Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 28.10.1960, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 28.10.1960, Blaðsíða 4
 VF.RKAMADURINN Föstudaginn 28. október 1960 Verkalýðsvinátta Moggans MORGUNBLAÐIÐ ræðir í gær nokkuð um drög þau að kjara- bótakröfum, sem miðstjórn ASf hefur samið og sent sambandsfé- lögunum til athugunar. Sem bú- ast mátti við finnur Morgunblað- ið þessum tillögum Alþýðusam- bandsins allt til foráttu, en alveg sérstakiega ræðst það þó gegn því atriði, a6 hið svonefnda eftir- vinnukaup verði fellt niður og eiít og sama kaup grcitt fyrir alla yfirvinnu, eða 100% álag á dag- vinnutaxta. Segir blaðið, að þeir, sem vilji verkalýðnum vel (á þar sennilega við Moggaliðið) telji eðlilegra, að eftirvinnukaupið verði lækkað fremur en að yfir- vinna verði greidd hærra verði en nú er. Glöggt er, hvað þarna liggur á bak við hjá Moggamönnum. Þeir vilja leggja áherzlu á, að vinnu- dagur verkafólks verði sem allra lengstur, kaupið verði sem lægst fyrir yfirvinnuna, svo að atvinnu rekendur þurfi ekki af þeim ástæðum að reyna að forðast hana. Um það, hversu óhollt og allavega óhagkvæmt það er verkafólki að vinna sem næst ótakmarkaðan vinnudag hugsar íhaldið ekki. Það er ekki verið að hugsa um hvíldina fyrir verka fólkið, það er víst ekki of gott til að vinna myrkranna á milli. Það er ekki verið að hugsa um, að verkafólk fái tíma til að sinna fé- lagsmálefnum eða menningar- starfsemi í einni eða annarri mynd. Það er ekki verið að hugsa um, að verkafólkið geti aflað sér menntunar í frístund- um eða lesið góðar bækur. Nei, íhaldið telur verkafólkið ekki of gott til að þræla, og til þess að það þurfi að þræla sem lengst fyrir mat sínum og öðrum óhjákvæmilegum nauðsynjum, þá vill íhaldið láta lækka kaupið. Hugsunin sem á bak við liggur er þessi: Það verður fegið að vinna, þegar það má til, svo að það fái satt svangan maga. Það hefur lít- ið breytzt íhaldið á íslandi, þó að það þykist stundum vera orðið frjálslyndara en það var fyrir 20, 30 eða 40 árum. Andinn er einn og samur. 19. ÞING Æ. F. Þing Æskulýðsfylkingarinnar, hiS 19. í röðinni, var haldið á Akranesi um miðjan þennan mánuð. — Var það fjölmennasta þing Fylkingarinnar til þessa, sátu það 70 kjörnir fulltrúar ein- stakra deilda auk margra áheyr- endafulltrúa og einstakingsmeð- lima. Þingið tók mörg mál til um- ræðu og gerði ýmsar samþykktir og ályktanir. Gerðar voru allmiklar breyt- ingar á skipulagi sambandsins og yfirstjórn. Framvegis verða Fylk ingarþing aðeins háð annað hvort ár, en ekki árlega, eins og verið hefur, en sambandsstjórn skipuð fulltrúum víðs vegar af landinu kemur saman til funda það árið, sem þing ekki er haldið. Framkvæmdanefnd Fylkingar- innar til næsta þings var kjörin: Eysteinn Þorvaldsson, forseti, Jón Norðdahl, varaforseti, Hörð- ur Bergmann, ritari, Gissur J. Kristinsson, gjaldkeri, Árni Björnsson, Björgvin Salomons- son, Gísli Magnússon, Guðmund- ur Magnússon, Gunnar Guttorms- son, Jón Böðvarsson og Jón B. Hannibalsson, meðstjórnendur. Ruddaleg tilraun til íhlutunar um samningaviðræður Iðju og vinnu- veitenda Sl. þriðjudag, er samningavið- . ræður milli Iðju annars vegar og Vinnumálasambands samvinnufé- Iaganna hins vegar um launakjara- breytingar voru að komast á loka- stig, kom Alþýðumaðurinn út. I honum var grein um samningavið- ræðurnar eftir ritstjórann, Braga Sigurjónsson, sem bar yfirskrift- ina „Einskonar prófmál". Þar var reynt á mjög fólskuleg- an og frekjulegan hátt að ráðast aftan að því verkalýðsfélagi, Iðju, sem hér átti hlut að máli, með rógi um stjórn félagsins og samn- inganefnd, og sérstaklega formann félagsins, sem undanfarið hefur unnið að því, ásamt öðrum for- ráðamönnum Iðju, að ná fram . kjarabótum iðnverkafólki til handa, svo að það geti fremur þolað þá miklu dýrtíð, sem Al- þýðuflokkurinn hefur steypt yfir allt launafólk. Fyrir utan hina rætnu árás á stjórn Iðju og samninganefnd, var mottóið í grein Braga tvíþætt: I fyrsta lagi voru vinnuveitendur mjög ákveðið minntir á það, að ef þeir samþykktu að veita Iðjufólki bætt laun, yrðu þeir að greiða það allt úr sínum vasa, og viður- kenndu þá jafnhliða, ef þeir gætu þetta, ágæti þess hagkerfis, sem Alþýðuflokkurinn hefur komið á í samvinnu við íhaldið. I öðru lagi var svo sá hlutinn, sem iðnverka- fólki var ætlaður, og hann var á þá leið, að ef Iðja ekki gerði nýja samninga yrði atvinnulífið í bæn- um lamað í vetur. Þetta frammígjamm Braga Sig- urjónssonar er óafsakanlegt, því að það er greinilega til þess eins sett fram, að reyna að spilla fyrir samkomulagi. Slíkt er algert eins- dæmi hér á Akuréyri, að maður, sem ekki er beinlínis atvinnurek- andi sjálfur, leyfi sér svona nokk- uð. Skynsamra manna háttur er að þegja um það, sem þeim kemur ekkert við. Rétt er að taka það fram, að Vinnumálasambandið mun alls ekki hafa óskað eftir þessarri liðs- veizlu frá Braga. Og enda þótt ekkert væri gert með þessa íhlut- un, þá var söm Braga gerð. Það er eins og sé maður þurfi alls staðar að beita kröftum sínum ti! þess, að hlutur verkafólksins verði sem mínnstur. Iðjufélagi. - BRÉF ASÍ (Framhald af 1. síðu.) 3. Kaupgjaldsákvæði samninga falli úr gildi og nýjar samninga- viðræður verði teknar upp, ef verðiag hækkar um ákveðna hundraðstölu — t. d. 3%. 4. Kraía um, að fast vikukaup verði greitt alls staðar, þar sem hægt er að koma því við. — Þar sem því verður ekki við komið, verði tímakaupið 4% hærra. 5. Allir eftirvinnutaxtar verði afnumdir, og öli vinna, sem unn- in er umfram dagvinnu, verði þannig greidd með 100% álagi á dagvinnukaup. 6. Kröfur um almennt kvenna- kaup verði eigi lægra en kvenna- nefnd sú, sem kosin var á kvenna ráðstefnu ASÍ sl. vor, hefur sett fram, og birtar hafa verið sam- bandsfélögum í bréfum, dags. 20. sept. og 4. okt. sl. Meginefni þeirra er það, að bil ið milli kvennakaups og karla styttist þannig, að kvennakaupið verði ekki lægra en 90% af al- mennu karlmannskaupi og að undir karlmannskaup falli nokkru fleiri vinnuflokkar en hingað til, þar á meðal öll ræst- ingarvinna, öll vinna í sláturhús- um, öll vinna við blautan saltfisk og skreið, svo og við humar o. s. frv. Sjá bréfin. — Þessi síðasti liður var samþykktur með sam- hljóða atkvæðum. Einn sat hjá. Viðræður við ríkisstjórnina. Jafnframt framanrituðum kröf- um var samþykkt að kjósa fjóra menn til að hefja þegar viðræður við ríkisstjórnina um eftirfarandi ráðstafanir: 1. Almenna lækkun á vöru- verði, m. a. með niðurfellingu viðaukasöluskatts í tolli (8,8%), lækkun aðflutningsgjalda og ströngum verðlagsákvæðum. 2. Lækkun útsvara af almenn- um Iaunatekjum. 3. Almenna lækkun útíáns- vaxta. 4. Afnám ákvæðis laga, sem banna að kaupgjaldssamningar séu tengdir verðlagi. 5. Aðrar ráðstafanir, sem verkalýðsfélögin kynnu að meta til jafns við beinar launahækk- anir. Þessi tillaga, töluliðir 1—5, var samþykkt með 6 : 3 atkvæðum. Forsætisráðherra hefur þegar verið ritað bréf og farið fram á, að þessar viðræður geti1 hafizt sem fyrst. í nefndina voru kosn- ir: Eðvarð Sigurðsson, Eggert G. Þorsteinsson, Óskar Hallgríms- son og Snorri Jónsson. Væntum við, að félögin taki nú til óspilltra málanna við að gera sér grein fyrir þessum málum, ræða þau og gera um þau eigin tillögur. Er nauðsynlegt, að mið- stjórn berist vitneskja um af- stöðu félaganna sem allra fyrst. — Og höfuðnauðsyn er, að full- trúar á sambandsþingi hafi að baki sér mótaða félagsafstöðu til aðalatriða kjaramálanna. Við vonumst eftir ötulu starfi og ákveðnum og skjótum svör- um. Með félagskveðju. F. h. Alþýðusambands íslands. Hannibal Valdimarsson." Menirnir, sem hér eru að ræðast við, eru Sigurður Thoroddsen, verkfræðingur, og Stefán Sigurðsson, bóndi á Geirastöðum. Myndin var tekin sl. laugardag, er mannvirkin í Geirastaðakvísl voru tekin í nokun. Stíflan í kvíslinni er rétt við túnfótinn hjá Stefáni bónda. - Framkvæmdir við Laxá (Framhald af 1. síðu.) sumar, og er nú lokið stærsta áfanga þess verks, sem áformað var. Farvegur Geirastaðakvíslar hefur verið dýpkaður á 6 til 700 metra löngum kafla og bakkar hlaðnir úr grjóti til að fyrir- byggja það, að áin brjóti sér nýj- an farveg eða flæði verulega út yfir bakka sína. Hinar kvíslarn- ar hafa aftur á móti verið stíflað- ar. Þá hefur verið komið upp stíflu í hinum dýpkaða hluta Geirastaðakvíslar, og eru í stífl- unni þrjár lokur til þess gerðar, að hægt sé að stjórna því, hvort mikið eða lítið rennur hverju sinni. Þegar hætta verður á krapi í ánni verður opnað meira fyrir en ella til þess að fá meiri straum og fyrirbyggja krapastífl- ur eða grunnstingul. Mjög tryggi lega er frá því gengið, að lokur þessar ekki frjósi fastar eða verðí ekki hreyfðar af öðrum ástæðurn. Þar sem lokurnar falla í föls, er hituð olía leidd meðfram í leiðsl- um, og þannig eiga fölsin alltaf að haldast þýð. Vélaafl er að sjálfsögðu notað til að hreyfa lok- urnar. Lokurnar eru þrjár, em veltiloka og tvær hleralokur. — Lokuútbúnað þennan hafa þeir SEMENT FLUTT ÚT Sementsverksmiðja ríkisins hefur nú gert samning við brezkt firma um að selja því 20 þúsund tonn af sementi. Út af fyrir sig er það gott að geta drýgt gjald- eyristekjur þjóðarinnar með út- flutningi sements eða annarra iðnaðarvara. En það er líka fróð- legt og segir sína sögu um þróun- ina innanlands að athuga, hvern- ig stendur á því, að við getum nú selt sement til annarra landa, en í fyrra höfðum við þörf fyrir allt það sement, sem framleitt var. Ástæðan er sú, að nú selzt stórum minna af sementi í land- inu en verið hefur undanfarin ár. Fátt er gleggri vottur um minnk- andi framkvæmdir í landinu. Og án efa fagnar ríkisstjórnin, því af þessu getur hún séð, að við- reisnin hefur ekki brugðizt henni á öllum sviðum. Samdrátt- urinn er í fullum gangi. Á eftir kemur atvinnuleysið. Albert Sölvason og Jón G. Al- bertsson vélaverkfræðingur smíð- að og sett upp. Þetta nýja mannvirki, sem gert hefur verið á vegum Laxár- virkjunar var formlega tekið í notkun síðastliðinn laugardag, að viðstaddri stjórn virkjunarinnar og ýmsum þeim aðilum, sem ann- ast hafa framkvæmdir þarna, fréttamönnum og nokkrum fleiri gestum. Sigurður Thoroddsen verk- fræðingur, sem haft hefur á hendi verkfræðilega stjórn og eftirlit með framkvæmdum þess- um, lýsti gerð mannvirkja þarna og tilgangi þeirra. Lét hann í ljósi það álit, að þessar fram- kvæmdir myndu hafa verulega þýðingu til að tryggja rennsli ár- innar og koma í veg fyrir raf- magnsskort á orkuveitusvæðinu. Hins vegar kvað hann þörf meirí aðgerða og skýrðí frá því, að áfram yrði haldið þarna og unnið að því að dýpka upptök árinnar og farveg oí'an við mannvirki það, sem nú hefur verið gert. Það er því vert að leggja áherzlu á það, að hér er aðeins um stóran áfanga að ræða, sem allir vona að verði til mikilla bóta, en framkvæmdum þeim, sem þarna eru áformaðar, er ekki að fullu lokið. Það er því ekki vert að svo komnu, að reikna með því, að Laxá ekki geti týnzt einhvern tíma í vetur. Menn verða aðeins að vona, að ekki korhi til jafn alvarlegra truflana á orkuframleiðslu og t. d. í fyrravetur. Ætlunin mun, að eitthvað verði unnið þama áfram í haust eftir því, sem veðrátta leyfir, en næsta sumar verður væntanlega unnið af fullum krafti að því að ljúka þeim framkvæmdum, sem þarna er eftir að gera. Eins og áður segir hefur Sig- urður Thoroddsen annast verk- fræðilegt eftirlit með fram- kvæmdum þessum, en verkstjórn hefur Georg Karlsson annast. — Framkvæmdastjórn í umboði stjórnar Laxárvirkjunar hefur verið í höndum Knut Otterstedt rafveitustjóra. Kostnaður við framkvæmdir þessar mun vera orðinn milli' 7 og 8 miljónir króna.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.