Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 25.11.1960, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 25.11.1960, Blaðsíða 4
VERKAMAÐURINN Föstudaginn 25. nóv. 1960 Ályktun Alþýðusambandsþings í launamálum: Kaup hældd um minnst 15-20% en vmnutimi styttist Ályktun Alþýðusambandsþings í launamálum, sem hér fer á eítir, var samþykkt með 215 atkvæoum gegn 83. f umræðunum kom það fram hjá fulltrúum alis staðar af landinu, að þeir teldu þetta lægstu kröfur, sem hægt væri að gera, og raunyerulega þyrfti kaupið að hækka miklu meira til að vega upp á móti þeirri kjaraskerðingu, sem verkalýðurinn hefur orðið að þola í tíð nú- verandi ríkisstjórnar. „Á þeim tveimur árum, sem liðin eru frá því, er 26. þing Al- þýðusambands íslands var háð, hafa orðið hin geigvænlegustu umskipti í launamálum íslenzkr ar alþýðu. Með tvennum stórað gerðum í efnahagsmálum hefur löggjafarvaldinu verið beitt af fullkomnu tillitsleysi og í al- gerri andstöðu við alþýðusam- tökin til þess að knýja fram stórfelldar launalækkanir og jafnframt til að skerða hefð- bundin og lagaleg réttindi launamanna. Með hinum svokölluðu „lög- um um niðurfærslu verðlags og launa" í ársbyrjun 1959, var samningsbundið kaup lækkað um 13,4% og raunveruleg laun samkvæmt mælikvarða vísitölu lækkuð um 10 vísitölustig eða 6%. Enn var svo höggvið í sama knérunn með gengisfellingar- lögunum í byrjun þessa árs og fjölmörgum hliðarráðstöfunum, sem í kjölfar þeirra fylgdu. Með gengisfellingunni var verð alls erlends gjaldeyris hækkað um 50—79% og nýju dýrtíðar- flóði þannig hleypt af stað, en jafnframt voru launastéttirnar sviptar þeirri vernd gagnvart hækkuðu verðlagi, sem fólst í samningum þeirra um verðlags uppbætur og þannig fyrir því séð, að allar hinar miklu verð- hækkanir jafngiltu beinni kaup lækkun. Jafnbiiða gengisfellingunni og lögbundnu afnámi verðlagsupp- bóta á laun, voru útlánavextir banka og allra fjárfestingar- sjóða hækkaðir um allt að 50% og eru þeir nú hærri en í nokkru öðru landi veraldar. Hefur þessi taumlausa vaxta- hækkun síðán verkað sem átu- mein í atvinnulífinu, en jafn- framt falið í sér stórfellda launa skerðingu mjög fnikils hluta launafólks og þó einkum þess, sem brotizt hefur í því að leysa húsnæðismál sín. í skatta- og útsvarsmálum hefur orðið gagnger breyting í þá átt að stórauka óbeina skatt- lagningu á neyzluvörur og hækka nefskatta, en lækka mjög skattlagningu á hátekjur. Á þennan hátt hefur hlutur há- tekjumanna verið bættur á kostnað hinna lægra launuðu. Á hverju stigi þeirra kjara- skerðingaraðgerða, sem hinar tvær síðustu ríkisstjórnir hafa beitt sér fyrir, og knúið fram, hefur meirihluti miðstjórnar Alþýðusambandsins mótmælt þeim í ýtarlegum og rökstudd- um álitsgerðum og bent á hætt- urnar, sem þær hafa skapað at- vinnulífinu. Vill 27. þing Al- þýðusambandsins lýsa ein- dregnu fylgi sínu við viðbrögð meirihluta miðstjórnarinnar í þessum efnum og einnig við þá einróma álýktun, sem gerð var á ráðstefnu sambandsins 28. og 29. maí sl. um efnahagsaðgerðir þær, sem gerðar voru í byrjun yfirstandandi árs." Þá vill 27. þing Alþýðusam- bands Islands lýsa fyllsta stuðn- ingi sínum við þær undirbún- ingsaðgerðir, sem farið hafa fram á þessu ári í þá átt að skipuleggja óumflýjanlega varnarbaráttu af hálfu verka- lýðsfélaganna, er hafi það að markmiði að endurheimta hið fyrsta launrán síðustu 2ja ára og sækja fram til bættra lífs- kjara að hætti alþýðusamtaka allra grannþjóða vorra. Kjörum íslenzkrar alþýðu er nú svo komið, að hún býr við lægri laun en alþýða annarra Norðurlanda og jafnframt við lengri vinnudag en nokkurs staðar þekkist meðal menning- arþjóða. Þingið telur því, að það sé óumflýjanlegt verkefni íslenzkra verkalýðsfélaga á næstu mánuðum að knýja fram eftirfarandi lágmarkskröfur í kjaramálum: 1. Raunverulegar launahækk- anir um 15—20%. 2. Styttingu vinnuvikunnar úr 48 stundum í 44 stundir, án kaupskerðingar. 3. Föstum vikulaunum verði komið á, þar sem því verður við komið, en annars staðar verði timakaup 4% hærra. 4. Allir eftirvinnutaxtar verði afnumdir, og öll vinna, sem unnin er umfram dagvinnu, verði greidd með 100% álagi á dagvinnukaup. Messa í Akureyrarkirkju n. k. sunnudag kl. 2 e. h. Séra Birgir Snæbjörnsson verður settur inn í embætti af vígslu- biskupi séra Sigurði Stefáns- syni, Möðruvöllum. Sálmar: 198, 114, 200, 220, 201. Minningarspjöld Krabbameins félagsins fást á Pósthúsinu. Sósíalistafélag Akureyrar held- ur fund á þriðjudagskvöldið. Sjá auglýsingu. M. F. f. K. Akureyri heldur bazar í Ásgarði (Hafnarstræti 88) á sunnudaginn. Sjá augl. á óðrum stað í blaðinu. Góðir Akureyringar. Þið, sem hafið hugsað ykkur að gefa fatnað til hinnar árlegu jóla- söfnunar Mæðrastyrksnefndar, eruð vinsamlegast beðin að koma þeim á skrifstofu nefnd- arinnar, Strandgötu 7, á þriðju- dag og föstudag kl. 4—6.30. Enn fremur munu skátarnir heim- sækja bæjarbúa eins og að und- anförnu, og vonum við að þeim verði vel tekið. Mæðrastyrks- nefndin. Bókavika Eddu. Bókaverzlun in Edda opnar sína árlegu bókaviku á sunnudaginn kl. 4 i Strandgötu 19. Verður þar á boðstólum mikili fjöldi alls konar bóka við hagstæðu verði. - Meirihlutinn mjög samstilltur 5. Laun verkakvenna verði hvergi lægri en 90% af hlið- stæðum launum karla. 6. Orlofsfé verði 6% af heild- arlaunum. 7. Kaupgjaldsákvæði samn- inga falli úr gildi og samning- ar komi til endurskoðunar, ef verðlag hækkar um 3% eða meira. Þingið leggur höfuðáherzlu á, að nýir kjarasamningar tryggi verkafólki raunverulegar launa bætur og krefst þess, að gerðar verði slíkar breytingar á efna- hagskerfi því, sem nú ríkir, að atvinnuvegir þjóðarinnar geti með vitlegum rekstri borið þær launahækkanir sem óumflýjan- legar eru til þess að alþýða manna fái lifað menningarlífi. Jafnframt lýsir þingið yfir því, að það telur kjarabætur, sem nást kynnu fram með breytingum í efnahagsmálum, er væru þess eðlis, að kaup- máttur launa ykist, ákjósanleg- ustu kjarabæturnar og lýsir samtökin reiðubúin til þess að meta allar slíkar hugsanlegar aðgerðir, er boðnar kynnu fram til jafns við beinar launahækk- anir." Varastöðin komin Tröllafoss kom til Akureyrar um síðustu helgi og með honum dieselrafstöð sú, sem Laxárvirkj- un hefur keypt og sett verður upp í skemmu við Laufásgötu, sem keypt hefur verið af Krist- jáni Kristjánssyni. Vélahlutirnir, sem voru í stórum kössum og þungum, voru þegar fluttir í skemmuna, og er nú unnið að því að koma þeim fyrir, svo að stöðin verði sem fyrst tilbúin til notkunar, ef á þarf að halda. Dieselstöð þessi á að geta fram- leitt 2000 kw orku. Auk þess, sem ætlunin er að grípa til henn- er, ef Laxárvirkjun bregzt, er á- formað að nota hana sem topp- stöð með Laxárvirkjun, þar til nýrri vatnsaflsstöð hefur verið komið upp. En mjög fljótlega rek ur að því, að Laxárstöðvarnar framleiði ekki lengur nóga orku fyrir orkuveitusvæðið, þar sem notkunin vex stórum með hverju ári. stjórn er kosin var að mestu án mótatkvæða. — Var ekki lágt risið á íhalds- liðinu um það lauk? Ég held ekki orki tvímælis, að svo hafi verið, enda samstaða þar miklum mun verri, heldur en hjá meirihlutanum. T. d. var alláber- andi hjáseta við afgreiðslu álykt- ana í herstöðvamáinu, og við- brögð við synjun mikils meiri- hluta þingfulltrúa á inntöku- beiðni LÍV fóru öll í handaskol- um sökum innbyrðis sundurlynd- is, var þó fyrirhugað af sumum foringjunum a. m. k. að nota það fyrir átyllu til að kljúfa Alþýðu- sambandið. Ekki verður heldur talið, að mikil reisn fylgi því, að láta alla stjórn ASÍ verða sjálf- kjörna, að undanskildum for- seta. — Er það satt, að þeir bræður Pétur og Guðjón Sigurðssynir, hafi mjög haft sig í frammi, en þingfulltrúum til lítillar ánægju? Málfutningur þeirra bræðra á þinginu var með þeim hætti, að verkalýðshreyfingunni er lítill sómi af því að hafa valið þá til forystustarfa og má það raunar um suma fleiri segja með lengri starfsferil að baki. Pétur var orð- inn slik plága fyrir ræðufjölda, að einn þingfulltrúinn stakk upp á því, að láta hann greiða skatt í hvert skipti sem hann stigi í pontuna! Ruddaskapur og dylgj- ur Guðjóns í ræðustól sköpuðu málflutningi hans mikla andúð ekki aðeins meðal andstæðinga, heldur og fylgjenda, sem ekki voru svo fyrirfram sannfærðir að við þá þýddi ekki að ræða með rökum, en það verður því miður sagt um æðimarga úr íhaldslið- inu. Annars koma mér í hug í þessu sambandi orð, sem einn af elztu þingfulltrúunum, maður, sem hefur að baki langt starf í verkalýðshreyfingunni og — Al- þýðuflokknum, hafði um mál- flutning Guðj'óns Sigurðssonar: „Hann var alveg eins og „brún- stakkarnir" (nazistadeild sem skipulógð var í Reykjavík á vel- mektardögum Hitlers), ábyrgðar- laus, blygðunarlaus". Því heyrðist einnig fleygt með- al Alþýðuflokksmanna á þinginu, að andstæðingar Hannibals myndu fljótlega týna tölunni, ef þeir Pétur og Guðjón ættu að sitja mörg Alþýðusambandsþing. DONSK EPLI á kr. 13.00 kílóið. NÝLENDUVÖRUDEILD 0G UTIBUIN AÐVORUN VEGNA VANSKILA Á SÖLUSKATTI Samkvæmt heimild í lögum nr. 10, 22. marz 1960, verður atvinnurekstur þeirra fyrirtækja hér í umdæm- inu, sem enn skulda söluskatt og útflutningsgjald, stöðvaður þar til þau hafa gert full skil á hinum van- greidda skatti ásamt áföllnum dráttarvöxtum og kostn- aði, eigi síðar en miðvikudaginn 30. nóv. 1960. Bæjarfógetinn á Akureyri, sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Yerkakvennafélagið Eining og Verkamannafélag Akureyrarkaupstaðar halda sameiginlegan fund í ALÞÝÐUHÚSINU kl. 2 e. h. sunnudaginn 27. nóvember. FUNDAREFNI: 1. Skýrsla fulltrúa af þhigi A. S. í. 2. Kaupgjaldsmál. 3. Skipulagsmál. Félagar eru beðnir að f jölmenna og mæta stundvíslega. STJÓRNIR FÉLAGANNA.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.