Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 11.10.1963, Síða 4

Verkamaðurinn - 11.10.1963, Síða 4
Frá Islandi til Ameríku 1925 Jónbjörn Gíslason. (Framh. frá síðasta blaði). Tók nú við afarflæmi af ræktuðu landi, sem auðsjáanlega hafði allt verið skógi vaxið áður, en honum verið rýmt í burtu og landið brotið og yrkt. Voru á víð og dreif bændabýli og alls konar geymsluhús, en skógurinn óslitinn langt að baki. Á stöku stað stóðu upp úr iðgrænu akur- lendinu himinblá þéttlaufguð tré, sem látin hafa verið standa til prýðis og tilbreytingar, gnæfðu þau tignarleg og krónu- fögur sem konungar hátt yfir smágresið niðri á jörðinni um- hverfis, hver virtist vakta sitt afmælda ríki. Á stöku stað var byrjað að slá slægnalöndin. Var heyið víð- ast í smáhrúgum eða föngum, líkt og í óþurrkatíð á Islandi. Heyvinna var sjáanlega öll unn- in með vélum, því slík áhöld voru á flestum reitum, er slegnir voru. Seinni part dagsins var farið í gegnum svo þéttan skóg, að ekkert sá nema upp í himin- inn. Lá brautin þar yfir afar- stórt fljót, sem féll í bugðum gegnum skóginn, brúin var afar- mikil, byggð í þremur bogum. Stöpullinn undir miðboganum var bilaður, var því hægð ferð- in meðan brúin var farin. Kl. 5 brunaði lestin inn á járnbrautarstöðina í Montreal. Þá tilkynnti lestarstj óri, að hér yrðu lestaskipti og lagt af stað aftur kl. 10 e. m. Þá fórum við tveir í búðir og keyptum nauðsynjar fyrir okkur og ferðafélagana til áfangans til Winnipeg. Montreal er gullfalleg borg, byggingar afarstórar og merkilegar og fram úr hófi skrautlegar. Með flestum stræt- um eru gróðursett falleg tré til beggja handa, svo gangstéttirnar mynda fögur laufgöng milli hús- anna og trjánna. Minnismerki og myndastyttur eru fjölmargar og dásamlega meistaralega gerð- ar, til og frá um borgina, bæði í trjá- og skemmtigörðum, stræt- ishornum og jafnvel á þakbrún- um húsa og yfirhöfuð allsstaðar sem prýða hefur þótt. Járn- brautarstöðin er risavaxin bygg- ing. Þar eru flest þægindi fyrir ferðamenn, þar eru matsöluhús, sölubúðir, enn fremur merkileg söfn dýra, steina og jurta. Kl. 11 e. m. var lagt af stað úr stöðvar- skálanum út að lestinni, og eftir mikla snúninga og óþægindi var Ioks unnt að komast með dót sitt inn í einn farþegavagninn og ná í bekki fyrir legurúm. Var svo lagt af stað frá Montreal kl. 12 á miðnætti. Var þá tekið að búa um sig eftir föngum, en gekk illa, því allan rúmfatnað vantaði. Lagð- ist ég loks til svefns með höfuðið einna lægst af líkamanum og sofnaði vært og vel. Kl. 3 um nóttina var numið staðar, nokkr- ir farþegar stigu út, en aðrir inn í staðinn, og að því búnu æddi lestin öskrandi út í bik- svarta nóttina, eins og hræði- legt, banhungrað óargadýr á eftir bráð. Þegar öllu þessu flutningaumstangi var lokið, lagðist ég aftur til svefns og svaf vært til morguns. Laugardagur 1 8. júli. Ágætis veður. Sólskinslítið en bjart og gott útsýni. Farið var yfir samfellt skóglendi, akra og engjalaust, sumsstaðar var nýbyrjað að fella skóginn og brjóta landið til ræktunar. Stóðu á þeim blettum lág og lítilf j örleg íbúðarhús. Lengi dags lá járnbrautin upp með elfu einni, snarbrattir bakkar lágu upp frá henni á báðar hendur þaktir skógi frá vatns- borði og upp á brún. Víða í fljótinu voru stórir og smáir hólmar alþaktir fögrum trjám. Rek af felldum trjám var hér og hvar um fljótið, sjáanlega ætlað til flutnings á nærliggj- andi staði. Á nokkrum stöðum á bökkunum voru afarmiklir staflar af unnum viði, trjám og borðvið, tilbúnum að flytjast á markað og myndbreytast í pen- inga. Kl. 9y% var stanzað við smástöð, sem heitir Mattawa. Hefur þar verið höggvið rjóður í skóginn á gullfallegum stað og þar byggt lítið en fallegt þorp umhverfis stöðina. Nokkuð var þar af ræktuðum blettum og matjurtagörðum. Bær þessi var umgirtur af þéttum og fögrum skógi á allar hliðar, og virtist vera ofurlítill heimur út af fyrir sig. Þegar leið á daginn fóru að sjást laglegir vegir og stígar, sem lágu frá járnbrautinni inn í skóginn og gáfu til kynna, að þar væri mannabyggð á bak við. Á löngu svæði lá akvegur hlið- sett við járnbrautina í fárra faðma fjarlægð, þar skaut allt í einu upp mórauðum hundi, sem þreytti kapphlaup við lest- ina langa hríð, en eld- og eim- yrjuspúandi tröllið þindarlausa vann að lokum fullan sigur, eins og Jón tófusprengur í viðureign- inni við tófuna forðum, og að síðustu hvarf seppi alveg fyrir skógarnef eftir frækilega frammi- stöðu. Kl. 11 f. m. rann lestin inn á stöðina í North Bay, sem er ofurlítið, snoturt þorp. Var þar aðeins fárra mínútna viðstaða. Keypti ég þar á veitingahúsi áföstu við stöðina mjólk og brauð, slapp ég aðeins inn í lestina aftur áður en hún rann af stað. Flest hús þorps þessa voru byggð úr rauðum tígul- steini. Þegar frá bæ þessum dró, tóku við víðlendi, akrar og engjaflákar, sem allt stóð í full- um blóma og litaskrúði. Voru menn víða að heyvinnu með vélum, á stöku stað með orfum ekki ólíkum þeim íslenzku. — Kl. 1 Yz var stanzað fáar mínút- ur hjá bænum Seberry, og far- þegar og flutningur tekið. Þegar á leið daginn, breyttist lands- lagið nokkuð, varð hrjóstrugra og holóttara. Lestin fór eins og heljarstór slanga yfir gil og gljúfur, sveigði fyrir klettanef eða smaug í gegnum þau, tók allar mögulegar bugður og beygjur mjúklega eins og áll, allt með eldingarhraða, en þó ó- skeikul á sinni afmörkuðu braut. Kl. B e. m. var stanzað í Chaplan í Li tíma. Þar keypti ég mjólk og brauð til hressingar. Heldur sýndist mér fallegt út- sýni þar, en annars var enginn tími til að sjá eða athuga neitt, þó til hefði verið. Skammt þar frá sá ég í skógarrjóðri bjálka- kofa í smíðum. Voru þar þrír menn að vinnu. Kona með barn á handlegg sat þar hjá á viðar- kesti og horfði á verkið. Húsið virtist mjög rammgjört að efni og smíði, stór og sver tré voru lögð hvert ofan á annað, hlið á hlið, hringinn í kring, og öll horn haglega geirnegld saman. Veggir voru aðeins orðnir hér um bil mannhæð, svo ekki var hægt að sjá umbúning þaksins. Efni í liúsið var höggvið jafn- óðum og byggt var, því rjóðrið var rúmlega flatarmál hússins. Skógurinn var því gersamlega ósnertur mannahöndum allt í kring. Hefur því að líkindum þarna verið um landnema að ræða, og fannst mér að ég hálf- öfunda hann af kofasmíðinni og framtíðardraumunum, sem þar hafa verið tengdir við. Kl. 10 e. m. var farið að búa um rúmið undir nóttina, það var ekki annað en samanbrotinn frakki í koddastað, og loftið fyrir yfirsæng. Þegar ég var í þann veginn að halla mér á frakkann, stanzaði lestin á smá- viðkomustað. Sá ég þar við hús- dyr einar sitja íbúa hússins, að líkindum alla. Einn af fjölskyld- unni var svartflekkóttur kettling- ur, sýndist mér hann vera álíka áhyggjulaus og gáskafullur og frændur hans heima á íslandi, og fannst mér hann prýða mikið hópinn. Fólkið var auðsjáanlega að njóta kvöldkyrrðarinnar að loknu erfiði dagsins. Eftir að hafa virt þetta fyrir mér stundar- korn, lauk ég við áður byrjaða verkið, að halla mér á frakk- ann, og tók því næst á mig náðir, og sofnaði bráðlega á grjót- hörðum bekknum, eins og verið hefði bezta dúnsæng. Sunnudagur 19. júlí. Kl. 7 f. m. vaknaði ég við skarkalann, hristinginn og kipp- ina undan átökum eimvélarinn- ar, sem fór í fararbroddi. Ein- hverjar skuggamyndir æddu með ofsahraða aftur með lest- inni á báða bóga, og hurfu þar í hálfrökkrið, nýir óskapnaðir komu í staðinn, allir með sömu æðisferðinni og allir í sömu áttina. Þegar augað fór að venj- ast þessu útsýni betur, fór allt þetta að taka á sig fast og virki- legt form og varð að trjám, stórum og smáum, er stóðu beggja megin brautarinnar, vit- anlega jarðföst eins og frá upp- hafi, en hraði lestarinnar gerði útsýnið svona fáránlegt í hálf- dimmunni. Kl. 9. f. m. varð ég þess var, að ég mundi hafa vanrækt und- anfarið að fylgja réttum og reglulegum máltíðum, og af því að nesti það, er ég hafði keypt í Montreal var að mestu gefið öðrum enn svengri, fór ég á stjá að afla mér vistfanga í lest- inni. Fór ég vagn úr vagni, óraleið, þar til loks að ég hitti skrautbúna þjóna við fram- reiðslu matar. Vísuðu þeir mér inn í stóran borðsal í fremsta vagni. Borðaði ég þar steikt kjöt, egg og mjólk. Kostaði máltíðin 85 cent. Þetta var góð saðning svöngum maga, en hún var líka borguð fullu verði fannst mér. SkÖmmu síðar var stanzað 15 mínútur í Lake Berry, sem er allstór verksmiðjubær og stend- ur við afarstórt samnefnt vatn. Þar eru allmikil hafnarvirki, og guíuskipaferðir eru um vatnið til og frá með markaðsvörur framleiðenda, meðal annars timbur, sem mun vera framleitt þar í stórum stíl. Við vatn þetta eru hér og hvar há fjöll, álíka og á Islandi, öll þakin gisnum skógi upp á brúnir, nema þar sem"eru standberg, þó sá ég þar stórar og blómgaðar eikur vaxn- ar út úr glufum og sprungum á ógengu bergi. Fram að hádegi var bjart og gott veður, sólskinslítið en molluhiti, en þá dimmdi yfir og gerði regnsúld. Áfram var hald- ið með sama hraða, nema þá stöku sinnum, að farþegum var skotið út eða inn eftir ástæðum. Ýmist lá leiðin um þéttlaufg- aða skóga eða mýrlenda fláka, vaxna óræktarlegu og ljótu kjarri, ýmist í djúpum dalverp- um með hlíðum þöktum trjám eða eftir liáum hryggjum og klettaröðum með djúpum dal- verpum beggja megin. Var þá lestin jafnhátt hæstu trjátoppun- um, og var þá útsýni langt út yfir skóginn, sem leit út eins og hvanngrænt og glitofið klæði. Eitt sinn var í framsýn hátt klettabelti, sem enginn vegur var sjáanlegur yfir eða undir. Fór lestin með ofsahraða í áttina þangað. Efst var í huga mínum, að ef þessu færi fram, hlyti allt heila kramið að verða að einni heljarstórri pönnuköku við bergið, nema kraftaverk skeði- Og sjá, klettabeltið var sem lostið töfrasprota, kolsvört, gínandi hvelfing opnaðist, og inn æddi lestin eins og ofsatrylltur veð- hlaupaheslur. Handaskil sáust ekki fyrir myrkri, ekkert orS heyrðist þó hrópað væri, þvl klettahvelfingin endurómaði vélarskarkalann og vagnaskrölt- ið, eins og þúsund árar æpt*1 hver í kapp við annan. Eftir langa hríð sást óljós dagsglæta Föstudagur 11. október 1963 4) Verkamaðurinn

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.