Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 04.01.1964, Qupperneq 1

Verkamaðurinn - 04.01.1964, Qupperneq 1
Jónsson skrifar: ÁRAMÓT Gerðum hlutum verður ekki um breytt né orðnum atburðum. Á áramótum standa athafnir okkar allra hvers fyrir sig og allra saman ásamt þeim örlög- um, sem enginn fékk við ráðið sem óhagganlegar staðreyndir. Hvort sein okkur eru þessar staðreyndir ljúfar eða leiðar, þegar við reynum að meta þær eftir á, hljótum við að komast að þeirri niðurstöðu að lítið stoðar að harma það sem illa hefur til tekizt, né heldur að fyll- ast ofmetnaði yfir því, sem betur hefur farið. Það sem máli skiptir er það að draga réttar ályktanir af þeirri reynslu sem liðið ár hefur fært okkur í hendur og nýta hana okkur til heilla í fram- tíðinni. Af atburðum síðasta árs inn- lendum ber vafalaust að telja tvo mikilvægasta, kosningarnar til alþingis og verkföllin miklu í desembermánuði, en bæði að- dragandi hvorttveggja þessara atburða og afleiðingar þær, sem þegar hafa af þeim leitt eða eru fyrirsjáanlegar gefa serið til- efni til nokkurra hugleiðinga. Úrslit kosninganna urðu þau að „viðreisnar“-flokkarnir héldu þingmeirihluta, þótt þeir töpuðu einu þingsæti og þeir héldu einnig hlutfallslegu fylgi sínu frá síðari kosningunum 1959. Alþýðuflokkurinn tapaði þó nokkru fylgi og fékk þannig greinilega aðvörun fyrir þjón- ustu sína við afturhaldsöfíin, en sú aðvörun dugði þó ekki til þess að hann hyrfi frá villu síns vegar og sliti vistabandi sínu hjá Sjálfstæðisflokknum. Framsókn- arflokkurinn jók nokkuð fylgi sitt í fjölbýlinu við Faxaflóa og bætti við sig 2 þingsætum. Al- þýðubandalagið hélt hlutfalls- legu fylgi sínu, en tapaði einu þingsæti. Því er nú, eftir kosningar, haldið óspart á lofti að kjósend- ur í landinu hafi með ótvíræðum hætti vottað stj ómarflokkunum traust og fylgi til þess að stýra málefnum þjóðarinnar með hverjum þeim hætti, sem þeim kann að þóknast og því beri al- menningi og samtökum hans að hafa sig hægan gagnvart hverj- um aðgerðum þeirra hversu sem þær eru andstæðar hagsmunum hans og lýðræðislegum stjórnar- háttum. Þessi kenning, sem er í eðli sínu algerlega andstæð öll- um venjulegum hugmyndum um þingræði og lýðræði og þætti hvergi sæmandi meðal þrosk- aðra lýðræðisþjóða, er nú að Björn verða eins konar alfa og omega í allri málsvörn stj órnarflokk- anna, m. a. þeirri, sem formenn stj órnarflokkanna láta blöð sín birta eftir sig nú við áramótin. Hér ber m. a. að hafa tvennt í huga. Annars vegar það á hvaða forsendum kjósendur veittu flokkunum brautargengi, hins vegar það að lýðræði er í fleiru fólgið en þingkosningum. Fyrir kosningar var öllum hin- um voldugu áróðurstækjum rík- isvaldsins og stj órnarflokkanna beint að því að telja kjósendum trú um að „viðreisnar“ flokk- arnir hefðu lagt traustan grund- völl að batnandi lífskjörum al- mennings, traust þjóðarinnar út á við hefði verið endurheimt með öruggri söfnun gjaldeyris- sjóða, undirstaða atvinnuveg- anna hefði aldrei verið tryggari, tími vaxandi framfara, og efna- legs öryggis og batnandi lífs- kjara blasti við. „Fórnirnar“ sem „viðreisnin“ hefði krafizt af al- menningi mundu senn bera full- þroskaða ávexti. Með aðstoð stórfelldra er- lendra lána og gernýtingar á valdinu yfir bönkum þjóðarinn- ar náði þessi áróður tilætluðu marki. En ráðherrarnir voru varla seztir að nýju í stólana eftir velútilátin sumarleyfi og glæsilegar lystireisur, að loknum kosningum, þegar hinu sanna varð ekki lengur leynt: að gjaldeyrishallinn við útlönd hafði aldrei verið geigvænlegri, sparifj ármyndun í landinu var stöðvuð og undirstöðuatvinnu- vegirnir áttu í illri vök að verj- ast. í skemmstu máli að allt, sem sagt hafði verið fyrir kosningar um hina „glæsilegu árangra við- reisnarinnar“ voru blekkingar einar. Og á haustnóttum var svo komið að foringjarnir í stjórn- arstólunum gengu feti framar en stjórnarandstæðingar höfðu áð- ur gert í því að útmála hversu allt ástand efnahagsmálanna væri orðið geigvænlegt. Þegar þetta er haft í huga verður ekki um villst, að stjórn- arflokkarnir héldu velli í síðustu kosningum á fölskum forsendum og hafa því aðeins rangfengið umboð í höndum til valdanna. Gildir þar einu hvort foringjar þessara flokka hafa í rauninni trúað því, fyrir kosningar, að allt væri með felldu um stjórn þeirra eða hvort þeir vitandi vits blekktu um fyrir kjósendum. I báðum tilvikum bæri þeim jöfn skylda til þess að víkja frá völd- um og gefa þjóðinni tækifæri til þess að velja sér nýja forustu — ef þeir mætu réttar þingræðis- og lýðræðisvenjur nokkurs. BJÖRN JÓNSSON, alþm. Þá getur og hver og einn getið sér til um það hversu farið hefðu kosningarnar, ef stj órnarflokk- arnir hefðu, áður en þær fóru fram, sagt hið rétta um hug sinn og fyrirætlanir gagnvart þeim lýðréttindum, sem þeir reyndu að tortíma með þvingunarlaga- frumvarpi sínu í byrjun nóvem- bermánaðar, því þar var söm þeirra gerðin þótt sú aðför að lýðræðinu mistækist. Enda þótt það sé óvefengjan- legt að stjórnarflokkamir héldu velli á fölskum forsendum ber liinu ekki að leyna að fleira kom þar til, sem nauðsynlegt er að kryfja til mergjar. Enginn vafi getur á því leikið að hið eina, sem megnað gat að ger- breyta ríkjandi stjórnarstefnu við kosningarnar síðustu var stórsigur eina verkalýðsflokks- ins, sem nú er til í landinu, Al- þýðubandalagsins, því engum sköpum hefði það skipt þótt ■ ! jKASAFN Framsóknarflokknum hefði tek- izt að ná samningsaðstöðu við íhaldið upp úr kosningunum, en að því marki var keppt ósleiti- lega í þeim herbúðum. Sú spurn- ing er því hin mikilvægasta hvort eða að hve miklu leyti það sé okkar eigin sök, sem skipum Al- þýðubandalagið, að okkur tókst ekki þrátt fyrir gott samstarf við nýja bandamenn að gera betur en verjast áföllum. Þegar reynt er að svara þess- ari spurningu verður að hafa í huga að mikils þarf með fyrir stóran stjórnmálaflokk, ef hann á að vera fær um að fara með stóra sigra af hólmi í nútíma stjórnmálabaráttu. Þar stoðar ekki eitt fyrir sig það frumskil- yrði verkalýðsflokks að hafa skýrt mótaða stefnu í samræmi við þarfir þeirrar stéttar, sem hann vill berjast fyrir. Því til viðbótar þarf hann m. a. góða skipulagningu fj öldasamtaka og sterkan blaðakost. En þetta hvort tveggja skortir Alþýðu- bandalagið. Alþýðubandalagið var stofn- að 1956 sem kosningasamtök með samningum milli Sósíalista- flokksins og Málfundafélags jafnaðarmanna og ýmsra ó- flokksbundinna aðila. í dag, eftir að hafa gegnt hlutverki rúm- góðs, sósíalistísks verkalýðs- flokks í nær 8 ár er bandalagið í raun orðið allt annað og meira en laustengd kosningasamtök. Það er j afnt í raun sem í hugum íslenzkrar alþýðu orðinn henn- ar flokkur, hennar pólitíska heildarhreyfing. Og nú er orðið óhugsandi lengur að greina bandalagið í sundur í þær póli- tísku einingar, sem mynduðu það upphaflega. En þrátt fyrir þetta höfum við Alþýðubandalagsmenn vanrækt að búa þessum flokki okkar þau skipulagsform, sem hann þarfn- ast til þess að geta orðið hlut- verki sínu fyllilega vaxinn. Við höfum ekki skipulagt hann, ekki veitt fylgismönnum hans tæki- færi til þess að mvnda sín fjölda- félög og ná þannig milliliðalaust því sjálfsagða lýðræðislega á- kvörðunarvaldi, sem þeim ber og aðstöðu til starfa. Það er lítt hugsanlegt að AI- - þýðubandalaginu geti tekizt að bera sigurorð af hólmi þar sem við er að eiga öfluga og vel skipulagða andstöðuflokka í hverjum hreppi og þorpi í land- inu, ef ekki verður hér gerbreyt- ing á og þarf ekki að efa að kosningaúrslitin á s.l. sumri urðu Alþýðubandalaginu stórum ó- hagstæðari en orðið hefðu, ef skipulagningu þess hefði ekki verið svo áfátt, sem henni enn er. Einn mikilvægasti lærdómur- inn af kosningabaráttunni á s.l. ári, fyrir okkur Alþýðubanda- lagsmenn, er því sá að við verð- um þegar á hinu nýbyrjaða ári, að einbeita okkur að því að byggja upp Alþýðubandalagið frá grunni. Stofna félög í hverju byggðarlagi og efna til lands- fundar þeirra, sem síðan kýs stjórn bandalagsins og mótar starf þess og stefnu í framtíð- inni. Með slíkum hætti einum verður lagður grundvöllur að framtíðarsigrum öflugs i verka- lýðsflokks á íslandi eins og nú er komið málum. Fátt er mönnum ofar í huga nú um áramót en þau átök, sem orðið hafa í kjaramálum launa- stéttanna á liðnu ári og sú ó- vissa, sem ríkir um afdrif þeirra á þessu ári og raunar allra efna- hagsmála þjóðarinnar. Þau miklu verkföll, sem hófust 10. des. s.l. og lauk flestum 10 dög- um síðar, ýmist með bráða- birgðasamningum eða viður- kenningu á bráðabirgðakaup- töxtum voru bein afleiðing þeirrar þróunar í kjaramálum, sem „viðreisnarstefnan“ hefur skapað á valdaferli sínum. En helztu einkenni þeirrar þróunar hafa verið: í fyrsta lagi árleg raunveruleg kauplækkun á hverja tímaeiningu öll árin frá 1959 hjá öllu almennu verka- fólki og öðrum, sem hliðstæð laun bera úr býtum, í öðru lagi sívaxandi vinnuþrældómur, sem nú á engan sinn líka í hinum sið- menntaða heimi, í þriðja lagi stórfelld breyting á launahlutföll- um, sem stefnir að nýrri stétta- skiptingu í landinu og loks að hverri dýrtíðarholskeflunni af annarri er beint að lífskjörum almennings og rís sú þó hæst, sem nú er blásið að af ríkisvald- inu. Foringjar stjórnarflokkanna reyna nú allt hvað af tekur að sannfæra menn um að „óhófleg kröfugerð“ verkafólks eigi mesta eða alla sök á verðbólgu og ann- (Framh. á bls. 4)

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.