Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 14.10.1960, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 14.10.1960, Blaðsíða 1
VERKHItlflÐURllin Ritstjóri: Þorsteinn Jónatansson. Útg.: Sósíalistafélag Akureyrar. Skrifstofa Hafnarstræti 88. Sími 1516. Áskriftarverð kr. 50.00 árg. Prentverk Odds Björnssonar h.f. XLIII. árg. Akureyri, föstudaginn 14. október 1960 35. tbl. Tillaga þingmanna Alþýðubandalagsins og Framsóknar: Reglugerðin um 12 mílna lándhelgina fái lagagildi Fulltrúar á Alþýðusambandsþing Síðasta félagið á Akureyri, sem fulltrúa kaus á Alþýðusambands- þing var Félag verzlunar- og skrifstofufólks. Það kaus á fundi á föstudagskvöldið, og kosningu hlutu Jón Aspar og Aðalsteinn Valdimarsson. Áður hefur verið skýrt frá kosningu fulltrúa í öll- um þeim félögum öðrum á Akur- eyri, sem fulltrúa senda á þingið, en Vélstjórafélag Akureyrar sendir engan fulltrúa. Á Húsavík var sjálfkjörið í báðum félögunum þar. Fulltrúar Verkamannafélags Húsavíkur eru Ásgeir Kristjánsson, Albert Jóhannesson og Sveinn Júlíus- son. Fulltrúar Verkakvennafé- lagsins Vonar eru Þorgerður Þórðardóttir og Guðrún Gunn- arsdóttir. í Ólafsfirði varð sjálfkjörið í Verkakvennafélaginu Sigurvon, og er Líney Jónasdóttir fulltrúi félagsins. í Verkalýðs- og Sjó- mannafélagi Ólafsfjarðar fór fram allsherjaratkvæðagreiðsla að kröfu hægri manna, sem töldu sig vissa um að geta þannig feng- ið fulltrúaefni sín kjörin, en úr- slitin urðu þau, að listi vinstri manna var kjörinn með 76 atkv., en íhaldslistinn hlaut 44. Kosn- ingu hlutu Stefán Ólafsson og Sveinn Jóhannesson. Varamenn Magnús Magnússon og Ingvi Guðmundsson. I Verkalýðsfélagi Dalvíkur Verkalýðsfélag Grýtubakka- hrepps kaus Friðbjörn Björns- son. Verkalýðsfélag Svalbarðsstr. Jóhann Kristjánsson. Á Raufarhöfn kaus Verka- kvennafélagið Orka Aðalbjörgu Pétursdóttur, en Verkamannafé- lag Raufarhafnar Kristján Vig- fússon. Verkalýðsfélag Þórshafnar kaus Aðalstein Arngrímsson. VerkalýðsféH'. Presthólahreppsi kaus Jónas Þorgrímsson. Reglulegt Alþingi 1960 var sett 10. þ. m., og tveimur dög- um síðar lögðu þingmenn Alþýðubandalagsins og Framsókn- arflokksins í efri deild fram frumvarp til laga þess efnis, að reglugerðin um 12 mílna fiskveiðilandhelgina skyldi öðlast lagagildi. Fumvarpið er svohljóðandi: „1. gr. Reglugerð nr. 70/30. júní 1958 um fiskveiðilandhelgi ís- lands, skal hafa lagagildi. Reglu- gerðin er birt sem fylgiskjal með lögum þessum. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi." Flutningsmenn frumvarpsins eru: Hermann Jónasson, Finnbogi R. Valdimarsson, Sigurvin Ein- arsson, Björn Jónsson, Ólafur Jó- hannesson, Karl Kristjánsson, Alþýðusamb. Norðurlands, Sjómannafél. Akur- eyrar og Verkamannafél. Akureyrarkaupstaðar mótmæla samningum við Breta Á fundi í miðstjórn Alþýðusambands Norðurlands síðastl- liðinn föstudag og á almennum félagsfundum í Sjómannafé- lagi Akureyrar og Verkamannafélagi Akureyrarkaupstaðar á sunnudaginn voru samþykktar mjög ákveðnar mótmæla- ályktanir gegn öllum samningum við Breta um fiskveiðilög- sögu íslendinga og áherzla lögð á það, að ekkert undanhald í landhelgismálinu kæmi til greina. — Ályktanirnar ,sem allar voru samþykktar með samhljóða atkvæðum, fara hér á eftir: Alfreð Gíslason, Páll Þorsteins- son og Ásgeir Bjarnason. Með frumvarpinu fylgir stutt greinargerð svohljóðandi: „Verndun fiskimiðanna um- hverfis landið er lífshagsmuna- mál íslenzku þjóðarinnar. Stærð fiskveiðilandhelginnar er . nú ákveðin með reglugerð, sem rík- isstjórn Islands hefur sett sam- kvæmt heimild í svonefndum landgrunnslögum frá 1948. Þeirri reglugerð er, eins og öðrum reglugerðum, hægt að breyta, án þess að samþykki Alþingis komi til. Þetta fyrirkomulag verður að teljast óheppilegt til frambúðar og tímabært, eins og á stendur, að lögfesta ákvæði reglugerðar- innar um stærð fiskveiðiland- helginnar." NU REYNIR A HEILINDI ÍHALDSINS. Eins og allir sjá, er sá einn til- gangurinn með frumvarpi þessu, að festa það í lögum, að fisk- veiðilandhelgin skuli vera 12 mílur, en hingað til hefur það að- eins verið reglugerðarákvæði en hvergi bundið í lögum. Það er raunar tæpast vanzalaust, að þetta skuli ekki hafa verið bund- ið með sérstakri lagasetningu fyrr, svo stórt mál, sem hér er um að ræða. En einmitt nú er þó sérstök ástæða til að undirstrika þá ákvörðun okkar, að við ætl- um að halda fast við reglugerð- arákvæðið um 12 mílna fiskveiði- landhelgi. Og það verður á eng- an hátt betur undirstrikað en með lagasetningu. Að undan- förnu hafa staðið yfir í Reykja- vík samningar milli fulltrúa brezku og íslenzku ríkisstjórn- anna um landhelgismálið. Þeir (Framhald á 4. síðu.) ALYKTUN MIÐSTJORNAR AN: Fundur, haldinn í miðstjórn Alþýðusambands Norður- lands, á Akureyri, 7. okt. 1960, átelur harðlega það ráðslag sf.jórnarvalda landsins, að taka upp samningafnakk við Breta um löglega ákveðna fiskveiðilandhelgi íslands. Telur fundur- inn, að um slíkt innanríkismál, sem fiskveiðilandhelgi Islands er, sé óhæfa að semja við aðrar þjóðir, og sérstaklega telur urðu fulltrúar sjálfkjömir, þeir fundurinn það andstætt íslenzkri skapgerð að semja við of- Valdimar Sigtryggsson og Frið-' beldismennina brezku, sem nýlega urðu að gefast upp fyrir ís- Varamenn Lár- lendingum í ofbeldisaðgerðum sínum í landhelgi íslands. og Ámi Lárus- Skorar fundurinn á Alþingi og þingmenn hvern og einn að stöðva samningamakk ríkisstjórnarinnar við Breta og tryggja, að ekki verði hvikað í neinu frá þegar ákveðinni 12 mílna fiskveiðilandhelgi umhverfis allt landið. steinn Bergsson. us Frímannsson son. Verkalýðsfélag Hríseyjar kaus Anton Eiðsson fulltrúa sinn með 10 atkv. gegn 9. Vekamannafélags Arnarnes- hrepps kaus Guðna Sigurðsson. Hrísey og Hjalteyri eru einu staðirnir við Eyjafjörð, sem senda íhaldsfulltrúa á Alþýðusam- bandsþingið. Raflýst í Svarfaðardal Að undanförnu hefur verið unnið að því að leggja raflínu inn Svarfaðardal, allt að fremstu bæjum, sem eru Atlastaðir vest- an ár og Kot austan ár. Ætlunin er, að rafstraumi verði hleypt á þessa línu fyrir næstu áramót, ef skortur á efni ekki stöðvar fram- kvæmdir. Það eru 16 bæir, sem nú eiga að fá rafmagn og verður þá komið rafmagn á alla bæi í Svarfaðardal nema í Skíðadal, en þar hafa flestir bæir heimaraf- stöðvar. Viðreisnin þýðir lægri þjóðartekjur ALYKTUN SJÓMANNAFÉLAGS AKUREYRAR: Fundur í Sjómannafélagi Akureyrar, haldinn 9. október 1960, mótmælir harðlega, að teknir hafa verið upp samningar við Breta um fiskveiðilandhelgi íslands. Fundurinn telur, að stefna íslands í landhelgismálinu hafi þegar verið fastmótuð, og komi ekki til greina að samið verði við einstakar þjóðir um landhelgismálið. Skorar fundurinn á Alþingi og þingmenn hvern og einn, að stöðva nú þegar allt samningamakk íslenzkra stjórnarvalda við ófbeldismenn Breta, og að haldið verði fast við þá stefnu, sem ákveðin hefur verið og að frávik frá tólf mílna fiskveiði- landhelgi umhverfis allt landið komi ekki til greina. ÁLYKTUN VERKAMANNAFÉLAGS AKUREYRARKAUPSTAÐAR: Fundur Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar, haldinn 9. október 1960, mótmælir harðlega öllum samningum við Breta um landhelgismálið og skorar á ríkisstjórnina að halda fast við yfi'rlýsta stefnu Alþingis og alls þorra þjóðarinnar, að hvika í engu frá 12 mílna fiskveiðilögsögu. Jafnframt heitir fundurinn á alla meðlimi verkalýðshreyf- ingarinnar og alla íslenzku þjóðina að standa trúan vörð um þetta mesta lífshagsmunamál þjóðarinnar. Eitt af kjörorðum „viðreisnar- innar" var þetta: Meiri viðskipti við hinn frjálsa heim! Frjálsan inhflutning! Seljum vörur okkar á markaði frelsisins! Það var látið heita svo, að ekki skyldi dregið úr viðskiptunum við markað kúgunarinnar í Austurevrópu. Þó var einmitt það eitt af hinum leyndu markmiðum viðreisnarinnar — og þess skyldi gætt að öll sú útflutningsaukn- ing, sem verða kynni, færi á frjálsa markaði frjálsra landa. - En sagan um markaði frelsisins er ekki öll sögð með þessu. Þar hefur nú orðið gífurlegt verðfall á lýsi og fiskimjöli. En af því við skulum samt auka viðskipti við markaði frelsisins, þá hefur fiskimjölsútflytjendum á þessu ári verið neitað ,að selja fiskimjöl til Tékkóslóvakíu á 20 shillinga fyrir prótein; í staðinn er það selt á frjálsum mörkuðum fyrir 10 shillinga próteinið. í heild er útflutningsverð fiskafurða 20—30 prósent hærra í jafnvirðiskaupa- Hvernig hafa svo viðskiptin löndunum en í hinum frjálsu við markaði frelsisins tekizt? Þau : löndum vestursins. Aukin við- hafa tekizt þannig, að inn í land- ið hefur verið mokað vörum frá frjálsum löndum. Innflytjendur hafa fengið stutt, erlend víxillán, með þriggja mánaða gjaldfresti. Nú eru þessir víxlar sem óðast að falla í gjalddaga, og bankarnir eru í hengjandi vandræðum að standa í skilum við hina erlendu lánardrottna. f annan stað hefur frelsið harð- neitað að hleypa okkúr inn á neina nýja markaði, en hinir gömlu markaðir þess vilja helzt kaupa ísfisk og óverkaðan salt- fisk — sem sé: óunna vöru. En það er einmitt hagur okkar, eins og margsinnis hefur komið í ljós, að vinna okkar eigin útflutnings- vöru sem mest sjálfir. En mark- aðir frelsisins segja, að okkur sé nóg að veiða fisk. Aðrir skulu hafa atvinnu af að verka hann — áður en þeir éta hann. skipti við þau þýða þannig tug- milljónatap fyrir þjóðarbúið á ári. Innflutningsvörur okkar þaðan hafa sem sé ekki lækkað í verði. Það eru aðeins útflutn- ingsvörur okkar, sem lækka í verði. Það er að segja: hinir frjálsu markaðir eru svo frjálsir, að þeir ýmist standa okkur alveg lokaðir eða fella afurðir okkar í verði. En vörum þaðan er hrúgað inn í landið út á stutt víxillán, sem eru nú eins og hengingaról í gjaldeyrisbönkunum. Og með öllu þessu fær þjóðin hlutfalls- lega minni tekjur fyrir útflutn- ingsvörur sínar en áður. Hér blasir við ein afleiðingin af viðreisninni: hún þýðir lækk- aðar þjóðartekjur. Þannig er öll reynslan af henni á eina bókina lærð. Og það er svört bók. (Útsýn 6. okt.).

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.