Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 21.10.1960, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 21.10.1960, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 21. október 1960 SAGT OG SKRIFAÐ Pabbi og yngri synirnir tveir. (Ljósmynd: Edvard Sigurgeirsson.) Vel af staS farið hjá Leikfélaginu Pabbi er fyrsta verkefni félagsins á þessu leikári Leikstjóri Jónas Jónasson FORYSTUGREIN „ALÞM.“ í þessarri viku ber yfirskriftina: Fávislegt tiltækL Og hvert skyldi svo það fávíslega tiltæki vera, sem blaðið skrifar um? Jú, það er mótmælaganga hemámsand- stæðinga í Reykjavík gegn samn- ingamakkinu við Breta um land- helgina og varðstaða sömu manna við ráðherrabústaðinn í Tjamargötu, sem einnig var í mótmælaskyni við téða samn- inga. Þetta hvort tveggja telur „Alþm.“ fávíslegt tiltæki, eða með öðrum orðum sagt: „Alþm.“ telur það fávíslegt, að íslenzkir menn skuli leyfa sér að andmæla því, að stjómarvöld landsins skuli hafa tekið upp samninga við brezku ofbeldismennina og með því gefið imdir fótinn með það, að þeim verði veittar ákveðnar ívilnanir eða réttindi innan áður ákveðinnar og löglegrar fisk- veiðilögsögu okkar þjóðar. Rökrétt áframhald af þessum skrifum „Alþm.“ væri, að blaðið lýsti því næst yfir, að sjálfsagt væri að semja við Bretana og verða við kröfum þeirra um veiðiréttindi í fiskveiðilandhelgi okkar. Það verður þó að vona, að svo fari ekki. Það verður að vona, að það sé ekki skoðun að- standenda „Alþm.“ að sjálfsagt sé að semja við Breta, heldur hafi aðeins verið um fávíslega blaðamennsku að ræða, þegar nefnd forystugrein var skrifuð. * RITSTJÓRI „ALÞM.“ þykist hafa lesið það í Verkamanninum, að Eysteinn Jónsson, Karl Krist- jánsson, Jakob Frímannsson og Vilhjálmur Þór væru „vinstri menn“. Eitthvað virðist lestrar- kunnáttu ritstjórans áfátt, því að þetta hefur hann aldrei séð í Verkamanninum. Hitt er satt, að hér í blaðinu hefur Framsóknar- flokkurinn stundum verið talinn til vinstri flokka, og er það vegna þess, að mikil meirihluti fylgis- manna Framsóknarfokksns eru vinstri sinnaðir, aðhyllast vinstri stefnu í stjórnmálum. En innan Framsóknarflokksins eru líka allmargir mjög íhaldssamir menn, og þá er fyrst og fremst að finna í forystuliði flokksins. Alþýðuflokkurinn hefur líka oft verið nefndur vinstri flokkur hér í blaðinu. Samkvæmt stefnu- skrá þess flokks er hann það líka óumdeilanlega. Aftur á móti er nú svo komið, að innan þess flokks, ekki síður en Framsókn- arflokksins, hafa hreiðrað um sig og náð miklum áhrifum, mjög íhaldssamir og hægri sinnaðir SJÁLFSBJÖRG AKUREYRI Aðalfundur félagsins verð ur haldinn að Bjargi sunnudaginn 23. október kl. 2 e. h. STJÓRNIN. menn. Þess vegna hefur að und- anfömu oltið á ýmsu um pólitík flokksins, hann hefur hrakizt eins og stjórnlaust skip í vindi og ýmist hallast til hægri eða vinstri. Á síðasta ári, og þó enn- þá fremur yfirstandandi ári, hef- ur þetta kjölfestulausa flokks- tetur hrakið svo hratt til hægri, að margir eru teknir að efast um, að hann beygi framar til vinstri. Vekamaðurinn vill þó enn inn sinn halda í þá von, að Alþýðu- flokkurinn sjái villu síns vegar og taki á ný stefnu til vinstri, en á meðan þess sjást engin merki, að úr rætist fyrir flokknum, mun Verkamaðurinn telja hann til hægri flokka í íslenzkum stjórn- málum. MÁLGÖGN ríkisstjómarinnar hér í bæ em að vonxun ekki sem ánægðust með úrslit í kosning- unum til Alþýðusambandsþings. íslendingur ber sig þó borgin- mannlega og reynir að telja les- endum sínum trú um, að það sé svo sem ekkert sem stjórnarand- stæðingar hafi unnið á, og lætur í það skína, að þeir hafi ekkert nýtt fylgi imnið. Þar segir t. d. um kosninguna í Bílstjórafél. Ak- ureyrar: „Verkamaðurinn talar xun stórsigur stjómarandstæð- inga í Bílstjórafélagi Akureyrar, en þar hefur engin allsherjarat- kvæðagreiðsla farið fram undan- farin ár og því við ekkert að miða.“ Rétt er það, að allmörg ár eru liðin síðan allsherjaratkvæða- greiðsla fór fram í þessu félagi, en síðan hafa líka orðið þar straumhvörf. Hvort stjórnarflokk amir hafa verið að smátapa þar fylgi allan þann tíma eða það hefur hrunið af þeim á þessu ári, skipttr ekki ýkjamiklu máli. Hitt er aðalatriðið, að fylgi þeirra með bílstjórastéttinni er ojrðið mjög lítið, og er það ekki að undra, en það sannaðist nú, ekki aðeins hér, heldur einnig í Reykjavík. En fsléndingi er vissulega ekki of gott að berja höfðinu við stein- inn og reyna að telja íhaldsliðinu trú um, að það hafi engu tapað. „Alþm.“ ber sig aftur á móti verr, og verst yfir því, að Braga skyldi ekki takast að fá Fram- sóknarmenn og Alþýðubanda- lagsmenn til að semja við sig um fulltrúana, en láta kosningar í fé- Iögunum niður falla. Og það undrast víst enginn, þó að Bragi uni þeim málalokum illa, því að afleiðingin varð sú, að Alþýðu- flokkurinn fékk aðeins einn full- trúa kjörinn á Alþýðusambands- þing héðan frá Akureyri, og gott ef ekki er, að það sé eini fulltrú- inn frá þeim flokki, sem kemur til með að sitja á Alþýðusam- bandsþingi af Norður- og Austur- landi. En undrast Bragi það nokkuð nú, þegar úrslitin eru kunn, þó að Alþýðubandalags- menn og Framsóknarmenn væru ekki óðfúsir til samninga við hann á þeim grundvelli, að Al- þýðuflokkurinn fengi þriðjung fulltrúanna frá Akureyri. Fyrsta sýning Leikfélags Ak- ureyrar á þessu leikári var á sunnudagskvöldið, en þá var frumsýndur gamanleikurinn Pabbi eftir bandarísku leikrita- höfundana Howard Lindsey og Russel Crouse. Sigurður Gríms- son þýddi leikritið á íslenzku. Leikstjóri er Jónas Jónasson. — Leikrit þetta var fyrir nokkrum árum sýnt í Þjóðleikhúsinu við mjög góðar imdirtektir. Tæpast verður sagt, að leikur þessi sé stórbrotinn að efni, enda sjaldnast um gamanleiki. Öllu gamni fylgir þó nokkur alvara og svo er einnig hér. Hinn stór- brotni og á stundum nokkuð ruddalegi Clarence Day, sem er aðalpersóna leiksins, vill allt hafa að sínu skapi og öllu stjóma á heimilinu, sannfærður um, að honum skjátlist aldrei. En út- koman verður dálítið önnur, í rauninni stjórnar hann fæstu á heimilinu. Það gerir kona hans og beitir til þess ýmsum brögð- um. Þó sýnist hún á yfirborðinu næsta fávís og smátt hugsandi, spillt af tízku og hégómagirni. Látbragð og stjómsemi Pabba og vélabrögð Mömmu vekja ósvikinn fögnuð og kátínu leik- hússgesta, svo að hláturinn sýður í öllum meðan á sýningu stendur og kannski dálítið lengur. Hér voru ýmsir kvíðnir um, að meðferð þessa leiks tækist ekki sem skyldi, þegar það fréttist um bæinn, að meira en helmingur leikendanna, sennilega nær tveimur þriðju, en þeir eru 15 alls, hefðu aldrei fyrr á leiksvið komið. En nýliðarnir bregðast ekki, og trúlega má mikið þakka það leikstjóranum, sem hefur lagt sig mjög fram um að gera leikinn svo vel úr garði, sem framast væri kostur. Enginn ný- liðanna veldur alvarlegum von- brigðum, og flestir standa sig með prýði. Með aðalhlutverkið, Pabba, fer Jón Kristinsson og hefur hann með því unnið mikinn leiksigur og verður að teljast ört vaxandi stjarna á hinum smáa leikstjörnu himni þessa bæjar. Björg Baldvinsdóttir leikur annað aðalhlutverkið, Mömmu. Hún skilar því einnig vel, en nær þó varla jafnlangt og Jón. Þó ber á það að líta, að sennilega er hennar hlutverk -erfiðara, þó að minna sé. Jón Ingimarsson leikur prest, Kjartan Ólafsson lækni og JCristín Konráðsdóttir eldabusku. Allt eru þetta broslegar mann- gerðir og til þess gerðar að vekja kátínu áhorfenda. Þau eru öll þrjú eins konar 'spéspeglar við- komandi stétta og ferst það býsna vel úr hendi. Barnaverndardagur Barnaverndarfélögin hafa val- ið fyrsta vetrardag til að vekja athygli á starfsemi sinni og aflá sér fjár. Barnaverndarfélag Ak- ureyrar hefur fjársöfnun fyrir starfsemi sína á morgun (laugar- dag). Fer þá fram merkjasala fé- lagsins, einnig verður þá seld hin vinsæla barnabók Sólhvörf. Þess er vænst að bæjarbúar muni þá, eins og jafnan áður, taka vel á móti sölubörnunum. Þá verða kvikmyndasýningar á vegum fé- lagsins í Borgarbíó á sunnudag klukkan 3 og í Nýja-Bíó á laug- ardag klukkan 5 og 9. Allur ágóði barnaverndardags- ins gengur til leikskóla félagsins — Iðavallar. Þar eru nú 45 böm. Forstöðukona leikskólans er Dóróthea Kristinsdóttir. Enn skuldarfélagið mikið eftir hið myndarlega átak að byggja hinn smekklega leikskóla á Odd- eyri. En það er trú forráðamanna félagsins, að bæjarbúar muni með velvild sinni hjálpa félaginu yfir þá erfiðleika. Hjónaefni. Nýlega opinber- uðu trúlofun sína Kristín Gunnur Gunnarsdóttir, Völl- um, Reykjadal, og Steingrímur Ingi Björnsson, Lyngholti 3, Aðrir leikendur eru: Arnar Jónsson, Börkur Eiríksson, Einar Haraldsson, Úlfar Hauksson, Ester Jóhannsdóttir, Guðný Sig- urðardóttir, Soffía Jakobsdóttir, Vilhelmína Sigurðardóttir, Frey- gerður Magnúsdóttir og Guðrún Ámadóttir. Úlfar Hauksson er yngstur af leikendahópnum, aðeins átta ára, en skilar hlutverki sínu ekki lak- ar en aðrir. ÁFENGISSALAN þriðja ársfjórðung 1960 (1. júlí til 30. sept.). I. Heildarsala: Selt í og frá Reykjavík kr. 40.429.619.00. — Selt í og frá Akureyri kr. 5.513.775.00. — Selt í og frá ísa- firði kr. 1.560.797.00. — Selt í og frá Seyðisf. kr. 1.697.518.00. — Selt í og frá Siglufirði kr. 2.509.387.00. — Samtals kr. 51.711.096.00. II. Sala í pósti til héraðsbann- svæðis frá aðalskrifstofunni í Reykjavík: Vestmannaeyjar kr. 692.320.00. III. Áfengi selt frá aðalskrif- stofu til vínveitingahúsa kr. 767.985.00. Á sama tíma 1959 var salan eins og hér segir: Reykjavík kr. 37.607.686.00. — Akureyri kr. 5.209.260.00. — ísafjörður kr. 1.459.274.00. — Seyðisfjörður kr. 1.411.039.00. — Siglufjörður kr. 2.379.305.00. — Samtals kr. 48.084.564.00. Frá 1. jan. til 30. sept. 1960 nemur áfengissalan alls kr. 132.844.026.00. Á sama tíma 1959 kr. 124.490.874.00. Allmikil verðhækkun varð á áfengum drykkjum síðara hluta vetrar. Salan til vínveitingahúsa fer aðeins að nokkru leyti fram um bækur aðalskrifstofunnar. Gef- ur skýrsla þessi því mjög óljósa hugmynd um áfengiskaup vín- veitingahúsanna. Samkvæmt heimild frá Áfengisverzlun ríkisins. Áfengisvarnaráð.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.