Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 21.10.1960, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 21.10.1960, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 21. október 1960 Prestskosningar fóru fram á Akureyri síðastliðinn sunnudag. Ekki er vitað, þegar þetta er skrifað, hver úrslit þeirra hafa orðið. Sennilega hefur enginn frambjóðenda, sem voru þrír, fengið nægilegt atkvæðamagn til þess, að hann teljist löglega kos- inn til þessa prestakalls. En þó svo, að enginn hafi náð lögmætri kosningu, verður einhver þess- arra þriggja skipaður klerkur hér. Venjulegast er undir slíkum kringumstæðum, að sá er skipað- ur, sem flest fær atkvæði, en svo þarf þó ekki að vera. Það er nú svo komið með prestskosningar, að þær eru ekki sóttar af minna harðfylgi en aðr- ar kosningar í þessu landi, a. m. k. ekki þegar um er að ræða hin betri brauð, sem talin eru, eða réttara sagt þau prestaköll, sem mesta veita tekjumöguleika. — Prestarnir, sem um brauðin sækja, hafa sínar kosningaskrif- stofur, eins og frambjóðendur við alþingiskosningar ,og stuðnings- menn þeirra hamast við að telja fólki trú um, að það skuli kjósa þennan eða hinn, og ökutæki skortir ekki til að koma háttvirt- um kjósendum á kjörstað. En er þessi hamagangur i kríngum prestskosningar æski- legur? Einhverjir kunna að segja, að það sé ekki fremur at- hugavert við það, þó að kosninga áróður sé rekinn, og það af full- komnu harðfylgi, í sambandi við prestskosningar fremur en í sam- bandi við kosningar til Alþingis eða í bæjarstjórnir. En málið horfir þó talsvert öðruvísi við. Þegar kosið er til Alþingis eða í bæjarstjórnir, er sjaldnast fyrst og fremst kosið á milli einstakra manna, heldur eru kjósendur að velja á milli flokka, sem hafa mismunandi stefnur og sjónar- mið, frambjóðendumir hafa mis- munandi boðskap áð flytja. Við prestskosningar hafa fram- bjóðendurnir aftur á móti sama boðskap að flytja. Þeir eru að- eins mismunandi færir um að túlka þann boðskap og flytja hann svo, að eftir verði tekið. Enda heyrist ekki um það talað, að minnsta kosti heyrðist það ekki hér fyrir þessar kosningar, að neinn munur væri á þeim boðskap eða kenningum, sem prestsefnin flyttu. Áróðursmenn- imir og kosningasmalamir við þessar kosningar minntust held- ur ekki orði á boðskap eða kenn- ingar skjólstæðinga sinna. Það, sem hverjum og einum var helzt talið til ágætis, var hve vel hann kæmi fram við þessi eða hin tækifærin, hvað hann tæki sig vel út í ræðustól, hvað hann tón- aði vel o. s. frv., og þó oftast bara þetta, hvað viðkomandi væri góður maður. En höfuðröksemd- irnar voru þó oftast, hvað hinir frambjóðendurnir væru ómögu- legir menn, og síðan var allt upp talið, sem að þeim mátti finna og rúmlega það, sem gat samrýmzt sannleikanum. Sumir áróðursmennirnir eða áróðurskerlingarnar, því að þær vom hér í öruggum meirihluta, gengu svo langt í því, að út- breiða óhróðurssögur um þá presta, er þeir ekki vildu láta ! -= ORÐIÐ ER LAUST kjósa, að ef allt hefði verið tekið bókstaflega af einhverjum, sem heyrt hefði það versta um hvern og einn, þá hefði sá ekki efast um, að hér væri um óbótamenn eina að velja eða a. m. k. svo stórgallaða menn, að útilokað væri að þeir mættu stundinni lengur teljast til prestastéttar- innar, sem fólk gerir almennt nokkru hærri kröfur til um hegð- un og siðferði en til annarra manna. En oftast munu þó rök- semdir þeirra, sem verst létu hafa haft öfug áhrif við það, sem þeir ætluðust til. Það var slegið yfir markið. o Aróður sá og óhróður, sem í frammi er hafður í sambandi við prestskosningar, hefur þó alltaf nokkur áhrif, og þau til ills. Mik- ill hluti kjósendanna fær nú ann- an fyrir prest en þeir hafa kosið, og það er a. m. k. ekki heppilegt, að þeir hafi fyrirfram andúð á prestinum eða séu sannfærðir um, að hann sé hálfgerður vand- ræðamaður, sem bezt sé að hafa sem minnst saman við að sælda. Kannski er þetta þó ekki svo al- varlegt með fullorðna fólkið, en börnin komast ekki hjá því að heyra, hvað talað er og þau draga sínar ályktanir og mynda sér sínar skoðanir út frá því, sem þau heyra fullorðna fólkið tala. Svo eiga þau börn, sem þannig hafa myndað sér vafasamar skoð- anir um þann, sem prestskjöri nær, e. t. v. að fara að sækja fræðslu til hans innan skamms um ýmis viðkvæm vandamál mannlífsins, svo að ekki sé nú talað um lífið „hinumegin“. Þá þarf ekki að búast við góðu. Börn taka ekki alvarlega þá menn, sem þau álíta, að fremur þyrftu á leiðbeiningum að halda en þau sjálf. Og hvað verður um virðingu barnanna fyrir kristin- dómnum, ef þau hafa það á sann- færingunni, að prestarnir séu óheiðarlegir menn, jafnvel mis- indismenn. Og fyrir prestana sjálfa getur aetta heldur ekki talizt heppi- legt. Það getur ekki verið þægi- legt fyrir prest, að hafa mikinn hluta safnaðarins að andstæðing- um, þegar hann tekur við kalli. En með núverandi fyrirkomu- lagi eru andstæðingar prestanna blátt áfram framleiddir. Ef söfn- uði fellur vel við prestinn eftir að hann er kominn til starfa, þá smáfækkar andstæðingunum, en hætt er við, að þeir veiti prest- inum samt oft hugarkvöl, sé hann ekki því harðskeyttari og brynjaður gegn skoðunum og áliti annarra. o Prestskosningar ætti að af- nema, og það sem fyrst. Þær gera ekkert gagn, og sízt nú, þegar svo er komið, að hörgull er á prestum til að fullskipað sé í öllum prestaköllum. Og svo virðast engin rök hníga að því, að prestar séu fremur kosnir al- mennum kosningum en aðrir embættismenn, t. d. héraðslækn- ar og sýslumenn. Og á þeirri miklu embættis- mannatíð, sem nú er, myndi það skjótt leiða til ófarnaðar og öng- þveitis, ef taka ætti upp þann sið, að almenningur kysi beinum kosningum alla embættismenn ríkis og bæja. Það væri þó a. m. k. ekki óeðlilegra að skólastjórar væru valdir af almenningi en prestar, og alveg eins mikil ástæða til að verkfræðingar væru valdir þannig. En flestir munu sammála um, að ekki væri æskilegt að fara út á þá braut. En þá er það líka hlálegt og vitleysa ein, að vera með prests- kosningar. Þær geta verið hættu- legar og skaðlegar, og hafa oft verið það, en gagn af þeim er ekkert. Það verður ekki talið þeim til gildis, þó að þær skapi kjaftakerlingum atvinnu. o Með breytingu á útsvarslögun- um, sem gerð var á Alþingi í fyrravor, var svo ákveðið, að framvegis skyldu álögð útsvör dregin frá Skattskyldum tekjum við álagningu næsta ár á eftir, ef útsvörin væru greidd upp fyrir áramót. Vegna þess, hve seint var gengið frá breytingunni á útsvarslögunum, var á þessu ári miðað við 1. maí. Allir, sem fyrir þann tíma höfðu greitt útsvör sín að fullu til viðkomandi sveit- arfélags áttu að fá þau frádregin við útsvarsálagningu í vor. Þessi regla, að gera útsvörin frádráttarhæf, er mjög hæpin, og hefur áður verið bent á það hér í blaðinu. Hún er hæpin og rang- lát vegna þess, að þeir, sem há útsvör greiða fá háa upphæð dregna frá útsvarsskyldum tekj- um, en þeir, er lág útsvör greiða fá lítinn frádrátt. Þetta kemur því fyrst og fremst þeim til góða, sem tekjuháir eru. Það hefur sömu áhrif og flestar aðrar breytingar, sem gerðar voru á skattalögum á síðasta þingi: Þær eru þeim, sem betur mega, til hagsbóta, en þyngja að sama skapi álögur hinna. Það minnkar ekki, nema síður sé, sem inn- heimt er með sköttum og útsvör- um, en þegar létt er álögum af þeim efnameiri þyngjast þær jafnhliða á öðrum. Það munu all- ir skilja. En hér var ekki ætlunin að fara út í þá sálma, að ræða um útsvars- eða skattalöggjöfina al- mennt eða áhrif þeirra breytinga, sem gerðar voru á henni í vor. Tilefni þess, að minnst var á út- svörin hér, er það, að ýmsir virð- ast ekki hafa tekið af fullri al- vöru þær tilkynningar, sem í vor voru gefnar út um þýðingu þess, að útsvörin væru greidd upp fyr- ir ákveðinn tíma, en hafa síðar vaknað upp við vondan draum, þegar þeir fengu útsvörin ekki frádregin. Sérstaklega hefur þetta komið fram þannig, að menn, sem kannski hafa átt eftir að greiða eitthvað smávegis, hafa látið það hjá líða í þeirri trú, að þeir tengju samt frádregið það, sem þeir voru búnir að greiða. En þetta er misskilningur. Út- svörin fást því aðeins frádregin, að þau hafi verið greidd að fullu fyrir tilskilinn tíma. Þá hafa nokkrir, sem eru í fastri vinnu og greiða reglulega af launum sínum, ekki gætt þess að athuga, hvort þeir hafi verið búnir að greiða upp eða ekki, ekki fylgzt nægilega vel með, hvernig stæði um útsvarsgreiðslur þeirra, og sumir tapað á þessu svo skiptir þúsundum króna. — Og enn er að telja þriðja flokkinn, en í honum eru kannski flestir. Það eru þeir, sem hafa verið búnir að greiða útsvarið til vinnuveitanda eða talið, að hann væri búinn að taka það af launum þeirra. Þess- ir menn hafa í flestum tilfellum verið í góðri trú um, að allt væri í lagi með útsvarsgreiðslur þeirra. En enda þó að atvinnu- rekendum beri að halda eftir hluta af launum starfsfólks og skila því á réttum tíma til inn- heimtumanna sveitarfélaganna, þá vill stundum bregðast skilvís- in, og það hafa ýmsir nú fengið áþreifanlega að reyna. En sveitarstjórnir og niður- jöfnunarnefndir hafa eðlilega haldið fast við þann bókstaf, að því aðeins fengjust útsvörin frá- dregin, að greiðsla þeirra hafi að fullu verið komin til skila fyrir tilsettan tíma. Það er eðlilega ekki hægt að víkja út frá þeirri regu. Ef farið væri að taka tillit til greiðslna, sem komið hefðu t. d. einni viku of seint, þá tækju fleiri að miða við þann tíma, og þeir, sem greitt hefðu þá í næstu viku á eftir gætu sagt: Fyrst þið takið tillit til þess, sem kemur sjö dögum of seint, hvers vegna er þá ekkert tillit tekið til þess, ef við greiðum á áttunda eða ní- unda degi eftir auglýstan tíma. Þannig myndi halda áfram, ef á annað borð væri eitthvað vikið frá settu ákvæði. En til þess er þetta gert hér að umtalsefni, að brýna fyrir mönn- um, að vilji þeir fá útsvör þau, sem þeir bera á þessu ári, frá- dregin, þegar útsvör verða lögð á á næsta ári, þá verða þeir að greiða þau upp að fullu fyrir n.k. áramót. Ella fá þeir útsvörin alls ekki frádregin. Það er vegna reynslunnar í ár sérstök ástæða til að benda öllum þeim, sem greiða útsvör sín af kaupi til at- vinnurekenda, að þeir fylgist ná- kvæmlega með því, hvernig stendur með greiðslur, þegar nálgast áramótin ög geri þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar kunna að vera til þess, að þeir hái sínum rétti. Jafnan þegar talað er um kauphækkanir hjá verkafólki er svar atvinnurekenda það, að at- vinnuvegirnir þoli ekki hærra kaupgjald. Þeir fari á hausinn verði kaupgjald hækkað, og ekki verði verkafólkið betur statt, ef allur atvinnurekstur hætti. Út- koman hefur þó alltaf orðið sú, að atvinnureksturinn hefur hald- ið áfram og sjaldnast hægt að sjá, að hann gengi nokkuð verr eftir kauphækkun en fyrir. Vextirnir eru útgjaldaliður hjá flestum atvinnufyrirtækjum, sem mjög miklu ráða um afkomu þeirra, og stundum ekki minnu en launagreiðslurnar. Þess munu ekki fá dæmi nú, að fyrir- tæki greiði eins háa upphæð í vaxtagjöld yfir árið og þau greiða í laun til starfsfólksins. í stöku tilfellum eru vextirnir stórum hærri upphæð. Þetta er auðvitað mjög mismunandi eftir stofnkostnaði fyrirtækjanna og eftir því hversu mikill hluti af heildarkostnaði launin eru. Á síðasta vetri voru vextir all- ir stórhækkaðir og þar með þrengt að afkomu fyrirtækja og einstaklinga, yfirleitt allra þeirra, sem eitthvað þurfa á láns- fé að halda. Auðvitað hafa ýmsir kvartað yfir þessu síðan, en mest hafa þó verið áberandi kvartanir einstaklinga, sem staðið hafa í húsabyggingum eða sambærileg- um framkvæmdum, bænda, sem staðið hafa í framkvæmdum á jörðum sínum eða vélakaupum o. s. frv. Frá atvinnurekendum al- mennt, hinum meiriháttar at- vinnurekstri í landinu, hefur aft- ur á móti lítið heyrzt. Það var a. m. k. ekki rekið upp annað eins ramakvein, þegar vaxtahækkun- inni var skellt á, eins og sífellt er gert, þegar kaup hækkar. Nú stendur fyrir dyrum, að al- veg á næstunni setji verkafólk almennt fram kröfur sínar um hækkuð laun. Þörf fólks fyrir hækkuð laun er nú orðin svo knýjandi, að gegn réttmæti launahækkunar reynir varla nokkur að mæla lengur. En at- vinnurekendur gefa sama svarið og jafnan áður: Það er alls ekki hægt að hækka kaupið, atvinnu- vegimir þola það ekki. Kannski hafa atvinnurekendur að þessu sinni meira til síns máls en oftast áður, eða sumir þeirra a. m. k., vegna þess, að ýmsar ráðstafanir ríkisvaldsins á bessu ári hafa mjög þrengt kosti sumra atvinnugreina. En varlega kyldi þó taka allar fullyrðingar um, að atvinnuvegimir þoli ekki hærra kaup. Stöku atvinnugrein- ar þola það að vísu ekki eins og stendur, t. d. togaraútgerðin, sem nú berst mjög í bökkum. En það er ekki röksemd gegn kauphækk- unum, þó að benda megi á ein- taka atvinnurekstur, sem ekki bolir þær. Sá atvinnurekstur, ef hann á rétt á sér, verður aðeins að fá bættra rekstrarmöguleika. Og einfaldasta og auðveldasta 1eiðin, sem nú er fyrir hendi til að bæta rekstrarafkomu atvinnu- æganna er sú, að lækka vextina, sem hér eru hærri en víðast hvar -'f ekki alls staðar í heiminum. Veruleg vaxtalækkun myndi

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.