Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 14.10.1960, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 14.10.1960, Blaðsíða 3
Föstudaginn 14. október 1960 VERKAMAÐURINN 3 Hverjir henda bréfa-rusli á götur bæjarins? i ,iu<> rr., WV’1 Á hverjum morgni, þegar mað-' ur gengur hér inn í miðbæinn, sér maður sér til mikilla leiðinda götu miðbæjarins þaktar að meira eða minna leyti bréfarusli og glerbrotahrúgur á gangstétt- um, í ■ rennusteinunum eða jafn- vel fram á miðjum götum. Engu er líkara en argvítugir Fulltrúaráð verkalýðs- félaganna á Akureyri Þar sem kosningu fulltrúa á Alþýðusambandsþing er nú lok- ið ,er jafnframt ljóst hverjir skipa fulltrúaráð verkalýðsfélaganna næstu tvö ár, en fultrúaráðið er skipað fulltrúum félaganna kosn- um til Alþýðusambandsþings, og að auki fulltrúa Vörubílstjórafé- lagsins Vals á þingi landssam- bands vörubifreiðastjóra. Fulltrúaráðið verður því þann- ig skipað: Jón Ingimarsson, Arnfinnur Arnfinnsson ,Hallgrímur Jónsson, Ingiberg Jóhannesson, Sigurður Karlsson og Hjörleifur Hjörleifs- son kjörnir af Iðju, félagi verk- smiðjufólks. Björn Jónsson, Har- aldur Þorvaldsson, Þórir Daníels- son, Aðalsteinn Halldórsson og Loftur Meldal kjörnir af Verka- mannafélagi Akureyrarkaupstað- ar. Margrét Magnúsdóttir, Mar- grét Steindórsdóttir og Freyja Eiríksdóttir kjörnar af Verka- kvennafélaginu Einingu. Tryggvi Helgason og Jón Helgason kjörn- ir af Sjómannafélagi Akureyrar. Jón B. Rögnvaldsson kjörinn af Bílstjórafélagi Akureyrar. Jón Aspar og Aðalsteinn Valdimars- son kjörnir af Félagi verzlunar- og skrifstofufólks. Stefán Snæ- björnsson kjörinn af Sveinafélagi járniðnarmanna. Haraldur Boga- son kjörinn af Vörubílstjórafé- laginu Val. sóðar hafi farið um göturnar, oft á tíðum. Bærinn okkar er fagur bær frá náttúrunnar hendi, og mörg hönd- in hefur gert sitt til að fegra hann og prýða, eftir því, sem smekkur hvers og eins hefur sagt til um. Af hálfu bæjarins er árlega varið miklu fé til fegrunar og þrifnaðar, og eru allir sammála um að slaka þar hvergi á, bærinn okkar hefur jafnan verið talinn þrifalegasti bærinn á landinu, og er það vel farið. En einhvern veginn er því þannig varið, að aldrei hefur tek,- izt fullkomlega samvinna við borgarana í bænum, bæði þá yngri sem eldri, um það, að henda aldrei frá sér bréfarusli á götur eða gangstéttir, eða brjóta flöskur og skilja brotin þar eftir. Slíkt kæruleysi er óafsakanlegt, og ætti hver og einn að taka það til athugunar, því að hér þarf úr- bóta við. Mér dettur í hug, hvort hér sé ekki verk að vinna fyrir kennara við skólana í bænum. Fáir eða engir hafa betri aðstöðu en þeir til að glæða áhuga nemenda sinna fyrir bættri -umgengnis menningu á almannafæri, það þarf sem sé að leiðbeina um þetta eins og flest annað. Við aðalgöturnar í miðbænum eru þar til gerðir bréfadunkar. Er öllum vorkunnarlaust að setja í þá umbúðir o. fl., sem þeir vilja losna við. En umfram allt, ekki henda því á götuna. Reynum að taka höndum sam- an og bæta úr þessu. Jón Ingimarsson. HÚNVETNINGAR Húnvetningafélagið á Akurevri hefur spilakvöld í Landsbanka- salnum nk. laugardag, kl. 8.30. Félagsvist og dans. Stjómin. Inniíegustu þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð við andlát og útför SOLVEIGAR GÍSLADÓTTUR. Fyrir hönd aðstandenda. Ilildigunnur Olgeirsdóttir, María Olgeirsdóttir, Einar Olgeirsson. ÞAKKARAVARP. Hjartans kveðjur og þakkir sendum við öllum þeim mörgu fjær og nær, sem á einn eða annan hátt hafa sýnt okkur samúð og veitt okkur margs konar hjálp, vegna hins sviplega fráfalls eiginmanna okkar og feðra, KRISTJÁNS STEFANS JÓNSSONAR og AÐALSTEINS ÁRNA BALDURSSONAR, sem fórust með vélbátnum Maí frá Húsavík 21. október sl. Síðast, en ekki sízt, ber að þakka þá rausnarlegu f jársöfn- un, sem hafin var okkur til styrkar, og nú er að ljúka. Guð blessi ykkur fyrir drengskap og hlýhug. Ingibjörg Jósefsdóttir og dætur. Anna Sigmundsdóttir og sonur. - Lífsspeki Róberts Ingersoll Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju kl. 11 f. h. á sunnudag. Sálmar nr.: 38 — 534 — 18 — 207 — 372. — Athugið: Messan er klukkan ellefu. — P. S. Sunnudagaskóli Akueýrar- kirkju hefst á sunnudaginn kemur, 16. okt., kl. 10 árdegis. Yngri börn (5—6 ára) í kapell- unni. Eldri börn (7—13 ára) í kirkjunni. Nýtt biblíumynda- hefti kostar 10 krónur. — Þeir, sem ætla að verða bekkjastjór- ar, mæti í kirkjunni kl. 5 á laugardag. Frá L. A. Leikfélag Akureyr- ar hefur starfsemi sína á þess- um vetri með frumsýningu á gamanleiknum „Pabbi“ eftir Howard Lindsay og Russel Crouse n.k. sunnudagskvöld. Leikstjóri er Jónas Jónasson. — Athygli frumsýningargesta skal vakin á því, að frumsýningar- miðar verða nú EKKI bornir út, en verða afgreiddir í að- göngumiðasölu leikhússins fimmtud. 13. og föstud. 14. þ. m. kl. 2—5.30 e. h. Óski núver- andi frumsýningargestir eftir að vera það áfram, verða þeir að taka miða sína þessa daga, annars verður þeim ráðstafað til annarra, sem nú eru á bið- lista. (Framhald af 2. síðu.) í sér vísdóm og frábæra snilld; þær hafa um margar aldir auðgað hugi og hjörtu á óteljandi vegu. Sumir telja mig sekan um að ræna menn voninni um eilífa sælu í himnaríki, en svo er ekki; þrátt fyrir mínar aðgerðir er himnaríki vafalaust hið sama og frá önd- verðu. En eg þrái að sjá alla hel- vítis elda slökkta; eg vil flytja stríð og styrjaldir frá þessarri jörð sem við lifum á, til himinsins; mér er sagt að Jehova sé Guð, aðrir segja að Brama sé guð og enn aðrir segja að Allha sé guð; látum þá alla þrjá berjast um völdin þar til yfir lýkur; sigurveg- arinn — hver sem hann verður — skal vera minn guð, fyrir honum skal eg krjúpa í auðmýkt. Menn segja: „Guð mun refsa þér ef þú gerir þetta eða hitt.“ — Látum svo vera, eg mun sjálfur semja um það við hann án agenta og milliliða; eg hefi ekki mikið traust á þriðja manni í beinum viðskiptum. Þau litlu viðskipti, er eg kann að hafa við himnaríki, mun eg annast um sjálfur. Orðsending til hjólreiðamanna Að gefnu tilefni viljum vér brýna mjög alvarlega fyrir hjólreiðamönnum ákvæði 8. gr. umferðarlaganna um búnað reiðlijóla. En þar segir: Á hverju reiðhjóli skal vera: Hæfilega traustur hemill, ljósker, er sýni hvítt eða daufgult ljós í hæfilegri fjarlægð þegar reiðhjólið er notað á ljósatíma. Rauðlitað glitauga eða ljóst aft- an á reiðhjólinu. Bjalla og lás. Verða þeir látnir sæta sektum er brjóta í bág við ákvæði þessi. BÆJARFÓGETI. Kjörfundur lil presfskosninga I Akureyrar- og Lögmannshlíðarsóknum er ákveðinn 16. október 1960 og hefst kl. 10 árdegis á báðum stöðum. Kosning í Akureyrarsókn fer fram í Gagnfræðaskólanum, en kosning í Lögmannshlíðarsókn fer fram í barnaskólanum í Glerárhverfi. í Akureyrarsókn verður kosið í fjórum kjördeildum þannig: 1. Kjördeild: Býlin til og með Eyrarvegur. 2. Kjördeild: Fagrastræti til og með Helga-magra-stræti. 3. Kjördeild: Hjalteyrargata til og með Norðurgata. 4. Kjördeild: Oddagata til og með Ægisgata, ennfremur verður í þeirri kjördeild allt það fólk, er flutt hefur lögheimili til Akureyrar frá 1. des. 1959 til 1. okt 1960. Heimilisföng á kjörskrám miðast við aðsetur 1. des. 1959. í kjöri eru: sr. Sigurður H. Guðjónsson, sr. Birgir Snæbjörnsson, og sr. Bjartmar Kristjánsson. Umsóknir umsækjenda og umpaæli biskups liggja frammi á bæjarstjóraskrifstofunni kjósendum til sýnis þangað til á lok- unartíma laugardaginn 15. þ. m. Sóknarnefndir Akureyrar og Lögmannshlíðar-sókna.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.