Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 28.10.1960, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 28.10.1960, Blaðsíða 2
VERKAMAÐURINN Föátudaginn 28. október 1960 Háttvirtir þingfulltrúar. Hið mikla þróunareinkenni vorra tíma, sem gerist fyrir augum yð- ar, er það, að þjóðir, sem öldum saman var haldið af nýlendukúg- urum utan við þjóðveg mann- kynsþróunarinnar, brjótast nú úr ánauðinni og vakna til sjálfstæðs lífs. Á einum 15 árum hafa 1.500.000.000 manna, það er helm- ingur jarðarbúa, slitið af sér fjötra nýlenduáþjánarinnar. — Tugir nýrra þjóðríkja hafa verið reistir á rústum hinna gömlu ný- lenduvelda. Nýtt tímabil í sögu mannkyns- ins hófst, þegar þjóðir Asíu, af- ríku og rómönsku Ameríku fóru að taka þátt í því að ráða til lykta vandamálum alls heimsins ásamt þjóðum Evrópu og Norður- Ameríku. Vilji menn ekki viður- kenna þessa óhrekjanlegu stað- reynd, getur ekki orðið um að ræða neina raunhæfa alþjóða- málastefnu, er komi heim við kröfur nútímans og samræmist friðarvonum þjóðanna. Er hugsanlegt á vorum tímum, að meiri háttar alþjóðavandamál verði leyst án hlutdeildar Kín- verska aiþýðulýðveldisins? Er unnt að leysa slík vandamál án hlutdeildar Indlands, Indónesíu, Burma, Seylon, Sameinaða Ar- abalýðveldisins, íraks, Ghana, Gíneu og annarra slíkra ríkja? Reyni þeir, sem það ímynda sér, að virða að vettugi, hér innan vébanda Sameinuðu þjóðanna, skoðanir og atkvæði fulltrúanna frá ríkjum Asíu, Afríku og róm- önsku Ameríku. Það er að vísu rétt, að koma nýrra asískra og afrískra ríkja í samtök Samein- uðu þjóðanna, hefur skotið sum- um vestrænum löndum skelk í bringu. Það hefur meira að segja kom- ið til tals að stöðva frekari upp- töku nýstofnaðra ríkja í samtök Sameinuðu þjóðanna. Að því er Ráðstjórnarríkin varðar, get eg sagt yður í fullri hreinskilni, að þau láta sér vel lynda, að sem flest nýstofnuð ríki gangi í samtökin. Vér höfum allt- af verið og munum alltaf verða andvígir hvers konar takmörkun á réttindum þjóða, er öðlazt hafa sjálfstæði sitt. Það, sem sérstak- lega tengir oss þessum þjóðum,er sameiginlegur vilji til að varð- veita friðinn og skapa á þessarri jörð skilyrði friðsamlegrar sam- búðar og samvinnu landa, hvert svo sem kann að vera ríkiskerfi og þjóðskipulag þeirra, sam- kvæmt þeim friðarsinnuðu grundvallarreglum, er lýst var yfir á ráðstefnu asískra og afr- ískra ríkja, sem haldin var í Bandung. Staðreyndir sanna það, að lausn landa og þjóða undan nýlendukúgun skapar heilbrigð- ari grundvöll alþjóðasamskipta, eflir alþjóðasamvinnu og styrkir heimsfriðinn. Þjóðir nýju ríkjanna hafa sann- að, svo að ekki verður um villzt, að þær eru ekki aðeins færar um að stjórna sér sjálfar, án eftirlits eða umsjónar nýlenduveldanna, heldur eru þær líka i fram- kvæmd sinna nýju lífshátta óvið- jafnanlega miklu hagsýnni í stjórn og meðferð auðæfa sinna en nýlendustjórnarvöldin. Fyrr á þessu ári átti eg þess, kost að heimsækja Indland, Indónesíu, Burma og Afganistan, Eg verð að segja, að mér fannst mikið til um hinar miklu fram- farir þessarra landa, að því er varðar eflingu þjóðarbúskapar og menningar. Við, sem þarna ferðuðumst, sáum ný stórvirki, stíflugarða, vegi, sem verið var að leggja, háskóla og stofnanir, sem verið var að reisa. Er slíka hluti að sjá í nýlend- unum? Nei, það sézt þar ekki, enda gæti ekki verið um slíkt að ræða. Nýlendurnar eru sem sé algerlega undir smánarlegri stjórn útlendinga. Þjóðir ný- lendnanna eru ekki aðeins svipt- ar réttinum til sjálfstæðis og sjálfstjórnar, heldur er þjóðernis- kennd þeirra, manngildiskennd og sjálfsvirðing svívirt og troðin Menn geri sér grein fyrir því, sem á sér stað í nýlendunum um þessar mundir! í Afríku ólgar og sýður eins og í eldgíg. í nærri því sex ár hefur þjóðin í Alsír háð fórnfreka hetjubaráttu fyrir þjóðfrelsi sínu. Þjóðirnar í Ken- ýu, Tanganjíku, Úganda, Rú- anda-Úrúndí, Angóla, Mósambík, Norður-Ródesíu, Suður-Ródesíu, Síerra Leóne, Suðvestur-Afríku og Zanzibar, svco og í Westur- Irían, Púerto Rico og mörgum öðrum nýlendum herða nú æ meira baráttuna fyrir rétti sín- um. Það ætti að vera öllum Ijóst, að enginn og ekkert mun megna að stöðva þessa frelsisbaráttu þjóð- anna, því að þetta er ein af hin- um miklu hreyfingum soguþró- unarinnar, sem gerist með ómót- stæðilegu og sívaxandi afli. Það þessum og sætta sig þar með við nýlendukúgunina. Önnur ástunda nýlendukúgun sjálf, svo að frá þeim er engrar andstöðu að vænta. Samherjar nýlendukúgar- anna í hinum árásarsinnuðu hernaðarsamtökum styðja ný- lendustefnuna ásamt óllum henn- ar glæpum. Um langmestan hluta mann- kynsins er það að segja, "að hann hefur þegar kveðið upp úrslita- áfellisdóm yfir nýlenduvalda- stefnunni. Ráðstjórnarríkin halda tryggð við þá stefnu friðar og stuðnings við sjálfstæðisbaráttu hinna kúg- uðu þjóða, sem boðuð var af stofnanda þeirra, V. I. Lenín, og skora á samtök Sameinuðu þjóð- anna að hefja upp raust sína til varnar réttmætum málstað frels- is til handa nýlendunum og gera Nýlendukerfið verSur að hverla Ur ræðu N. S. Krústjovs við almennu umræðurnar á Allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna. niður í svaðið við sérhvert fót- mál. Hin erlendu einokunarfélög arðræna og mergsjúga nýlend- urnar miskunnarlaust og láta greipar sópa um eignir þeirra og auðæfi. Það leiðir af stjórn nýlendu- veldanna, að efnahagskerfi ný- lendnanna er ákaflega vanþróað og að verkalýðsstétt þeirra á við mestu eymdarkjör að búa. í ný- lendunum sjáum vér fara saman lengstan vinnudag, minnstar þjóð artekjur, lægst laun, mestan fjölda ólæsra, stytztan meðalald- ur og hæsta dánartölu innbor- inna. Þess gerist ekki þörf að lýsa hér nákvæmlega lífsskilyrðum meira en hundrað milljóna manns, sem enn búa við nýlendu þrælkun, sviptar Öllum mannrétt- indum. Skjalasöfn Sameinuðu þjóðanna hafa að geyma meira en nóg af skýrslum um þessi efni frá ýmsum nefndum samtak- anna, svo og áskorunum og um- kvörtunum, er lýsa nógsamlega högum íbúanna í landsvæðum, þar sem nýlendustjórnarfar á sér stað, undir hvaða nafni sem það kann annars að ganga. Skjöl þessi eru allsherjar ákæra á hina hneykslanlegu nýlenduvalds- stjórn. Það, sem fram fer í þess- um löndum og landssvæðum, vekur réttmæta reiði og djúpa gremju allra heiðarlegra manna, hvar sem eru í heiminum. En þeir tímar eru hjá liðnir, að er- lendir kúgarar geti farið sínu fram í næði, jafnvel í þeim ný- lendum, sem enn eiga sér stað. Þó að stjórnarfarið í nýlendunum sé hið sama sem fyrrum, eru þjóð irnar þar orðnar nýjar. Þeim eykst meðvitund um raunveru- leik aðstæðna sinna og neita að halda áfram að beygja sig undir nýlendukúgunarokrið. Og þegar þjóðirnar rísa upp til barátttu fyrir frelsi sínu, mun enginn kraftur á jarðríki megna að stöðva sóknarmátt þeirra. má takast að framlengja um fá- ein ár völd einnar þjóðar yfir annarri, en eins og aðalsveldið varð að þoka fyrir völdum borg- arastéttarinnar og auðvaldið er nú að þoka fyrir sósíalisma, þannig mun og nýlenduskipulag- ið líða undir lok og hinar undir- okuðu þjóðir öðlast frelsi. Slík eru þau lögmál, er stjórna mann- kynsþróuninni, og glæframenn einir geta ímyndað sér, að val- kestir og milljónir líflátinna geti girt fyrir komu þeirrar glæsilegu framtíðar, sem í vændum er. Það verður að gera enda á ný- lendukúguninni, vegna þess að hún leiðir af sér neyð og þjáning- ar, eigi aðeins fyrir hinar kúguðu þjóðir, heldur og sjálfar yfirráða- þjóðirnar. Hver vill halda því fram, að franskar mæður, sem missa syni sína á vígvöllunum í Alsír, þjáíst miður en alsírskar mæður, er grafa verða syni sína í jörð heimalandsins? Á þessum tímum, er blóði ný- lenduþjóða er úthellt í stríðum straumum, getur enginn látið sér sæma að líta undan og loka aug- um fyrir þessum blóðfórnum eða halda því fram, að friður sé ríkj- andi í heiminum. Hver vill kalla það frið, er grimmilegar styrjald- ir eru háðar og leikur svo ójafn sem raun ber vitni, — hersveitir nýlenduveldanna gráar fyrir járnum og búnar öllum nýtízku morðvopnum, en þjóðir þær, er berjast af fórnfýsi fyrir frelsi sínu, einungis búnar frumstæð- um og úreltum vopnum. En þrátt 'fyrir allar útrýmingarstyrjaldir nýlenduvaldsmanna mun sigur- inn hlotnast þjóðum þeim, er berjast fyrir frelsi sínu. Um sum ríki er það að segja, að þrátt fyr- ir djúpa samúð með baráttu hinna kúguðu þjóða, þora þau ekki að hætta á það, að óvingast við nýlenduveldin, láta því undir höfuð leggjast að hefja upp raust sína móti útrýmingarstyrjöldum þegar í stað ráðstafanir til að af- nema með öllu nýlendustjórnar- kerfið. Öll söguþróun síðustu áratuga stefnir að algeru og endanlegu afnámi nýlendustjórnarkerfisins í öllum þess myndum og gervum. Skipulag þetta er þegar dæmt og dagar þess taldir. Um það er nú í raun og veru aðeins að ræða, hvort útför þessa skipulags muni fara fram með friðsamlegum hætti eða formælendur þess láti til leiðast að taka til örþrifaráða, er leitt geti til háskalegra at- burða. Atburðirnir í Kongó eru ný áminning um hættu þá, sem hér er yfirvofandi. Það er hlutverk samtaka Sam- einuðu þjóðanna, að efla frið og alþjóðaöryggi, og það er skylda þeirra að gera allt það, sem í þeirra valdi stendur, til að koma í veg fyrir ný vopnaviðskipti í Asíu, Afríku og rómönsku Amer- íku, er leiða kynni af togstreitu nýlenduveldanna og þjóða þeirra, sem berjast fyrir frelsi sínu og sjálfstæði. Þarf að benda á það, að stórveldi geta átt þátt í slík- um vopnaviðskiptum, og er þá óhjákvæmilegt, að út af því, sem í upphafi voru staðbundin vopna- viðskipti, kvikni allsherjarbál, heimsstyrjöld. Það er ekki nóg, að hver hugsi um það eitt að tryggja sjálfan sig gegn skað- semdarathæfi nýlenduvaldssinna. Nýlendukúgunarstefnuna verður að uppræta í eitt skipti fyrir öll og bera hana út á sorphauga sög- unnar. Hverjum stæði það nær en Sameinuðu þjóðunum að beita sér fyrir afnámi allra nýlenduyf- irráða? Því að samkvæmt stofn- skránni er það skylda Sameinuðu þjóðanna að vinna að því að end- urvekja trúna á mannréttindi og manngildi, trúna á jafnrétti allra þjóða, hvort sem stórar eru eða smáar. Hvernig er unnt að efla friðsamleg samskipti þjóða á grundvelli virðingar fyrir reglu jafnréttis og sjálfstæðis, svo sem Sameinuðu þjóðunum ber að gera, ef það er jafnframt látið viðgangast, að ríki, sem eru öflug í efnahags- og hernaðartilliti, reki ránsstefnu sína gagnvart ýmsum af þjóðum Asíu og Afr- íku þann veg, að þjóðir þessar eigi þess ekki kost að ná rétti sínum, ráða málum sínum nema fyrir óheyrilegar fórnir og þján- ingar í blóðugri baráttu gegn kúgurunum? Hvernig er unnt „að koma til leiðar samstarfi allra þjóða um lausn alþjóða- vandamála á vettvangi efnahags- máia, féiagsmála, menningarmála og mannúðarmáia og um glæð- ingu og eflingu virðingar fyrir mannréttindum og undirstöðu- atriðum lýðfrelsis öllum til handa án greinarmunar þjóðernis, kyns, móðurmáls eða trúar- bragða", svo að eg vitni í 3. máls- lið 1. greinar ákvæða um tilgang og stefnumið í stofnskrá Samein- uðu þjóðanna, — ef menn loka augunum fyrir svo hneykslanleg- um þætti mannfélags vorra tíma sem nýlenduvaldakerfið er. Er ekki kominn tími til að hefja sigursæla úrslitasókn á hendur nýlenduvaldsstefnunni á sama hátt og siðmenntað mann- kyn hófst handa um það fyrir einni eða hálfri annarri öld að af- nema þrælasölu og þrælahald og skapaði sér þar með víðtæk skil- yrði, eigi aðeins til stjórnmála- framþróunar þjóðfélagsins, held- ur og efnahagsþróunar þess. A Thor heimsmet? Nýlega tilkynnti utanríkis- ráðuneytið, að ákveðnar hefðu verið nokkrar tilfærslur á sendi- herrum, eða ambassadorum eins og þeir nú eru nefndir. Dr. Krist- inn Guðmundsson, sem verið hefur í Lundúnum, á að flytja um áramótin til Moskvu. Pétur Thorsteinsson, sem verið hefur í Moskvu, flytur til Bonn. Helgi P. Briem flytur frá Bonn heim til Reykjavíkur. Þessi flutningur sendiherranna milli landa er í samræmi við við- teknar venjur allra landa, að láta ekki sendiherrana vera mjög lengi í hverju einstöku landi, láta þá hvergi verða mosagróna. íslendingar hafa þó í einu til- felli vikið stórlega frá þessarri reglu. Sendiherra okkar í Was- hington, Thor Thors, hefur nú setið þar í tvo ára-tugi og enn hefur ekki heyrzt, að neitt h'afi verið talað um að flytja hann til. Munu allar líkur til að Thor setji heimsmet í þrásetu í sendiherra- embætti, ef hann hefur þá ekki þegar náð metinu. En, því miður, það finnst víst enginn annar, sem fær sé um að taka að sér sendiherrastöðu fyrir okkur í því stóra landi, Banda- ríkjum Norður-Ameríku. Við er- um nú líka svo fámennir. Fíladelfía, Lundargötu 12. — Opinberar samkomur eru hvern sunnudag kl. 8.30 e. h. Sunnu- dagaskóli hvern sunnudag kl. 1.30 e. h. Öll börn velkomin. — Saumafundir fyrir ungar stúlk- ur hvern föstudag kl. 5.30 e. h. (Athugið breyttan tíma.) Allar telpur velkomnar.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.