7.50 - 9.65 Gulrætur 1/1 dós — 14.00 - 18.05 Gulrætur /2 dós — 8.75 - 11.25 Blandað grænmeti 1/1 dós . . _ 13.70 - 17.65 Blandað grænmeti /2 dós .... — 8.10 - 10.45 Rauðrófur 1 /1 dós — 18.55 - 23.90 Rauðrófur /2 dós — 10.60 - 13.65 Söluskattur er innifalinn í verðinu. Reykjavík, 23. sept. 1960. VERÐLAGSST J ÓRIN N. Frá Iðnskólanum á Akureyri Nemendur þeir, sem hafa í hyggju að stunda nám í 4. bekk skólans næsta vetur, mæti til viðtals og skráning- ar í skólahúsinu (Húsmæðraskólanum) laugardaginn 1 okt. kl. 6 síðd. (3. b. jan.—marz 1961). Nánarf upplýsingar um skólann veitir skólastjórinn Jón Sigurgeirsson, Klapparstíg 1, simi 1274. SKÓLANEFNDIN. Allsherjaratkvæðagreiðsla fer fram í BÍLSTJÓRAFÉLAGI AKUREYRAR um kjör 1 fulltrúa og 1 til vara á 27. þing A. S. í. laugar- daginn 1. október og sunnudaginn 2. október. Kosningin fer fram á skrifstofu verkalýðsfélaganna og hefst hún á laugardag kl. 13 og stendur til kl. 21 og á sunnudag frá kl. 10 til kl. 18. KJÖRSTJÓRNIN. SOKKAR Nylon og perlon, saumlausir og með saum. Bómullarsokkar . mjög ódýrir. Barnasokkar háir. VEFNAÐARVÖRUDEILD ATVINNA! Nokkrar stúlkur vantar á Hraðfrystihús Ú. A. um næstu mánaðamót. Símar 2482 og 1657 eftir kl. 8 síðd. FRÁ AMTBÓKASAFNINU Safnið verður opnað til útlána 1. október. — Útlán: Þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 4—7. — Lesstofan opin alla virka daga á sama tíma. LÖGTAK Eftir kröfu bæjarritarans á Akureyri f. h. bæjarsjóðs og hafnarsjóðs Akureyrarkaupstaðar og að undan- gengnum úrskurði, verða lögtök látin fara fram, á kostnað gjaldenda en ábyrgð Akureyrarkaupstaðar AÐ ÁTTA DÖGUM LIÐNUM frá birtingu þessarar auglýsingar, fyrir ógreiddum, gjaldföllnum útsvörum og fasteignagjöldum 1960 og ógreiddum gjöldum til Akureyrarhafnar. 26. september 1960. BÆJARFÓGETINN Á AKUREYRI.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.