Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 22.12.1960, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 22.12.1960, Blaðsíða 1
VERKHmHÐURinn Ritstjóri: Þorsteinn Jónatansson. Útg.: Sósíalistafélag Akureyrar. Skrifstofa Hafnarstræti 88. Sími 1516. Áskriftarverð kr. 50.00 árg. Prentverk Odds Björnssonar h.f. XLIII. árg. Akureyri, fimmtudaginn 22. desember 1960. 45. tbl. ö®-^*^^s-^**>s^>©^*^^^-^*^q-^^-<ö^^©^^^*^^*^ö^ * I í •t t I I i I t I I t t t 1 s I I t 1 © * 1 t (& I i I •í- t 1 t t t I s I I t * I i i Jólin eru að koma, friðarins hátíð og Ijóssins. Allsherjarfriður á jörðu er boðskapur jólanna, ekki aðeins friður þjóða í milli, heldur og einstaklinga; friður með öllutn rnönnum. Þetta er fagur boðskapur og þess virði, að einskis sé ófreistað látið til að gera hann að raunveruleika. En hvernig gengur fram- kvæmdin hjá okkur mönnunum? Erum við að fcerast nær markinu, nálgast allsherjarfrið? Friður er margs konar. Talað er um, að nú ríki vopnaður friður milli stórvelda heimsins. Það þýðir, að þau beri ekki hvert annað vopnum af ótta við vopnabúnað hinna. Slíkur friður er óraunhœf- ur, en getur þó e. t. v. orðið að nokkru gagni. En óraunhæfur er hann að þvi leyti, að í hugum manna logar eldur ófriðarins eftir sem áður. Meðan svo er, er vafa- I f t t i í % t I t i t samt að tala um allsherjarfrið þjóða i milli. Raunverulegur, varanlegur og fullkominn frið- ur með þjóðum heims verður ekki fyrr en vopnin hafa verið lögð til hliðar og öllum mönn- um er Ijóst orðið, að hvar í heimi sem fólk á sér búslaði A það jafnan rétt til lífsins og allra þeirra gæða, sem það hef- ur að bjóða. En látum útræti um frið eða ófrið á alþjóðavettvangi. Island telst ekki til stórvelda heimsins, og aðrar þjóðir munu ráða rneiru um það, á hvern hátt milliríkjamál stórvelda verða til lykta leidd. Við skulum líta nœr okkur. Hvernig framkvæmum við í innbyrðis samskiptum okkar hugsjónina um allsherjarfrið; hvernig gengur okkur að skapa hér í okkar landi ríki jafnréttis og bræðralags, sem er undir- staða friðar með mönnum? Það, sem tíðast veldur ófriði manna í milli, er misskipting efnislegra verðmæta. Ég las eitl sinn í grein eftir danskan menntamann, að Danmörk vœri land, þar sem fáir ættu of mikið og færri of lítið. Ekki skal ég um það segja, hversu rétt þessi lýsing Danmerkur er eða hefur verið. En mér fannst þetta orðalag sýna, að þeim, sem ritaði, væri Ijósl, t að til þess að vel fari þarf hvert þjóðfélag að vera þannig úr garði gert, að þar eigi enginn of mikið og enginn of litið. Deilur og ófriður manna í milli verður einmitt af því, að sumir eiga of mik- ið, aðrir of litið. Engin friðarbarátta er jafn raunhæf og sú, sem beinist að þvi að jafna metin á þessu sviði, koma i veg fyrir að sumir eigi of mikið og aðrir of lítið. Oft heyrist sagt, að hér á okkar landi sé velmegun meiri og al- mennari en með flestum þjóðum öðrum. Hvað sem satt kann að vera í þessu, er það staðreynd, að hér eiga ýmsir of mikið og marg- ir of lítið. Aldrei kemur þetta greinilegar fram en í desembermán- uði og einmitt í sambandi við jólin. Áður fyrri var talað um vor- kauptið og haustkauptíð. Nú er jólakauptiðin orðin mest áber- andi. Aldrei er viðlika vöruúrval í verzlunum og einmitt í þessari kauptíð. Verzlanir leggja höfuðáherzlu á vörusöluna í desember- mánuði og fólk keppist um að kaupa, eftir því sem hver og einn hefur getu til. Viðskiptin eru svo mikil, að ekki þykir nægja að hafa verzlanir opnar venjulegan tíma, heldur er stundum opið langt fram á kvöld, jafnvel til miðnættis. f t Gleöileg jól! t J%*^©^*^»^*^®'H^©^*^©^*S-^**^*^©^*^©^*^^ Það er gömul og ný tízka að gefa jólagjafir. Þær eiga að vera tákn friðar og vináttu. Það er gaman að fá og ánœgjulegt að gefa góðar gjafir. En sá er hængur á með jólagjafirnar, að þeir hljóta oftast dýrustu gjafirnar, sem sízt hafa þörf fyrir gjafir, en þeir, sem minnst eiga efnislegra verðmæta fá að jafnaði minnstar gjafir eða alls engar. Þannig verða jólagjafirnar ekki til að jafna bilið milli ríkra og fátækra. Þeir, sem eiga of mikið, gefa ekki þeim, sem eiga of lítið. Kristur bauð, að menn skyldu gefa eigur sínar fátækum. Þetta boðorð er almennt brotið ekki síður af kristnum mönnum en öðr- um. Þó þykjast ýmsir sýna nokkurn lit á þessu einmitt fyrir jólin. Þá fara fyrirtæki eins og mæðrastyrksnefnd og vetrarhjálp af stað og skátar ganga fyrir hvers manns dyr til að leita eftir, hvað fólk vilji af höndum láta til styrktar þeim, sem erfiðast eiga. Og hver er árangurinn? Við eina slika söfnun skátanna í Reykjavík, nú fyrir nokkrum dögum, náðust saman fáir tugir ? þúsunda af krónum eða svo lág upphæð, að hún hefði sjálfsagt ekki hrokkið til, ef átt hefði að greiða skátunum kaup fyrir fyr- irhöfn þeirra. Vera má þó, að þessi upphæð verði til þess, að nokkrar fjölskyldur, sem góðs njóta af þessu, geti keypt sér þolanlegan jólamat, sem ella hefði ekki orðið. Arangurinn af þessarri söfnun og öðrum hliðstæðum sýnir, að boðorð eða andi kristinnar trú- ar nær skammt, þegar pyngja manna er annars vegar. En f þelta sýnir líka annað. Efnisleg- x um verðmætum er svo misskipt « milli þegnanna, að það er þörf ^ fyrir svona söfnun. Styrkbeiðn- f um rignir yfir þá, sem úthlutun i annast, og hvað sem sagt er um * framfarir i þessu landi, þá segir það ekki fagra sögu, að í höfuð- staðnum a. m. k. hafa styrk- beiðnir um mörg ár ekki verið jafn margar og nú. Þjóðfclagshætt- ir og tekjuskipting er ekki í lagi á meðan þörf er fyrir fyrirtœki eins og vetrarhjálp. Og á sama tima og slík fyrirtæki eru í gangi eyða aðrir tugum þúsunda i einskisvert glingur eða innantóm veizluköld. „ Meðan svona er ástatt þarf enginn að gera ráð fyrir allsherjar- friði hvorki innan okkar litla þjóðfélags né annarra, sem svipað er ástatt um, og viða, já mjög víða, hvaðástandið vera miklu verra. Þeir eru margir í þessu landi og viða um heim, sem játa kristna * trú með vörunum, en afneita henni i verki. Það væri kannski ráð f fyrir okkur að láta minna bera á jólahaldinu og eyðslu i sambandi t við það, en verið hefur um skeið. Á þeim vettvangi mætti draga saman seglin og spara marga krónu. t staðinn ættum við að vinna raunhæft að framkvæmd kristinna hugsjóna, ekki bara með sálmasöng og messuhaldi, heldur með þvi að jafna aðstöðu þegnanna og skapa þeim öllum góð og gleðileg lífskjör. Það er ekki nóg að rétta fátækum manni nokkrar krónur og segja honum að eiga gleðileg jól, heldur á að skapa honum þá aðsipðu, að hann geti átt gleðilegt lif allt árið um kring. Með því er um leið skapaður allsherjarfriður, því að sá, sem lifir gleðilegu lifi, fer ekki með ófriði á liendur öðrum. (Framh. á bls. 12). <g t t I I I t f t § t I t t I t i t

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.