Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 28.10.1960, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 28.10.1960, Blaðsíða 1
VERKHmnÐURinn Ritstjóri: Þorsteinn Jnnatansson. Útg.: Sósíalistaféiag Akureyrar. Skrifstofa Hafnarstræti 88. Sími 1516. Áskriftarverð kr. 50.00 árg. Prentverk Odds Björnssonar h.f. XLIII. árg. Akureyri, föstudaginn 28. október 1960 37. tbl. Viðræðum Iðju og SÍS um nýja samninga lokið í bili Eins og frá var skýrt í síðasta blaði hófust viðræður milli sarnn- inganefndar Iðju, , félags verk- smiðjufólks á Akureyri, og Vinnu- málasambands samvinnufélaganna aftur eftir síðustu helgi og stóðu þá enn yfir í tvo daga. Niðurstaðan af þessum viðræð- um varð sú, að samningum var enn frestað, en þó gengið frá bráðabirgðasamkomulagi um ýmis einstök atriði. Atvinnurekendur féllust á ýmsar af kröfum Iðju, svo sem þá, að veikindatrygging yrði þrír mánuðir á fullu kaupi og þrír á hálfu kaupi. Ennfremur varð samkomulag um styttingu þess tíma, sem verkafólk þarf að vinna til að fá fullt kaup. Einnig voru fjölmörg smærri atriði lag- færð. Samkomulag náðist hins vegar ekki um beina kauphækkun og þar með ekki um gerð nýrra heild- arsamninga. Mun stjórn Iðju og samninganefnd hafa fallizt á, að knýja ekki frekar á um samninga fyrr en eftir Alþýðusambandsþing eða þegar séð verður betur en nú er, hverjar verða endanlega kröfur vearkalýðsfélaganna almennt um kauphækkun. Eins og sjá má ann- ars staðar hér í blaðinu hefur Al- þýðusambandið nú gert tillögur um kjarakröfur og sent félögunum til umsagnar. Á Alþýðusambands- þinginu eða í kringum það verður svo væntanlega endanlega gengið frá þessum kröfum. Iþýðusambandið sendir frá sér frum- drög dS kjarakröfum Kauphækkun 15-20%, styttri vinnuvika, ef tirvinna afnumin Miðstjórn ASÍ samþykkti í fyrri viku frumdrög að kröfum verkalýðssamtakanna í væntanlegum kjarasamningum við at- vinnuveitendur. Drög þessi eða tillögur hafa verið send öll- um sambandsfélögum ASÍ til athugunar og umsagnar. Þær tillögur, sem miðstjórn ASÍ hefur samið og sent út, eru hugsaðar sem grundvöllur undir sameiginlegar kröfur félaganna, og fjalla aðeins um þau aðal- atriði, sem farið yrði fram á breytingar á við nýja samnings- gerð. Auk þessa koma að sjálf- sögðu mörg fleiri en smávægi- legri atriði til athugunar og yfir- vegunar hjá hverju einstöku fé- Hér hafa lokur verið opnaðar í stíflunni í Geirastaðakvísl, og vatnið streymir fram. Dregur úr rennslistruflununum í Laxá? Mikið mannvirki hefur verið gert til að hafa taumhald á rennsli árinnar GEORG KARLSSON, verkstjóri. Allt frá því, að Laxá í Suður- Þingeyjarsýslu var fyrst virkjuð og rafmagn var leitt þaðan til Akureyrar og síðan fleiri staða, hefur áin gert íbúum á orku- veitusvæðinu þann illa grikk flest árin, að hætta stöku sinnum á vetrum, og þó helzt á haustin í fyrstu snjóum, að flytja að virkj- uninni nægilegt vatn til þess, að þar væri hægt að framleiða raf- magn. Áin hefur stíflast, ýmist alveg við upptökin, þar sem hún rennur úr Mývatni, eða skömmu neðar, þar sem hún rennur í þremur kvíslum: Syðstukvísl, Miðkvísl og Geirastaðakvísl. Vegna þessarra hvimleiðu rennslistruflana í ánni, er langt síðan fyrst var farið að hugleiða ráð, sem verða mættu til úrbóta og tryggja nokkurn veginn eða helzt alveg rennsli árinnar. Fleiri en ein leið voru taldar koma til greina í þessu efni, þó að allir væru sammála um, að það, sem gera þyrfti væri að fá ána til að renna í einum farvegi alla leið frá Mývatni og fá þannig meira dýpi og meiri straumþunga allt frá upptökum árinnar. Með því móti er talið, að mun minni hætta sé á, að grunnstingull myndist í ánni eða krap setjist í hana, heldur en verið hefur í kvíslun- um þremur. Sú leið var valin, að dýpka eina kvíslina, Geirastaðakvísl, og stífla hinar, þannig að hægt væri á vetrum að láta mestallt vatns- magnið fara um þessa einu kvísl. Sumarið 1953 hófust fram- kvæmdir í þessa átt, en um nokkur ár lágu þær að mestu niðri sökum fjárskorts. Síðustu þrjú sumur hefur aftur verið unnið þarna mikið verk hvert (Framhald á 4. síðu.) lagi, þegar gengið verður frá kröfum og síðan nýjum samning- um. Tillögur þessar, sem miðstióm- in nú hefur sent út, eru heldur ekki endanlegar frá hennar hendi, heldur verða þær teknar til nánari athugunar, þegar svör hafa borizt frá einstökum sam- bandsfélögum, og vafalaust má telja, að þing ASÍ, sem kemur saman um miðjan nóvember, fjalli einnig um þær. Hér fer á eftir bréf það, sem Alþýðusambandið hefur sent út til sambandsfélaganna (millifyr- irsagnir eru blaðsins): „Rvík, 20. okt. 1960. Kæru félagar. Á ráðstefnu þeirri um kjara- mál, sem Alþýðusambandið boð- aði til í maílok, var það sammæli allra,að afleiðing gengislækkunar og annarra ráðstafana í efnahags- málum væru þær, að nýju dýr- tíðarflóði hefði verið steypt yfir þjóðina, kaupmáttur launastétt- anna færi minnkandi, og full hætta væri á samdrætti fram- leiðslu og minnkandi atvinnu. Um það, hvernig mæta bæri þessarri þjóðfélagsþróun, sagði orðrétt í ályktun þeirri, sem sam þykkt var af öllum, er ráðstefn- una sátu: „Ráðstefnan álítur, að kjara- máium verkafólks sé nú svo komið, að óhjákvæmilegt sé fyrir verkalýðsfélögin að láta til skar- ar skríða og hækka kaupgjald og hrinda þannig þeirri kjaraskerð- ingu, sem orðið hefur." Niðurlagsorð ályktunarinnar fjölluðu um, hvernig vinnubrögð um að undirbúningi aðgerða skyldi hagað. Þau voru á þessa leið: „Ráðstefnan telur því nauðsyn- legt, að hvert verkalýðsfélag hefji nú undirbúning að þeirri baráttu, sem óhjákvæmilega er framundan og felur miðstjórn Alþýðusambandsins að samraema kröfur félaganna og baráttu þeirra, og hafi hún um það sam- ráð við verkalýðsfélögin, eftir hverjum þeim leiðum, sem hún telur heppilegastar." Á liðnu sumri hefur miðstjórn- in rætt það við fjölda verkalýðs- félaga, hvernig heppilegast væri að haga þeim undirbúningi og því samræmingarstarfi, sem þarna er rætt um. Til samráðs um þessi mál hélt miðstjórnin líka fund þann 17. september sl. og boðaði á hann allmargra forustumenn samtak- anna. Á fundinum mættu, auk miðstjórnarmanna, Hermann Guð mundsson, formaður Hlífar í Hafnarfirði, Tryggvi Helgason, forseti Alþýðusambands Norður- lands, Herdís Ólafsdóttir, formað- ur Verkakvennadeildar Akra- ness, Björgvin Sigurðsson, for- maður Fulltrúaráðs verkalýðsfé- laganna í Árnessýslu, Björn Jóns son, formaður Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar, og Ingólf- ur Jónasson frá Iðju í Reykjavík. Á þessum fundi var þeim ein- dregnu tilmælum beint til mið- stjórnar, að hún semdi frumdrög og ábendingar að kröfum, sem sameiginlegar gætu orðið — og sendi hún þær síðan sambandsfé- lögunum með ósk um, að þau tækju málin til umræðu og sendu síðan niðurstöður feínar sem fyrst til Alþýðusambandsins. Allir miðstjórnarmenn greiddu því atkvæði að verða við þessum tilmælum. Kröfurnar. Miðstjórnin kaus síðan undir- nefnd til að vinna að undirbún- ingi krafnanna. Hélt hún nokkra i'undi og skilaði áliti á miðstjórn- arfundi þann 19. október. Samþykkt var með 6 atkvæð- um gegn 3 að senda út til sam- bandsfélaganna svohljóðandi frumdrög að sameiginlegum kröf- um. Auðvitað er hér aðeins um meginþætti krafna að ræða, en félögin verða sjálf að athuga um sérkröfur, er þau kunna að vilja bera fram. 1. Kaupkröfur 15—20%. 2. Almenn stytting vinnutímans í 44 klst. á viku, þannig að ekki verði unnið eftir hádegi á laugar- dögum. Kaupið verði sama og nú er fyrir 48 stunda vinnuviku. (Framhald á 4. síðu.) Sr. Birgir kjörinn Þá hafa Akureyringar fengið nýjan prest, og hann meira að segja kjörinn lögmætri kosningu. Úrslit kosninganna fyrra sunnu- dag urðu þau, að sr. Birgir Snæ- björnsson hlaut 1526 atkvæði, sr. Sigurður Haukur Guðjónsson 1298 atkvæði og sr. Bjartmar Kristjánsson 130 atkvæði. — Er Birgir því löglega kosinn sóknar- prestur hér. Sr. Birgir varð stúdent frá MA 1949 og lauk guðfræðiprófi í jan- úar 1953. I sama mánuði var hann vígður til Æsustaðapresta- kalls í Húnavatnssýslu og þjónaði þar þangað til í fyrrasumar, en þá var hann kosinn prestur í Laufás- prestakalli í Suður-Þingeyjar- sýslu.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.