Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 28.10.1960, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 28.10.1960, Blaðsíða 3
Föstudaginn 28. október 1960 VERKAMAÐURINN Vaxfahækkun hjá meSalirystihúsi sam- svarar 22% hækkun á greiddu kaupi Kafli úr ræðu Lúðvíks Jösefssonar við fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið Algjört skilningsleysi ríkis- stjórnarinnar og sérfræðinga hennar á málefnum framleiðsl- unnár hefur hvergi komið eins áþreifanlega í ljós og varðandi vaxtapólitíkina. Útflutningsframleiðslu okkar er gert að greiða þrefalda og fjórfalda vexti á við það, sem keppinautum okkar erlendis er gert að greiða. Augljóst er, ;að sérfræðingar ríkisstjórnarinnar hafa enga grein gert sér fyrir áhrifum hinna háu vaxta í framleiðslu- kostnaðinum. Þegar hækkun vaxtanna var ákveðin sögðu þeir, að verðlag í landinu myndi ekki hækka vegna vaxtahækkunarinnar og að þeir hefðu ekki tekið tillit til vaxtahækkunarinnar við útreikn- inga á afkomu sjávarútvegsins. Vaxtahækkunin mun þó nema 200—250 milljónum króna á ári og megnið af þeirri fjárhæð leggst á beinan eða óbeinan hátt á útflutningsframleiðsluna. Sem dæmi um það, hvernig vaxta- hækkunin verkar á hag fiskiðn- aðarins skulu hér tilfærðar nokkrar tölur beint úr reikningi eins meðalstórs frystihúss. Árið 1959 voru öll vinnulaun hjá því frystihúsi, sem hér um ræðir, 3,3 milljónir króna. Vaxta- útgjöld voru hins vegar 1,0 millj. Vaxtaútgjöldin hjá þessu frysti- húsi hækka á þessu ári, vegna viðreisnarvaxtanna, um rúmlega 700 þúsund krónur, eða hækkun- in nemur sömu fjárhæð og 22% hækkun á öllu kaupgjaldi hjá frystihúsinu hefði numið. Haraldur Böðvarsson útgerðar- maður á Akranesi skýi'ði nýlega frá því í grein í Morgunblaðinu, að frystihúsin þar, sem greiddu í vinnulaun rúmar 20 milljónir króna, þyrftu að greiða 8 milljón- ir króna í vexti. Af þeirri upphæð er hið nýja vaxtaokur 3—4 miljónir króna. Þannig kemur vaxtaokrið við framleiðsluna, þó að sérfræðing- ar ríkisstiórnarinnar í efnahags- málum og hún sjálf þykist ekk- ert sjá og ekkert vita og reikni ekki með slíkum auknum út- gjöldum. Stuðningsmenn ríkisstjórnar- innar hafa líka áttað sig vel á því, hvað nú er að gerast t. d. í sjávarútveginum. Einar Sigurðsson útgerðarmað- ur og alþingismaður selur nú hvern fiskibát sinn af öðrum og leigir og selur frystihús sín rétt eins og sá vondi sé á hælunum á honum. Og síðan hefur hann í frumvarpsformi hér á Alþingi til- kynnt, að nú hugsi hann sér að snúa sér fyrst og fremst að minkabúskap, þar sem hann muni vera miklu ábatasamari en sjávarútvegurinn. Þannig blasir gjaldþrot við- reisnarinnar við hvar sem litið er í íslenzkum sjávarútvegi. Þetta gjaldþrot viðreisnarinnar hefui' oi'ðið, þrátt fyrir biðlund þjóðarinnar, þrátt fyrir það, að verkamenn og sjómenn og allir launþegar landsins hafa beðið og þolað áframhaldandi kauplækk- um allan reynslutíma viðreisnar- innar. En nú er reynslutíminn búinn. Nú hafa launastéttir landsins tekið á sig miklar fórnir í langan tími til þess að sanna haldleysi kenninga þeirra manna, sem í sí- fellu hafa þrástagazt á því, að allir erfiðleikar í efnahagsmálum þjóðarinnar stöfuðu af of háu kaupgjaldi vinnandi fólks. Núverandi stjórnaríokkar lækkuðu með lögum frá Alþingi kaupgjald allra launþega strax í ársbyrjun 1959. Og aftur var vegið í sama kné- runn með gengislækkuninni á þessu ári. Kaupmáttur launa hef- ur verið minnkaður, en erfiðleik- arnir í efnahagsmálum þjóðar- innar eru þó meiri en áður var. Ríkisstjórnin treystir sér ekki til að neita með öllu þeim stað- reyndum, sem við blasa um hag sjávarútvegsins. En hún á skiljanlega bágt. Sérfræðingar hennar og hún sjálf höfðu einmitt lagt á það höf- uðáherzlu, að hin nýja stefna væri við það miðuð að koma rekstri sjávarútvegsins á „halla- lausan og heilbrigðan grundvöll án bóta eða styrkja". Ríkisstjórn- in hefur því reynt að berja í brestina og finna skýringar á því hvernig til hefur tekizt. Ein af skýringum ríkisstjórnar- innar á erfiðleikum útgerðarinn- ar er sú, að aflaleysi valdi. Hér er um algjöra blekkingu að ræða. Aflinn í ár er meiri en nokkru sinni áður. Bátaflotinn veiddi um 30 þús- und tonnum meir á vetrarvertíð- inni nú, en árið áður. Og-síldveiðin, sem auðvitað var léleg, var þó miklu betri en hún hefur verið mörg ár í röð, aðeins að árinu 1959 undanskildu. Afli togaranna er lélegur, en þó er ekki mikill munur á heild- araflanum nú og árið áður, þeg- ar fullt tillit er tekið til þess, að nú hafa þeir siglt miklu meir en áður með aflann á erlendan markað. Þ-að er því alrangt, að aflaleysi eigi hér sök á erfiðleikum t. d. bátaflotans og fiskiðnaðarins. Þá er önnur skýring ríkis- stjórnarinnar á því hvemig kom- ið er, að gífurlegt verðfall á mjöli og lýsi hafi nú komið til og hafi ríkisstjórnin ekki getað séð slíkt fyrir. Hér er líka um rangan mál- flutning að ræða í meginatriðum. Verðfallið á mjöli og lýsi var skollið á mörgum mánuðum áður en viðreisnarlöggjöfin var sam- þykkt á Alþingi. Það sézt m. a. á því,- að í grein- ai'gerð gengislækkunarfrum- varpsins er það tekið fram skýr- um orðum, að við ákvörðun hins nýja gengis hafi verið tekið tiliit til verðfallsins á mjöli og lýsi. — Hið rétta er líka það, að svo að segja öll síldarmjöls- og síldar- lýsisframleiðslan 1959 lenti í verð lækkuninni og að talsverðu leyti vegna þess, að ríkisstjórnin neit- aði útflytjendum að selja þessar afurðir á þá markaði, sem jafnan höfðu haldið verðinu uppi. Nei, um það ætti ekki að þurfa að deila, að viðreisnarstefnan hefur reynzt röng og útreikning- ar sérfræðinga ríkisstjórnarinnar standast ekki próf reynslunnar. Það er staðreynd, sem ekki verður umflúin, að viðreisnin hefur gert hag útflutningsfram- leiðslunnar lakari en áður, að viðreisnin hefur lagt á herðar vinnandi almennings í landinu óbærilegar byrðar, að viðreisnin hefur ekki náð þeim árangri í peningamálum þjóðarinnar, sem ráð var fyrir gert. Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju kl. 2 e. h. á sunnudaginn. Sálmar nr.: 579 — 304 — 137 — 208 — 665. — P. S. Sunnudagaskóli Akureyrar- kirkju er á sunnudaginn kemur kl. 10 f. h. 7—13 ára börn í kirkjunni, en 5—6 ára börn 1 kapellunni. Frá Sjálfsbjörg. Aðalfundur félagsins verður haldinn að Bjargi 30. okt. kl. 2 e. h. — Stjórnin. Leikfélag Akureyrar. Gam- anleikurinn Pabbi hefur nú verið sýndur sex sinnum við ágæta aðsókn. Næstu sýningar laugardags- og sunnudagskvöld. Frá Barnaverndarfélagi Akur- eyrar. — Dregið hefur verið í skyndihappdrætti merkjasöl- unnar. Vinningar: Værðarvoð nr. 294 — Blaðagrind nr. 269 — Fatahreinsun nr. 185. Vinninga sé vitjað í Oddeyrarskólann til Eiríks Sigurðssonar skólastj. IÐJU-KLÚBBURINN Skemmtiklúbbur Iðju, félags verksmiðjufólks, heldur spilakvöld föstu- dagskvöldið 28. þ. m. kl. 8.30 í Alþýðuhúsinu. Spiluð verður félagsvist. Góð kvöldverðlaun. Dans á eftir. Hljómsveit hússins leikur Iðjuíélagar komið þangað sem fjörið er mest. KLÚBBSTJÓRNIN. VINNIKGUR Fokheld íbúð í Stóragerði 8, Reykjavík, að verðmæti kr. 180.000.00 Aukavinningur 5000.00 króna vöru- úttekt fyrir næsta númer fyrir ofan og næsta númer fyrir neðan vinningsnúmerið. íbúðin er um 93 fermetrar auk stigahúss, geymslu og sameignar í þvotta- húsi, reiðhjóla- og barna- vagnageymslu, göngum o. þ. h. í kjallara. íbúðin er með vatnsgeislahitalöng. Dregið 23. desember. Þjóðviljinn frestar ekki happdrætti. Miðinn kostar 20 krónur. Aðalumboð á Akureyri er hjá afgreiðslu Verka- mannsins, Hafnarstræti 88. 8 H+S g p ox 8 ©> I—••. ps CR FRA SKAKFELAGI AKUREYRAR HAUSTMÓT Skákjélags Akureyrar hefst mánud. 31. okt. 1960 kl. 8 e. h. í Ásgarði. Hver keppandi fær 1 klukkutíma til umhugsunar á skák. Tefldar verða 2 umferðir á kvöldi, nema mánudagskvöld, þá 1 umferð. Þátttökutilkynningum verður veitt móttaka í síma 1407 lijá Haraldi Ólafssyni, rakarastofunni, Hafnarstræti. Þátttökugjald er kr. 50.00. — Verðlaun verða veitt. STJÓRNIN. SKRÁNING atvinnulausra karla og kvenna fer fram, lögum samkvæmt, dagana 1., 2. og 8. nóvem- ber n. k. í Vinnumiðlunarskrifstofu Akureyrar, Strand- götu 7, II. hæð. Akureyri 24. október 1900. Vinnumiðlun Akureyrar Símar 1169 og 1214.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.