Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 21.10.1960, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 21.10.1960, Blaðsíða 1
vERKflmflðURinn Ritstjóri: Þorsteinn Jónatansson. Útg.: Sósíalistafélag Akureyrar. Skrifstofa Hafnarstræti 88. Sími 1516. Áskriftarverð kr. 50.00 árg. Prentverk Odds Björnssonar h.f. XLIII. á arg. Akureyri, föstudaginn 21. október 1960 36. tbl. Iðja á Akureyri samþykkir að boða lil vinnuslöðvunar náisl ekki samkomulag um viðunandi kjör Einróma samþykkt fjölmennasta fundar, sem nokkru sinni hefur verið haldinn í félaginu Um síðustu mánaðamót sendi Iðja, félag verksmiðjufólks á Akureyri, Vinnumálasambandi samvinnufélaganna kröfur sínar urh breytingar á kjarasamningi félagsins við Vinnumála- sambandið. Var þess um leið óskað, að samningaviðræður hæfust eigi síðar en 10. þ. m. Að ósk Vinnumálasambandsins dróst til síðastliðins mánudags, að viðræður hæfust. En á mánudag, þriðjudag og miðvikudag stóðu viðræðúfundir án þess þó, að af samningum yrði. Á mánudaginn kemur hef jast viðræður væntanlega að nýju. HELZTU KRÖFUR. Þær kröfnr, sem Iðja hefur sett fram í þessum samningum, eru þessar helztar: a) Laun karla og unglinga hækki frá því sem nú er um 25 til 30 prósent. MÁLVERKASÝNING Um þessar mundir eru til sýnis í lesstofu Islenzk-ameríska fé- lagsins, í Geislagötu 5, nokkur vatnslitamálverk eftir banda- ríska cellóleikarann Karl Zeise. Málverk þessi eru til sölu og rennur ágóði af sölu þeirra í sjóð til styrktar íslenzkum tónlistar- mönnum til náms vestan hafs. Sýning þessarra málverka var opnuð síðdegis á laugardaginn var, en annars eru þau til sýnis á þeim tímum, sem lesstofan er opin, en það er frá kl. 6 til 8 síð- degis á mánudögum og föstudög- um, kl. 7.30 til 10 síðd. á þriðju- dögum og fimmtudögum og frá kl. 4 til 7 síðd. á laugardögum. Flest þessarra málverka eru landslagsmyndir gerðar hér á landi og mjög þokkalega unnar og skemmtilegar margar. b) Laun kvenna verði hvergi hvergi lægri en sem nemur 85 prósent af launum. karla. c) Full laun verði greidd eftir eins árs starf. d) 1 veikindatilfellum fái starfs- fólk, sem unnið hefur eitt ár eða lengur í viðkomandi verk- smiðju, fullt kaup í þrjá mán- uði og síðan hálft kaup í aðra þrjá mánuði. e) Vinnuvikan verði 42 stundir í stað 48 stunda, sem nú er. EINRÓMA SAMÞYKKT. Ekki er blaðinu kunnugt, hverj- ar undirtektir kröfur þessar í einstökum atriðum hlutu hjá full- trúum Vinnumálasambandsins, en þeir munu þó hafa lýst yfir fullum skilningi á því, að óhjá- kvæmilegt væri, að vinnulaunin yrðu hækkuð verulega frá því, sem nú er. Hins vegar munu þeir hafa verið tregir til að gera ákveðin boð í þeim efnum að svo stöddu. Þegar sýnt var á þriðjudaginn, að ekki myndi ganga greiðlega að ná nýjum samningum nú þeg- ar, boðaði stjórn Iðju til almenns félagsfundar, sem haldinn var í Alþýðuhúsinu eítir vinnutíma á þriðjudaginn. Á þessum fundi mættu á þriðja hundrað félags- menn, enda þótt lítill tími hefði verið til fundarboðunar. Var rétt aðeins að fundarhúsið rúmaði þá, sem fundinn sóttu. Á fundinum kom fram mikill og samstilltur áhugi félagsmanna fyrir því, að allt væri gert, sem unnt væri til að ná fram bættum kjörum fyrir félagsmenn, og var( Kvenfélag sósíalisfa mótmælir samningum Á þriðjudaginn var haldinn fundur í Kvenfélagi sósíalista á Akureyri, og var þar m. a. rætt um þá hættu, sem af því stafaði, að ríkisstjórnin skyldi hafa ljáð máls á því við Breta að taka upp samninga við þá um landhelgi Is- lands. Svohljóðandi mótmælasam þykkt var einróma gerð: „Fundur í Kvenfélagi sósíal- ista á Akureyri, haldinn 18. október 1960, lýsir eindregnum mótmæhim sínum við því, að stjórnarvöld landsins hafa tekið upp samningamakk við Breta um fiskveiðilandhelgi íslands. Skorar fundurinn á ríkisstjórn og Alþingi, að haldið verði fast við þegar ákveðna 12 mílna fisk- veiðilandhelgi umhvefis allt landið og að staðið verði í einu og öllu við gefna yfirlýsingu Al- þingis í landhelgismáinu." Frá fundi Iðju í Alþýðuhúsinu síðastliðinn þriðjudag. — (Ljósmynd: Edvard Sigurgeirsson.) tillaga einróma sam- Úlögmæt vindlingasala Voru keyptir í skipi hér í höfn Á laugardagskvöldið var veitti samkomugestur á Hótel KEA því eftirtekt, að þjónustufólk á staðnum seldi gestum smyglaða vindlinga. Yfirtollverði var gert aðvart og síðan bæjarfógeta og leit gerð á hótelinu þá um nótt- ina. Við þá leit fundust 6 vindl- ingalengjur (karton), sem munu vera ólöglega innfluttar. Málið hefur síðan ver'ið í rann- sókn, og í gær fékk blaðið þær upplýsingar hjá bæjarfógeta, að rannsókninni væri að mestu lok- ið, og hefði það komið fram við skýrslu hótelstjórans, aS vindl- ingalengjur þessar hefðu verið einkaeign hans, og hefði hann fengið þær í skipi, er legið hefði hér í höfn í vikunni á undan. — Kvaðst hótelstjórinn hafa ætlað vindlihga þessa til heimilisnotk- unar, en geymt þá í birgðaskáp hótelsins. Síðdegis á laugardag- inn hefði hann í ógáti tekið þess- ar vindlingalengjur ásamt fleir- um til afgreiðslu í veitingasalinn. Bæjarfógeti bað þess getið vegna blaðaskrifa um mál þetta, að löggæzlumönnum hér væri eigi kunnugt um, að grunur hafi verið um, að ólöglega innfluttir vindlingar eða annar ólöglegur varningur væri seldur í nefndu hóteli. >vofelld þykkt: „Fjölmennur fundur, haldinn í Iðju, félagi verksmiðjufólks á Akureyri þriðjudaginn 18. okt. 1960, samþykkir að fela samn- inganefndinni að halda áfram störfum og freista þess að ná fram því, sem hún telur mögu- leika á, en náist það ekki sem samninganefndin telur þörf að ná fram nú, beiti félagsstjórn fundarsamþykkt síðasta fundar um vinnustöðvun." SAMNINGAFUNDUR A MANUDAG. Haldið var áfram samningavið- ræðum milli samninganefnda Iðju og Vinnumálasambandsins á miðvikudaginn, en þá báðu full- trúar Vinnumálasambandsins um frest til næstkomandi mánudags, en þá verður samningatilraunum haldið áfram. MIKILL BARATTUHUGUR. Eins og fram kemur í framan- greindri fundarsamþykkt og af öðru því, sem sagt hefur verið hér að framan, eru félagsmenn Iðju staðráðnir í því að ná fram nýjum og betri kjarasamningum en þeir hafa haft. Hin mikla fundarsókn á þriðjudaginn sýnir öllu öðru betur, hve almennur áhugi félagsmannanna er og bar- áttuhugur mikill. Að undanförnu hefur verið látið að því hggja í sumum bæjarblöðunum, að Iðja hefði aðeins til málamynda sett fram kröfur sínar í haust, en ætl- un stjórnar félagsins og félags- manna almennt væri að gera framgengt. Um það verður ekki deilt hér eftir, að Iðjufélagar hafa ekki sett fram neinar mála- myndakröfur, heldur eru þeir staðráðnir í að fylgja kröfum sín- um fast eftir þar til sigur er unn- ekkert til þess, að fá kröfunum I inn. Eining og Yerkamannafélagið efna fil kvóldskemmtana Verkakvennafélagið Eining og Verkamannafélag Akureyrar- kaupstaðar hafa ákveðið að efna til nokkurra kvöldskemmtana í Alþýðuhúsinu í vetur. Sú fyrsta verður í kvöld og hefst kl. 8.30. Þá verður spiluð félagsvist og síðan dansað. Veitt verða góð kvöldverðlaun og einnig verða mjög vönduð heildarverðlaun fyrir beztan árangur á þeim spila kvöldum, sem verða fyrir áfla- mót, en þau verða væntanlega þrjú. Ætlunin er að á þessum kvöld- skemmtunum verkalýðsfélaganna verði jafnan spiluð félagsvist, en ætlunin er, að á næstu kvöldum verði einnig fleiri skemmtiatriði önnur en dans. En vegna þess, hve skammur tími var til undir- búnings, var ekki hægt að koma því við á fyrsta kvöldinu, þ. e. í kvöld. Undanfarin ár hafa verkalýðs- félögin litið látið til sín taka í sambandi við skemmtanalíf í bænum, en nú virðist framundan einhver breyting í þeim efnum, og ættu því bæði félagar í fyrr- nefndum tveimur félögum og aðrir að fjölmenna á þessi skenuntikvöld félaganna, sem verða munu með nokkuð öðru sniði en almennast hefur verið um skemmtanir í bænum undan- farna vetur. Nýr lögregluþjónn Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti á síðasta fundi sínum að ráða Gunnar Randversson, Ásveg 22, í lögreglulið bæjarins í stað Björns Guðmundssonar, sem nú hefur tekið við starfi sem fram- færslu- og heilbrigðisfulltrúi bæjarins.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.