Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 25.11.1960, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 25.11.1960, Blaðsíða 3
Föstudaginn 25. nóv. 1960 VERKAMAÐURINN Höfum ávallt fyrirliggjandi allt efni til OLÍUKYNDINGA svo senv. REX OIL, hinn fræga, sjálfvirka olíu- brennara. — Miðstöðvadæl- ur, dælurofa og einstreym- is ventla (Flow Control). — Margs konar stillitæki fyrir sjálfvirka brennara. Miðstöðvakatla fyrir sjálfvirka brennara. Ýmsar stærðir. — Með vatnshitunar-spíral, ef ósk- að er. Einnig: Miðstöðvakatla með súgbi ennurum (sjálf- trekkjandi), óháða raf- magni. — Ýmsar stærðir. Fleiri tegundir — jafnvel fyrir minnstu íbúðir. Lofthitunar- kalla, fleiri stærðir. Olíugeyma, stóra og smáa. Vanir fagmenn sjá um uppsetningu tækjanna. - Leitið upplýsinga um verð o. þ. h. hjá oss. IQLÍUVERZLU" ISLANDSh/f AKUREYRI Um bækur og menn Björn Runólfur Árnason er maður nefndur. Hann fæddist í Svarfaðardal fyrir rúmlega sjö- tíu og fimm árum, og í Svarfað- ardal hefur hann dvalizt æfina alla. Fyrir fáum dögum síðan kom út bók eftir Björn þennan. Hún heitir . Sterkir stofnar og ber undirtitilinn Þættir af Norðlendingum. Hvort fleiri bækur koma út eftir Björn áður en ævi hans er öll, eða hvort þetta verður hans eina bók, vit- um við ekki. En hvort heldur verður, þá hefur Björn með bók þessari reist sjálfum sér varan- legan minnisvarða og um leið sveitungum sínum, lífs og liðn- um. Munu þess fá dæmi, ef nokkur, að nokkur íslenzkur maður hafi gert persónusögu sveitunga sinna jafngóð skil, og þar með tekið til varðveizlu minningu þeirra um aldir alda. í Sterkum stofnum eru 44 þættir eða greinar um einstaka menn eða ættir. Nær undantekn- ingarlaust er um sveitunga Björns, Svarfdæli, að ræða. Flest hefur það fólk, sem um er rætt, verið uppi á síðustu öld eða þá þessari, en ættir eru víða rakt- ar langt fram í aldir, svo að sennilega geta Svarfdælir flestir lært þarna drjúgan kafla ættar- tölu sinnar. Þeir, sem Björn hef- ur einkum tekið til meðferðar, eru karlar og konur, sem á ein- hvern hátt hafa sýnt meiri mann- kosti eða hæfileika en allur fjöldinn, skarað fram úr á ein- hverju sviði eða verið sérkenni- legir en þó mikilhæfir, sem sagt sterkir stofnar. Og sterka stofna hefur Björn fundið marga í Svarfaðardal. Slíkir hafa enda margir verið og eru í öllum sveit- um þessa lands, en þeir týnast fjótt í sjó gleymskunnar, nema til séu menn, sem hafa kynni af þeim og vilja, vit og hæfileika til að festa sagnir og minningar um þá á blað, þannig að eftir verði tekið og varðveitt. Það hefur verið hamingja Svarfdæla, að Björn Runólfur Árnason (Runólfur í Dal) hefur lifað meðal þeirra og notað tóm- stundir sínar, þegar líða tók á ævina til að skrásetja minningar sínar um þá, er honum hafa þótt öðrum fremur verðugir, og hann hefur einnig leitað fanga hjá sér eldra fólki og alkríáð eftir því sagnir um fólk, er látið var fyrir hans daga, eða hann hafði tak- mörkuð kynni af persónulega. Það, sem gerir þætti Björns Árnasonar eftirminnilega og veit- ir vissu um langlífi þeirra, er, að þar er ekki um þurra frásögn eða kalda staðreyndaþulu að ræða. Björn skrifar lifandi og þróttmikið mál, meitlað í stuttar setningar. Og orðgnótt hans er slík, að margir langskólagengnir mættu varast að etja kappi við Björn um orðaforða eða stíl- snilld. Ég set hér til gamans sýnis- horn úr fyrsta þætti bókarinnar: „Þrátt fyrir ölgirni Jóns og nautnafar, var hann maður óslys- inn, og lukust ferðir hans farsæl- lega. Kom þar á stundum, að Jón var kvaddur til farar, ef torveldi þótti á vera, en mikið í húfi að vel mætti takast. Barg honum svo manndómur og hamingja." Og kafli úr mannlýsingu: „Jón Björnsson var þrjár áln- ir danskar á hæð. Þrekinn við hæfi, einkum um brjóst og herð- ar. Útlimamikill og stórskorinn í andliti. Ennið hátt og brúnabein mikil. Grá augu, meðallagi stór. Nef heldur langt og allhátt. Neðri vör þykk og stóð lítið eitt fram. Granstæðið vítt. Rakaði varir og höku og gekk með „barta". Röddin þung og heldur drynj- andi." Bókin Sterkir stofnar er góður fengur öllum þeim, er unna ætt- fræði og persónusögu, og hún er skemmtilestur hverjum þeim, er ánægju hefur af kjarnyrtu og vönduðu máli og frásagnarsnilld. Ýmsir kaflar bókarinnar væru' vel til þess fallnir að vera lesnir í barna- eða gagnfræðaskólum. Fyrst og fremst vegna málsins, en einnig vegna þess siðfræðilega boðskaps, sem bókin flytur. Höf- undur leggur sérstaka áherzlu á hið góða í fari hvers og eins, fagra og drengilega breytni gagn vart náunganum. Er bókin af þeim sökum hollur lestur. Það er því miður algengara í þeim rit um, sem unglingar lesa nú mest, að hið illa og ófagra sé dregið fram í dagsljósið. Þetta er góð bók og fögur. Björn Árnason hef- ur með henni gert garðinn fræg- an hjá Svarfdælum, og mættu þeir víst launa honum það með virðingarvotti nokkrum áður en það er um seinan. Útgefandi Sterkra stofna er Kvöldvökuútgáfan á Akureyri, en Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. hefur annast prentun. Bókin er vönduð að frágangi og prýdd allmörgum myndum. Pipp fer á flakk nefnist bók fyrir yngri börnin, sem Bókaútgáfan Fróði gefur út, en frú Jónína Steinþórsdóttir hef ur þýtt. Höfundur Sid Roland. Ragnhildur Ólafsdóttir hefur teiknað myndir í bókina. Þetta er skemmtileg saga af músafjöl- skyldu, sem ber mannanöfn og semur sig mjög að siðum manna. Ánægjuleg bók þeim, sem ekki hafa lesið allt of mikið um dag- ana. Þó verður að því að finna með barnabækur einsog þessa, að nöfn manna eða músa skuli ekki íslenzkuð í öllum tilfellum. Börn, sem eru að læra að lesa eiga ekki gott með að venja sér í munni útlend ættarnöfn eða gælunöfn, sem hér eru óþekkt. Hvers vegna heitir bókin ekki t. d. Pési fer á flakk? Og nöfn eins og Sleiki- putti Sniglalund eru stirð í munni. Sleikiputti Jónsson væri betra. Þ. B AZ AR heldur M.F.Í.K. Akur- eyri í Ásgarði (Hafnar- stræti 88) sunnudaginn 27. nóvember kl. 4 e. h. Margt góðra muna. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför GRÓU KRISTJANSDÓTTUR frá Súðavík. Vandamenn. TILKYNNING NR. 28/1960. Verðlagsnefnd hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á aðgöngumiðum kvikmyndahúsa: 1. EFTIRMIÐDAGSSÝNINGAR: Almenn sæti..............kr. 13.00 Betri sæti ................ — 15.00 Pallsæti .................. - 17.00 2. KVÖLDSÝNINGAR: Almenn sæti.............. kr. 14.00 Betri sæti ................ - 16.00 Pallsæti .................. - 18.00 3. BARNASÝNINGAR: Almenn sæti .............. kr. 5.00 Betri sæti ................ — 6.00 Pallsæti................... - 7.00 Séu kvikmyndir það langar, að óhjákvæmilegt sé að fækka sýningum af þeim sökum, má verð aðgöngumiða vera 50% hærra en að framan greinir. Enn fremur getur verðlagsstjóri heimilað einstökum kvikmyndahúsum hærra verð, þegar þar eru sýndat kvikmyndir, sem vegna tæknilegrar sérstöðu er ekki hægt að sýna í kvikmyndahúsum almennt. Reykjavík, 19. nóv. 1960. VERDLAGSSTJÓRINN. Opinbert uppboð verður haldið í geymslu Tollgæzlunnar í húsi Sverris Ragnars, kaupmanns, við Sjávargötu, miðvikudaginn 30. nóvember og hefst kl. 1.15 e. h. Selt verður töluvert magn af útlendum varningi svo sem herrabindi, vindlakveikjarar, merkistafir, rör, hálfbeygjur, hillujarn, fiskraspar, eggjakassaf, tesíur, bindivél og vélavarahlutir. Enn fremur verður selt: Skjalaskápur, reiknivél og útvarpstæki, allt notað. BÆJARFÓGETINN Á AKUREYRI.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.