Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 11.11.1960, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 11.11.1960, Blaðsíða 4
VERKAMAÐURINN Föstudaginn 11. nóv. 1960 4 Frá bæjarstjórn Fundur var haldinn í bæjar- stjórn Akureyrar á þriðjudag- inn í þessari viku. Þetta gerðist meðal annars: Viðbygging við HA. Félagsgarður h.f. hafði sótt til bsejarráðs um leyfi þess sem brunamálanefndar til að láta byggja viðbyggingu austan við húsið Hafnarstræti 98 (Hótel Akureyri), eina hæð 14,20x8,0 m að flatarmáli. í viðbyggingu þessari er gert ráð fyrir mat- stofu og eldhúsi. Samþykkt var að leyfa viðbyggingu þessa sem bráðabirgðabyggingu gegn til- skildum öryggisútbúnaði. Samkvæmt þessu virðist Hó- tel Akureyri ætla að færa út kvíamar á næstunni og taka upp matsölu meðfram gistihús- rekstrinum. Skipulag miðbæjarins. Fyrir bæjarstjóm liggur nú tillaga frá skipulagsstjóra um framtíðarskipulag miðbæjarins og sunnanverðrar Oddeyrar. Bæjarráð hefur ekki ennþá tekið afstöðu til tillögunnar í heild, en leggur til, að hraðað verði frágangi skipulags á svæðinu milli Geislagötu, Glerárgötu og Strandgötu vegna beiðna um byggingaleyfi á þessu svæði. Þá hefur bæjarráð einnig samþykkt, að það telji ekki koma til mála, að leyft verði að reisa byggingar sunnan Strandgötu, en nefnd til- laga gerir ráð fyrir byggingum sunnan götunnar. Bæjarstjóm féllst á þessi sjón- armið bæjarráðs. kemur að afgreiðslu fjárhagsá- ætlunar fyrir næsta ár. Hámarkstala vörubifreiða. Með bréfi frá 31. okt. hafði vörubílstjórafélagið Valur farið fram á, að hámarkstala vörubif- reiða til almenningsnota í bæn- um yrði ákveðin frá 1. nóv. til jafnlengdar næsta ár 42 bifreiðir í stað 50, sem verið hefur. Jón Ingimarsson flutti tillögu um, að hámarkstalan yrði ákveð- in 45. Sú tillaga var felld með 5 atkvæðum gegn 3, og samþykkt, að hámarkstalan skyldi óbreytt standa. Ný niðursuðuverksmiðja. í fundargerð frá hafnamefnd, sem staðfest var af bæjarstjórn- inni, kemur fram, að Knútur Karlsson, Helgamagx-astræti 48, hefur sótt til hafnamefndar um lóð undir fiskiðjuver norðan við fiskvei-kunarstöð Útgerðaii-félags Akureyringa h.f. Hafnarnefnd var sammála um, að veita um- sækjanda fyrirheit um lóð fyrir fiskiðju (niðursuðuverksmiðju), en getur að svo stöddu ekki á- kveðið legu hennar eða stærð fyrr en gengið befur verið frá skipulagi af greindu svæði. Þá lá fyrir annað bréf frá sama marmi, dags. viku síðar, þar sem hann sækir um að fá nyrzta hluta (1/3) af húsi hafn- arinnar á suðurtanganum á leigu. Samþykkt var að verða við beiðninni, að því tilskildu, að núverandi leigjandi, Ú. A. h.f., sjái sér fært að rýma plássið og samkomulag verði um leigukjör. MAKKIÐ Ákveðið er, að samningamakk- inu um fiskveiðiöggjöfina verði haldið áfram í Reykjavík eftir miðjan þennan mánuð. Brezku samningamennirnir munu koma til Reykjavíkur þann 14. Nokkur vafi er talinn leika á því, hvort gengið verði nú strax frá rétt- indaafsali af hálfu ríkisstjórnar- innar eða hvort það verður dreg- ið fram undir áramót. Það er vit- að, að stjórnin ætlar sér að leggja á það ofurkapp, að fjárlög verði afgreidd og Alþingi slitið fyrir áramót. Telja ýmsir, að það standi í sambandi við það, að stjórnin þori ekki að kunngera svikin meðan Alþingi situr, en ætli að gera það um leið og búið er að senda þingmenn heim. Onnur ástæða til þess, hve mjög þing- haldinu er nú flýtt, er talin sú, að stjórnin hyggist þá nota sömu aðferð og á liðnu sumri, ef verk- 'föll verða boðuð eftir áramótin, og banna þau með bráðabirgða- lögum. Til verkamanna Þar sem vinna hefur dregizt verulega saman undanfaijið og þegar mun byrjað að brydda á atvinnuleysi, eru verkamenn kvattir til þess að láta skrá sig á Vinnumiðlunarskrifstofunni í Strandgötu 7 tafarlaust, ef þeir hafa ekki fulla vinnu, til þess að hægt sé að hafa sem bezt yfirlit yfir atvinnuástandið á hverjum tíma. SMYGL Ú ts varsgreiðslur. Samþykkt var svohljóðancli tillaga bæjarráðs: „Bæjarráð leggur til, að bæjarstjóm neyti heimildar 28. gr. b.-liðs útsvars- laga nr 66, 1945 um, að síðustu greiðslur þeirra launþega, sem hafa greitt útsvör reglulega af kaupi, megi dragast til janúar- loka 1961, þannig að útsvör þeirra, sem svo er ástatt um og greitt hafa að fullu fyrir lok jan- úar, komi að fullu til frádráttar við útsvarsálagningu á árinu 1961.“ Ljósatæki. Leikfélagið hefur farið þess á leit, að greiddur verði úr bæjar- sjóði reikningur fyrir ljósatæki, sem sett hafa verið upp í Sam- komuhúsinu, þannig að öll ljósa- tæki í húsinu verði þess eign eða bæjarins. Reikningur þessi er að upphæð kr. 39.229.00, en áður hefur bærinn greitt fyrir ljósa- tæki í Samkomuhúsið kr. 42.240. Samþykkt var að fresta á- kvörðun um erindi þetta, þar til - tyggp uppá dönsku44 Framhald af 2. siðu, um. Annarra þjóða menn geta sijómað í sínum heimalöndum og eiga að gera það, en á íslandi eiga íslendingar einir að stjóma. Hvei-jir skyldu líka vera færari um það? Fjárhagsáætlun Rafveitunnar. Fyrir bæjarstjóm lá til fyrri umræðu fjárhagsáætlun Raf- veitu Akureyrar fyrir yfirstand- andi ár, en rafveitustjómin hafði samþykkt áætlunina á fundi 27. okt. Má segja, að áætlun þessi sé ekki vonum fyrr á ferðinni, þar sem nú eru aðeins sjö vikur eftir af árinu og verða ekki nema 4—5, þegar áætlunin verður end- anlega samþykkt. En bæjarbúum til fróðleiks um það, hvernig tekjur og gjöld raf- veitunnar skiptast fer áætlun þessi hér á eftir: Nýlega varð uppvíst um stór- fellda tilraun til smygls í Rvík. í einu af skipum Eimskipafélags- ins fannst smyglvarningur, sem nemur hundruðum þúsunda að verðmæti. Margir skipsmanna eru við málið riðnir. Einnig varð fyrir nokkrum dögum uppvíst um smygl úr öðru skipi, og loks var flugmaður staðinn að smygli. Smyglvarningurinn úr Lagarfossi er margskonar, en mest ber þó á undirfatnaði kvenna. Þá mun og ekki verða skortur gervi- brjósta, ef varningur þessi kem- ur á markað hér. □ Tekjur: 1. Raforka til ljósa ................ Kr. 1.775.000 2. Raforka til suðu ..................— 650.000 3. Gólfflatargjald ...................— 700.000 4. Heimilistaxtinn.....................— 2.700.000 5. Raforka til iðnaðar og árskílówatt — 1.475.000 6. Raforka til hitunar í iðnaði..... — 250.000 7. Daghitun ..........................— 1.700.000 8. Næturhitun ........................— 1.300.000 9. Mælaleigur ....................... — 250.000 10. Frá Laxarvirkjun ..................— 284.000 11. Götu og hafnarljós................ — 75.000 12. Ýmsar tekjur ..................... — 200.000 Kr. 11.359.000 Gjöld: 1. Keypt raforka frá Laxárvirkjun Kr. 6.800.000 2. Rek^tur Glerárstöðvar ........... — 50.000 3. Stjórn, skrifstofukosn. og eftirl. . . — 1.275.000 4. Bygging geymsluhúss og verkst . . — 200.000 5. Viðhald og endurbætur ........... — 2.634.000 6. Ýmsir viðskiptamenn ............. — 150.000 7. Ýms gjöld ....................... — 250.000 Kr. 11.359.000 Margrét Sigurðardóttir tekur sæti á þingi 1 þessari viku tók frú Margrét Sigurðardóttir, fyrsti varaþing- maður Alþýðubandalagsins í Reykjavík, sæti á Alþingi í fjar- veru Einars Olgeirssonar, en hann fór utan til að vera við- staddur hátíðahöldin í Moskvu í tilefni byltingarafmælisins 7. nóvember. Frú Margrét hefur ekki áður átt sæti á þingi, en litlu munaði að hún næði kjöri við síðustu kosningar. .— Klofningsframboð Þjóðvarnarflokksins kom í veg fyrir það og færði íhaldinu þing- sætið. Margrét er Akureyringum að góðu kunn frá því hún átti hér heimili um árabil. □ Messað í Akureyrarkirkju á sunnudaginn kemur kl. 2 e.h. Sálmar nr. 514, 648, 664, 207, og 675. P. S. — Sunnudagaskóli er á sunnudaginn kemur kl. 10.30. Klukkunum hringt kl. 10.00. — 5 og 6 ára börn í kapellunni og 7—13 ára í kirkjunni. Kvöldskemmtun Einingar og Verkamannafélagsins er í Al- þýðuhúsinu í kvöld kl. 8.30. — Félagsvist og dans. — Meðlimir félaganna eru hvattir til að mæta. Afmæli Matthíasar. — Matt- híasarfélagið á Akureyri minn- ist þess í kvöld, 11. nóv., með hátíðlegri athöfn í kirkjunni, að 125 ár eru liðin frá fæðingu skáldsins. Prófessor Steingrím- ur J. Þorsteinsson flytur erindi um skáldið og kirkjukór Akur - eyrar syngur. Aðgangseyrir er frjáls þeim, sem vilja efla starf- semi félagsins. Bazar heldur Kvenfél. sósíal ista í Ásgarði, Hafnarstræti 88, klukkan þrjú á sunnudaginn. Happdrætti Þjóðviljans biður alla þá, sem fengið hafa miða til sölu, að vera vel vakandi fyrir öllum sölumöguleikum og gera skil á afgreiðslu blaðsins í Hafnarstræti 88 við fyrstu hent- ugleika. Frá Leikfélagi Ak. Síðustu sýningar á PABBA verða um helgina. Athygli er vakin á því, að laugardagssýningin hefst kl. 4 síðdegis. Minningarspjöld krabbameins- félagsins fást á Pósthúsinu. SAMNINGAR IÐJU Eins og frá var sagt í næstsíð- asta blaði, er nú lokið í bili samningaviðræðum Iðju á Ak- ureyri og Vinnumálasambands samvinnufélaganna. Ekki var gengið frá neinum endanlegum samningum, en samkomulag gei-t um allmörg atriði, og eru þessi helzt: 1) Kaup byrjenda í iðnaðinum hækkar í tveim áföngum í stað fjögurra áður. Allir fá nú full laun eftir eins árs starf. 2) Samkomulag varð um, að aðilar ynnu að því að koma á á- kvæðisvinnu. Þar sem hún verð- ur upp tekin, skuldbinda at- vinnurekendur sig til að tryggja viðkomandi fólki 20% hærra lág- markskaup en nú er. 3) Veikindatrygging verður irír mánuðir á fullu kaupi og orír á hálfu. Ef verkamaður veikist svo, langvarandi, að hann taki út alla trygginguna getur það, sem hann fær greitt, numið allt að kr. 20.175.00. 4) Sé unnin eftirvinna, greið- ist hún með 60% álagi á dag- vinnukaup. 5) Oll vinna eftir hádegi á laugardögum greiðist með helgi- dagakaupi, þ. e. 100% álagi. Áð- ur voru fyrstu tveir tímarnir greiddir með eftirvinnukaupi. Einnig var samið um lagfær- ingar á fleiri smávægilegum at- riðum. Um kauphækkun var ekki samið. Fulltrúar atvinnu- rekenda lýstu þó yfir skilningi á þörf verkafólksins fyrir hærri laun, en kváðust ekki tilbúnir að semja um ákveðna hækkun fyrr en séð væri, hvaða kröfur önnur félög settu fram, þar sem þeir vildu semja um sama kaup og almennt yrði til þess hins- vegar að verkafólkið gæti fengið tekjur sínar auknar buðu þeir, að þar til samið yrði um kaup- hækkun, skyldu þeir láta vinna yfirvinnu. Um þetta var þó ekk- ert samið, en í flestum fyrirtækj- um SÍS hér er þegar farið að vinna yfirvinnu, enda þó að það megi teljast algert neyðarbrauð fyrir verkafólk að verða að lengja vinnutímann til þess að afla þess fjár, sem óhjákvæmi- legt er til að lifa sæmilegu lífi. Eins og sagði í upphafi, voru engir heidarsamningar undir- skrifaðir, samningar eru því opn- ir, og viðræður verða teknar upp á ný um leið og önnur félög hefja samninga. □ Erum fluttir í Kaupvangsstr. 4 ílöfuni eins og áður fjölbreyttar kjöt- og nýlenduvörur, auk þess hreinlætisvörur og fleira. - Sendum heim. Nýja-Kjötbúðin Símar: 1113 - 2666.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.