Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 07.10.1960, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 07.10.1960, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 7. október 1960 Undansláttur herfilegustu svik . .Á fundi sem haldinn var ný- verði veitt fríðindi innan fisk- lega í Verkamannafélaginu Þrótti á Siglufirði var eftirfarandi til- laga í landhelgismálinu sam- þykkt einróma: „Fundur í Verkamannafélag- inu Þrótti á Siglufirði, haldinn 22. september 1960, skorar á rík- isstjórn Islands að standa fast á rétti Islands í landhelgismálinu og telur að frávik frá 12 milna fiskveiðilögsögu umhverfis land- ið komi ekki til greina, enda væri allur undansláttur gagnvart Bretum hrein árás á lífshagsmuni íslenzku þjóðarínnar, sem ekki er hægt að þola. Fundurinn vill alveg sérstaklega mótmæla öllum tilögum, sem fram kunna að koma um, að Bretum eða öðrum - Svar Tryggva (Framhald af 1. síðu.) í gær, og er til mín persónulega, tel eg sjálfsagt að svara þér bréflega eins og þú óskar. En al- veg er það nýtt fyrir okkur, að við höfum skipti okkar bréflega, svo skammt, sem er á milli okk- ar, og þess utan hef eg aldrei vit- að annað en að kynni okkar væru vingjarnleg í bezta lagi, frá því að eg fyrst kynntist þér. Viðkomandi efni bréfs þíns, þar sem þú átelur það, að þú ert ekki á félagsskrá Sjómannafélags Akureyrar, og ferð fram á að eg láti þegar færa nafn þitt á kjör- skró félagsins, er það að segja, að þú gerðist félagsmaður í Iðju, fé- lagi verksmiðjufólks, í janúar 1958 samkvæmt þinni beiðni, og yfirfærzlubeiðni þín samþykkt úr Sjómannafélaginu á fundi þess 23. marz 1959. Viðkomandi því, að þú hafir tahzt heiðursfé- lagi í Sjómannafélaginu, er þess að geta, að enginn félagsmaður hefur til þessa verið kjörinn heiðursfélagi þess. Á þeim árum, er þú varst sjúklingur langan tíma, var samþykkt að þú skyld- ír vera gjaldfrí til félagsins af því tilefni, og er það sama og yfir- leitt hefur verið gert gagnvart öðrum félögum, sem sjúkir eru um lengri tíma, eða teknir að eldast svo, að ástæða þykir til að þeir séu gjaldfríir. Eins og af framansögðu er ljóst, þarft þú að sækja um yfirfærzlu úr Iðju í Sjómannafélagið, ef þú óskar að verða að nýju félagi í því félagi, og verður þá umsókn frá þér þar um tekin til afgreiðslu, svo sem venja er. Virðingarfyllst. Tryggvi Helgason. veiðilandhelginnar fyrir Norður- og Austurlandi og telur að slíkur undansláttur væri hin herfileg- ustu svik og bein árás á lifshags- muni þess fólks, sem sjávarútveg stundar.“ m" lllllllllllllllll 111111111111111 Braga Sigurjónssyni boðin ný staða Sunnudagaskóli Akureyrar- kirkju hefst 16. okt. næstk. Frá Sjálfsbjörg. — Föndur- kvöldin eru að hefjast. Mætum að Bjargi mánudagskvöldið kl. 8. — Stjórnin. Jóhann Angantýsson, bréf- beri, Stórholti 12, Glerárhverfi, verður sextugur n. k. sunnu- dag, 9. þ. m. Ferðafélag Akureyrar hefur vetrarstarfsemi sína að þessu sinni með kvöldvöku í Alþýðu- húsinu miðvikudaginn 12. þ. m. kl. 8.30. Þar sýnir Guðmundur Einarsson frá Miðdal kvik- myndir og skuggamyndir, þar á meðal litskuggamynd frá Lapplandi. Bridgefélag Akureyrar hélt nýlega aðalfund sinn. Stjórn fé- lagsins er nú þannig skipuð: Formaður Karl Sigfússon, vara- formaður og gjaldkeri Mikael Jónsson, ritari Knútur Otter- stedt, keppnisritari Ármann Helgason og áhaldavörður Jón- as Stefánsson. Félagsmenn eru beðnir að athuga auglýsingu annars staðar í blaðinu. EGGERT GRÍMSSON, Ránar- götu 26, varð 85 ára 3. þ. m. Þó að árin séu orðin þetta mörg, sem hann hefur að baki, er Eggert ennþá hinn hressasti, léttur í skapi og gamansamur. Þó að Elli kerling hafi ekki alveg gengið fram hjá garði Eggerts bónda og jafnvel þjarmað dálítið að hon- um stöku sinnum, lætur hann það lítt á sig fá. Fjórða þessa mánaðar upphóíst í AI- þýðumanninum ný tegund fréttaþjónustu lesendum blaðsins til fróðleiks og skemmtunar, áður algerlega óþekkt hér í bæjarblöðun- um, og má vænta þar mikils fróðleiks um einkalíf bæjar- %aí- ' ■ ' búa í framtíðinni, ef framhald verður líkt upphafinu. Þó að þar séu að vísu aðeins taldar fasteignir og bílakostur eins manns, má gera ráð fyr- ir, að ritstjórinn geti gert íullkomnari grein fyrir öðrum eignum manna og fleiru viðvíkjandi persónulegu hátterni borgar- anna, þegar hann æfist í starfinu. Þá mætti t. d. búast við upplýsingum um bankainn- eignir, skuldabréfaeign, herbergjafjölda íbúða, innanstokksmuni, sambúð hjóna, fjölda hjónabandsbarna og framhjátöku- barna, ef einhver eru, umgengni, heimilis- prýði og hreinleika sálarinnar. Með tilliti til þess, er að framan getur, vill undirritaður þó taka á sig þá ábyrgð gagnvart lesendum Alþýðumannsins, sem eftirfarandi tilboð felur í sér. Tilboðið er á þessa leið: Hr. Bragi Sigurjónsson taki við umsjón- armannsstarfi almenningssalernanna með öllum þeim réttindum og skyldum, sem því starfi fylgdu frá upphafi — en undirrit- aður taki við forstjórastarfi tryggingaum- boðsins fyrir Akureyri og Eyjafjarðarsýslu, ritstjórastarfi við Alþýðumanninn, bæjar- ráðsmannsstarf i, f ræðsluráðsmannsstarf i, varaþingmennsku og öðrum þeim störfum, er Bragi Sigurjónsson hefur tekið laun fyrir að undanförnu. En þó getur þetta því aðeins orðið, að bæjarstjórnin fáist til að samþykkja Braga sem eftirmann minn á almenningssalern- unum. Hitt er vitað, að yfirmenn hans í Alþýðuilokknum og aðrir aðstandendur að embættum hans munu tilleiðanlegir að gefa honum lausn frá fyrri störfum, ef um betur launaðar stöður og virðulegri væri að ræða honum til handa. En ef Bragi síðar meir yrði þreyttur á því að sitja á almenningssalernunum í hundrað og eina og hálfa klukkustund á viku, þá hefur hann aðeins við sjálfan sig að sakast. 5. október 1960. RÖGNVALDUR RÖGNVALDSSON. Hala ungmenni Akureyrar ekki áhuga - fyrir fiðluleik? r Agætur kennari ráðinn að Tónlistarskóla Akureyrar, en nemendur skortir í þessarri viku kvaddi skóla- stjóri Tónlistarskólans á Akur- eyri, Jakob Tryggvason, blaða- menn á sinn fund og kynnti fyrir þeim nýjan kennara, sem ráðinn hefur verið að Tónlistarskólan- um. Er þar um að ræða Sigurð Steingrímsson, sem síðastliðin 12 til 13 ár hefur stundað nám í fiðluleik, fyrst í Reykjavík hjá Birni Ólafssyni, en síðustu sex árin í Vínarborg hjá þekktum kennurum þar, prófessor Ernst Morawecz, sem einnig var kénn- ari Björns Ólafssonar, og Alice Pashkus, sem nýtur mjög mikils álits sem kennari í fiðluleik. Þess má geta, að Yehudi Menuin var á sínum tíma nemandi hennar. Sigurður skýrði blaðamönnum ; svo frá, að kennsluaðferðir henn- ar væru á ýmsan hátt aðrar en almennt gerðist, en hann teldi sig hafa lært mest hjá henni. Sigurður hætti námi í Vínar- borg í vor, vegna þess að Pashkus fór bá til Ameríku. Ætlun hans Verkamannafélag Akureyrarkaupstaðar FÉLAGSFUNDUR sunnudaginn 9. okt. kl. 1,30 e. h: í ALÞÝÐUHÚSINU: Fundarefni: Undirbúningur nýrra kjarasamninga. Fjölmennið stundvíslega. STJÓRNIN. var þó að vera við nám áfram komandi vetur, en í sumar réðist svo, að hann var ráðinn hingað sem kennari í fiðluleik við Tón- listarskólann og til að annast þjálfun fiðlusveiar Barnaskóla Akureyrar. En hér hefur gerzt dálítið ann- að, en algengast er nú í þessu landi. Víða um land hefur gengið illa að fá hæfa kennara og sums staðar bíða börn og unglingar enn þá eftir því, að einhver kennari fáist. Nemendur eru yfirleitt alls staðar til staðar, en kennara skortir. Hér er þessu á annan veg farið. Hér bíður lærður maður í sínu fagi og ágætt kennaraefni eftir því, að fá að kenna einhverj- um á fiðlu, en það hljóðfæri hefur oft verið talið göfugast allra hljóðfæra, en nemendur skortir. Fyrir nokkru var auglýst eftir nemendum, en aðeins tveir eða þrír gáfu sig fram. Hins vegar gæti kennarinn tekið allt að 20 nemendur. Flestir nemendur Tónlistarskól- ans hér stunda nám í píanóleik, og virðist svo, sem það sé tízka, sem þar ræður mestu um. Gegn henni er erfitt að brjótast, og reyndar sjálfsagt, að hver og einn læri á það hljóðfæri, sem hann hefur mestan áhuga fyrir. Hins vegar verður seint komið á fót nothæfri hljómsveit í bænum með píanó- leikurum einum, og af þeirri ástæðu einni er ástæða til að hvetja ungmenni, sem góðum hæfileikum eru búin á sviði tón- listarinnar, til að leggja fyrir sig að læra á strokhljóðfæri, og þá ekki sízt fiðluna ,sem er undir- stöðuhljóðfæri í hverri hljóm- sveit. Hér er ekki átt við það, að stefna ætti að því að koma upp sinfóníuhljómsveit. Við skulum lofa bænum að margfaldast að stærð áður en ráðizt verður í slíkt fyrirtæki, en þokkaleg hljómsveit, skipuð 15 til 20 mönnum, þyrfti að vera til staðar, hennar væru mikil not við margvísleg tækifæri. Og frá hvaða sjónarmiði, sem lit- ið er, getur það ekki talizt æski- legt, að allir, eða nær allir, sem tónist stunda, læri á sama hjóð- færi. Með því móti verður aldrei um frjótt eða lifandi tónlistarlíf að ræða. Á það má einnig benda, að fiðl- ur eru tiltölulega ódýr hljóðfæri, svo að fáum ætti að vera ofviða að eignast sitt eigið hljóðfæri til að nota við nám og æfingar. Góð fiðla kostar varla yfir tvö þúsund krónur, og fiðlur fyrir byrjendur, að nota við nám, ekki meira en átta til níu hundruð. Hins vegar kosta góð píanó tugi þxisunda, og margir, sem hefja nám í píanó- leik, hætta því vegna þess, að þeim er ofviða að eignast eigið hljóðfæri. Hér skal ekki orðlengja um þetta meira, en þeim ungmenn- um, sem áhuga hafa fyrir tónlist- arnámi, bent á, að athuga vel, hvort i'étt er að sleppa því góða tækifæri, sem nú býðst til að hefja nám í fiðluleik. Vei'ði dálít- il aðsókn að kennslunni í vetur, verður áreiðanlega reynt að hafa hér áfram góðan kennara í þessu fagi við Tónlistarskólann, en fáist lítil sem engin þátttaka, segir það sig sjálft, að forráðamenn Tón- listarskólans gefast upp á því að reyna að fá hingað kennslukrafta í þessarri gi'ein.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.