Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 04.11.1960, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 04.11.1960, Blaðsíða 4
VERKAMAÐURINN Föstndaginn 28. október 19fi0 4 Tillögur Verkamannafélags Akureyrarkáupstaðar m breytingar á í fyrri viku birti Verkamaður- inn bréf það, sem miðstjórn ASÍ hefur fyrir nokkru sent öllum sambandsfélögum með frum- drögum að kjarakröfum. Bréf þetta var félögunum sent til þess, að þau tækju einstaka liði þess til athugunar og gerðu breyting- artillögur við þau drög að kröf- um, sem þar eru lögð fram, eftir því, sem þau teldu ástæðu til. Bkki mun miðstjórnin upphaf- lega hafa ætlazt til þess, að bréf þetta yrði tekið til birtingar eða umræðu á opinberum vettvangi, þar sem hér var ekki um fullmót- aðar kröfur að ræða, heldur að- eins fyrstu tillögur frá miðstjórn- inni. En eftir að einn af þing- mönnum Alþýðuflokksins hafði flutt meginefni tillagnanna í út- varpsræðu frá Alþingi, lét ASÍ bréf þetta af hendi við blöðin til birtingar. Þar sem Verkamanninum var kunnugf, að Verkamannafélag Akureyrarkaupstaðar hafði nokkru fyrr en tillögur Alþýðu- sambandsins komu fram, sam- þykkt fyrir sitt leyti drög að til- lögum til breytinga á kjarasamn- ingnum, og m. a. sent þau drög miðstjórn ASÍ, leitaði blaðið eftir því, að fá þær tillögur einnig til birtingar, fyrst þessi mál á ann- að borð eru komnar til umræðu á opinberum vettvangi. Það upp- kast að kröfum, sem Verka- mannafélagið samþykkti er þannig: 1. Kaupgjald verði hækkað sem svarar raunverulegri launa- skerðingu vegna efnahagsaðgerða á sl. tveimur árum og félagið telur ekki vera undir 20—25%. 2. Meðan bannað er með lög- um að greiða vísitöluuppbætur á laun verði tryggt með öðrum hætti, að verðlagshækkanir fáist uppbornar með hækkuðum laun- um. 3. Vikulaun verði tekin upp við alla vinnu, þar sem við verð- ur komið, en tímakaup lausa- vinnumanna verði a. m. k. þeim mun hærra, sem hlunnindum vikukaupsmanna nemur. 4. Allir eftirvinnutaxtar verði afnumdir, og öll vinna, sem unn- in er umfram dagvinnu, verði greidd með 100% álagi á dag- vinnukaup. 5. Launaflokkmn (töxtum) verði fækkað að miklum mun. Væri æskilegt, að hjá verka- mönnum yrðu þeir aðeins þrír, auk unglingataxta. 6. Verkamenn, sem vinna sam- hliða iðnlærðum mönnum, njóti allra sömu hlunninda og þeir, og búi við sömu ákvæði um vinnu- tíma án skerðingar á launum. 7. Verkamannafélögunum heimilist að takmarka eða banna alla yfirvinnu, þar sem/eða þeg- ar þau telja ástæðu til, og nægi einfaldar fundarsamþykktir til slíkra breytinga. 8. Atvinnurekendur greiði sem svarar 1% af launum verka- manna til félagssjóða verkalýðs- fclaganna. kjarasamningum 9. Ný flokkun taxta verði m. a. miðuð við, að öll hafnarvinna verði greidd hærra kaupi,en lág- markstaxta. Einnig, að öll kola-, salt- og sementsvinna verði í hæsta flokki. Drengir fái sömu laun og fullorðnir við ýmsa fleiri vinnu en áður hefur verið samið um, svo sem alla hafnarvinnu og flökun í frystihúsum. Dagvinnu sé lokið um hádegi á laugardög- um allt árið. Þetta eru tillögur Verka- mannafélags Akureyrarkaup- staðar. í flestum atriðum falla þær saman við tillögur Alþýðu- sambandsins, en vert er þó að benda á, að krafan um launa- hækkim er hærri hjá Verka- mannafélaginu en Alþýðusam- bandinu. Blaðið hefur einnig fregnað frá fleiri verkalýðsfélög- um hér á Norðurlandi, að eftir að þeim bárust tillögur Alþýðu- sambandsins hafi þau sent þá breytingartillögu, að launakrafan yrði sett hærra. Nefnd á vegum Alþýðusambands Norðurlands var fyrir skömmu að vinna að Sjómenn vilja sigla Talsyert hefur borið á því að undanförnu, að togarasjómenn vilja fremur, að skip þ'eirra sigli með aflann til sölu á erlendum markaði, en að landað sé til vinnslu hér heima. Þetta á sér eðlilegar ástæður, sem eru þær, að verð það, sem sjómönnum er skammtað fyrir fisk þann, sem þeir landa innan- lands er svo lágt, að sæmileg, hvað þá góð sala erlendis gefur þeim stórum meira í aðra hönd. Virðist þetta þó öfugstreymi og óeðlilegt, að hagnaður geti verið af því, að nota fiskiskipin einnig sem fragtskip og eyða löngum tíma í siglingar til annarra landa með hálffermi eða ekki það. En þetta öfugstreymi er eitt af því, sem kom til sögunnar nieð geng- islækkuninni. Þá hækkaði það verð, sem sjómenn fá fyrir fisk seldan erlendis um meira en helming, en verðið fyrir fisk seldan innanlands hefur harla lítið hækkað. En þjóðarbúið fær næsta lítið í sinn hlut af gjaldeyri fyrir fisk þann, sem seldur er upp úr skipi erlendis. Árið 1951, síðasta árið, sem mikið hefur verið um ísfisk- sölur, þá komu inn í bankana hér 29% af þeim gjaldeyri, sem fékkst fyrir aflann. Sennilega er hlutfallið eitthvað svipað nú, en menn geta skemmt sér við að reikna hversu mikið gjaldeyris- tap er að þessum sölum erlendis miðað við að vinna fiskinn hér heima. Og svo allt atvinnutap landverkafólksins. Að öllu samanlögðu er áreið- anlega fátt, sem mælir með því, að togaramir sigli með aflann. Það, að sjómenn fá þá meira í sinn hlut, sannar aðeins, að nauð- syn er að stórbæta kjör sjó- manna við veiðar íyrir innlendan markað. tiliögum um samræmingu kjara- samninga félaganna á Norður- landi og gerð nýrra samninga, og hefur blaðið sannfrétt, að í til- lögum þeirrar nefndar sé gert ráð fyrir 25% launahækkun. Af þeim tillögum um breyting- ar á kjarasamningum, sem fram hafa komið, bæði í tillögum Vei'kamannafélagsins og tillög- um ASÍ, er sú tvímælalaust merkust og þýðingarmest, auk launahækkunarinnar, að eftir- vinnutaxtar verði lagðir niður, og eitt og sama kaup greitt fyrir alla yfirvinnu. Þeirri kröfu þurfa verkalýðssamtökin að fylgja fast eftir, svo að verkafólk geti gert sér vonir um, að átta stunda vinnudagur á íslandi verði ein- hvern tíma meira en nafnið tómt. - Hugleiðingar Framh. af bls. 3 SIGUR SÓSÍALISMANS. Það eru aðeins 43 ár frá því að fallbyssurnar um borð í Au- rora gáfu byltingarmönnum í Pétursborg merki um, að lagt skyldi til atlögu. Sovétríkin í dag eru sigurtákn þeirrar byltingar, sem þá hófst. Sú reynzja, sem þar hefur fengizt af framkvæmd sósíalismans, hefur orðið öðrum þjóðum lærdómsrík. Hún hefur fært þeim heim sanninn um það, að skipulag sósíalismans er það sem koma skal. Þessi reynzla hefur sannað heiminum það, að hagkerfi sósíalismans reynist í framkvæmd ekki lakar en hugs- uðir þeir, sem fyrstir settu það á blað, gerðu ráð fyrir. Fyrir þessa reynzlu þakkar al- þýða allra landa Sovétríkjunum og minnist með þökk og virð- ingu, hvern 7. nóvember, þeirra manna, sem hrundu af stað óg framkvæmdu byltinguna miklu. 100 milljónir í gær frétti blaðið eftir nokkuð öruggum heimildum, að ríkis- stjórnin væri búin að semja um nýja lántöku erlendis. Lánsféð er allt að 100 milljónum króna, og í orði kveðnu á að nota það til að bjarga hag útgerðarinnar. En það fylgdi sögunni, að ekki væri ætlunin, að þetta fé yrði Iánað útgerðarfyrirtækjum eða því á annan hátt útbýtt til báta og togara, heldur ætti að afhenda það vinnslustöðvum, þ. e. fyrst og fremst hraðfrystihúsunum, svo að þau gætu greitt skuldir sínar. Það skyldi þó ekki vera, að þetta fé komi frá Bretum og sé fyrsta afborgun vegna landhelgis- samninga. Og það skyldi þó ekki vera, að það eigi að nota það til að greiða þann fasta kostnað, sem frystihúsin verða að greiða jafnt hvort þau eru starfrækt eða ekki. Væri það ekki fallega gert, að styðja svo við bakið á frystihúsaeigendum, að þeir hafi efni á að láta frystihúsin standa ónotuð á meðan togararnir sigla með fiskinn á enskan markað? - Svik ákveðin í landhelgismálinu ísfisksölur eru tvær. Sún er önn- ur, að stjórnin vill draga sém mest úr viðskiptum við ríki Austur-Evrópu. Ef hún getur selt 100 þúsund tonn af ísfiski, getur hún minnkað um helming sölu á hraðfrystum fiski til Evr- ópulanda. Hin önnur ástæða er, að stjórnin vill draga úr atvinnu í landinu. Minni nýting hrað- frystihúsanna er trygging fyrir minni atvinnu. Stjórnin ætlar ekki að leggja svikin undir dóm alþingis. Henni hefur ekki ennþá a. m. k. tekizt að telja alla stuðningsmenn sína á þingi á sitt mál og vill ekkert eiga á hættu. En nú reynir á manndóm þingmanna þeirra, sem samvizkan meinar að fylgja stjórninni í þessu mái. Með því að lýsa yfir andstöðu við þessar ráðagerðir og heimta, að þeir ráðherrar víki, sem að svikum þessum standa, geta þingmenn- irnir komið í veg fyrir svikin. Geri þeir það ekki, verða þeir samsekir. Þau svik, sem nú eru sýnilega framundan í landhelgismálinu, eru stórfelldustu svik, sem nokk- ur stjórn á íslandi hefur framið gagnvart umbjóðendum sínum. Og ekki aðeins það, þau setja jafnframt smánarblett á alla þjóðina, gera hana hlægilega og lítilsmetna í augum alls heims- ins. Þess vegna þarf að koma í veg fyrir svikin á meðan það er hægt. En til þess að fyrirbyggja þau er aðeins ein leið örugg, sú, að neyða ríkisstórnina til að fara Bazar heldur Austfirðingafé- lagið á Akureyri, í Túngötu 2, sunnudaginn 6. nóv. kl. 4 e. h. — Margt góðra muna. Leikfélag Akureyrar hefur sýnt gamanleikinn Pabba 10 sinnum. Næstu sýningar laugar- dags- og sunnudagskvöld. Nú ættu þeir, sem ætla að sjá leik- inn ekki að draga það lengur. frá. Þi.igmenn Alþýðubandalags- ins og Framsóknarflokksins geta það ekki einir. Nú velta úrslitin á þeim þingmönnum stjórnar- flokkanna, sem ekki vilja Iáta bendla nafn sitt við það ódæðis- verk, sem ráðgert er. ÚTGERÐIN Frh. af 1. síðu. öðru lagi hafa allar rekstrarvör- ur stórhækkað af völdum gengis- lækkunarinnar og lögboðnir ok- urvextir mergsjúga fyrirtækin. Um fyrra atriðið er ekki við neinn að sakast, en vert að benda á, að aflatregða er ekki ný bóla í sögu togaraútgerðarinnar. Síðara atriðið er aftur af mannavöldum gert. Það er sök þeirra stjórnmálaflokka, sem nú fara með meirihlutavald á Al- þingi. Bátarnir. . Um bátana verður ekki sagt það sama og um togarana, að hjá þeim hafi verið aflatregða. Heildarafli bátaflotans, það sem af er þessu ári, er meiri en á sama tíma í fyrra. Samt er af- koman þannig hjá bátaútgerðinni að dagblöð stjórnarflokkanna, Morgunblaðið og Alþýðublaðið, hafa bæði skýrt svo frá síðustu daga, að við borð liggi, að mikill hluti bátaflotans fari á nauðung- aruppboð vegna þess, að eigend- ur þeirra hafa ekki getað staðið í skilum með greiðslur löggjalda af lögboðnum tryggingum bót- anna. Er af þessu fljótséð, að „viðreisnin" hefur ekki heldur bætt rekstrargrundvöll bátaút- gerðarinnar. En ljót fer að verða heildar- mynd hinnar margrómuðu „við- reisnar“ íhaldsins og kratanna, þegar hún hefur stöðvað útgerð- ina og þá um leið mikinn hluta iðnaðarins og lamað landbúnað- inn og allar framkvæmdir í land- inu. Ekki þarf að efa, að þá ræt- ist draumurinn um „hæfilegt at- vinnuleysi". Pelíkan-vörurnar eru komnar! Kalkipappír — Stenslar Stimpilpúðar — Stimpilblek Lím í túbum — Lím í glösum Vatnslitir í kössum — Krítarlitir í dósum Vélritunarbönd — Vatnslitapenslar Strokleður, Tusche Iilek, blátt, grænt, rautt, hvítt Olíulitir í túbum — Olíulitakassar Sjálfblekungar Pelíkan-skólapenninn, sem öll börn vilja eignast. JÁRN- 0G GLERVÖRUDEILD

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.