Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 18.11.1960, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 18.11.1960, Blaðsíða 1
VERKfflnjMRinn Ritstjóri: Þorsteinn Jónatansson. Útg.: Sósíalistafélag Akureyrar. Skrifstofa Hafnarstræti 88. Sími 1516. Áskriftarverð kr. 50.00 árg. Prentverk Odds Björnssonar h.f. XLIII. árg. Akureyri, Föstudaginn 18. nóvember 1960 39. tbl. Kaupgjaldsbaráttan er aðalmálið á 27. þingi A. S. I. Maíthíasarsafn á Sigurhæðum Vinslri menn eru í yfirgnæfandi meirihluta á þinginu Þing Alþýðusambands íslands, hið 27. í röðinni, var sett í Reykja- vík á þriðjudaginn. Forseti þingsins var kjörinn Björn Jónsson, for- maður Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar og varaforsetar Guðmundur Björnsson frá Stöðvarfirði og Herdís Ólafsdóttir frá Akranesi. Við setningu þingsins komst forseti Alþýðusambandsins, Hanni- bal Valdimarsson, svo að orði: Óbreytt kaup við aðra eins dýrtíð- armögnun og orðið hefur síðastliðið ár er óframkvæmanleg stefna. Á fyrsta degi þingsins voru samþykkt kjörbréf 333 þingfull- trúa frá 138 félögum, en eitthvað mun hafa bætzt við af fulltrúum síðan, svo að þeir eru alls um 340. Við forsetakjörið komu fram tvær uppástungur, svo að þá fór . strax fram könnun á styrkleika- hlutföllum milli vinstri og hægri manna á þinginu. Frambjóðandi vinstri manna, Björn Jónsson, var kjörinn með 203 atkvæðum, en frambjóðandi hægri manna, Eggjert - Þo'rsteinsson, hlaut 118 atkvæði. Vai-aforsetar urðu sjálf- kjörnir. Minni ágreiningur varð um kjörbréf að þessu sinni en oft hefur verið, en aðalumræður í upphafi þingsins snerust um það, hvort taka skyldi landssamband verzlunarmanna inn í Alþýðu- sambandið eða ekki, því máli lauk á þann veg, að gerð var svohljóðandi samþykkt með 198 atkvæðum gegn 128: „27. þing Alþýðusambands ís- lands staðfestir þá samþykkt mið- stjórnar sambandsins að synja um sinn inntökubeiðni Lands- sambands íslenzkra verzluriar- manna meðan skipulagsmál Al- þýðusambandsins eru í deigl- unni. Jafnframt vill þingið lýsa yfir því, að Alþýðusambandið er reiðubúið til að veita L. í. V. alla aðstoð í hagsmunabaráttu verzl- unarfólks, sem það getur í té lát- ið og felur miðstjórn að gera um það bindandi samning við L. í. V., ef það óskar þess." Veigamesta málið. fæst við, verður án efa kaup- gjaldsbaráttan, sem nú er fram- undan. Forseti ASÍ lagði í setn- ingarræðu sinni megin áherzlu á það mál og lýsti því, hvemig hvað eftir annað hefur verið höggvið í sama hnérunn síðustu tvö ár og kjör verkafólks skert svo, að með öllu er óviðunandi. Verkalýðurinn hefur þegar sýnt j mikla biðlund, en nú er ekki , hægt að bíða lengur. Enda hafa verkalýðssamtökin undirbúið bar áttu sína með mörgum fundum og ráðstefnum að undanförnu. Þeim undirbúningi verður hald- ið áfram á Alþýðusambandsþing- inu og stefnan mörkuð ákveðnar en hægt hefur verið til þessa. Fljótlega eftir Alþýðusambands- þing má gera ráð fyrir, að verka- lýðsfélögin almennt leggi kröfur sínar fyrir atvinnurekendur. Matthíasarfélagið á Akureyri er ennfremur gert ráð fyrir, að á hefur um þriggja ára skeið starf- að að því að koma upp safni til minningar um þjóðskáldið Matt- hías Jochumsson. í því skyni keypti félagið neðri hæð húss þess, sem skáldið reisti á sínum tíma og bjó í, Sigurhæðir. Síðan hefur verið unnið að því, að safna saman flestum munum úr búi Matthíasar og koma þeim fyrir í þessum húsakynnum sem líkast því, sem var á meðan skáldið lifði. Gert er ráð fyrir, að Alþýðu- sambandsþingi ljúki á sunnudag- sem þetta Alþýðusambandsþing > inn ERFIÐLEIKAR ÚTGERÐARINNAR Mikil síldveiði á Pollinum Síldveiðin á PoIIinum hefur mjög færzt í aukana síðustu dag- ana, svo að segja má, að mok- veiði hafi verið hjá þeim fjórum bátum, sem þessar veiðar stunda. Síðustu tvo daga hefur Krossa- nessverksmiðjan tekið á móti um það bil 5000 málum, og hafði í gærkvöldi alls tekið á móti ná- lægt 18 þúsund málum. Er nú tekið að safnast í þrær verk- smiðjunnar, því að mikið vantar á, að hafist undan að vinna það, sem að berst. Fitumagn í síldinni hefur minnk- ' að mjög frá því, sem var fyrst þegar veiðarnar hófust, og fæst nú sáralítið lýsi úr henni. Af þeim sökum varð að lækka nokk- uð verð það, sem bátarnir fá fyr- ir síldina, eða úr kr. 80 í kr. 65. Mikil atvinna er í saonbandi við síldveiðar þessar bæði fyrir sjómenn og fyrir verkamennina í Krossanesi, en hins vegar óttast margir að hér kunni að vera um rányrkju að ræða, og er illt, ef svo skyldi vera, en um það eru jafnvel fiskifræðingar ekki á einu máli. í síðustu blöðum Verkamannsins hefur því verið lýst, hvernig „við- reisnin" hefur leikið útgerðina, þannig að allar líkur benda nú til, að meginhluti bátaflotans og togaraflotinn allur verði gjald- þrota og fari á uppboð. Að undanförnu hefur staðið yfir í Reykjavík aðalfundur Landssambands íslenzkra útvegs- manna, og í ræðum fundarmanna þar hefur það komið greinilega fram, að ekki hefur verið ofsagt hér í blaðinu um afkomu og rekstrargrundvöll útgerðarinnar. Strax í setningarræðu sinni sagði form. landssambandsins, Sverrir Júlíusson, að efnahagsaðgei-ðun- um mætti líkja við uppskurð, sem hefði í för með sér lömun þjóðarlíkamans, og þess vegna væri nauðsynlegt að snúa við áður en það væri orðið um sein- an. Jónas Haralz, sem nefndur hef- ur verið „höfundur viðreisnar- innar" og einnig sjávarútvegs- málaráðherra, Emil Jónsson, mættu á fundum hjá útgerðar- mönnum, og viðurkenndu þeir, að ekki hefSi tekizt með gengis- fellingunni að skapa útgerðinni viðunandi rekstrargrundvöll, og sagði Emil, að ríkisstjóminni væri ljóst, að útgerðin þyrfti á mikilli aðstoð að halda. Kvað hann ríkisstjórnina helzt hafa ráðgert að útvega útgerðarmönn- um föst lán til langs tíma og með lægri vöxtum en þeim, sem stjórnin ákvað í fyrravetur og nú tíðkast. Með því hefur ríkisstjórn- in viðurkennt, að ófært sé að halda fast við þá vaxtapólitík, sem nú er rekin. Eðlilega myndi það koma út- gerðinni vel að fá lánsfé, og þó ennþá betur, ef vextir væru lækk aðir af þeim skuldum, sem nú hvíla á henni. En erfiðleikar út- gerðarinnar verða ekki leystir með útvegun lánsfjár. Sé rekstr- argrundvöllur ekki fyrir hendi þá leiðir aukin skuldasöfnun að- eins til þess, að kreppa útgerðar- innar eykst, jafnvel þó að skap- legir vextir yrðu á nýju lánun- um. Vextir af gömlu skuldunum verða einnig að lækka og al- mennur útgerðarkostnaður, eða þá fiskverðið að hækka. Fyrir- tæki, sem rekið er með tapi kemst ekki á réttan kjöl með því að taka sífellt ný lán til að greiða rekstrarhallann. Ef ríkisstjórnin gerir ekkert annað útgerðinni til hagsbóta en að útvega lán, þá er ekki annað sjáanlegt, en stefnt sé ákveðið að því, að algert kreppuástand verði hjá sjávarút- veginum og miklum hluta skipa- stólsins verði lagt. Nú þegar er búið að leggja nokkrum togurum, og sennilegt að búið verði að leggja þeim flestum eða öllum fyrir áramót. Verkamannafélag Akureyrar- kaupstaðar beinir því til allra verkamanna í bænum, sem eru atvinnulausir að einhverju eða öllu leyti, að láta skrá síg án íafar á Vinnumiðlunarskrifstof- unni, Strandgötu 7, til þess að hægt sé að fylgjast sem bezt með atvinnuástandinu. Hinn 11. þ. m. voru liðin 125 ár frá fæðingu Matthíasar, og þann dag bauð Matthíasarfélagið fréttamönnum að líta á safnið, eins og það er í dag. En ennþá hefur það ekki verið opnað al- mermingi og verður það senni- lega ekki gert fyrr en á næsta vori, og þá væntanlega búið að fá til safnsins enn fleiri muni en ennþá er orðið. Húsgögn flest og stærri gripir er þó þegar komið á sinn stað, eða sömu staði og áður var í íbúðinni. Flest af hús- gögnunum hafa börn Matthíasar eða aðrir afkomendur hans gefið til safnsins. Af því hefur mest komið frá frú Þóru Matthíasdótt- ur, en einnig frá Gunnari Matt- híassyni, frú Guðrúnu Figved og Braga Steingrímssyni. Frá Menntaskólanum á Akureyri fékk safnið bókaskáp ásamt nokkru af bókum. Bækur og fleiri smáhlutir hafa einnig verið keyptir annars staðar að, en enn- þá vantar mikið af bókum og eitthvað af myndum, sem voru í eigu Matthíasar. Gert hefur verið við þá muni, sem eitthvað voru úr lagi gengnir, svo að allt er nú vel útlítandi. Einnig hefur húsnæðið verið endurbætt og frá því gengið sem líkast þvi, er var á dögum Matthíasar. Er ekki vafi á því, að mörgum verður ánægja að því að skoða safn þetta, þegar það verður að fullu frá gengið, og það mun gera sitt til að halda uppi á verðugan hátt minningu þjóðsííáldsins, þó að ljóð þess muni auðvitað alltaf og alla tíð gera það öðru betur. Það hefur verið áhugamál Matthíasarfélagsins að eignast allt húsið að Sigurhæðum til af- nota fyrir safnið, en samningar hafa til þessa ekki tekizt um verð fyrir hæðina, hvað sem verð- ur. í Matthíasarfélaginu eru nú 173 félagar, og fram til síðasta aðalfundar, sem haldinn var snemma á sl. sumri hafði félagið lagt í kostnað við safnið 321 þús. krónur, en þar af er styrkur frá Akureyrarbæ alls kr. 150 þús. og frá ríkissjóði kr. 65 þúsund. Þá f járlögum næsta árs verði veittar til safnsins kr. 40 þús., og von félagsstjórnarinnar er, að fram- lag ríkisins verði áður en líkur ekki minna en framlag Akureyr- arbæjar. Enn er ekki ákveðið, hvaða að- ili annist um rekstur safnsins, þegar það er fullfrágengið, hvort það verður félagið, sem unnið hefur að því að koma því upp eða opinberir aðilar. Formaður Matthíasarfélagsins er Marteinn Sigurðsson, kaupmaður. VERÐA ÞEIR SELDIR ÚR LANDI? AUir íslenzku togararnir eru nú reknir með stórtapi, og veldur þar hvorttveggja „viðreisnin" og óvenjuleg aflatregða. Einum af stærstu og hýjustu togurunum, Sigurði (eign Elinars ríka) hefur þegar verið lagt. Þá hefur tveim- ur af eldri togurunum verið lagt í Hafnarfirði og ennfremur öðr- um ísafjarðartogaranum. Afkoma nýju togaranna er langverst, þar sem vextir af kaupverði þeirra nema svo gífur- legum upphæðum, einnig vá- tryggingagjöld og fleira. Hinsveg- ar hafa þeir ekkert fiskað betur en eldri skipin. Nú hefur heyrzt að Guðmundur Jörundsson, Einar Sigurðsson og aðrir, sem keypt hafa þessa togara séu farn- ir að athuga möguleika á að selja þá erlendis, þar sem þeir hafa komist að þeirri niðurstöðu, að útilokað sé að gera þá út við nú- verandi aðstæður, og jafnvel þó að skipunum verði lagt við fest- ar meðan aflaleysið varir, sem allir vona, að ekki verði til ei- lífðar, þá gerir vaxtakostnaður- inn einn eigendurna gjaldþrota á fáum mánuðum, ef þeir eru það ekki þegar. Það er því sennilegast eins og nú horfir, að þess veroi skammt að biða, að þessir stóru og nýju togarar verði seldir úr landi, og verði rekstrargrudvöllur fyrir gömlu togarana ekki stórbættur, er sennilegt að þeir fari sömu leiðina, ef einhver vill kaupa þá. Það verður mikið áfall fyrir landsbúa, ef það verður eitt af „afreksverkum" núv. ríkisstjóm- ar að drepa togaraútgerðina á íslandi. Eftir það verður þröngt fyrir dyrum hjá mörgum Akur- eyringi og trúlega fleirum. Jólamerki kvenfél. Framtíð- arinnar eru komin á markað- inn. Seld á pósthúsinu. Ágóð- inn rennur í elliheimilissjóð.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.