Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 04.11.1960, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 04.11.1960, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 4. nóvember 1960 BYLTINGIN MIKLA. Á mánudaginn kemur, 7. nóv- ember, eru 43 ár liðin frá því að austur í Pétursborg í Rússaveldi var hleypt af fallbyssum beiti- skipsins Aurora til merkis um það, að byltingin væri hafin. Sú bylting, sem þá um alllangt skeið hafði verið undirbúin af bylting- arsinnuðum verkamönnum, bændum og hermönnum í Rúss- landi undir forystu Lenins. Næstu daga, vikur og mánuði tóku byltingarsinnar völdin um gervallt Rússland. Hið vinnandi fólk tók stjórn landsins í sínar hendur. Drunurnar í fallbyssunum um borð í Aurora hinn 7. nóvember 1917, boðuðu heiminum meiri tíðindi, en sennilegt er, að þá, sem skothríðinni stjórnuðu, hafi grunað. Þessi fallbyssuskot boð- uðu þjóðum heims nýja tíma. Þann 7. nóvember 1917 var brot- ið blað í þróunarsögu mannkyns- ins. Byltingin mikla í Rússlandi er fjarri því að vera hin fyrsta bylt- ing í sögu þjóðanna. Byltingar hafa alltaf verið að gerast og með ýmsu móti. En þessi mikla bylting, sem hófst hinn minnis- stæða 7. nóvember, er einstæð í sögu byltinga að því leyti ,að með henni tekst hinu vinnandi fólki, því fólki, sem skapar auð hvers þjóðfélags, í fyrsta skipti að hrinda af sér yfirráðum arð- ráns- og kúgunarstétta. Afleið- ingar fyrri byltinga urðu tíðast þær, að ein yfirstétt tók við af annarri. AUÐVALDIÐ ÆRIST. Vegna þessa sérstaka eðlis rússnesku byltingarinnar ærðist auðvald heimsins og strengdi þess heit, að það skyldi aldrei líðast, að verkamenn og bændur gerðust svo digrir að ætla að fara að stjórna heilum löndum og kippa grundvellinum undan tilveru yfirstéttarinnar. Auðjöfr- ar heimsins fengu sting í hjartað. Það var ekki aðeins alþjóðleg samábyrgð arðræningjanna, sem þar sagði til sín, heldur tók hver og einn að óttast um sjálfan sig. Ef það var látið viðgangast, að stéttarbræður þeirra í Rússlandi væru sviptir eignum og yfirráð- um, hver vissi þá, að hverjum röðin kæmi næst. Var ekki eins víst, að þessi byltingarófögnuður breiddist út um allar jarðir, ef ekki væri að gert? Á skal að ósi stemma, og auð- vald heimsins tók skjótlega á- kvörðun um að stöðva þessa hættulegu þróun. Burgeisastétt- in í Rússlandi sjálfu, stórjarða- eigendur og hershöfðingjar hófu borgarastyrjöld. En fljótlega varð ljóst, að hreyfing alþýðunn- ar var of sterk til þess, að yfir- stéttarliðið fengi unnið bug á henni. Vopnaglamur heimsstyrj- aldarinnar, sem lauk 1918, var naumast þagnað, þegar andstæð- ingar úr styrjöldinni tóku hönd- um saman og réðust í krossferð til að ráða niðurlögum alþýðu- stjórnarinnar í Rússlandi. Deilur og árekstrar þjóða í milli gleym- hagsmunir auðvaldsins eru ann- ars vegar. Alls réðust fjórtán ríki með vopnaðri íhlutun gegn hinu ný- stofnuðu ráðstjórnarríkjum. Um allan heim var rekinn margefld- ur áróður gegn kommúnistum, öllum áróðurstækjum var beitt til að sannfæra menn um það, að þessari illu og hættulegu manntegund yrði að útrýma, til þess mætti ekkert spara. Járn- tjaldið var smíðað í skyndi, og hið unga ríki útilokað frá flest- um eðlilegum samskiptum við önnur lönd. En þó að ríki ráðstjórnarinnar væri ennþá í vöggu, þá stóðst það allar árásir og varðveitti frelsi sitt og sjálfstæði. Ríkin fjórtán máttu draga sig til baka og höfðu skömmina eina af að- gerðum sínum. En áfram var haldið um mest- an hluta jarðkringlunnar að berjast af fullri hörku gegn hin- um voðalega kommúnisma, sem hafði eyðilagt möguleika kapítal- istanna til arðráns í löndum þeim, sem áður lutu keisaranum í Pétursborg. Mikill hluti af ríkisstjórnum heimsins neitaði að viðurkenna hin nýju stjórnarvöld og gerði þeim allt til miska, sem unnt var. Þetta gerði ráðstjórninni eðliiega erfitt fyrir á mörgum sviðum, en styrkur hennar brást ekki, þvert á móti efldist hún við hverja raun. Smám saman fóru valdhafar annarra ríkja að hugsa sem svo, að þeir yrðu að sætta sig við til- veru þessara stjórnarhátta í þessu eina ríki, en alla áherzlu yrði að leggja á, að koma í veg fyrir, að önnur ríki yrðu komm- únismanum að bráð. Áróðurinn gegn kommúnistum var alls stað- ar magnaður, flokkar þeirra bannaðir í hverju landinu af öðru, kommúnistahatrið innrætt börnum um leið og þau lærðu að tala. Samt tókst hvergi að kæfa kommúnismann með öllu og víða fjölgaði áhangendum þeirrar stefnu óðfluga þrátt fyrir allar ofsóknir og áróðursherferð- ir. Megnástæðu þess verður að telja, að í Sovétríkjunum sá arð- rænt og kúgað verkafólk allra landa vonir sínar um meiri mögu leika, aukið frelsi og betri af- komu verða að veruleika. Enda þótt járntjald auðvaldsins væri vel gert, dugði það hvergi til að hindra að fréttir bærust af meg- inatriðum þess, sem í því landi var að gerast. Fréttirnar sem bárust undir og yfir jámtjaldið mikla vöktu til lífs þann vonar- neista, sem blundaði í brjóstum kúgaðrar alþýðu. Sakir illrar reynzlu af áróðurspostulum auð- valdsins neitaði fólkið, stöðugt fleira og fleira, að trúa því, að kommúnistarnir væru svo vond- ir, sem af var látið, en sannfærð- ist í þess stað um það, að kenn- ingar Marx og Engels væru meira en huga'rórar. Fyrst að fólkið sjálft gat tekið völdin í Rússlandi, þá hlaut það að geta þáð víðar. VON KAPÍTALISTA. Á áratugnum milli 1930 og 1940 óx upp í Þýzkalandi mikið herveldi undir stjórn nazista. Nazistarnir voru ákveðnustu og harðsvíruðustu andstæðingar kommúnismans, sem fram hafa komið opinberlega. Flestum stjórnmálamönnum heims þótti nóg um veldi Hitlers-Þýzkalands og stóð af því illur beigui'. En það vakti stórkapítalistunum nýja von um sigur yfir kommún- ismanum. Þá dreymdi um, að Hitlers-Þýzkaland væri sá vold- ugi aðili, sem gæti sigrazt á Ráð- stjórnarríkjunum og komið kap- ítalistunum þar aftur til valda. Þess vegna höfðust kapítalistarn- ir í Vestui'-Evrópu og Ameríku ekki að, þó að þýzka stríðsvélin hristi sig svo, að hrikti í Evrópu allri. Þeir vildu aðeins beina þessum hernaðarmætti til aust- urs, láta hana mala kommúnist- ana í Rússíá mélinu smærra, og þeir voru vissir um, að eftir það myndi verða bið á, að kommún- isminn léti að sér kveða þar eða annars staðar. En þó að Hitler byggði tilveru nazistaríkis síns á góðri sam- vinnu við ýmsa af stærstu og voldugustu auðhringum heims, lét hann þá ekki segja sér fyrir verkum í einu og öllu. Hann varð að vísu við óskum þeirra um að stríða í austurveg, en hann hélt líka til vesturs. Vestur- veldin neyddust til að taka á móti, en það var ekki af fullri hörku gert. Þau hugsuðu sér, að láta Hitler fyrst beyjast í austur- átt og ætluðu, að hann gerði sig ánægðan með sigurvinning í þá átt, síðan myndu kapítalistarnir sjá um samkomulag í Evrópu. En vonir kapítalistanna brugð- ust. Hitler bar ekki sigur úr být- um í austurvegi. Hann komst að borgarhliðum höfuðborgar Ráð- stjórnarríkjanna, en lengra ekki. Oflugasta her, sem heimurinn til þess tíma hafði augum litið, tókst ekki að sigrast á ríki verka- manna og bænda. Með lafandi skott mátti Hitlersliðið lötra til baka. Vonir kapítalistanna um lendalok ikommúnistaríkisins höfðu brugðizt. Það voru sár vonbrigði, og lítil sárabót, að kommúnistaríkið braut þróttinn úr nazistunum, svo að eftir ófar- ir þeirra á austurvígstöðvunum reyndist tiltölulega auðvelt að vinna fullan sigur á Hitlers- Þýzkalandi. En mörgum munu hafa þótt það meinleg örlög, að þann sigur unnu Sovétríkin og Veturveldin í sameiningu. Hið ógurlega og fífldjarfa tafl Vestur- veldanna endaði með því, að þau urðu að taka upp samvinu við þá, sem þau hötuðu mest. En heimurinn sannfærðist um það, að stjórnarfarið í Sovétríkjunum hafði reynzt betur en leigupenn- ar kapítalistanna á vesturlöndum vildu vera láta. Og margir veittu því eftirtekt, að Sovétríkin eign- uðust ekki sinn qvisling eins og önnur þau ríki sem nazistar herj- uðu á. SÓSÍALISMINN I FRAMKVÆMD. Þau 28 ár, sem liðu frá bylt- ingunni í Rússlandi og til loka heimsstyrjaldarinnar síðari voru reynslutími sovétskipulagsins. Ekki aðeins reynzlutími fyrir sjálfa íbúa Sovétríkjanna. Þeir höfðu sannfærzt um ágæti þessa skipulags og yfirburði yfir kapí- talismann miklu fyrr. Þetta var fyrst og fremst reynzlutími fyrir þá, sem utan Sovétríkjanna búa, það var reynzlutími fyrir alþýðu allra landa, og ekki sízt þeirra, sem við mesta kúgun og ánauð af hálfu auðvaldsins hafa orðið að una. Frá styrjaldarlokum hefur mikill hluti alþýðu heimsins ekki efazt um ágæti þess stjórn- skipulags og hagkeríis, sem upp var tekið í Rússlandi við bylt- inguna. Reynzlan þaðan hefur orðið öðrum leiðarljós. Alþýða allra landa hefur sann- færzt um, að hennar er máttur- | inn, að hún er fær um að taka stjórn hvaða ríkis sem er í sínar hendur, og að undir eigin stjórn vegnar fólkinu bezt. Strax á fyrstu árUnum eftir styrjöldina tóku mörg ríki Ev- rópu og Asíu upp stjómarhætti Sovétríkjanna, og önnur hafa áð- l ur fetað í fótspor þeirra. Með hverju ári sem líður stækkar nú hópur þeirra ríkja, þar sem haf- ið er að byggja upp þjóðfélög á grundvelli sósíalismans. Og vegna sömu áhrifa hefur ný- lenduskipulagið nú senn runnið skeið sitt á enda. íbúar nýlendn- anna hafa vaknað til meðvitund- ar um mátt sinn og heimtað sinn rétt. Hver nýlendan af annarri hefur unnið sér sjálfstæði, og í mörgum þeirra hefur umsvifa- laust verið snúið inn á braut sósíalismans. Ríki sósíalismans og sósíalísk- ir stjómarh'ættir eru nú orðnar þær staðreyndir, sem enginn lok- ar lengur augunum fyrir, og eng- inn ímyndar sér, að verði þurrk- aðar burtu. Sósíalisminn er í stöðugt vaxandi sókn, með hverju árinu leggur hauin undir sig stærri hluta jarðarinnar, en að sama skapi verður auðvaldið að þoka. Síðustu 15 árin hefur auðvaldinu verið ljóst, að það er í vörn, vonlausri vörn. Því varð það ljóst, eftir að herveldi Hitl- ers mistókst að brjóta Sovétrík- in á bak aftur. Og því er það enn þá ljósara nú í dag, svo hröð sem þróunin er orðin frá nýlendu- kúgun yfir til sósíalisma. Nú reynir auðvaldið aðeins að hamla gegn þróuninni, og kapí- talistarnir vona ennþá að þeim takist lengi að halda yfirráðum sínum yfir nokkrum hluta heims- ins. Sú von þeirra getur þó orð- ið sér til skammar, því að jafn- vel í hlaðvarpa sterkasta auð- valdsríkis jarðarinnar hefur sósí- alisminn náð fótfestu. Atburðir þeir, sem gerzt hafa vestur á Kúbu, valda nú slíkum tauga- skjálfta hjá arðránsliðinu, að því liggur við örvilnan. ÞRÓUNIN VERÐUR EKKI STÖÐVUÐ. Rás þróunarinnar verðui' ekki stöðvuð, og sósíalistar um allan heim geta nú horft bjartari aug- um til framtíðarinnar en nokfcru sinni áður. Dauðastríð kapítal- ismans stendur sem hæst. Hversu lengi það stendur verður ekki sagt að svo stöddu. Hitt er full- víst, að kapítalisminn vinnur ekki sitt dauðastríð fremur en aðrir. Örlög hans eru ákveðin. Þetta er nú öllum, sem vel fylgj- ast með þróun málanna, ljóst orð- ið. Bezta sönnun þess er, að nú tala bæði stjórnmálaforingjar „austurs" og „vesturs" um það, að ekkert sé því til fyrirstöðu, að hin tvö mismunandi hagkerfi, sósíalisminn og kapítalisminn, geti starfað hlið við hlið, það þurfi ekki að valda misklíð ríkja í milli, eftir hvoru hagkerfinu löndunum sé stjórnað. Ástæður fyrir þessari pólitík stjórnmálaforingjanna eru aug- ljósar. Sósíalistarnir sjá, að það er ekki lengur þörf blóðugra byltinga til að koma sósíalism- anum á, hann kemur án þeirra. Kapítalistarnir sjá, að vonlaust er að sósíalisminn verði sigraður eða barinn niður með vopna- valdi. Þess vegna geta þessar meginstefnur nútíma-stjórnmála samið frið. Hitt er annað mál, hvort kapítalistarnir kunna samt sem áður að efna til ófriðar. Það verður þá aðeins gert til að af- stýra stórkreppum í ríkjum þeirra og koma út framleiðslu hergagnaverksmiðjanna. Þgð er önnur saga. BARIZT A VOLGUBÖKKUM. Hér á íslandi var fréttum af byltingunni miklu í Rússlandi misjafnlega tekið eins og annars staðar, þegar þær bárust fyrst. Flestir tóku þeim illa og töldu, að ekkert gott mætti af atburð- um þessum leiða, en allmarga formælendur áttu byltingarmenn sér þó hér allt frá upphafi. Afturhaldið á íslandi tók at- burðum þessum á sama hátt og afturhald allra landa. Byltingar- mennirnir voru taldir hinir ÞAÐ ER EKKI LENGUR BARIZT A VOLGUBÖKKUM Hugleiðingar í filefni af 7. nóvember

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.