Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 09.12.1960, Page 1

Verkamaðurinn - 09.12.1960, Page 1
Ritstjóri: Þorsteinn Jónatansson. Útg.: Sósíalistafélag Akureyrar. Skrifstofa Hafnarstræti 88. Simi 1516. Áskriftarverð kr. 50.00 árg. Prentverk Odds Björnssonar h.f. XLIII. árg. Akureyri, föstudaginn 9. desember 1960. 43. tbl. Stórfellt og dagvaxandi atvinnuleysi á Ak. SMYGL Nær 80 manns eru skráðir atvinnulausir. - Félög verkamanna og verkakvenna skora á bæj- arstjórn að aðhafast eitthvð til úrbóta Atvinnuleysi er nú orðið mjög mikið hér í bæ og fer dag- vaxandi. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumiðlunarskrifstof unni eru nú milli 70 og 80 manns skráðir atvinnulausir, og er það meira en nokkru sinni hefur verið síðastliðin þrjú ár eða síðan hraðfrystihús Ú tgerðarfélagsins tók til starfa. Og talan hækkar með hverjum degi. En það er ekki aðeins, að at- vinnuleysið sé mikið þessa dag- ana, heldur er útlitið framundan þannig, að engar horfur eru á að úr rætist, nema gripið verði til einhverra sérstakra ráðstafana til atvinnuaukningar. Verði það ekki gert eru horfur á algerðu vandræðaástandi eftir áramótin, en eins og flestir Akureyringar þekkja var atvinnuleysi, á með- an það var landlægt hér á vetr- um, jafnan mest fyrstu mánuði ársins. Það er tvennt, sem mestu veld- ur um atvinnuleysið nú: Hrað- frystihúsið stendur að kalla ónot- að, og Tunnuverksmiðjan er ekki starfrækt. Einnig kemur það til, að vinna við byggingar og aðrar framkvæmdir hefur dregizt sam- an. Stöðvun hraðfrystihússins má rekja beint til efnahagsráðstafana ríkisstjórnarinnar og meirihluta Alþingis. Vaxtaokrið og lánsfjár- kreppan neyðir Útgerðarfélagið til að láta togarana sigla með afl- ann og selja erlendis, því að á þann hátt fæst andvirði hans allt greitt út í hönd. En sé landað hér heima fæst aðeins lánað út á nokkurn hluta aflaverðmætis, og af lánunum verður að greiða óbærilega okurvexti í marga mán uði. Hvaða orsakir liggja til þess, að Tunnuverksmiðjan er ekki starfrækt, er ekki fyllilega ljóst, en heyrzt hefur, að ríkisstjórnin hafi engan áhuga fyrir tunnu- smíði og hafi í hyggju að leifa ótakmarkaðan innflutning full- smíðaðra síldartunna. Þá er áhugi Síldarútvegsnefndar einnig takmarkaður, og hugsun hennar beinist helzt að því að flytja verk smiðjuna burtu úr bænum. Samdrátturinn í byggingafram- kvæmdum er auðvitað bein af- leiðing efnahagsráðstafananna, gengislækkunarinnar, lánsfjár- kreppunnar og vaxtaokursins. „Viðreisnin" er öll á sömu bók- ina lærð. Verkalýðsfélögin skrifa bæjar- stjórn. Stjómir Verkamannafélags Ak ureyrarkaupstaðar og Verka- kvennafélagsins Einingar héldu sameiginlegan ftmd á þriðjudags- kvöldið til að ræða þessar alvar- legu horfur í atvinnumálunum. Þar var einum rómi samþykkt að senda bæjarstjóm eftirfarandi áskorun: „Stjómir Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar og Verka- kvennafélagsins „Einingar“ skora mjög alvarlega á bæjarstjóm Ak- ureyrar að gera allt, sem í henn- Sýning sovézkra bóka er opin hér í bæ þessa dagana. Sýningin var opnuð í gær í Al- þýðuhúsinu og verður opin þar frá kl. 2 til 6 daglega fram á sunnudag. Á sýningunni er allmargt bóka TOGARARNIR Kaldbakur og Harðbakur komu inn í gær með smáslatta hvor, sem landað var í frystihús- ið. Kaldbakur fer aftur á veiðar, en Harðbakur ekki að svo stöddu. Sléttbakur og Norðlendingur eru á leið frá Þýzkalandi. Enn er ekki ákveðið, hvort þeir fara á veiðar, en þó nokkur von til að svo geti orðið, þar sem þeir koma með olíu og kost, en ekki þarf að kaupa það hér heima. Svalbakur er á veiðum. um hin margvíslegustu efni, skáldrit og vísindabækur og margt fleira. Ennfremur eru þarna sovézk frímerki, og sér- stök ástæða er til að vekja at- hygli á listum yfir hljómplötur, sígild tónverk, sem hægt er að panta og eru mjög ódýrar. Bæk- ur og tímarit er einnig hægt að panta hjá forstöðumanni sýning- arinnar, svo og frímerki. Svarfdælir fá raf- magnið fyrir jól Fyrirhugað er, að tengja 18 bæi í Svarfaðardal nú um miðjan mánuðinn við rafveitukerfi Raf- magnsveitna ríkisins. Þegar því er lokið, hafa allir bæir í Svarf- aðardal fengið rafmagn, að und- anteknum bæjunum í Skíðadal. ar valdi stendur til að bæta úr því alvarlega ástandi, sem nú hefur skapazt í atvinnumálum bæjarins. Nú þegar eru yfir 70 manns skráðir atvinnulausir á Vinnumiðlunarskrifstofunni og fjölgar þeim með hverjum degi sem líður, og má þar að auki telja alveg öruggt, að ekki hafi nándarnærri allir, sem nú hafa aðeins stopula atvinnu, látið skrá sig. Umsóknir um atvinnuleysis- bætur hafa í þessari viku verið afgreiddar frá yfir 30 manns og nema útborganir til þessa fólks kr. 31.128.00. Sérstaklega benda stjórnimar á, að það er með öllu óverjandi, að togarar Útgerðarfélags Akur- eyringa hf. sigli stöðugt með afla sinn til löndunar erlendis, en verkafókið í landi gangi atvinnu- laust, þegar þess er gætt, að fé- laginu hafa á undanfömum ár- um verið greiddar milljónir króna af fé bæjarins. Verði hald- ið áfram á sömu braut, fáum við ekki annað séð, en að forsendur fyrir frekari fjárframlögum bæj- arins til Ú. A séu með öllu brostnar. Hér bætist það einnig við, að bærinn er eigandi meiri JÓN INGIMARSSON skákm. Norðurlands Nýlokið er á Blönduósi Skák- þingi Norðlendinga. Var þar keppt um titilinn skákmeistari Norðurlands 1961. Úrslit urðu þau, að Jón Ingimarsson varð hlutskarpastur í meistaraflokki. Hann hlaut 6 vinninga og titil- inn, sem um var keppt. Annar í röðinni varð Jónas Halldórsson frá Leysingjastöðum í Húnavatns sýslu, hlaut 5% vinning. Hann var skákmeistari Norðurlands 1960. í fyrsta flokki sigraði Björg- úlfur Einarsson frá Móbergi í Húnavatnssýslu, fékk 514 vinn- ing, og færist nú upp í meistara- flokk. í hraðskákkeppni varð Jónas Halldórsson hlutskarpastur með 24 V2 vinning, en keppt var á 26 borðum. hluta hlutabréfa félagsins, og fyrir þær sakir hljóta hagsmunir bæjarins, þ. e. fólksins, sem hann byggir, að skipa fyrsta sæti, þeg- ar málefnum félagsins er ráðið til lykta. Með tilliti til þess, að nú er skammt til hátíða, og fullkomin vá fyrir dyrum hvers alþýðu- heimilis, þegar heimilisfaðirinn missir atvinnu, í því dýrtíðar- flóði, sem nú skellur yfir og magnast svo að segja með hverj- um deginum sem líður, treystum við því, að bæjarstjóm láti ekk- ert það ógert, sem komið geti í veg fyrir að komandi jól verði hátíð skortsins á fjölmörgum al- þýðuheimilum í bænum.“ Skjótra aðgerða þörf. Þess er að vænta, að bæjar- stjóm taki þetta erindi verka- lýðsfélaganna þegar í stað til af- greiðslu, og láti ekkert það ó- gert, sem verða má til að tryggja verkafólki atvinnu. Þó má telja víst, að hér sé við meiri vanda að fást en svo, að bæjarstjóm geti ráðið fulla bót, og verður þá að krefjast nauðsynlegrar aðstoðar og fyrirgreiðslu frá ríkisins hálfu. Ríkisstjórninni er líka skyldast að láta mál þetta til sín taka og leggja sitt af mörkum til úrbóta, því að atvinnuleysið eru afleið- ingar af verkum hennar. Og til þess að varanleg bót fáist á því ófremdarástandi, sem hér er að skapast, verður að breyta um stefnu í efnahagsmálum þjóðar- innar. Verði það ekki gert, kem- ur að því fyrr en varir, að at- vinnuleysið verður ekki bundið við nokkra staði á landinu, eins og nú er, heldur verður atvinnu- skortur um allt land, og allir vita, hverjar hörmungar því fygja. Einhver stofnim mun vera til í þessu landi, sem nefnist gjald- eyriseftirlit, og stórfé er árlega varið til tollgæzlu. Samt er gjald- eyrir sá, sem bankarnir láta af hendi misnotaður í stórum stíl og smygl viðgengst í ríkum mæli. Ýmsir kunna að halda, að stærstu smyglaramir hafi verið gripnir í Fossunum, en hæpið er, að sú ágizkun sé rétt, þó að erfitt sé jafnan að segja um það, hver eða hverjir stærstir eru í ólög- legri starfsemi sem þessari. Alkunna er, að með nýjum skipum og bátum, sem koma til landsins, er oft fluttur smygl- varningur í stórum stíl, og hann keyptur erlendis fyrir fé, sem fengið er úr bönkrnn til greiðslu byggingarkostnaðar eða veiðar- færakaupa. Þannig er t. d. sagt, að útgerðarmenn eins báts, sem til landsins kom á þessu ári, hafi fengið 700 þúsund krónur yfir- færðar til veiðarfærakaupa, en hafi samt sem áður orðið að fá lánuð gömul veiðarfæri til að fara með í fyrstu veiðiferðina. Hvað olli? Það, að allir pening- amir, sem fara áttu til veiðar- færakaupa voru notaðir til kaupa á alls konar öðrum vamingi til einkanota fyrir eigendur bátsins. Báturinn kom hlaðinn til lands- ins, og eigendur önnuðust sjálfir uppskipun, en hún var fram- kvæmd að næturlagi. Yfirvöld staðarins annað hvort vissu ekk- ert eða létust ekkert vita, en aldraður maður og árrisull, sem snemma morgxms gekk fram á bryggju, fékk skammir og ónot fyrir að tolla ekki í bælinu. Svipaðar sögur mætti margar segja. Og svo er það allur sá gjaldeyrir, sem aldrei fer í gegn- um hendur íslenzkra banka- manna. Samsöngur - Luciuhátíð Karlakór Akureyrar hefur í vetur starfað að nokkru leyti með nýjum hætti: fengið til sam- starfs yfir 30 konur, og syngur nú blönduðum röddum öðrum þræði. Kórinn efnir til samsöngs í Ak- ureyrarkirkju n.k. sunnudag kl. NÝ STEFNUSKRÁ Alþýðuflokkurinn hélt flokks- þing sitt seint í nóvember. Þar gerðist það helzt, að samþykkt var að semja nýja stefnuskrá fyr- ir flokkinn. Mun það fáa undra, sem fylgzt hafa með því, hvernig flokkurinn hefur á síðari árum starfað í al- gerri andstöðu við sína eigin stefnuskrá. Nei, er nokkur furða, þó að þar þurfi ýmsu að breyta. 9 að kvöldi. Syngur þar fyrst karlakór nokkur lög — innlend og erlend —, og síðan blandaður kór, yfir 60 manns. Að síðustu er þáttur heilagrar Luciu (Gló- dís hin góða) með einsöng, kvennakór, karlakór og blönduð- um röddum. Karlakórinn hefur nokkrum sinnum áður minnzt hexlagrar Luciu — að sænskum sið —, þar sem hún kemur fram, ljósum krýnd, með hóp fylgdarmeyja — og það atriði jafnan vakið ánægju og hrifningu. Söngstjóri kórsins er sem fyrr Áskell Jónsson, einsöngvari er Jóhann Konráðsson og imdirleik- ari frú Soffía Guðmundsdóttir. Hljómleikar þessir verða svo end urteknir þriðjudaginn 13. des., á degi heilagrar Luciu.

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.