Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 02.12.1960, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 02.12.1960, Blaðsíða 1
VERKfnnflÐin Ritstjóri: Þorsteinn Jónatansson. i Útg.: Sósíalistafélag Akureyrar. Skrifstofa Hafnarstræti 88. Sími 1516. Áskriftarverð kr. 50.00 árg. Prentverk Odds Björnssonar h.f. XLIII. árg. Akureyri, föstudaginn 2. desember 1960. 42. tbl. Krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um landhelgismálið Á sameiginlegum fundi Verka- kvennafélagsins Einingar og Verkamannafélagþ Akureyrar- kaupstaðar, sem haldinn var 27. nóv., var eftirfarandi tillaga sam- þykkt með samhlj.óða atkvæðum allra fundarmanna: „Sameiginlegur fundur í verka- kvennafélaginu Einingu og Verkamannafélagi Akureyrar- kaupstaðar, haldinn 27. nóv. 1960, mótmælir öllum samning- um við Breta, eða hvaða erlent ríki sem vera skal, um nokkra eftirgjöf á fiskveiðilögsögu ís- lands, svo sem veiðar innan 12 mílna frá grunnlínum um lengri eða skemmri tíma. Telur fundur- inn allan undanslátt í þeim efn- um hæði vansæmandi og hættu- legan sjálfstæði landsins og skor- ar á allan landslýð að rísa gegn öllum síkum samningum. Ennfremur skorar fundurinn á Alþingi að láta fara fram þjóðar- atkvæðagreiðslu um málið taf- arlaust." Hvenær hefjasf samningar? Þingmenn stjórnarflokkanna hala lagl blessun sína yfir samninga við Breta Ihaldið notar hvert tækifæri til að vinna menn til fylgis við afsláttarkenningar sínar Það er mjög áberandi um þess- ar mundir, að fólk spyr, hvenær viðræður hefjist milli verkalýðs- félaga og atvinnurekenda um nýja samninga, og því er oftast bætt við, að það megi undir eng- um kringumstæðum dragast leng- ur en þegar sé orðið, þar sem launþegar geti yfirleitt alls ekki lifað lengur af núverandi laun- um. Á þingi Alþýðusambandsins, sem háð var um miðjan síðasta mánuð, voru samþykkt í ályktun um launamál grundvallaratriði eða lágmarkskröfur, sem gert er ráð fyrir, að verkalýðsfélögin hafi til hliðsjónar, er þau hvert fyrir sig setja fram kröfur sínar til atvinnurekenda. Blaðið hefur nú aflað sér upp- lýsinga um það, að mörg verka- lýðsfélög muni ganga frá kröf- ' um sínum og leggja þær fyrir at- vinnurekendur næstu daga eða a. m. k. fyrir miðjan þennan mán- iiiniiniiiiiiiiiiiiiiiiimii ) Vandræðaheimili? | Allmiklar sögur hafa geng- i i ið um bæinn að undanförnu i i að apakattarlátum og óþokka- j | brögðum nokkurra mennta- i \ skólakennara, er í vetur hafa i | lagt í það mikla vinnu og i i stóran hluta andlegrar orku í I sinnar að leika drauga. Hafa I | þeir einkum beint „drauga- i i ganginum" og fleiri fíflskap- ! i arlátum að því, að hrella einn i i af starfsbræðrum sínum, en i i fleiri hafa þó einnig orðið i i fyrir barðinu á pörupiltum i = þessum. i Það er nýjast af máli þessu i i að frétta, að undirbúningur i i mun hafinn að fjársöfnun til i = byggingar vandræðaheimilis § i fyrir menntaskólakennara. i = Hefur heyrzt, að nokkrar kon- [ i ur, er eiga unglinga við nám i i í Menntaskólanum, muni hafa \ i forystu um fjársöfnunina og i i stpfnun væntanlegs hcimilis. j ?Hui1ll|HiniHHHUUHUIIIHIIHIHHMHHHUIIHIIIItllllll? uð. Munu þau þá óska eftir að samningsviðræður hefjist mjög bráðlega, og sennilega miða við það, að nýir samningar taki gildi um áramót. A miðvikudaginn fór fram í sameinuðu Alþingi atkvæða- greiðsla um þingsályktunartil- lögu Alþýðubandalags- og Fram- sóknarmanna um slit á samn- ingaviðræðum við Breta um landhclgina. Úrslit þcirrar at- kvæðagreiðslu urðu þau, að til- lagan var felld með 31 atkvæði gegn 26. Atkvæði skiptust alger- lega eftir flokkum, þannig að allir viðstaddir þingmenn stjórn- arandstöðunnar samþykktu til- löguna, en allir viðstaddir þing- menn stjórnarliðsins greiddu at- kvæði gegn henni. Tveir stjórn- arsinnar og einn stjórnarandstæð- ingur voru fjarverandi. Söngskemmtun Tónlistarf élags Akureyrar Mánudaginn 28. nóv. síðastl. fóru fram í Nýja-Bíó á Akureyri III. tónleikar Tónlistarfélags Ak- ureyrar. Hafði félagið fengið þau Sigurveigu Hjaltested og Arna Jónsson til að skemmta með ein- söngvum og tvísöngvum ásamt undirleikaranum Ragnari Björns- syni. Sungu þau fjórtán lög, sem á söngskránni voru, og nokkur aukalög. Viðtökur voru ákaflega góðar, mikil fagnaðarlæti og blóm. Sigurveig Hjaltested er upp- rennandi stjarna í sónglistarlífi íslendinga. Hún hefir volduga, blæfagra og sérstaklega hlýja mezzosopranrödd, svo vel þjálf- aða, að þar var naumast hægt að finna blett eða hrukku. Og hún hefir miklu meira til að bera sem söngkona. Hún býr yfir óvenju næmri tilfinningu fyrir sál og anda ljóða og laga og hæfileika til túlkunar, sem hún virðist hafa þroskað með ströngum skóla og sjálfsaga, svo að hún lifir bein- línis það, sem hún syngur um. Prýðilega söng hún lögin eftir Brahms, einkum Von ewiger Liebe. Betlikerlinguna eftir Sig- valda Kaldalóns hefi ég engan heyrt syngja betur nema Eggert Stefánsson. En ekki duldist það, að beztum tökum náði hún á óperulögunum, og þó alveg sér- staklega á Söng Sígaunastúlk- unnar úr óperunni II Trovatore eftir Verdi, en það var aukalag. Það er vonandi að Þjóðleik- húsið tryggi sér starfskrafta þess- arar gáfuðu listakonu, því það hlýtur að vera metnaðarmál þjóðarinnar, að þar starfi fyrst og fremst íslenzkir óperusöngv- arar. Mér virðist, að hún mundi sóma sér við hvaða óperu sem væri. Arni Jónsson hefir sungið hér áður. Hin gullfagra, lýriska ten- órrödd hans hefir vaxið og þrosk- azt allmikið síðan. Hann var í þetta sinn ekki verulega vel fyr- irkallaður, hafði fengið kvef eða einhver óþægindi í hálsinn. Olli það honum lítilsháttar ervið- leikum á háum tónum, en kom þó ekki verulega að sök. Röddin var að mestu silfurtær, björt og þýS. Alveg sérstaklega er rödd hans afburðafögur á veikum söng, og ég held, að hann ætti að leggja mikla rækt við slíkan söng. Hann söng vissulega óperuaríurnar vel, en þó fannst mér, að ljóðasöng- urinn mundi láta honum öllu betur. Ljóðasöngur er ein hin vandasamasta, en jafnframt ynd- islegasta list, sem til er, og hinir beztu ljóðasöngvarar eru meðal mest dáðu listamanna heimsins. Og maður gleymir ekki svo fljótt, hvernig Árni söng hin fögru lög þeirra Björgvins Guð- mundssonar og Sigvalda Kalda- lóns (Þei, þei og ró, ró og Storma), og einnig lög þeirra Tosti og Griegs (Ideale og En dröm). Prýðisvel sungnir voru tveir tvísöngvar úr óperu Verdis: II Trovatore og tvísöngur úr Leð- urblökunni eftir J. Strauss. Undirleikur Ragnars Björns- sonar var með miklum ágætum, svo sem vænta mátti af svo prýðilegum tónlistarmanni. A. S. Af þessu er greinilegt, að Bjarna Benediktssyni og Guð- mundi 1. Guðmundssyni hefur tekizt að beygja alla flokksmenn sína á þingi undir sinn vilja og tryggja þingmeirihluta fyrir samningum um afsal landhelgis- réttinda um lengri eða skemmri tíma. Meirihluti þingsins hcfur ákveðið að gera það, sem verst er og óheilladrýgst í þessu máli. Það er hörmulegt til þess að vita, að mcirihluti alþingismanna skuli hafa ákveðið að beygja sig fyrir mútum og hótunum er- Icndra aðila og baka þjóðinni á- litshnekki og tjón, sem óbætan- legt verður. Stjórnarliðið leggur nú á það ofurkapp, að gera landhelgismál- ið að algerlega flokkspólitísku máli og notar hvert tækifæri til að rjúfa þá einingu, sem um þetta mál ríkti mcð þjóðinni til skamms tíma. íhaldsmönnum og krötum um land allt er uppálagt að verja með oddi og egg afslátt- inn og skömmina, enda heyrast nú orðið fáar raddir, sem mæla með því að fast verði haldið við 12 mílurnar nema frá Alþýðu- bandalags- og Framsóknarmönn- um. Því verður ekki trúað, að allir stuðningsmenn stjórnar- flokkanna hafi sanhfærzt um réttmæti undanlátsseminnar, en þeim hefur verið sagt að þegja, og þeir hlýða því undra vel. Það hneyksli gerðist í sam- bandi við undirbúning 1. des. há- tíðahalda stúdenta í Reykjavík, að Guðmundur í. Guðmundsson var fenginn til að flytja aðalræðu dagsins, og að sjáftsögðu notaði hann þann tíma til að verja und- anhalds- og afsláttarpólitík stjórnarinnar. Það er lágt lagzt og lágt orðið risið á íslenzkri sjálfstæðisbaráttu, þegar fullveld- isdagurinn er notaður til að reka áróður fyrir afsali landsréttinda. Hvar verður þjóðin stödd eftir 10 ár, ef áfram verður haldið á þessari braut? Mál og menning opnar bóka- markað á Akureyri markaðinum er líka mjög tak- markað, allmargar eru aðeins til í tveimur til þremur eintökum. Akureyringum gefst þarna á- gætt tækifæri til að eignast góð- ar bækur fyrir tiltölulega lítið verð, því að verð margra bók- anna er nánast hlægilega lágt miðað við það verðlag, sem nú tíðkast á bókum. Auk eldri bók- anna eru svo þarna einnig nýjar útgáfubækur Heimskringlu. Mál og menning og bókafor- lagið Heimskringla hafa ákveðið að efna til bókamarkaðs á Akur- eyri í þessum mánuði, og verður markaðurinn opnaður á morgun í Ásgarði. Hann verður síðan op- inn daglega frá kl. 1 til 10. Á bókamarkaði þessum verður mikill fjöldi bóka eða alls nálægt 200 bókatitlum. Margt þessara bóka er nú ófáanlegt í bókabúð- um og sumar hafa lengi verið ó- fáanlegar. Upplag bókanna á Kvöldskemmtun verkalýðsfél. Eins og áður hefur verið sagt frá í blaðinu gangast Verka- kvennafélagið Eining og Verka- mannafélag Akureyrarkaupstað- ar fyrir nokkrum sameiginlegum kvöldskemmtunum fyrir félags- menn og gesti þeirra í vetur. Þegar hafa tvær slíkar skemmt- anir, þar sem spiiuð hefur verið félagsvist og dansað. Þriðja skemmtikvöldið verður á sunnu- daginn kemur, og verður þá nokkuð breytt um fyrirkomulag. Dansinn verður felldur niður, en í hans stað kemur myndasýning, sem Hilmar Magnússon kennari sér um, og Einar Kristjánsson rit- höfundur les upp. Einnig er þriðja atriðið áformað, en ekki hafði það verið endanlega ákveð- ið, þegar blaðið fékk fréttir af undirbúningnum. Auk þessara skemmtiatriða verður svo félags- vist eins og áður, og þar verður til góðra verðlauna að vinna. Einar Kristjánsson ¦ er svo þekktur og vinsæll upplesari hér í bæ, að óþarfi er að vekja sér- • staka eftirtekt á því atriði, en á- stæða til að benda á, að myndir Hilmars, sem hann hefur sjálfur tekið, eru í senn mjög fagrar og skemmtilegar. Ef vel tekst um aðsókn að þessu skemmtikvöldi verkalýðs- félaganna, verða væntanlega haldin fleiri slík síðar í vetur.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.