Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 09.12.1960, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 09.12.1960, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 9. des. 1960 OTGAFUBÆKUR SETBERGS Nýlega hefur bókaútgáfan Setberg sent frá sér fjölda bóka. Þar á meðal ævisögur, handbækur, barna og unglinga- bækur. Fyrst skal telja Ævisögu Hall- dóru Bjarnadóttur á Blöndu- ósi, sem Vilhj. S. Vilhjálmsson hefur skrásett. Halldóra segir frá bernskuárum sínum í Vatns- dal, en hún er fædd í Ási 14. október 1873. Greinir frá upp- vaxtarárum, ætt sinni og bú- skaparháttum. Síðan yfirgefur Halldóra dalinn sinn 9 ára og flytzt með móður sinni til Reykjavíkur. Halldóra segir nú frá dvöl þeirra á heimili Jóns Árnasonar þjóðsagnaritara og konu hans, Katrínar Þorvalds- dóttur frá Hrappsey. Vorið 1886 er Halldóra fermd í dómkirkj- unni af séra Hallgrími Sveins- syni, síðar biskupi. Fjótlega tók menntaþráin að segja til sín. En hvar og hvemig skyldi svala þeirri þrá? Þá skrifar Halldóra til Ólafíu Jóhannsdóttur, sem kunnug var í Noregi. Og utan fer Halldóra með Vestu. Sam- ferðafólkið er mestmegnis stú- dentar, síðar landskunnir menn: Halldór Júlíusson sýslumaður, Skúli Ámason í Skálholti, Árni Þorvaldsson kennari á Akur- eyri, Guðmundur Björnsson sýslumaður, Guðmundur Finn- bogason landsbókavörður og Knud Zimsen borgarstjóri. í Noregi dvelst Halldóra við nám árin 1896—1899. Þá snýr hún aftur heim, tekur sér far með síldarbát beint til Akureyrar, — fargjaldið 5 krónur. Halldóra gerist nú kennari við bama- skólann í Reykjavík. Á árunum 1908—1922 er hún á Akureyri sem skólastjóri barnaskólans flest árin. Hún segir frá fjöl- skrúðugu bæjarlífi á Akureyri á þessum tíma, enda em þar ýmsir andans- og dugnaðar- menn: þjóðskáldið Matthías Jochumsson, Guðlaugur sýslu- maður, Geir Sæmundsson sókn- arprestur, Guðmundur Hann- esson læknir, Einar Hjörleifs- son Kvaran, Ingimar Eydal, Jónas Þorbergsson, Oddur Björnsson, prentmeistari, Páll J. Árdal, Oddur Thorarensen lyfsali og Steingrímur Matthí- asson læknir', — svo nokkrir séu nefndir. Halldóra lýsir bæj- arbragnum einkar skémmtilega, kynnum sínum af samstarfs- mönnum og öðrum þeim, sem hæst bar í bæjarlífinu, svo sem af séra Matthíasi. Aftur snýr Halldóra til Reykjáv., kennir handavinnu átta næstu árin við Kennaraskóla Isands, og síðan hefur hún alltaf verið á ferð og flugi, unnið að áhugamálum sínum, farið um alla hreppa ís- lands, efnt til funda og nám- skeiða til þess að efla heimilin. í rúmlega fjóra áratugi hefur hún gefið út ársritið Hlín. í Ævisögu Halldóru Bjarna- dóttur eru margar sérkennileg- ar og skemmtilegar ljósmyndir, m. a. af börnum í bamaskólan- um í Reykjavík og á Akureyri fyrir hálfri öld og má þar sjá marga þjóðkunna menn og kon- ur. Halldóra Bjarnadóttir nam fræði sín við kné Jóns Árna- sonar þjóðsagnaritara, — og enn í dag, 87 ára að aldri, er hún að starfi í fullu fjöri. Hali- dóra Bjarnadóttir segir merki- lega sögu. Hún spennir yfir líf fólksins í meira en heila öld. — Bókin er 200 bls. í stóru broti með 30 sérprentuðum myndum. Setberg hefur á undanföm- um árum gefið út nokkrar ævi- sögur merkra erlendra manna, svo sem um Ferdinand Sauer- bruch, Albert Schweitzer og Abraham Lincoln. Að þessu sinni kemur út ævisaga þýzka skurðlæknisins Hans Killian og heitir bókin Læknir segir frá, en þýðandi er Freysteinn Gunnarsson skólastjóri. Það er óvenjulegt, að skurðlæknir lýsi svo afdráttarlaust og opinskátt starfi sínu, sigrum sínum og ó- sigrum, sem hér er gert í þess- ari minningabók um dr. Killian. Hér eru lesendanum opnaðar dyr að hinum hvítu salarkynn- um skurðstofunnar — lesand- inn horfir yfir öxl lækninum. En bókin lýsir ekki aðeins því, sem í skurðstofunni gerist, heldur einnig fólkinu sjálfu, sjúklingum og skylduliði þeirra læknum og hjúkrunarliði. Hinn rauði þráður bókarinnar er sam- úð höfundar með pei'sónum þeim, sem hann segir frá. Að vísu hefur dr. Kilian auga fyrir því, sem broslegt er og beitir því haglega í frásögn sinni. Mannúð og mannskilningur þess hjarta, sem undir slær, er höfuðprýði þessarar bókar. Þá hefur forlagið sent frá sér nýja prentun á Fjölfræðibók- inni, en hún hefur verið með öllu ófáanleg síðastliðið ár, en eftirspum sífelld, þar sem bók- in er mjög mikið gefin ungling- um í fermingar- og jólagjöf. Kökur og tertur heita fjórar nýjar handbækur fyrir hús- mæður. Þar er að finna mörg hundruð uppskriftir að kökum og tertum. Húsmæðrakennar- arnir Guðrún Hrönn Hilmars- dóttir og Jóhanna Ingólfsdóttir hafa samið, safnað og íslenzkað. Heftir eru skreytt mörgum myndum og kostar hvert þeirra 29 krónur. Fyrir minnstu börnin koma út 4 nýjar smábækur í bóka- flokknum um Snúð og Snældu: „Snælda fer í ferðalag“, „Kóp- ur“, „Kópur og Kibba“, og „Knútur knapi, kunningi Snúðs og Snældu“. Svo kemur fjörlega og skemmtilega rituð bók fyrir telpur á aldrinum 6—9 ára, „Fríða fjörkálfur", eftir þýzku skáldkonuna Margarethe Hall- er, en bamabækur hennar hafa selzt í yfir fjórum milljónum eintaka. Fyrir drengi á aldrinum 6-—9 ára er bókin „Valdi villist í Reykjavík“ eftir Frímann Jón- asson skólastjóra. Bók um lít- inn sveitadreng, sem kemur í fyrsta sinn til Reykjavíkur. Fjöldi teikninga er í bókinni. Þá er bókin „Sesselja síð- stakkur“ fyrir stúlkur á aldr- inum 7—10 ára. Þessa hugljúfu og fallegu barnabók hefur Frey steinn Gunnarsson skólastjóri þýtt á fallegt íslenzkt mál. Yfir bókinni hvílir hugþekkui' blær — samband barna og dýra við guðsgræna náttúruna. Nokkrar framhaldsbækur eru einnig komnar út: „Heiða í heimavistarskóla“, sem er frarn- hald bókarinnar „Heiða, Pétur og Klara“. — Þá er einnig kom- in „Anna Fía í höfuðstaðnum“ og 2. bindi af drengjabókinni „Kappflugið umhverfis jörð- ina“. Loks er svo ný drengja- bók eftir Böðvar frá Hnífsdal, en áður hafa komið út eftir hann bækurnar „Strákarnir sem struku“, „Ævintýralegt jólafrí" og „Strákar í stórræð- um“. Þessi nýja bók heitir „Fremstur í flokki“. HEYRIÐ ÞIÐ, KRAKKAR! Jólasveinninn er lagður af stað. A sunnudaginn 11. desember klukkan 4 síðdegis kemur hann til byggða. Ef veður leyfir, getið þið heyrt hann og séð á svölum verzlun- arhússins Hafnarstræti 93. Þá verður hann kominn í jólaskap og raular fyrir ykkur nokkrar vísur. SENN KOMA JÓLIN! Kaupfélag Eyfirðinga KRISTALVÖRUR BORÐBÚNAÐUR KERTI KERTASTJAKAR Ýmsar aðrar JÓLAVÖRUR. Úra og skartgripaverzlun FRANK MICHELSEN Kaupvangsstr. 3 - Sími 2205 Sovézka bókasýningin í Alþýðuhúsinu, verður opin föstudaginn, laugardaginn og sunnudaginn frá kl. 2—6. Á sýningunni eru einnig: rússnesk frí- merki og listar yfir hljómplötur, sem hægt er að panta á staðnum. AÐVÖRUN Athygli er vakin á því, að samkvæmt lögreglusam- þykkt Akureyrar er bannað að kveikja í „púðurkerl- ingum“, „kinverjum" og öðru sprengiefni í bænum. Framleiðsla og sala slíkra biuta í bænum er líka bönnuð. BÆJARFÓGETI. Höfum á boðstólum alls konar HÚSGÖGN Nýkomin vönduð gólfteppi og mottur HÚSGAGNAVERZLUNIN KJARNI H.F. Skipagötu 13. — Sími 2043.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.