Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 04.01.1964, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 04.01.1964, Blaðsíða 2
Á siónskífunni „Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka.“ Og þó koma þau til baka þessi Iiðnu ár. í minningu okkar sitja þau föst og leita á aftur og aftur með slys sín og mistök, með sigra sína og sælustundir. Af hvort tveggja var þetta gengna ár ríkt eins og flest önnur. Af slysförum á sjó og landi var þetta ár eitt hið versta og er það ískyggileg þróun. Óvenjumargir bátar og skip hafa farizt og 105 manns létu lífið af slysum. Hér þyrfti alvarlegra rannsókna og ráðstafana við. Allmikil kauphækkun hefur átt sér stað á árinu hjá embættis- mannastéttunum, fengin með dómi. Lægra launaðar stéttir knúðu einnig fram nokkra leið- réttingu með verkfalli, en þá gerðist það undarlega, að hinir virðast ekki þola það og heimta einnig þá hækkun prósentvís handa sér. Þetta virðist í fljótu bragði ills viti. Er það tilfellið að draumur um róttæka stéttaskipt- ingu eigi rætur í sálum manna hér? Eða er þjóðfélaginu þannig stjórnað að hinar dæmdu kaup- hækkanir embættismanna séu þegar uppétnar í dýrtíð? Svartfuglsvilla. Sú undarlega svartfuglsvilla hefur komið fram hjá ýmsum at- vinnurekendum, einkum þeim yngri, að kaupgjaldsbaráttan og verkföll, séu einhver persónuleg árás á þá. Verkfall er afleiðing. Orsakarinnar er að leita hjá ríkis- valdinu og þangað ættu þeir að snúa geiri sínum. Menn standa ekki og steyta hnefann gegn náttúruhamförum eins og eldgosinu við Vestmanna- eyjar, en í sjálfu sér eru þjóð- félagsátök af svipuðum rótum. Vaxtarverkir ungra þjóðfélaga geta verið sársaukafullir, en þeir miða til góðs og eru af eðlilegum rótum runnir. Þeim verður að taka eins og náttúruhamförum, með stillingu og skilningi. Orsak- anna verður að leita og kappkosta að afnema agnúana. Hér á landi er stéttaskipting raunar óþekkt fyrirbæri. En launamálin í dag eru í óreiðu. Hugmyndalega séð gæti verið hætta á, að verið sé að vinna að aukinni stéttaskiptingu gegnum launamál og er þá mj ög illa farið. Ég veit ekki, hvort menn gera sér Ijósa þá hættu, sem fylgir mis- rétti í launum. Alveg sérstaklega er slík tilhneiging ótímabær ilú, er heimurinn stefnir fram til jafn- réttis og aukins andlegs þroska allra. Verkföllin miklu um daginn fóru fram hér á Akureyri eins og bezt mátti verða. Það fagnaði þeim enginn, það er algjörlega óþekkt að menn heyi verkfall að gamni sínu. Þau eru og verða nauðvörn fjöldans gegn sér óvin- veittu þjóðfélagi. Þetta verða allir að skilja og taka hlutunum með sanngimi. Enda var samúð allra með verkafólki í þetta sinn. En það náðist aðeins hálfur sigur. Við þurfum að fá ríkisstjórn, sem ber hagsmuni allra jafnt fyrir aug- um. Skipta um. Hver er þín skylda? Óvenjulega margir hafa kvart- að yfir því við blaðið, að þeir hafi orðið að lifa sem bónbjarga- menn um hátíðina. Veitingahúsin, sem einhleypingar sækja alla virka daga, voru lokuð um hátíð- ina, og þeir urðu að leita á náðir kunningjanna um mat og drykk. Það má einkennilegt kallast, að hægt sé að loka slíkum stöðum að geðþótta. Hafa veitingahús engar skyldur við sína kostgang- ara? Stafar lokunin af því að þjónustufólkið neiti að vinna? Stafar hún af því að það borgi sig ekki að hafa opið um hátíðir vegna hærri kaupgreiðslna. Eða er þetta bara venjulegt hugsunar- leysi eigenda veitingahúsanna? Spyr sá, er ekki veit. Hvernig verðurórið 1964? Það er örðugt að spá. En þetta mun gott ár. Búast má þó við minnkandi sjávarafla og minni og minni eftirtekju bænda af heyi af túnum sínum. Stafar hvort- tveggja af því, að meira er tekið en má. Rányrkja er hér í fullum gangi og þarf skjótt að stinga við fótum. Það er vandalaust að skapa sömu verðmæti úr miklum mun minni sjávarafla, sé fiskurinn unninn í góða vöru til manneldis, og bændur verða að fá stórbætta aðstöðu til að fylgjast með því, hvað jarðveginn skortir af áburð- artegundum. Það er gott að afla mikils, en það má ekki verða á kostnað framtíðarinnar. Arið 1964 mun verða gott. Verði það ykkur öllum til góðs og gleði. Bilstruð húsgögn h.|. AMARÓHÚSINU, AKUREYRI óska öllum viðskiptavinum sínum GLEÐI LEGS NÝÁRS og þakka viðskiptin ó liðnu óri. Alltaf vöruúrval. Farsælt komandi ór! Þökkum viðskiptin á árinu. Verzl. Bernh. Laxdal. Farsælt komandi ór! Þökkum viðskiptin á árinu. Valbjörk h.f. HEIÐRUÐU VIÐSKIPTAMENN! Gott og farsælt komandi ór! Beztu þakkir fyrir ánægjuleg viðskipti á árinu sem er að líða. Tómas Steingrímsson & Co. Óskum öllu starfsfólki okkar og viðskiptavinum GÓÐS KOMANDI ÁRS Farsælt komandi ór! með þökk fyrir viðskiptin. Verzlunin Eyjafjörður h.f. Farsælt komandi ór! Þökkum viðskiptin á árinu. Slippstöðin h.f. Þökkum viðskiptin á árinu. Almennar tryggingar h.f. 2) Verkomaðurinn Lougardagur 4. janúar 1964

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.