Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 07.10.1960, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 07.10.1960, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 7. október 1960 Framhald frá síðasta blaði. Framtíð og framför heimsins er í höndum mannanna sem plægja, sá og uppskera; mannanna sem kynda bræðsluofnana og vinna í námun- um og verksmiðjunum, mannanna sem framkalla hinn hvella axar- hljóm frá skógarbeltunum, mann- anna sem berjast við hinar bólgnu öldur úthafsins, mannanna sem leita og uppgötva, mannanna sem hugsa. Arið 1441 fundu menn prent- listina. Fram að því höfðu flestar nýtilegar hugmyndir fæðst and- vana. Liðni tíminn var því einn heljarstór grafreitur háleitustu hugsjónasnillinganna, án mikilla leiðarmerkja. Prentlistin gaf hug- sjónunum nýjan þrótt og nýja von; hún verndaði háleitar hug- myndir frá glötun, og gaf fræði- mönnunum tækifæri að arfleiða heiminn að sinni margvíslegu and- ands auðlegð. Lestur góðra bóka vekur hugsun, og hugsunin athöfn og framför. — Nám stafrofsins er vigsla til betri og bjartari tíma. Hver einasta iðngrein er menntastofnun, hver vefstóll, hver kornskurðarvél, gufubátur; prent- vélar og málþræðir eru trúboðar vísindanna, og postular framfara og þroskunar. Oll handaverk manna, er miða til þægilegra lífs, og andlegra um- bóta, er heilög kirkja hér á jörð; hver skóli er dýrðlegt musteri. Þessi stórgallaði heimur, sem við lifum í, gæti hafa ummyndast í hið fyrirheitna himnaríki, og það í þessu lífi, með eftirfarandi smá- breytingum: Ef allar dómkirkjur hefðu verið háskólar, allar neðan- jarðarhvelfingar rannsóknarréttar- ins rannsóknarstofur efnafræð- inga; ef kristin kirkja hefði lagt meiri áherzlu á siðfræði en trú- fræði, og valið allt hið góða úr biblíunni, en kastað hinu illa og ótrúlega; ef hvolfturnar og musteri hefðu verið stjörnuturnar; ef prest- ar hefðu verið heimspekingar, og trúboðar kennt nauðsynlegar list- ir; ef galdrar hefðu verið vísindi, og trúarbrögð mannúð og mann- gæzka. Dauði gömlu píslarvottanna sannar einlægni þeirra og stað- festu við ákveðið málefni, en alls ekki hitt að skoðun þeirra og stefna hafi nauðsynlega verið rétt. Málefnin eru annað hvort sönn eða ósönn í innsta eðli sínu, hvað sem öllu öðru líður. Sannleikanum verður ekki umbreytt með neinum sérstökum skoðunum eða kenning- um — jafnvel ekki með píslar- vættisdauða. Sannleikur og lýgi eru tvær ólík- ar höfuðandstæður, sem aldrei geta þrifist í sama jarðvegi; en það ótrúlega er, að lýgin er óhult og blómgast prýðilega, þar sem sannleikurinn verður að hafa um sig sterkan vörð gegn árásum; gróðrarskilyrði lýginnar eru slík, að hún bíður byrginn öllum and- mælum og eyðileggingartilraunum. Allt ranglæti hefur í sér falið sjálfeyðandi afl að vissu leyti; það er því hæpið að fullyrða að lýgin verði ekki afhjúpuð að lok- um, meðal annars af því að hún verður aldrei sammála óhaggan- legum staðreyndum. Hið eina er ekki kemur í and- stöðu við lýgina, er ný lýgi, fram- leidd í þeim sérstaka tilgangi að sanna hina fyrri. —— Ekkert er óskeikult nema sannleikurinn. Sannleikurinn er hvorki ungur né gamall, hvorki gamaldags né nýmóðins; hann hefur verið og verður ætíð hinn sami, óumbreyt- anlegi, og hans skyldi leitað með uppihaldslausri baráttu, og viður- kenndur alls staðar, elskaður meira en sjálft lífið og aldrei af- neitað. Atburðir sögunnar sveiflast stöðugt fram og aftur eins og órói í sigurverki, Manninum, eins og vísir klukkunnar, miðar stöðugt áfram, að vísu hægt og gætilega, en sífellt í áttina áfram; hann er sífellt að verða meiri og ágætari, þar er engin úrkynjun eða aftur- för. Einstaklingar og heilar þjóðir 7itiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiii líða undir lok og deyja, en í þeirra stað rísa upp nýjar þjóðir og nýir einstaklingar, fullkomnari en hin- ir fyrri. Sjóndeildarhringur andans vex og víkkar eftir því sem aldirnar líða hjá. Hugsjónirnar verða há- leitari og hreinni. Mismunur á réttlæti og miskunn verður æ minni og minni. Frelsið dafnar og kærleikurinn vex meðal mann- anna, er árin líða í aldanna skaut. Hinar ýmsu þjóðfélagsstofnanir eru að meira og minna leyti gall- aðar, alveg á sama hátt og ein- staklingamir. Þjóðirnar saman- standa af mönnum og konum, og eins lengi og þeir eða þær hafa sína ágalla, getur þjóðin í heild og hennar stofnanir ekki verið missmíðalausar. Ferðamaður var staddur á rúst- um gamallar höfuðborgar gleymds keisaradæmis; allt um kring lágu brotnar súlur og hrundir veggir. Hann spurði hví þessi mikla borg hefði fallið í rústir. Andi hins liðna — speki aldanna — svaraði: — „Þessi musteri, þessar konunfs- hallir og hof, er þú sérð hér x rúst- um, var byggð með harðstjórn og ranglæti; hendurnar, sem byggðu allt þetta, meðtóku aldrei neina umbun; herðarnar og bökin, sem báru hita og þunga þessara daga, voru mörkuð svipuhöggum." Allt þetta var smíðað af þræl- um, til fullnægingar hégómagirnd- ar og drambsemi þjófa og ræn- ingja; af þeim orsökum er allt þetta nú ein öskuhrúga. Hin svokallaða siðmenning þeirra tíma var lýgi. Lög þeirra stofnsettu rán og skipulögðu þjófnað. Líkamir manna og sálir gengu kaupum og sölum. Hinn ömurlegi vindur er hæðist hvíslandi um þessar eyðilegu rúst- ir ,er spámannleg rödd og aðvörun til þeirra, er hafa í hyggju að end- urtaka slíka tilraun til yfirgangs og ójafnaðar, ekkert skipulag, byggt á ánauð líkama og sálna, fær staðið. Frelsið hefur sömu þýðingu fyr- ir sál mannsins og tjós dagsins fyr- 1 ir augað og kærleikurinn fyrir hjartað; án alls þessa verður lífið úrkynjað, og eilífur dauði. Frelsið er höfuðskilyrði allrar framsækni; án þess ríkir miðaldavillimennska; án þess er engin siðmenning. An frjálsræðis í orðum og at- höfnum getur engin tilbeiðsla átt sér stað, heldur ekki guðlast; eng- inn kærleikur, ekkert hatur, ekk- ert réttlæti, engin framsókn. Ef við nemum orðið „frelsi“ al- gerlega úr tungumálinu, verða öll önnur orð fátæklegur, falskur og meiningarlaus hljómur; en þetta eina orð í öllum sínum styrk og mikilleik, er þess megnugt að breyta þessum synduga heimi í paradís. O, himinborna frelsi, þá ert guð- inn, sem eg tilbið; þú ert hinn eini guðdómur er hatar beygð kné í bæn. I alheiminum — þessu við- áttumikla og veggjalausa musteri þínu, undir hinni þaklausu hvelf- ingu himinsins, skreyttri sólum og stjörnum, standa legíónir tilbiðj- enda þinna; þeir hvorki flaðra, né skríða, eða beygja höfuð sín til jarðar fyrir þér. A ölturum þínum eru engin mannblót færð. Þú krefst aðeins eins, og það er að allir góðir menn hati svipuna, hlekkina og dýflissulykilinn. Þú hefur enga páfa né presta, sem boðbera milli þín og mannanna; þér líka ekki _heimskulegar venjur og eigingjarnar bænir. Við þitt heilaga altari stendur skynsemin með logandi kyndil; það er ljósið sem mun lýsa upp allan heiminn, milli yztu endi- marka. Við erum að byggja undirstöðu undir voldugt og veglegt framtíðar- musteri — ekki fyrir guði, heldur fyrir menn — þar sem innleidd verða með viðeigandi helgisiðum trúarbrögð mannúðarinnar og kærleikans. Sá dagur kemur, er þjóðfélagið hættir að framleiða milljónamær- inga og betlara, hættir að klæða sannleikann í tötra, og hjátrúna í pell og purpura. . Sá tími fer í hönd er nytsemin verður í heiðri höfð og sannleikurinn og réttlætið verður krýnt, og sett á veldisstól heimsins, sem konungur konung- anna og guð guðanna. Stjörnubjört himinfestingin er hvelfingin í dómkirkju sannleik- ans; náttúruskýrendur eru hennar einu, sönnu höfuðprestar; í þeirra trúarjátningu er allur sá sannleik- ur innifalinn, er mannleg tunga hefur mælt, og í þeirra bænasöng felst sigugrleði og þrá sálarinnar, og allir draumar hennar og vonir um betra og göfugra líf. Þessi höf- uðkirkja er skreytt og prýdd öllum þeim dásemdum er hin skapandi, ódauðlega náttúra getur framleitt; í hinum víðfaðma göngum hafa verið, og eru, saman komnir, stærstu andar allra landa verald- arinnar. Þrældómur og ánauð innibind- ur í sér flesta aðra höfuðglæpi, þar á meðal mannarán, sjórán, þjófn- að, morð og yfirdrepsskap. I hugmyndinni að vinnan sé undirstaða allra framfara og allrar velmegunar, felst sá sannleikur, að vinnandinn verður að vera frjáls. Þar sem framleiðandinn sjálfur er eigandi að búgarði sínum og heimili ,engjum og ökrum, þarf enginn að þola skort. Rentur og renturentur eru nag- dýr sem éta dag og nótt, því meira sem þau éta, því hungraðri verða þau. Skuldugi bóndinn heyrir nag- ið, á hinum áhyggjuþrungnu and- vökunóttum; sé hann skuldlaus, heyrir hann hveitið sitt vaxa. Höfuðáhugamál alls þorra manna, er hin fjárhagslega af- koma; þeir vita fullvel, að landið með öllum þess gæðum, tilheyrir í raun og veru öllum börnum þess. Hvert barn er fæðist í þennan heim, er boðsgestur náttúrunnar. Hvað munduð þið segja, ef eg byði ykkur til veizlu, — það kost- ar ekkert, ykkur er bara boðið, — þar sem allir væru velkomnir. Það kæmi þegar x upphafi í ljós, að einn gestanna þættist hafa tilkall til allt að 100 sæta, annar til 75 og sá þriðji til 50, með tilheyrandi veizlukosti; endirinn yrði sá, að þið væruð neydd til að standa, eða fara við svo búið. Hvað munduð þið segja um slíkt heim- boð? Hver maður hefur- fullan rétt til að krefjast síns bróðurhluta af þessa heims gæðum, enginn ætti að vera neyddur til að yrkja ann- ars manns akur, sem bara af hend- ingu fæddist nokkrum árum fyrr. — Engum skyldi leyft að hafa land til eignar, sem hann notar ekki sjálfur. Vitið þið? Ef mögulegt væri að selja andrúmsloftið, yrði það gert; vitið þið, að þá mundi vera hér voldugt félag sem héti „Ameríska andrúmsloftssölufélagið“. Vitið þið ennfremur, að þeir mundu láta milljónir manna deyja af loftsleysi ef greiðslan væri í ólagi. Eg er ekki hér með að lasta neina vissa einstaklinga, eg bara sýni hlutina í réttu ljósi. Hugmyndin um heimili, er inni- legast tengd við landsbyggðina; þar sér þú sólina rísa og hníga; þú kynnist gangi stjarnanna og veitir athygli skýjadrögunum í himin- geimnum; þú heyrir regndropana falla, og þú hlustar á stígandi og fallandi stunur vindsins. Þú fagnar upprisunni sem við köllum vor, jafnvel þótt í kjölfar þess sigli dapurleiki haustsins — hin yndis- lega og skáldlega imynd dauðans. Þér er hver akur yndislegt mál- verk, hver útsýn ljúflingsljóð og hvert skógarbelti dularfullir álf- heimar. Á landsbyggðinni verndar þú bezt þinn eigin persónuleika og sjálfstæði; þar ertu heild af frum- ögnum, en í stórborginni ertu aft- ur á móti frumögn í heild. Heimilið lyftir manninum í hærra veldi, það eykur sjálfstæði hans og viljakraft, sem ekki fæst á neinn annan hátt. Heimilisleys- ingi er ætíð ferðamaður — jafn- vel flakkari að vissu leyti. Heimilið skapar föðurlandsvini, fúsa til varnar; en fáir þeirra mundu hætta lífi sínu og limum fyrir matsöluhúsið. Eg kysi að fyrirkomulag heims- ins væri þannig, að hver maður gæti dáið rólegur, og án alls ótta um að hans nánustu ástvinir yrðu fórnardýr ágengni, fégræðgi og miskunnarleysis mannanna, að honum látnum. Oefað er sitthvað rangt við stjórnskipulag þessa lands, er út- hlutar þeim minnstum hlut, er mest vinna; ráðvendninni tötrum, en þorparaskapnum pelli og purp- ura; hinum kærleiksríku og góð- hjörtuðu úrgangi, en þeim ill- ræmdu og ágengu dýrðlegum veizlukosti. Framleiðandinn þarf enga himn- eska opinberun til að vita, að hann á fullan rétt til þeirra hluta er hann framleiðir. I flestum þjóðfélögum yfir- standandi tíma eru letingjar og aðrir iðjuleysingjar eða stórhöfð- ingjar; hin fjölmenna miðstétt al- þýðunnar vinnur fyrir báðum. Vinnandi menn þurfa að sam- einast til varnar gegn iðjuleysingj- um af öllum tegundum. Mannkynið skiptist í tvo flokka: iðjumenn og iðjuleysingja; þá sem ala önn fyrir, og þá sem alin er önn fyrir, ráðvanda og óráðvanda. Hver maður sem lifir á óborguðum vinnulaunum annarra manna, er óráðvandur, jafnvel þó að hann sé keisari. Við þurfum frjálsa menn, með frjálsum hugsunum, frjálsa verka- menn með frjálsum skoðunum, hlekkjalausar hendur og óháða skynsemi; frjáls vinna færir auð- æfi, frjáls skoðun sannleika. Væri hugsun mannsins algerlega frjáls, gætum við safnað saman í eitt auðæfum hins andlega heims. (Framhald.) SVEFNSÓFI Nýlegur 2ja manna svefn- sófi til sölu í Bjarkarstíg 1 Sími 1516. Frá Bridgefélagi Akureyrar Tvímenningskeppni fé- lagsins hefst þriðjudaginn 11. okt. í Landsbankasaln- um og hefst kl. 8 e. h. — Tilkynna þarf þátttöku fyrir sunnudagskvöld til stjórnarinnar. STJÓRNIN. Kirkjan. Messað í Akureyrar- kii-kju n.k. sunnudag kl. 10.30 f. h. Sálmar nr.: 34 — 35 3— 14 — 114 — 390-. — Messað í Lög- mannshlíð kl. 2 e. h. Sálmar nr.: 579 — 23 — 14 — 114 — 680. — Strætisvagn fer frá gatnamót- um í Glerárhverfi kl. 1.30 til kirkjunnar. — Séra Bjartmar Kristjánsson. iiiiiiiniiiiiiiii 111111 ■ 1111111111111111111111111111 Lífsspeki Róberts Ingersoll JÓNBJÖRN GÍSLASON þýddi úr ensku. 111 ■ ■ ■ 11 ■ i ■ 1111111 ■ 111111 ■ ■ 1111 ■ 111 ■ i ■ 111 ■ ■ ■ i ■ ■ 1111 ■ 111 ■ ■ i ■ i

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.