Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 07.10.1960, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 07.10.1960, Blaðsíða 1
VERKHDlflÐURinil Ritstjóri: Þorsteinn Jónatansson. Útg.: SJsíalistaíélag Akuxeyrar. Skrifstofa Hafnarstræti 8á. Sími 1516. Áskriítarverð !.r. 50.00 árg. 1 i'reutverk Odds Björiusjnar h.í. XLIII. árg. Akureyri, föstudaginn 7. október 1960 34. tbl. Öviíunandi launakjör Ályktun fundar Kennarafél. Eyjaf jarðar 2. okt. „Fundur í K. E., haldirm í Barnaskóla Akureyrar 2. okt. 1960, telur launakjör þau, sem barnakennarar eiga við að búa, algerlega óviðunandi. í þessu sambandi má benda á hinn gíf- urlega kennaraskort barnaskól- anna, sem vex með hverju ári, og á fyrst og fremst rætur sín- ar að rekja til þess, að kennara- launin eru ekki samkeppnisfær við þau ]aun, sem mönnum með hliðstæða menntun mun bjóð- ast í öðrum starfsgreinum. — Byrjunarlaun barnakennara eru nú, að loknu fjögra ára sér- námi við kennaraskóla, kr. 46.206.20 á ári, eða kr. 8.481.16 lægri en ófaglærðs verka- manns. í ljósi þessara staðreynda skorar fundurinn á fræðslu- málastjórnina að vinna að lausn þessarra mála með bráðabirgða úrræðum, unz endurskoðun launalaga hefur farið fram, eða opinberir starfsmenn hafa feng- ið samningsrétt um kjör sín." Bílstjórar á Akureyri sendu ríkisstjórninni kveðju sína Stjórnarandstæðingar unnu mikinn sigur Guðmundur frá Miðdal opnar málverkasýningu Kl. fjögur í dag opnar Guð- mundur Einarsson frá Miðdal málverkasýningu í Lands- bankasalnum hér í bæ. Þar verða til sýnis 50 málverk, olíu- málverk og vatnslitamyndir, og að auki 10 raderingar. Málverk- in eru frá ýmsum stöðum hér á landi, en einnig frá Grænlandi og Lapplandi og víðar. Vegna þess, að Landsbanka- salurinn er upptekinn til ann- arra nota eftir helgina, verður ekki unnt að hafa sýningu Guð- mundar opna nema fjóra daga, þ. e. föstudag, laugardag, sunnu- dag og mánudag. Síðast þegar Guðmundur hafði sýningu hér, sýndi hann í Gildaskála KEA. Sú sýning var einnig aðeins op- in stuttan tíma, en aðsókn var frábærlega góð. Svarsins var skammt að bíðá í blaðinu íslendingi, sem út kom í morgun, birtist bréf frá Vigfúsi Vigfússyni til Tryggva Helgasonar, formanns Sjómanna- félags Akureyrar, . er nefndur Vigfús sendi honum 3. þessa mánaðar, og í íslendingi er kvart að yfir því, að svar hafi ekki bor- izt. Sú kvörtun ætti þó að vera ástæðulaus, því að Tryggvi svar- aði bréfi Vigfúsar 5. þ. m., og fer svarbréf Tryggva hér á eftir, en til skýringar þykir rétt að birta bréf Vigfúsar hér einnig. Bréf Vigfúsar: Hr. Tryggvi Helgason, formaður Sjómannafélags Akureyrar. Eg undirritaður hef skoðað kjörskrá fyrir félaga í Sjómanna- félagi Akureyrar, en fann þar ekki nafn mitt. Við nánari athug- un virðist sem eg hafi verið strik- aður út af félagaskrá. Mun það vera einsdæmi um mann, sem á að teljast heiðursfélagi, að hann sé þannig þurrkaður út af félags- skrá, án þess að standa í sök við félag sitt. Það er nú krafa mín til þín, sem formanns félagsins, að þú látir þegar í stað færa nafn mitt á kjörskrá þess. Að öðrum kosti skora eg á þig, að þú gerir mér tafarlaust skriflega grein fyrir því, að eg njóti ekki lengur rétt- inda sem fullgildur félagi í Sjó- mannafélagi Akureyrar. Virðingarfyllst, Akureyri 3. október 1960. Vigfús Vigfússon, Eiðsvallagötu 8. Svarbréf Tryggva: Akureyri 5. 10. 1960 Heiðraði vin. Út af bréfi þínu er eg móttók (Framhald á 4. síðu.) Allsherjaratkvæðagreiðsla um kjör fulltrúa Bílstjórafélags Ak- ureyrar á 27. þing ASÍ fór fram s. laugardag og sunnudag. Stjórn- arsinnar í félaginu höfðu mikinn viðbúnað í sambandi við kosn- inguna og stór orð um það, að þeir væru vissir með að fá sinn frambjóðanda kjörinn. En útkom an varð ónnur. Stjórnarandstæð- ingar í félaginu unnu svo glæsi- legan sigur í kosningunni, að stjórnarsinnar hafa ekki farið aðra eins hrakför í nokkrum þeim kosningum, sem nú hafa farið fram að undanförnu í verka lýðsfélögunum, og hefur útkom- an þó hvergi verið uppörfandi fyrir ríkisstjórnarflokkana og stefnu þeirra. A-listinn í Bílstjórafélaginu, með Jón B. Rögnvaldsson í sæti aðalmanns og Davíð Kristjánsson sem varamann, hlaut 182 at- kvæði, en B-listinn, með Þorstein Svanlaugsson í sæti aðalmanns og Sigurgeir Sigurðsson sem varamann, hlaut 42 atkvæði. — Alls kusu 125 (einn skilaði auðu), en á kjörskrá voru 137. Það voru því aðeins 12 félagsmenn, sem kosningarétt höfðu og ekki not- uðu hann, en flestir þeirra voru f jarverandi úr bænum. Má af þessu sjá, að kosningin var fast sótt. Bílstjórafélag Akureyrar er eina verkalýðsfélagið í bænum, þar sem allsherjaratkvæða- greiðsla um fulltrúakjör hefur farið fram að þessu sinni, en ætla má, að úrslitin í þessarri kosn- ingu gefi greinilega vísbendingu um það, hvern hug bæjarbúar al- mennt bera nú til ríkisstjórnar- innar og hennar „viðreisnar". Það segir líka sína sögu, að í flestum verkalýðsfélögunum hér hafa fulltrúaefni stjórnarand- stæðinga orðið sjálfkjönir. — Agentar stjórnarflokkanna hafa séð, hvern veg straumarnir liggja Sjálfkjörið í Sjómannafélagi Ak. Frestur til að skila framboðs- listum í Sjómannafélagi Akur- eyrar til fulltrúakjörs á þing ASÍ var útrunninn um hádegi á sunnudaginn var. Tveir listar komu fram, annar frá stjórn og trúnaðarráði félagsins, en hinn borinn fram af nokkrum félags- mönnum og utanfélagsmönnum. Fyrsti varamaður á síðari listan- um var einnig utanfélagsmaður. Listi utanfélagsmanna var með samhljóða atkvæðum kjörstjórn- armanna dæmdur ógildur og for- svarsmaður listans undirskrifaði Síldveiði í Ey jafirði Síðustu daga hefur verið nokk- ur síldveiði innst í Eyjafirði. Er þar um millisíld að ræða. Það eru Nótabrúk Ki'istjáns Jónsson- ar og mótorbáturinn Garðar, sem einkum hafa stundað veiðarnar, en mest af aflanum hefur verið fryst í beitu og til útflutnings. Þá hafa nokkrir menn lagt síld- arnet og fengið sæmilegan afla. Sildin er allvel feit. þá bókun orðalaust. Var þá listi stjórnar og trúnaðarráðs sjálf- kjörinn ,en aðalmenn á honum voru Tryggvi Helgason, formað- ur félagsins, og Jón Helgason. Varamenn Sigurður Rósmunds- son og Lórenz Halldórsson. og hafa þess vegna ekki treyst sér til að reyna framboð, og jafn- vel hefur svo illa gengið fyrir þeim, að þeir hafa orðið að gefast upp við að koma saman fram- boðslista í sumum félögunum, og í Sjómannafélagi Akureyrar fengu þeir aðeins þrjá menn á listann, en fjóra þurfti, gripu þeir þá til þess ráðs að taka utanfé- lagsmann í fjórða sætið, en list- inn varð að sjálfsögðu ólöglegur fyrir bragðið. Af 19 fulltrúum á Alþýðusam- bandsþing, sem þegar hafa verið kosnir hér á Akureyri, hafa stjórnarsinnar aðeins fengið einn kosinn, og sá fulltrúi hékk á eins atkvæðis mun í félagi, þar sem kratar hafa jafnan fengið full- trúaefni sitt sjálfkjörið. Svipaða sögu og héðan er mjög víða að segja af kosningum til AI- þýðusambandsþings, og alls stað- ar eru stjórnarliðar á undan- haldi. FLAUT Á EINU Sveinafélag járniðnaðarmanna á Akureyri kaus fulltrúa sinn á Alþýðusambandsþing sl. þriðju- dag. Kosinn var Stefán Snæ- björnsson með 14 atkvæðum, en frambjóðandi istjórnarandstæð- inga hlaut 13 atkvæði. Stefán er eini fulltrúinn á Alþýðusam- bandsþing, sem kratar hafa feng- ið kosinn á Akureyri. Steinunn S. Briem PÍANÓHLJÓMLEIKAR Stórsigur vinstri manna í Reykjavík Á miðvikudagskvöldið lauk fulltrjúakjöri til Alþýðusamb.- þings í bifreiðastjórafélaginu Frama í Reykjavík. Úrslit þeirra kosninga munu hafa komið flest- um á óvart, en þau urðu á þá leið, að vinstri menn unnu þetta gamla vígi íhaldsins og fengu sjö fulltrúa til viðbótar í fultrúahóp sinn. Atkvæðatölur voru þær, að listi vinstri manna hlaut 232 at- kvæði, en íhaldslistinn 227. Við fulltrúakjorið 1958 fengu vinstri menn 152 atkvæði, en íhaldið 293. atkvæði. Hér hefur því orð- ið gagnger breyting. Sigur vinstri manna í þessu fé- lagi kom jafnvel hinum bjartsýn- ustu í þeirra hópi á óvænt, en er enn ein sönnun þess, hvern hug menn bera til „viðreisnarinnar". Tónlistarfélag Akureyrar efndi til II. tónleika sinna á þessu ári miðvikudaginn 28. sept. síðastl. í Nýja-Bíó. í þetta sinn var það hin unga og efnilega listakona Stein- unn S. Briem, sem félagið bauð styrktarfélögum sínum og gest- um að hlýða á. Það gat ekki dulizt athugulum hlustanda, að frú Steinunn S. Briem er gædd rmkilli tónlistar- gáfu, og flutningur hennar á verkefnunum ber vott um ágæta kunnáttu, samvizkusemi og inn- lifun í tónverk þau, er hún flyt- ur. Henni lætur sérstaklega vel að túlka þau tónverk, sem búa yfir miklum yndisþokka, þýð- leika og hlýju. En flutningur hennar á Polonaise, op. 26 nr. 2, eftir Chopin sannaði, að hún nær einnig traustum tökum á djúpri og voldugri, ástríðuþrunginni tónlist. Hljómleikarnir hófust með Sónötu í e-moll eftir Haydn. Það var eins og listakonan væri ekki fyllilega búin að ná sér á strik í því verki, þótt hún léki það að vísu mjög sæmilega. Er sennilegt að hljóðfærið, sem er alls ekki gott, hafi átt einhvern þátt í þvi. En næsta verkefni, Arabesque, op. 18, eftir Schumann, lék hún nieð þeirri prýði, dýpt og yndis- þokka, sem hæfði þessu gull- fallega lagi hins mikla tónskálds. Þar með var brautin rudd, og listakonan lék lögin með æ vax- andi snilld til loka hljómleik- anna. Síðasta tónverkið á hljóm- leikunum var Poems eftir Cyril Scott, fimm yndisleg tónamál- verk, þar sem beztu kostir hsta- konunnar nutu sín að fullu: full- komin leikni, algjör innUfun, samvizkusemi. Það var snilldar- legt og ógleymanlega yndislegt. Viðtökur áheyrenda voru prýðilegar, og listakonan varð að leika tvö aukalög. Það er óhætt að spá frú Stein- unni glæsilegri framtíð sem i píanóleikara, ef ekkert óvænt hindrar hana á þeirri braut. A. S.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.