Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 18.11.1960, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 18.11.1960, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 18. nóv. 1960 Um bækur og menn Það er orðin föst venja, að flestar bækur, sem út koma á íslandi, berast á markaðinn í tveim síð- ustu mánuðum ársins, nóvember og desember. í desember einum selst sennilega meira af bókum en alla hina mánuðina samanlagt. Þá er uppskerutími bókaútgef- enda og bókaverzlana. En bókaútgáfa er mikið happ- drætti; stundum gefur hún góð- an skilding í aðra hönd, en oft er líka tap. Utkomuna er erfitt að sjá fyrir. Urvalsbækur seljast oft ekki fyrir prentunarkostnaði og svo geta hinar ólíklegustu bækur orðið metsölubækur. Samkeppn- in um sölima er orðin feikna- hörð, og segja útgefendur, að hin síðari ár hafi það mestu ráðið um söluna, hvað þeir hafi getað lagt í auglýsingakostnað. Nú sé ekki nóg að gefa út góða bók eftir þekktan höfund og láta hennar aðeins getið í nokkrum smá auglýsingum, fólk taki varla eftir slíkri bók, heldur þurfi dag eftir dag að hamra á ágæti henn- ar með stórum og áberandi aug- lýsingum í blöðum og útvarpi. Eln það eru ekki alltaf góðar bækur, sem útgefendumir leggja mesta áherzlu á að auglýsa, það geta alveg eins verið lélegar bækur, en máttur auglýsinganna er slíkur, að þær geta gert ó- merkilegan reyfara eða illa gerða sögu að metsölubók. Þetta stafar af því, að menn kaupa ekki bæk- ur fyrst og fremst handa sjálfum sér heldur til að gefa öðrum, og þá láta menn stjórnast af áhrif- um og umsögnum auglýsinganna meira en eigin mati. Annars kemur árlega mjög margt góðra og ágætra bóka á markaðinn, þó að margt misjafnt fljóti einnig með, þegar flóðald- an skellur yfir. Flestir bókaút- gefendur virðast leggja á það nokkra áherzlu að gefa fremur út góðar bækur en lélegar, og sýnir það út af fyrir sig, að bók- menntasmekkur þjóðarinnar stendur ennþá á allháú stigi. Hvort sorpritaútgefendum tekst að breyta þessu er ennþá óráðin gáta, en margir óttast að svo fari. Ýmsir höfðu gert ráð fyrir því, að bókaútgáfa yrði að þessu sinni allmiklu minni en verið hefur undanfarin ár, en svo virð- ist ekki ætla að verða. Flestir út- gefendur halda í horfinu og vel það. En hætt er við, að útkoman verði með lakara móti hjá sum- um a. m. k., því að almenningur hefur nú minni peninga milli handa til kaupa á öðru en brýn- ustu nauðsynjum. Auk þess mun bókaverð hækka eins og flest annað á þessum síðustu viðreisn- artímum. Verkamanninum hafa þegar borizt nokkrar nýútkomnar bæk- ur, og verður þeirra getið í næstu blöðum eftir því sem tími og rúm verður tiL Að þessu sinni verður tveggja bóka sérstaklega getið: Gott fólk heitir smásagnasafn eftir Einar Kristjánsson, rithöfund á Akur- eyri. Það er fjórða sögusafn hans, sem út kemur. Áður hafa komið Septemberdagar, Undir högg að sækja og Dimmir hnettir. Fimmta bók Einars er væntanleg áður en árið er liðið, og á sú að heita Metnaður og mannvirðing- ar. í Góðu fólki birtast ýmsir þættir, sem Einar hefur síðustu árin lesið upp á skemmtisam- komum og hlotið frábærar vin- sældir fyrir. Er vafalaust, að all- ir, sem heyrt hafa Einar lesa þessar sögur, fagna því að fá þær í bókarformi og geta endurnýjað kunningsskapinn við þær ágætu persónur, sem hann segir frá. Hver er t. d. sá, sem hefur komizt í kynni við hana Marzibil í Fjörunni að hann vilji ekki heyra meira af henni, eða rifja upp það, sem hann hafði áður heyrt. Og það þekkja allir ein- hverja Marsibil, sumir kannske margar. Þetta eru boldangskven- menn, sem ekki láta aðrar mann- verur segja sér fyrir verkum. En fyrir tízkimni verða þær að beygja sig, þess vegna láta þær bónda aka einkabíl, þó að hann sé alls ófær um það; þess vegna hefja þær jólaundirbúninginn í lok sláturtíðar, þess vegna heimta þær nýjan pels um sum- armálin, þess vegna flytja þær úr Fjörunni á Brekkuna, heyja harðvítuga samkeppni um hús- búnað og eiga jafnvel sérstakan spariþvott, sem aðeins er til þess að vera hengdur á snúrur. Og svo er hann Kúddi, sem gekk fyrir gafl. Ég skildi þetta nú ekki í fyrstu, en þegar ég fór að lesa söguna, komst ég að raun um, að drengurinn hafði verið fenndur á kristilega vísu, (hér er sennilega átt við kirkjugafl). Það var ekkert óvenjulegt við fermingu Kúdda, hún var eins og aðrar fermingar nú á dögum, framkvæmd vegna gjafanna, og Kúddi gekk sjálfur rösklega fram í því að undirbúa fenning- arfyrirtækið. Nettóhagnaður kr. 33.780.00. Sögurnar af henni frú Marsibil og honum Kúdda eru einföld og ósvikin gegnumlýsing þeirra undarlegu áhrifa, sem tízkan hefur á mannlífið. Kannski örlít- ið ýkt til að allt verði greinilegra, og þó eru ýkjumar ef til vill ekki svo miklar. Sama má að nokkru leyti segja um aðrar sög- ur bókarinnar, en þó eru þær írekar skrifaðár til þess að vekja gaman og kátínu, sem sögurnar af Marsibil og Kúdda gera reynd- ar ekki síður. Allar eru sögurnar ritaðar á einföldu og látlausu máli, engar óþarfa málalengingar, en þó allt sagt, sem nauðsynlegt er, til þess að sögurnar njóti sín til fulls. Athyglisgáfa og mannþekking höfundar er frábær, og hann get- ur í ótrúlega stuttu máli dregið fram og mótað svipmyndir manna, mannlega eiginleika og mannlegan breyskleika. Sögum- ar í Góðu fólki og fleiri sögur Einars Kristjánssonar verða lengi munaðar og lesnar, og þær eru hollur lestur og skemmtileg- ur jafnt á mannfundum sem í einrúmi. Þær eru spegilmynd mannlífsins eins og það gerist frá degi til dags, og svo einkenni- legt sem það kann að virðast, njótum við þess alltaf bezt að lesa um það, sem við þekkjum af eigin reynd. Skyggna konan Ég minnist þess, að þegar ég var smákrakki voru á hvers manns vörum frásagnir af dular- fullum lækni, Friðrik huldu- lækni, og stúlku, er hefði sam- band við þennan lækni og sendi hann hvert á land, sem vera vildi. Margar sögur voru af því, að huldulæknir þessi hefði veitt fullan bata sjúklingum, sem mennskir læknar höfðu gefizt upp við að lækna eða talið haldna ólæknandi sjúkdómum. Ég man það, að mjög voru skipt- ar skoðanir um sögurnar af huldulækni þessum. Sumir voru vissir um tilveru hans og lækn- ingamátt, aðrir hristu hausinn vantrúarfullir. Nú er komin. út bók um lækn- ingar stúlkunnar og huldulækn- isins. Eiríkur Sigurðsson, skóla- stjóri, hefur skráð frásagnir af dulsýnum og lækrtingum Mar- grétar frá Öxnafelli og Bókaút- gáfan Fróði gefið út. í fyrri hluta bókarinnar eru endurminningar frú Margrétai-, sem Eiríkur hefui' skráð eftir henni, en í síðarí hluta bókarinn- ar er mikið safn frásagna af lækningum, er viðkomandi telja að gerzt hafi fyrir milligöngu Margrétar en kunnáttu og lækn- ingamátt Friðriks huldulæknis, sem Margrét telur framliðinn mennskan mann. Sögurnar af lækningum Frið- riks eru margar hinar furðuleg- ustu og áreiðanlega forvitnilegur lestur bæði þeim, sem sannfærð- ir eru um sannleiksgildi þeirra og þeim, sem vantrúaðir eru á þau fyrirbrigði, sem þar er frá sagt. Margrét frá Öxnafelli er fyrir löngu landskunn, hún varð það strax á unga aldri vegna dular- lækninganna, en síðan hefur hún verið eins konar þjóðsagnaper- sóna. Nú er hulunni svift af henni og þá kemur í ljós, að Margrét hefur ekki aðeins haft samband við þennan huldulækni úr heimi framliðinna, heldur hefur hún margt fleira séð frá þeim heim- um, sem huldir eru almennings- sjónum. Hún hefur farið sálför- um víða vegu, jafnvel til annarra himinhnatta, hún hefur umgeng- izt huldufólk og álfa rétt eins og væru það börn úr næsta húsi, hún hefur heyrt og séð verur frá öðrum tilverustigum, séð löngu liðna atburði og jafnframt at- burði, sem gerzt hafa í samtíman- um, en víðs fjarri henni. Allt vekur þetta eftirtekt, en bezt er, að hver fyrir sig felli dóma um frásagnirnar. Yfirleitt er vel frá þeim gengið og sam- vizkusamlega af þeim, sem skrá- sett hafa. Öll er bókin hin læsilegasta og jafnvel skemmtileg á köflum gagnstætt því, sem er með marg- ar dulfræðabækui’. Eiríkur Sigurðsson hefur leyst sinn hlut vel af hendi og útgáfa bókarinnar öll vönduð. Þessi bók selst sennilega öllum öðrum meira fyrir komandi jól. Dulfræðin heilla um þessar mundir svo marga íslendinga. Sem sagt, metsölubók. Jólabækur Kvöldvöku- útgáfunnar Frá Kvöldvökuútgáfunni á Ak- ureyri hefur blaðinu borizt eftir- farandi yfirlit um útgáfu fyrir- tækisins á þessu ári. Bækurnar eru ýmist þegar komnar á mark- aðinn eða væntanlegar alveg á næstunni. A FERÐ OG FLUGI. Frönsk skemmtisaga, sérprent- un úr Nýjum kvöldvökum. Saga þessi birtist í fyrstu árgöngum Nýrra kvöldvakna og átti mikinn þátt í þeim vinsældum, sem þær hlutu frá upphafi. Sagan segir frá ungum blaða- manni, sem á að vinna það til arfs eftir auðugan frænda, að komast kring um jörðina fyrir aðeins 25 cent. Á þessu ferðalagi kemst hann í hin furðulegustu ævintýri. Á ferð og flugi er sígild skemmti- saga, sem fær lesendur til að gleyma stund og stað. STERKIR STOFNAR. Þættir af Norðlendingum eftir Björn R. Árnason fræðimann frá Grund í Svarfaðardal. í þessari bók eru allar helztu ritgerðir Björns um mannfræði og per- sónusögu, gamlar og nýjar. Þar er að finna staðgóða fræðslu um æviferil, ætt og uppruna 41 karla og kvenna af norðlenzkum stofni. Jafnframt er bókin greinargóð þjóðlífslýsing. Björn R. Árnason er þjóðkunn- ur maður fyrir fræðiiðkanir sínar og frásagnarsnilld. — Fyrir alla, sem unna þjóðlegum fróðleik, ættfræði og persónusögu, er bók þessi dýrmætur fengur. SJALJAPIN SEGIR FRA. í bók þessari segir Sjaljapin frá æsku sinni og uppvaxtarár- um fram til 27 ára aldurs. Frá- sögn hans er fjörleg og hrein- skilin, krydduð léttu skopi og lífsgleði unglingsins, þrátt fyrir fátækt og örbirgð. Hann segir frá skólaárum sínum og iðnnámi, skrifstofustörfum og hafnarvinnu við rússnesku fljótin. Hispurslaust lýsir hann mis- tökum sínum og bernskubrekum, fyrstu ástarævintýrunum og þrá Frh. á 4. síðu. Þ. TlZKAN KREFST POLYTEX POLYTEX-PLASTMÁLNING hefur jafna og matta áferð, er gefur litunum mildan og djúpan blæ. POLYTEX-PLASTMÁLNING er mjög auðveld í meðförum og ýrist lítið úr rúllu. — Viðloðun er frá- bær á nýja sem gamla málningu. Húseigendur athugið! Með því að nota Polytex fáið þér mestu vörugæðin fyrir minnstan pening. Byggingavörudeild K.E.A. i

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.