Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 01.06.1962, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 01.06.1962, Blaðsíða 4
KreppiMar og Einn af athyglisverðustu at- burðum síðustu ára er verðhrun það, sem átti sér stað á kauphöll- inni í New York sl. mánudag. I viðbrögðum stjórnmála- manna á Vesturlöndum leynir sér ekki óttinn við það, að afleiðing- arnar verði ófyrirsjáanlegar, og þar með lýsir sér skilningsleysi þeirra á duttlungum efnahagsmál- anna. Vanmáttur þeirra til að skilja grundvallarlögmál hagkerfanna tveggja, sem nú keppa um hylli framsækinna en efnahagslega vanþróaðra þjóða, hefir aldrei verið afhjúpaður eftir stríð eins vel og nú. Einn kennir Kennedy forseta um verðhrunið en annar speku- lation einhverra ósvífinna auð- jöfra, og eitt virðulegt dagblað þykist vita, að hér sé um komm- únistiskt samsæri að ræða. Svo reyna þeir allir að róa fólkið með því, að efnahagur Bandaríkjanna sé traustur og batnandi og því sé engin ástæða til að óttast, að sag- an frá 1929 geti endurtekið sig. Þeir sleppa samt algjörlega að minnast á það, hvort efnahagur Bandaríkjanna hafi ekki verið tal- inn traustur og auður þeirra vax- andi árið 1929, þegar ósköpin dundu yfir jafnsnöggt og verð- hrunið nú. Hinn hysteriski faraldur, sem nú breiðist út meðal efnamanna um heim allan og lýsir sér í óskap- legu framboði á verðbréfum, virðist gefa til kynna, að spá- mennirnir meðal þeirra láti ekki róast af þeim röksemdum, að Bandaríkin búi við batnandi efnahag. Ekki skal hér spáð neinu um það, hvaða stefnu þessi þróun tekur á næstu mánuðum, en hitt er vert að undirstrika, að nú hef- ur það komið fram, svo að ekki poircoiðR S HAM POO í öllum litum. Lækkað verð. * P01ÍC010K PERMANENTIÐ komið aftur. RAKARASTOFAN Strandgötu 6 Sími 1408 verður um villzt, að orsakir kreppunnar eru fyrir hendi eins og dulin meinsemd í efnahags- kerfi Bandaríkjanna (og þá einn- ig V.-Evrópu), og að borgaralegir sérfræðingar um efnahagsmál eru engu framsýnni en 1929. Stórvið- burðir efnahagslífsins í þeirra eigin löndum koma þeim jafnt á óvart og hið fyrsta geimskot Rússa gerði 1957. Ráðamenn okkar íslendinga eru að gæla við hugmyndina um inngöngu í Efnahagsbandalag Evrópu, og áróðurspostular vest- rænnar samvinnu nota þau rök, að inngangan í þetta vestræna stórveldi tryggi okkur hærra af- urðaverð á mörkuðum þess og að fullveldi smáþjóðar hafi ekki sömu þýðingu sem fyrr. (En eins og kunnugt er, munum við eftir að einhvers konar aðild að EBE er komin á ekki ráða sjálfir yfir viðskiptum okkar við ríki utan þess.) Þessi rök eru talandi vottur um skammsýni þeirra manna, sem ganga hér fram fyrir skjöldu, og ekki þarf annað en ófyrirsjáan- lega verðsveiflu á kauphöllinni í New York til að opna augu fólks fyrir haldleysi þeirra. í stað þeirra blasir þá við nauðsynin á því fyrir smáþjóð að selja afurðir sínar á kreppufríum mörkuðum og vera sjálf einráð um það, við hvaða þjóðir hún verzlar, því hætt er við að markaðir Yestur- Evrópu verði okkur lítils virði, ef I heimskreppa á borð við þá síð- ustu skellur á. J. H. GÓÐIR GESTIR Den norske stndentenangforening Sunnudaginn 20. maí, komu hingað kærkomnir gestir. Það var karlakórinn Den norske student- ersangforening í Osló, Þetta er fyrsti erlendur stúdentasöngflokk- ur, sem heimsækir Akureyri, og var það ánægjulegt, að það skyldi vera norskur stúdentakór, sem varð fyrstur til þess. Þetta er elzti kór Norðmanna, stofnaður 1845, og var fyrsti stjórnandi hans tón- skáldið fræga, Halfdan Kjerulf. - Margir ágætir menn hafa síðan stjórnað þessum kór. Núverandi stjórnandi hans er Sverre Bru- land, sem er hámenntaður tónlist- armaður og víða kunnur. Hann hefur tvisvar unnið sér verðlaun í alþjóðakeppni hljómsveitar- stjóra. Karlakór Akureyrar tók á móti norsku söngvurunum á flugvellin- um og sá um þá, meðan þeir dvöldu hér og kvaddi þá með samsæti í Laugarborg. En þeir héldu flugleiðis til Reykjavíkur að kvöldi sama dags. Kl. 5 síðdegis hélt Stúdentakór- inn samsöng i Samkomuhúsinu. Var húsið troðfullt, og urðu ýms- ir frá að hverfa. Áður en kórinn hóf að syngja samkvæmt söng- skránni, söng hann þjóðsöngva íslendinga og Norðmanna. Á söngskránni voru tuttugu lög, og söng kórinn þau öll, og sum tvisvar, og auk þess tvö auka- lög. Var söngnum ákaflega vel fagnað af hrifnum áheyrendum. Söngvarar kórsins eru fjörutíu og fjórir að tölu, og það leyndi sér ekki, að þetta voru allt fram- úrskarandi söngmenn. Raddirnar silfurhreinar, léttar og leikandi. Samsvörun í bezta lagi. Söng- stjórinn er mikill töframaður, sem leikur á þetta volduga og ynd- islega hljóðfæri líkt og snillingur á orgel. Og honum bregzt hvorki tækni né smekkvísi, allt er þaul- hugsað og hnitmiðað, fagurt og göfugt. — Vert er að geta þess, að textaframburður þessa kórs er mjög til fyrirmyndar. Langflest lögin, sem kórinn söng, voru norsk, og þar af margt þjóðlaga. En Norðmenn eru flestum þjóðum auðugri af fögr- um og einkennilegum þjóðlögum. Þessi lög eru hvert öðru fegurra !og einkennilegra, sum hátíðleg, önnur gamansöm, en umfram allt norsk. Það var eins og Noregur væri kominn til okkar, er kórinn söng Norges fjelle eftir Kjerulf. Mjög gaman að heyra kórinn syngja á íslenzku Hyldest til Is- lands Skaldekunst eftir GeirrTveitt (textinn er úr Arinbjarnarkviðu Egils Skallagrímssonar). Lag þetta er tileinkað Sverre Bruland og var nú sungið í fyrsta sinn. Það er mjög norskt, en hefur jafnframt á sér einkennilegan svip íslenzkra þjóðlaga. Framburður íslenzkunnar var furðanlega góð- ur, og þó öllu betri á íslenzka þjóðsöngnum. Rolf Halvorsen söng bariton- sólo í laginu Torö lite eftir Grieg. Hann hefur fallega rödd og syng- ur ágætlega. Knut Erik Ek söng bassa-sólo í hinu alkunna rússneska þjóðlagi Tólf ræningjar (útsett af S. Jar- ov). Bæði einsöngvari og kór sungu það á rússnesku, mjög skýrt og hreint. Knut Erik Ek er af- bragðsgóður bassasöngvari, og minnti söngur hans mjög á hina Ver kamaðurinn VERIi AKVEHNAFELA6IÞ EIHIHG heldur júní kl. FÉLAGSFUND sunoudaginn 3. 4 síðdegis í Verkalýðshúsinu. Fundarefni: Samningarnir. STJORNIN. KAUPTAXTI TRÉSMIÐAFÉLAGS AKUREYRAR frá 1. júní 1962. Húsa- og húsgagnasmiðir: Dagv. Eftirv. N. og hdv. Sveinar 32.50 51.36 63.86 Vélamenn 34.39 55.02 68.78 Verkstjórar 35.73 56.36 70.12 Sé vinna mjög erfið eða óþrifaleg, greiðist 15% álag á kaup. Frá og með 1. júní skal öll vinna við nýbyggingar unnin eftir verðskrá (uppmælingu). Þó hefir stjórn félagsins heim- ild til að veita undanþágur. Kaup skipasmiða hækki um 10% og verkfæragjald í kr. 1.34 pr. klst. Stjórnin. miklu rússnesku bassasöngvara. Það yrði of langt mál að lýsa hverju einstöku lagi, sem kórinn söng, og erfitt yrði að svara því, hvert þeirra var bezt sungið, svo gerólík hvert öðru sem mörg þeirra voru. En óhætt er að full- yrða, að þar fannst ekkert, sem ekki var í alla staði flutt á snilld- arlegan hátt. Nákvæmni, léttleiki, hófstilling, samfara djúpum tón- listarskilningi og óbrigðulli smekkvísi, voru höfuðeinkenni á stjórn Sverre Brulands. Ég held, að íslenzkir karlakór- ar geti lært ýmislegt af þessum ágæta kór, ekki sízt það, að flytja meira af sönglist sinnar eigin þjóðar. Alveg eins og þessi kór flytur mestmegnis norsk lög, ættu íslenzkir kórar, sem fara söng- ferðir til útlanda, að syngja aðal- lega íslenzk lög, fyrst og fremst þjóðlög. Akureyringar eru í þakkar- skuld við Den norske studenter- sangforening fyrir þá miklu vin- semd og virðingu, er kórinn auð- sýndi bænum og héraðinu með heimsókn sinni, snilldarlegum söng og prúðri og elskulegri framkomu í hvívetna. Og ég er sannfærður um, að allir bæjar- búar muni taka undir það, er ég nú þakka þessum góðu gestum kærlega fyrir komuna og sönginn og árna þeim og þjóð þeirra, frændum Islendinga, allra heilla um alla framtíð. Akureyri, 22. maí 1962. Áskell Snorrason. 14 osi ii ga ii rslit Hvammstangi: 196 á kjörskrá, 137 kusu. B 47 2 (Framsókn) G 83 3 (kjós. allra flokka) / Blönduós: 317 á kjörskrá, 291 kusu. Sjálfstæðisfl. 170 (133) 3 (3) Frams. og óh. 112 (128) 2 (2) Skcgaströnd: 330 á kjörskrá, 284 kusu. A 67 (56) 1 (1) B 57 (F+Sj. 148) 1 (3) D 102 (F+Sj. 148) 2 (3) G 52 (56) 1 (1)

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.