Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 04.11.1960, Síða 1

Verkamaðurinn - 04.11.1960, Síða 1
UERKfllflDUR nn Ritstjóri: Þorsteinn Jónatansson. I . j Utg.: Sósíalistafélag Aknreyrar. Skrifstofa Hafnarstræti 88. Sími 1516. Áskriftarverð kr. 50.00 árg. Prentverk Odds Björnssonar h.f. XLIII. árg. Akureyri, föstudaginn 4. nóvember 1960 38. tbi. Er „viíreisnin" a5 stöðva j alla útgerð á Islandi? Með hverjum degi verður það ljósara í hvílíka ófæru atvinnu- lífinu er stefnt með „viðreisnar“ stefnu núverandi ríkisstjórnar. Þessi stjórn sagði í hvítri bók, sem hún sendi inn á hvert heim- ili í fyrravetur, að það væri meg- intilgangur „þeirrar stefnubreyt- ingar, sem ríkisstjórnin leggur til, að framleiðslustörfum og við- skiptalífi landsmanna sé skapað- ur traustari, varanlegri og heil- i>rigðari grundvöllur en atvinnu- vegirnir hafa átt við að búa und- anfarin ár.“ Ríkisstjómin) fékk stefnu sína samþykkta á Alþingi og hefur komið henni í fram- kvæmd. Afleiðingin er sú, auk þess sem lífskjör alþýðu fara dagversnandi, að ekki eru horf- ur á öðru en að öll útgerð í landinu stöðvist og það jafnvel innan fárra vikna. Og hvar er þjóðin á vegi stödd, ef hætt verð- ur að draga fisk úr sjó, og fisk- iðjuverin öll látin standa ónotuð. Sú röksemd, sem ríkisstjórnin beitti hvað oftast fyrir, þegar | Ekki myrkur í máli I I I síðasta tölublaði fslend-1 i ings, málgagns Sjálfstæðis- i 1 manna á Akureyri, stendur E 1 þessi setning: „Hafi hækkun i E launa nokkurn tíma verið i i óraunhæf, þá er hún það nú.“ | i Þessi setning er endirinn á i I greinarstúf, sem ber yfir- jj i skriftina: „Fjarstæðukenndur i | boðskapur“. En það, sem \ i íhaldsblaðið kallar fjarstæðu- i i kenndan boðskap eru tillögur i i miðstjórnar Alþýðusambands- | i ins um breytingar á kjara- i = samningum, eða frumdrög að \ i slíkum tillögum. i Flestum, sem athugað hafa i i þessar tillögur, sýnast þær i i mjög sanngjarnar og hóflegar. i i Þær raddir heyrast jafnvel = i fremur, að þar sé kröfum i i stillt um of í hóf, einkum j j kröfunni um almenna launa- i i hækkun. i En íhaldsblaðið er á annari j i skoðun. Því finnst fjarstæða i j að tala um nokkra launa- j i hækkun. | Þekkja menn hér gamla j i íhaldssönginn, sem alltaf hef- j j ur kveðið við í hvert skipti : i sem verkafólk hefur farið j i fram á einhverja kauphækk- j j un? Hefur íhaldið nokkurn j i tíma talið hækkun launa j i raunhæfa? Hefur það ckki i | alltaf talið fjarstæðu að laun- i þegar fengju kjarabætur? i Og samt heldur jörðin j áfram að snúast. '••tlMIIIIIIIIIIIIUIIIHIIIIIIIIIIII'l'lllllll'IIIIIIIIIHIHIIIIH hún var að koma fram gengis- lækkuninni, var, að með því móti fengist betri rekstrargrund- völlur fyrir útgerðina. Eftir að gengislækkunin væri komin til íramkvæmda, gæti útgerðin staðið á eigin fótum án allra styrkja og uppbóta. Andstæðing- ar ríkisstjórnarinnar bentu þeg- ar í upphafi á það, að aðstaða útgerðarinnar myndi síður en svo batna við gengisfellingu. Reynzlan hefur nú sannað, að þeir höfðu rétt fyrir sér. Rekstr- argrundvöllur útgerðarinnar hef- ur aldrei verið verri en nú. Togararnir. Hver einasti togari á landinu hefur verið rekinn með stóntapi þetta ár, og nú er svo komið, að farið er að leggja nokkrum þeirra við festar vegna þess, að bank- arnir þora ekki lengur að lána þeim rekstrarfé. Það sama bíður alls togaraflotans, ef ekki verða alveg á næstunni gerðar sérstak- ar ráðstafanir til að tryggja reksturinn. Þannig er t. d. ekki annað sjáanlegt, en að togurum Útgerðarfélags Akureyringa h.f. verði að leggja alveg á næstunni. Félagið hefur safnað svo miklum skuldum að undanförnu, að lán- ardrottnarnir hafa nú kippt að sér hendinni og litlar sem engar líkur eru til að hægt verði að koma togurunum úr höfn, næst þegar þeir koma inn. Nú um skeið hefur meginhluti togaraflotans verið látinn selja afla sinn á erlendum markaði, enda þótt það sé þjóðarbúinu mjög óhagstætt. En tvennt hefur ráðið: Útgerðarfyrirtækin hafa gert sér vonir um betri útkomu, ef skipin yrðu heppin með sölu, og svo heppilega hefur viljað til, að sölur hafa oft verið góðar í haust. En mestu hefur það þó ráðið, að þegar selt er erlendis fær útgerðin allt andvirði aflans strax útborgað og getur notað það til að koma skipinu út í næstu veiðiferð. Þess vegna hef- ur þetta hálmstrá verið gripið til að skjóta því á frest, að í algert strand reki með togaraútgerðina. Hér er þó aðeins um gálgafrest að ræða. Og á meðan togararnir sigla með afla sinn, standa fisk- iðjuverin ónotuð og verkafólkið atvinnulítið eða atvinnulaust. Fer þá t. d. fyrir okkur Akureyr- inga að verða lítið, sem í aðra hönd kemur fyrir milljónafram- lög úr bæjarsjóði til útgerðarinn- ar. Orsakir hinnar slæmu útkomu togaraútgerðarinnar nú, eru tvær. f fyrsta lagi hefur um skeið verið mikil aflatregða. í Framh. á bls. 4 \ í haust smíðuðu þrír drcng'- = ir á Akureyri sér litla báta \ til að nota sér til skemmtunar 1 við róður hér á Pollinum. Á j efri myndinni sjást tveir i þeirra á sjó, en á myndinni \ til hliðar hefur þriðji bátur- ; inn verið dreginn upp í fjöru- \ borðið. i Erlendis er það víða ein hin i eftirsóttasta skemmtun að róa \ slíkum smábátum sem þess- i um og ennfremur stærri bát- j um, svo og siglingar á litlum i seglbátiun. Hér á landi hefur i þetta lítt tíðkazt til þessa, en i víða eru þó hin ákjósanleg- i ustu skilyrði til að stunda 5 þessa íþrótt. Kannski þó i hvergi betri en hér á Pollin- i um. SVIIÍ í LANDH ELGISM ÁLINU ERU AKVEÐIN Ríkisstjórnin ætlar að selja fiskveiðiréttindi fyrir peninga og löndunarleyfi Bjarni Bcnediktsson, dómsmálaráðherra, hefur nú viðurkennt bæði á Alþingi og á nokkrum fundum, er hann hefur boðað til, að ætlunin sé, að semja við Breta og veita þeim leyfi til togveiða innan núverandi fiskveiðilandhelgi. Það hefur lengi verið óttast um, að sú óhappastjórn, er situr að völdum í landi okkar myndi láta undan ofbeldi og hótunum Breta og gera við þá samninga um undansiátt frá margyfirlýstri stefnu þings og stjórnar í land- helgismálinu og jafnframt láta af hendi réttindi, sem við þegar höfum. Það er nú komið í ljós, að þessi ótti hefur ekki verið ástæðulaus. Dómsmálaráðherra, Bjarni Benediktsson, hefur nú lýst yfir á Alþingi, að hann telji rétt að semja við Breta um viss- ar tilslakanir. Hann hefur ekki viljað útskýra nákvæmlega. hversu langt hann telji rétt að ganga í því efni, en hins vegar hefur hann farið af stað út um landj til fundahalda í áróður^- skyni fyrir samningum. Er hann með því að búa samflokksmenn sína undir svikin og leitast við að telja þá á sitt mál. Hann hef- ur þegar haldið fundi á Sauðár- króki og Akureyri. Báðir fund- irnir voru illa sóttir, og undir- tektir undir boðskap Bjarna fremur daufar. Þó er auðheyrt, að honum hefur orðið nokkuð ágegnt með áróðri sínum, því að nú eru einstaka menn farnir að taka upp varnir fyrir samninga, en áður heyrðist það ekki, a. m. k. ekki hér í bæ. Þær upplýsingar, sem Bjarni hefur gefið um þetta mál, sanna, að ríkisstjómin er ákveðin í að gera einhverja samninga við Breta, ákveðin í að gera það, sejn allir flokkar hafa marglýst yfir, að aldrei verði gert, ákveðin í að gera það, sem þjóðin sízt vill. Ekki er ennþá vitað, hvað Bretar ætla að láta stjórnina hafa fyrir að bregðast þjóðinni í þessu þýðingarmikla máli. En hér er áreiðanlega um verzlun að ræða. Réttindi þjóðarinnar verða seld. Lánsfé kemur senni- lega í staðinn og leyfi tii að landa ísfiski til sölu á brezkum uppboðsmarkaði, takmarkalítið. Glöggir menn telja, að stjórnin hafi allt frá því hún tók við stjórnartaumum verið ákveðin í þessum svikum. Þau séu einn liðurinn í „viðreisnarkerfinu“. Stjóminni sé það kappsmál að geta selt a. m. k. 100 þús. tonn af ísfiski erlendis á hverju ári, Til þess að það geti gengið, verð- ur að fá brezka markaðinn opn- aðan fyrir íslenzkum skipum. En ástæður til þess, að stjórnin vill leggja svo mikla áherzlu á Framh. á bls. 4 SÍLD A POLLINLM Dálítil síldveiði hefur verið á Akureyrarpolli að undanförnu. Nokkrar vikur eru síðan veiðarn- ar hófust fyrst og var þá fryst nokkurt magn í hraðfrystihúsi Ú. A., alls um 2000 tunnur, síðan var um skeið dræmingur í veið- inni, en í þessari viku hefur tals- vert aflazt, og þó mest í gær. Lítið eitt er soðið niður í Niður- suðuverksmiðju K. Jónssonar & Co, en meginhluti aflans fer til vnnslu í Krossanesi. Verksmiðj- an kaupir síldina fyrir kr. 80.00 málið. Hún hafði í gærkvöldi tekið á móti á fimmta þúsund málum. Síldin er millisíld, sæmi- lega feit. Það eru fjórir bátar, sem veiðar þessar stunda: Gylfi, Garðar, Ester og Björgvin. Á \ hverjum bát er átta manna | áhöfn.

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.