Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 16.12.1960, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 16.12.1960, Blaðsíða 1
VERKHmnÐURinn Ritstjóri: Þorsteinn Jónatansson. Útg.: Sósíalistafélag Akureyrar. Skrifstofa Hafnarstræti 88. Sími 1516. Áskriftarverð kr. 50.00 árg. Prentverk Odds Björnssonar h.f. XLIII. árg. Akureyri, föstudaginn 16. desember 1960 44. tbl. Minnkandi atvinna er nú um alll land afleiðing af stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálinti I síðasta blaði var skýrt frá því, hve mjög atvinna hefur dregizt saman í Akureyrarkaupstað og atvinnuleysi í stórum stíl haldið innreið sína. Fréttir úr öðrum landshlutum sýna, að um allt land er það sama að gerast; atvinnuleysi ýmist þegar komið eða fyrir- sjáanlegt á næstu vikum og mánuðum: í ýmsum kaupstöðum og sjáv- arþorpum er nokkuð farið að bera á atvinnuleysi, en annars staðar lýsir minnkandi atvinna sér á þann hátt, að yfirvinna, 1. desember og H. Bl. Það er ánægjulegt til þess að vita, að íhaldið og leppar þess eiga örðugt með að gleyma þeirri verðskulduðu háðung, sem Guð- mundur f. Guðm. son varð fyrir í Háskólanum 1. des síðastl., er hann hugðist gera þann dag að baráttudegi fyrir málstað brezku landhelgisþjófanna og sjóræn- ingjalýðsins. Nýlega skrifar í fs- lending einhver Halldór Blöndal og espar sig ákaflega út af þeim viðtökum sem íhaldskratinn átti að mæta. Halldór þessi þykist þess um- kominn að kenna stúdentum betri siði, en eftir skrifum hans að dæma mun honum að líkind- um láta betur að kenna mönn- um eitthvað annað en kurteisi, enda Iítil rækt lögð við þá náms- grein í HeimdaUi. Skoplegt er að sjá llalldór þennan skýra frá atburðum í Há- skólanum eins og hann hafi verið þar viðstaddur sjónarvottur, þó að hvergi muni hann þar hafa nærri komið, heldur tekið Mogga lygina sem góða og gilda vöru, svo sem hans mun vandi. Skemmtilegast er þó, þegar hann fer að hugga sig við þá frumlegu og skáldlegu sögu, sem Mogginn bjó til, hrelldum, grunn færnum íhaldssálum til huggun- ar, að tveir öftustu bekkirnir í salnum, þeir sem ekki sáust á myndum, hafi verið þéttsetnir af auðmjúkum Bretaleppum og trúverðugum hernámsdindlum af sama tagi og H. Bl. Halldór þessi hugðist hafa for- göngu um fagnað stúdenta hér í bæ 1. des. og hcfur hann áður borið upp kveinstafi sína yfir þeim undirtektum, sem hann fékk meðal stúdenta. í þeim hópi fannst enginn, sem hafði áhuga á að skála við Halldór, fyrir mál- stað landhelgisþjófa. Ef Halldóri þessum er það áhugamál að hef ja 1. des. til vegs og virðingar, ætti hann nú að láta sér skiljast að betra muni þá að helga þann dag einhverju öðru, en vesældarlegu undan- haldi í sjálfstæðismálum þjóðar- innar. sem unnin hefur verið að stað- aldri, fellur nú niður. En yfir- vinnuna hafa menn neyðzt til að vinna vegna þess, að kaup fyrir átta stunda vinnudag hefur eng- an veginn hrokkið fyrir nauð- synlegum útgjöldum heimilanna. Þegar yfirvinnan nú fellur niður verður því víða þröngt í búi. í Reykjavík og nágrenni, en þar býr helmingur þjóðarinnar, hefur um árabil verið unnin mik- il yfirvinna í flestum eða jafnvel nær öllum atvinnugreinum, og oftar en hitt hefur eftirspurn eft- ir vinnuafli verið svo mikil, að vinnutíminn hefur helzt takmark azt af því, hvað menn hafa treyst sér til að vinna lengi. En nú er svo komið að atvinnan hefur dregizt það mikið saman, að yfir- vinnan er að hverfa úr sögunni, og hjá mörgum fyrirtækjum hef- ur starfsfólki verið sagt upp með tilskyldum fyrirvara, þannig, að gert er ráð fyrir, að það hætti um áramót eða snemma á næsta ári. Allt virðist því benda til, að eftir áramót fari að verða nokk- ur brögð að atvinnuleysi í höf- uðstaðnum, og víst má telja, að alls staðar.þar sem atvinnuleysi er nú þegar, verði það enn meira eftir áramótin. Bæði hér á Akureyri og víðar, þar sem togaraútgerð er rekin, hafa menn' bundið nokkrar at- vinnuvonir við það, að togararn- ir hætti siglingum til þýzkaands um áramót, að mestu eða öllu, og afli kynni þá e. t. v. einnig glæðast, og þar með skapast á ný atvinna í frystihúsunum. En allt er þetta mjög í óvissu. Þó er sennilegt, að minna verði siglt, ef að venju lætur, með aflann á Þýzkalandsmarkað síðari hluta vetrarins. En, ef hamingjan verð- ur svo andstæð okkur Islending- um, að ríkisstjórninni takist að semja við Breta um sölu á land- helginni, má ganga að því vísu, að jafnframt verði samið um óhindraðar landanir íslenzkra togara í brezkum höfnum, og er þá eins víst, að þegar Þýzkalands siglingum lýkur hefjist siglingar til Bretlands, og afli togaranna verði ekki til að auka atvinnu í frystihúsunum. Ríkisstjórnin Vill að hraðfrysting fiskjar verði sem minnst. Það eru fyrst og fremst sósíalisku ríkin í Austur-Evrópu, sem kaupa hraðfrysta fiskinn, en stjórnin vill sem minnst skipti hafa við þau ríki, vegna póli- tískra fordóma hennar, og þess vegna er lagt allt kapp á að seha fiskinn óunninn til Nato-ríkja, enda þótt afleiðingin verði gjald- eyristap og atvinnuleysi. Mikið skal til mikil.g vinna. Það vissu þetta allir fyrir. Strax þegar efnahagsráðstafan- ir ríkisstjórnarinnar voru til með ferðar á Alþingi í fyrravetur, lýstu þingmenn Alþýðubanda- lagsins því yfir, að ein afleiðing þeirra, ef til framkvæmda kæmu, hlyti að verða alvarlegt atvinnu- leysi. Stjórnarliðið gerði sér upp hlátur og kvað þetta fjarstæðu eina. Ráðstafanirnar myndu ein- mitt efla atvinnulifið, en alls ekki valda samdrætti. Nú er komið á daginn, að þing menn Alþýðubandalagsins höfðu rétt fyrir sér, og einnig forystu- menn verkalýðssamtakanna, sem mjög ákveðið vöruðu við þessari hættu. En nú er einnig kömið annað í ljós. Stjómarliðið vissi lika, að atvinnuleysi myndi hljót ast af aðgerðum þess, enda þótt það neitaði að viðurkenna það. Þetta má m. a. sjá af Alþýðu- blaðinu hinn 7. þessa mánaðar. Þar segir frá því á forsíðu, að blaðið hafi leitað upplýsinga hjá Dagsbrún um það, „hvort nokk- uð væri farið að gæta atvinnu- eysis meðal verkamanna." Af spurningunni má ráða, að blaðið efast ekki um, að atvinnuleysið muni koma, það er aðeins að for- vitnast um, hvort það sé þegar komið. Alþýðublaðið ræddi einnig við Ráðningarstofu Reykjavíkurbæj- ar og starfsmann fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík. Alþingi frestað á mánudag Ríkisstjórnin hefur nú gefizt upp viðþað áform sitt að slíta Al- þingi fyrir áramót og láta það ekki koma saman aftur fyrr en að hausti. Hefur forsætisráð- herra því lagt til, að fundum Al- þingis verði frestað nk. mánud., en þing kvatt saman aftur 16. janúar. „SPORÐREISN" Maður nokkur leit inn á skrif- stofu blaðsins í gær, og eins og oftast, þar sem tveir menn eða fleiri hittast, barst taHð að „við- reisninni", sem ríkisstjómin er að framkvæma. Þá sagði maður- inn: „Ég kann nú ekki við að nefna þetta viðreisn, mér þykir sporðreisn miklu betra. Ég hef alltaf nefnt þetta því nafni. Það er verið að sporðreisa þjóðfélag- ið." Þetta er laglegasta mynd, en hitt er nokkurt vafamál, hvar hún er tekin. Ef einhver telur sig geta sagt til um það, væri gaman, að hann léti blaðið vita. Lúcíu-hátíð Karlakórs Akureyrar Karlakór Akureyrar efndi til samsöngs í Akureyrarkirkju sl. sunnudagskvöld, og var hann með óvenju skemmtilegu sniði. Fyrst söng kórinn nokkur lög, en síðan kom í ljós hópur kvenna, sem kórinn hafði fengið til liðs við sig. Myndaðist þá blandaður kór, sem söng tvö lög. En síðan bættist enn í hópinn flokkur ung- meyja og bar ein þeirra fjósum prýdda kórónu. Skyldi hún tákna heilaga Lúcíu eða Glódísi hina góðu, eins og nú tíðkast að nefna þá veru. Á þenna hátt var allan tímann stígandi í skemmtuninni, og öll atriðin vel heppnuð undir stjórn hins ágæta söngstjóra Karla- kórsins, Áskels Jónssonar. Hús- fylli var í kirkjunni á sunnudags- kvöldið og einnig á þriðjudags- kvöldið, en þá var skemmtun þessi endurtekin. Karakór Akureyrar hefur um nokkur ár haldið þeirri venju að boða til Luciu-hátíðar og er það skemmtileg tilbreytni með söng kórsins, og vel var það val- ið hjá kórnum að fá konur til liðs við sig og sýna Akureyring- um, að fleira er gott en aðeins karlakórssöngur. En það hefur virzt svo hér, að fólki þætti eng- inn söngur bjóðandi eða vert á að hlýða annar en kórsöngur karla. Undan má þó skilja, þegar afburða söngvarar hafa verið á ferð. Sem sagt, þökk fyrir skemmt- unina, og kaiiakórarnir mættu gjarnan halda áfram að auka til- breytnina í skemmtanalífinu. Tunnuverksmiðjan e. t. v. starfrækt Skömmu áður en blaðið fór í prentun bárust þær fréttir, að vonir stæðu til, að vinna hæfist í Tunnuverksmiðjunni hér fljót- lega úr áramótum. Mun Síldar- útvegsnefnd hafa fallizt á að láta smíða þar nokkurt magn af tunn- um,. ef tækist að fá geymsluhús- næði fyrir þær í bænum. Er nú unnið að því að tryggja slíkt hús- næði. Tunnuefni er á leið til landsins. Messað í Akureyrarkirkju kl. 2 e. h. á suhnudaginn kemur. Sálmar nr. 38, 25, 5, 221, 74. VERUM SAMTAKA BRÚUM BILIÐ Dagarnir líða hver af öðrum, og nú er aðeins vika eftir þar til dregið verður í Happdrætti Þjóð viljans. Þennan tíma þarf að nota vel til að selja miðana. Hver miði sem seldur er, styrkir blöðin okk ar, Þjóðviljann og Verkamann- inn. Það er ekkert leyndarmál, að á útgáfu blaðanna er talsverð- ur halli á hverju ári og ágóða Happdrættisins er varið til að brúa það bil, sem þannig verður milli tekna og gjalda. Ef ekki tekst að brúa bilið, þá er skulda- söfnun framundan og síðan stöðv un á útgáfunni. Öllum velunnur- um blaðanna er fjóst, að til slíks má ekki koma. Þó að við séum ekki alltaf fyllilega ánægð með þessi málgögn okkar, þá getum við ekki og megum ekki án þeirra vera. Þess vegna verðum við að taka höndum saman og tryggja útgáfu þeirra, og helzt þurfum við að ná svo góðum ár- angri, að við getum bætt blöðin. Árangurinn af sölu happdrættis- miðanna þarf að vera svo góður, að hann verði hvatning til þess að gefa á næsta'ári út stærri og betri blöð, en við höfum gert á þessu ári. Verum samtaka. Þá náum við settu marki.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.