Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 09.12.1960, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 09.12.1960, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 9. des. 1960 HVIRFILBYLJIR - 2 - JÓNBJÖRN GÍSLASON ÞÝDDI Áður en sex mánuðir voru liðn ir af árinu 1956 hafði það sett met í hvirfilbyljum. Hinir urr- andi stormsveipar virtust verða til eins og snákar, öllum að óvör- um í hinu dimma drungalega loftslagi. Um vorið, í júnílok, höfðu 250 byljir geisað yfir Bandaríkin. Þeir virtust koma án nokkurra sýnilegra orsaka, eins og t. d. 11. marz í Texas. Kl. 4.45 skall á aftaka rigning. Starfsfólk var að hugleiða, hvem ig það gæti komizt heim til sín, þegar bylurinn skall á í aðalvið- skipthverfi borgarinnar. Hinn venjulegi hávaði, sem fylgir slíku fyrirbrigði, var mjög deyfður af hinu ofsalega regni. Áður en nokkum varði brotn- uðu byggingar í mél eða þeyttust gegnum loftið og drápu fólk, sem á vegi þeirra varð. Eftir 38 sek- úndur voru 113 manns dauðir og mörg hundruð særðir, fimm stræta breitt belti og fimm mílna langt gersamlega í rústum. Skað- inn var metinn á 50 milljónir dollara. Annar hvirfilvindur skall á mánuði síðar. Maður að nafni William Davis var staddur í bíl sínum á landamærum Michigan og Ohio 8. júní kl. 6.15, þegar hann sá bylinn myndast í um það bil % mílu fjarlægð. Neðri end- inn var hér um bil 200 fet á vídd og dökkir bólstrar allt umhverfis. Þessi ófreskja af hringsnúnu lofti nálgaðist óðum, en Davis hafði þó tíma til að hlaupa út úr bílnum og kasta sér ofan í djúp- an skurð. Endi sogpípunnar tók bílinn og kastaði honum til hliðar um 60 fet og öslaði síðan áfram og drap fólk og mölbraut hús á báðar hendur. Eftir að stormurinn hafði ruðzt gegnum bæinn Flint var líkast því, að risavaxinn plógur hefði farið þar yfir og rist upp þriggja stræta breitt belti. Hundrað og ellefu menn fórust í þessu eina áhlaupi. Trjástofnar stóðu eftir naktir, börkur og blöð öll rifin af. Fatnaður, eldhúsáhöld og partar úr bílum héngu hér og hvar á brotnum trjágreinum. Á einum stað var bíll vafinn utan um trjástofn. Tólf þumlunga stál- bita, úr grind í skólahúsi, sem verið var að byggja, var fleygt í burt um þriggja stræta bil. Að morgni 9. júní kom sím- skeyti frá Worcester 600 mílur í burtu: „Áttatíu dauðir í fellibyl í Michigan." Það var óeðlilega heitt og þungt loft í Worcaster þann morgun. Menn lögðu af sér ytri föt vegna hitans. Þeir sögðu, að ekkert slíkt mundi koma fyrir hér. En veðurfréttir síðari hluta dagsins sögðu: Verið á verði, hættuleg biksvört ský eru að myndast, spá fellibyl. Brátt sáust tveir kolsvartir bólstrar þjóta yfir himininn og urgandi hljóð þarst frá þeim, líkt og stálkjöftum væri urgað saman, sífellt hærra og ógur- legra. Bylurinn reið yfir, og það var líkast jarðskjálfta. Að honum loknum lágu 90 menn dauðir, 1200 særðir og 10.000 heimilis- lausir. Einn maður sagði svo frá: Konan mín opnaði dyrnar til þess að kalla á hundinn okkar, en ég hef ekki séð hana síðan; hún sogaðist upp í loftið og úr augsýn. Harald Lindberg sat í eldhús- inu, þegar bylurinn kom; sog- pípa hvirfilsins dró skóna af fót- um hans og svipti kæliskápnum út og þar með hluta af húshlið- inni. Það var það síðasta, sem Lindberg mundi eftir. Þegar hann raknaði við, var hann und- ir eldhússborðinu, fimmtíu fet frá húsinu. „Það var líkast því að vera soginn upp í dusthreins- unarvél“, sagði hann. Eftir allar þessar ófarir fór fólkið að spyrja: hvað er að ske? Er þetta afleiðing af hinum miklu atomsprengingum í Nev- ada? Gátu þær orsakað veðurlag slíkt og þetta? Var mögulegt, að atom-„fræ“ í skýjxmum gæti verkað sem hvellhetta og hrund- ið af stað hvirfilbyl? Veðurstofa Bandaríkjanna var fljót og ákveðin til svars. Hún sagði, að hvirfilvindurinn væri óefað verk og ráðstöfun Guðs al- máttugs án nokkurra áhrifa frá atomsprengjum. Enginn getur með fullri vissu sagt, hvort þar er nokkurt sam- band, segja frægir sérfræðingar í þessum efnum, en nákvæmar rannsóknir hafa þó leitt í ljós, að atómsprenging hefur áhrif á veð- urlag, en aðeins í fárra mílna fjarlægð. Einnig er bent á, að þrátt fyrir hið mikla afl, sem at- ómsprengja felur í sér, eru það aðeins smámunir í samanburði við ægikraft náttúruaflanna. Til samanburðar má geta þess, að 1000 atómsprengjur eru naumast jafnar að afli og ofsalegur hvirf- ilbylur. Hvemig stendur á því, að svo margir slíkir byljir hafa átt sér stað í Bandaríkjunum en ekki annars staðar? Það er af land- fræðilegum ástæðum, segir veð- urstofan. Héruðin austan Kletta- fjalla framkalla fleiri hvirfilbylji en nokkurt annað landsvæði í veröldinni. Orsökin er sú, að heitt rakaloft berst sunnan úr Mississippi-dalnum, en kalt loft streymir inn yfir Klettafjöllin og Suður-Kanada. Þegar þessir tveir ólíku straumar mætast um mið- bik Bandaríkjanna skapast ákjós anlegustu skilyrði fyrir hvirfil- byl. Hinar skrúfumynduðu hreyf- ingar loftsins eru í fyrstu hæg- fara en ógnandi. Samanþjappað loft snýst í ótal hringum, hverj- um um annan með sívaxandi hraða. Skyndilega heyrist ofsa- legt, hvæsandi hljóð, og hvirfil- vindur er skapaður; ekkert afl getur stöðvað hann. Will Keller frá Greensburg hafði hugrekki til að horfa inn í hinn ólgandi kjarna hvirfils og var svo gæfusamur að halda lífi og geta sagt tíðindin. Hann segir svo frá: Það var síðari hluta dagsins 22. júní 1928, milli kl. 3 og 4. Ég leit til lofts og sá dökka skýflóka myndast, að lögun eins og regnhlíf. Veðrið var heitt og mollulegt. Neðan í skýinu mynduðust þrír hvirflar samtímis og stefndi einn þeirra í átt til heimilis míns. Ég setti konu mína og börn niður í kjall- ara, stóð sjálfur í húsdyrunum til þess að athuga þetta fyrir- brigði nánar. Hvirfillinn barst til mín með jöfnum hraða. Ég stóð eins og heillaður. Að lokum var endinn beint yf- ir höfði mér, en allt var kyrrt og þögult. Sterk gaslykt barst niður til mín, svo að ég átti örð- ugt með andardrátt. Þá barst skyndilega hvæsandi hljóð niður úr trektinni. Ég leit upp og sá hringlaga göng frá neðri enda og upp í gegn. Opið virtist mér vera um 60 til 70 fet á vídd; innan í þessum hringlaga göngum voru dökkir þokubólstrar á sveimi og snerust óaflátanlega um sjálfa sig og hver um annann. Umhverfis jaðarinn að neðan voru smáhvirflar að myndast, frá þeim stafaði mestur hávaðinn. Eldingum skaut fram og aftur, og gerði sú birta, er þær orsök- uðu, sýn þessa því furðulegri, jafnyel yfirnáttúrulega. Þegar hvirfillinn var kominn fram hjá húsi mínu, stakk hann sér og mölbraut hús og hlöðu ná- búa mins. Uppsog þeirra er slíkt, að þeir lyfta stórum húsum af grunni eða sprengja þau í smá agnir. Þeir tæma djúpa brunna í einum sopa. Snemma í september 1952 eyði lagði einn slíkur bylur flugstöð Bandaríkjanna í grennd við Port Worth í Texas. Þar voru 107 or- ustuflugvélar og taldar aðalflug- her Bandaríkjanna gegn árás. Á einni flugvél nam tjónið $ 3.500. 000, en á öðrum $ 44.500.000 sam- tals. Á örfáum sekúndum varð allur flugflotinn óstarfhæfur. Viðvörunarstöðvar hafa nú ver ið settar í 21 fylki, þær gefa merki um hættu með nægum fyr irvara. En þrátt fyrir þessar var- úðarráðstafanir verður einstak- lingurinn að bjarga sér sem bezt hann má, og er þá næst hendi að leita til kjallarans, því hann er óhultastur allra staða í húsinu. Þetta ráð á þó ekki við þau hús, sem byggð eru úr steini. Enginn staður er tryggur fyrir bílstjóra á vegum úti, en skárst af öllu illu er að leggjast ofan í djúpan skurð, ef hann er í grennd. En bezta vörnin gegn hinum illræmdu hvirfilbyljum er að eiga hamingjuna að förunaut og fylgikonu. Endir. Jólamerki Framtíðarinnar eru seld á Pósthúsinu. Ágóðinn rennur í byggingarsjóð elliheim ilisins. TAKIÐ EFTIR! Nýju bækumar verða til sölu hjá okkur sem að undanförnu. Höfum einnig mikið af mjög ódýmm bókum fyr- ir börn, unglinga og full- orðna. BÓKAVERZL. EDDA BÓKAVERZL. EDDA Kr. 9.00 kosta jólaserví- ettumar. Ylukarlar og dýr úr gúmmí, frá kr. 12.00. BÓKAVERZL. EDDA BÓKAVERZL. EDDA Ylubækurnar fallegu nýkomnar. Kubbakassar fyrir börn, fjórar tegundir, kr. 25, 30, 35 og 40. BÓKAVERZL. EDDA BÓKAVERZL. EDDA Jólakort, frá 50 aurum. Munið fallegu Akureyr- arkortin í mörgum litum. BÓKAVERZL. EDDA BÓKAVERZL. EDDA BÓKAVERZLUNIN EDDA H.F. Strandgötu 19. — Sími 1366. ÖLDIN OKKAR I-II ÖLDIN SEM LEIÐ I-II ÖLDIN ÁTJÁNDA SELDAR MEÐ AFBORGUNUM. BÓKAVERZLUNIN EDDA H.F. Strandgötu 19. — Sími 1366. Þér getið eignazt allar Þjóðsögur Jóns Árnasonar ].—6. bindi, í glæsilegu skinnbandi, og þurfið þó að- eins að greiða kr. 100.00 við móttöku. — Síðan greið- ist kr. 100.00 mánaðarlega þar til allt verkið er greitt. BÓKAVERZLUNIN EDDA H.F. Strandgötu 19. — Sími 1366. NÁTTKJÓLAR NÁTTFÖT UNDIRKJÓLAR MITTISPILS BRJÓSTAHÖLD S 0 K K A R, m. teg. SOKKABANDABELTI VEFNAÐARVÖRUDEILD

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.