Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 11.11.1960, Page 1

Verkamaðurinn - 11.11.1960, Page 1
VERKfffllflÐURltin Ritstjóri: Þorsteinn Jónatansson. Útg.: Sósíalistafélag Akureyrar. Skrifstofa Hafnarstræti 88. Sími 1516. Áskriftarverð kr. 50.00 árg. Prentverk Odds Björnssonar h.f. XLIII. árg. Akureyri, föstudaginn 11. nóvember 1960 39. tbl. Ágæff sfarf Sjálfsbjargar á Ák. Frá síldveiðum á Pollinum við Akureyri. Frá aðalfundi félagsins Aðalfundur Sjálfsbjargar, fé- lags fatlaðra á Akureyri og ná- grenni, var haldinn í húsi félags- ins, Bjargi, 30. okt. í félaginu eru nú 116 fullgildir félagar, en að auki 102 styi’ktar- félagar og 7 ævifélagar. Á liðnu starfsári voru haldnir 7 félag's- og skemmtifundir og 25 stjórnar- fundir. Þá voru 29 föndurkvöid, þar sem félagar unnu að ýmiss skeið. Rekstur reglulegs vinnu- heimilis verður ekki hægt að taka upp fyrr en viðbyggingin hefur verið leist. Þó hefur félagið í hyggju að auka starfið á næst- unni eftir því, sem ástæður fram- ast leyfa. í stjórn félagsins til næsta að- alfundar voru kosin: Adolf Ingi- marsson formaður, hann var einn- ig formaður síðasta starxstímabil, Heiðrún Steingrímsdóttir ritari, Sveinn Þorsteinsson gjaldkeri, Ástþrúður Sveinsdóttir og Líney Helgadóttir meðstjórnendur. Adolf Ingimarsson, formaður Sjálfsbjargar. konar framleiðslu, og tvisvar var höfð sala slíkra muna. Þáttaka í föndurkvöldunum var ágæt, til jafnaðar mættu 24 félagar. Þá var á árinu lokið fyrsta áfanga í byggingu félags- og vinnuheim- ilis og það tekið í notkun. Ætlun- in er, að á næsta ári verði bygg- ingu þess haldið áfram og sér- stakur vinnusalur byggður til viðbótar. Félagið hefur nú alla starfsemi sína í eigin húsakynn- um. Þar eru fundir haldnir og föndurkvöldin byrjuðu þar snemma í haust, ennfremur hef- ur félagið haft þar saumanám- Útgerðarfélagið leitar aðstoðar bæjarsjóðs Fyrir bæjarstjórnarfundi á þriðjudaginn lá bréf frá Útgerðarfé- lagi Akureyringa h.f., þar sem óskað var eftir 500 þús. kr. láni frá bæjarsjóði. Bæjarstjórn tók ekki endanlega afstöðu til þessa bréfs, en vísaði því til bæjarráðs með heimild til afgreiðslu. Bæjar- ráð ákvað á fundi á miðvikudaginn að leita eftir lánsfé til að endur- Útgerðarfélaginu. Eins og frá var sagt í síðasta blaði er nú öll togaraútgerð hér á landi rekin með stórfelldu tapi, og er ekki sjáanlegt að neinn rekstrargrundvöllur sé fyr- ir hana, eins og málum er komið. Jafnvel þó að verulega rættist úr með aflabrögð, sem hafa verið mjög léleg um alllangan tíma, myndi það ekki nægja til að fengizt rekstrargrundvöllur, til þess þyrfti a. m. k. stöðugan upp- gripaafla. Rekstrarkostnaður skipanna er orðinn svo mikill eftir að áhrif gengisfellingarinnar komu að fullu til framkvæmda. Allt, sem til útgerðarinnar þarf, nema vinn- an, hefur hækkað svo stórkost- lega, að þegar okurvaxtabyrðin bætist við, er erfitt að reikna dæmið þannig með núverandi fiskverði, að endarnir nái saman. Enda er svo komið, eins og þegar er sagt, að öll togaraútgerðin safnar nú milljónaskuldum og jafnvel hin grónustu og bezt stæðu útgerðarfyrirtæki riða til falls. Útgerðinni er samt ennþá haldið áfram af öllum, sem ein- hverja möguleika hafa til að herja út lánsfé í þeirri von, að ríkisvaldið hlaupi undir bagga og rétti á einhvern hátt hag útgerð- arinnar. Annars eru skuldimar yfirleitt orðnar svo miklar og þá um leið vaxtabyrðin, að meira en lítið þarf til, að rekstrinum verði komið í það horf, að hann geti staðið straum af skuldasúpunni. Togarafélagið hér á Akureyri er eðlilega ekki betur á vegi statt en önnur útgerðarfyrirtæki, og kannski verr en mörg þeirra vegna þess, hve stórfelldar skuld- ir voru hér fyrir og þess vegna risavaxnar upphæðir sem fara í vaxtagreiðslur. Enda er nú svo komið, að hverfandi líkur eru til að hægt verði að koma togurun- Löndun í Krossanesi. um út aftur næst þegar þeir koma til hafnar. Lánastofnanir hafa nú kippt að sér hendinni og félagið fær ekki lengur úttekt nema þá mjög takmarkað hjá viðskiptafyrirtækjum þeim, sem það hefur skipt við. Stjórn félagsins og fram- kvæmdastjórar hafa þó hug á að reyna að halda skipunum gang- andi svo lengi, sem þess er kost- ur, og þess vegna hefur verið leitað til bæjarins um aðstoð eins og segir í upphafi. Sú upphæð, sem þar er farið fram á, að bær- inn láni, hrekkur þó skammt, Og annað er hitt, að bærinn hefur ekkert fé handbært til að lána. í septembermánuði var félaginu lánað það fé, sem til var í Fram- kvæmdasjóði bæjarins, kr. 1.700. 000.00, og bæjarsjóði mun ekki veita af sínu til að standa straum af vaxandi útgjöldum. Það væri hins vegar óbætan- legt tjón fyrir bæjarfélagið, ef leggja yrði togurunum, og allir, sem hjá Útgerðarfélaginu hafa unnið, misstu atvinnu sína. Fyrir því ákvað bæjarráð að leita nú eftir einnar milljón króna láni, sem síðan yrði endurlánað Út- gerðarfélaginu, a. m. k. 500 þús. krónur. Hvort vonir eru til að lán þetta fáist er blaðinu ekki kunnugt. En jafnvel þó að bæjarfélagið leggi mikið á sig til að halda Út- gerðarfélaginu gangandi og þeirri atvinnu, sem í kringum það er, þá er greinilegt, að bæjarfélag- inu er það ekki mögulegt nema um skamman tíma, ef rekstur bæjarins á ekki einnig að sigla { strand eða skattheimta af bæjar- búum að verða óbærileg. Og bæjarbúar verða eðlilega tregir til að taka á sig miklar byrðar í því sambandi á meðan sá háttur er hafður á, að togararnir eru látnir sigla með aflann óunninn en frystihúsið látið standa ónot- að, og þeir, sem hjá félaginu hafa unnið í landi, eru að meira eða minna leyti atvinnulausir. Það er ríkisstjómin og stjóm- arliðið á Alþingi, sem með að- gerðum sínum hefur skapað þetta ófremdarástand hjá útgerðinni, og því ber að gera ráðstafanir til að úr verði bætt. Geri hið opinbera engar ráðstafanir til að tryggja rekstur togaranna, verð- ur sennilega búið að leggja öll- um flotanum fyrir áramót. VEXTIR 0G . VINNULAUN Það hefur nokkrum sinum ver- ið minnzt á það hér í blaðinu undanfarið, að hjá ýmsum at- vinnufyrirtækjum væru vaxta- greiðslur orðnar eins mikill út- gjaldaliður og launagreiðslur og þess vegna væri auðvelt að hækka launin, ef vextimir væru lækk- aðir. Nú hefur blaðið fregnað, að hraðfrystihús Útgerðarfélagsins sé eitt þeirra fyrirtækja, sem þannig er ástatt um, og em þó vinnulaun allhár hluti af heildar- veltu þess. En sannleikurinn mun sá, að sé reiknaður út kostnaður- inn við hvem kassa af frystum fiski, þá verður álíka mikið, sem fer í vcxti og vinnulaun. Þetta þýðir, að væri einum fjórða af vaxtakostnaðinum létt af frysti- húsinu, þá væri hægt að hækka laun starfsfólksins að sama skapi eða um 25 prósent. Ef vextir af rekstrarlánum til sjávarútvegsins væru lækkaðir um helming, og þá fyrst yrðu þeir skaplegir og eitthvað sam- bærilegir við það, sem gerist með öðrum þjóðum, þá væri unnt að hækka laun verkafólksins mn 25% og jafnframt væri hagur út- gerðarinnar og fiskiðjuveranna bættur stórlega. Það er full þörf og nauðsyn á hvoru tveggja. Hvers vegna ekki að nota svo einfalt ráð sem vaxtalækkun?

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.