Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 10.01.1964, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 10.01.1964, Blaðsíða 1
Borun od heíjast TiouverHjin d Siglyjiríi brunnín 40-50 manns missa vetrarviiinnoa. - Tugmilljónatjón Húsavík í morgun. Um jól eSa áramót gerSist lítið, sem í frásögur sé færandi. En mikil áramótabrenna var hér á Húsavíkurtúni, sem kallaS er. Lúðrasveitin lék og mikill mann- fjöldi var þarna saman kominn. Veður var mj ög gott og þetta tókst allt með ágætum. Hér er allt autt og fært um allar sveitir. Lítið er unnið úti við Gífurlegur eldsvoði varfr í Siglufirði aðfaranótt fimmtu- dagsins, er Tunnuverksmiðja ríkisins brann, ásamt öllu, er þar var innan veggja, efnisbirgðum verksmiðjunnar og fleiru. Slökkvistarfið stóð yfir í þrjú dægur, eða þar til í morgun. — Tjónið af bruna þessum er feiknamikið, en til- finnanlegast er þó það áfall, sem þetta er atvinnulífi í Siglu- firði. En atvinnuástand var þar slæmt fyrir og lítið um fyrir- tæki, sem veita vinnu yfir vetrarmánuðina. Og ekki eru Sigl- firðingar of vel búnir undir atvinnuleysi eftir sumarið sem leið. — En það er von þeirra, að strax verði hafizt handa um endurbyggingu Tunnuverksmiðjunnar. Blaðið hafði í morgun tal af Kolbeini Friðbjarnarsyni í Siglufirði og fékk hjá hónum þær upplýsingar, sem hér fara á eftir um brunann. Það var á milli klukkan. 9 og 10 á miðvikudagskvöldið, sem elds varð vart í verksmiðjunni. Slökviliðið kom strax á vettvang og taldi sig hafa ráðið niðurlög- um eldsins um ellefuleytið. Varð- menn voru þó skildir eftir á staðn- um til að fylgj ast með, ef einhvers- staðar skyldi leynast eldur. Um eitt um nóttina verða þeir þess skyndilega varir, áð eldur blossaði upp í tunnuefni í efnis- geymslu verksmiðjunnar. Var hann þá strax svo magnaður, að líkast var sem sprenging yrði þarna. Það var svo glímt við eld- inn alla nóttina og tekst nokkurn veginn að halda honum niðri fram undir morgun, en þá voru slökkvi- liðsmennirnir orðnir uppiskroppa með súrefnishylki á gasgrímurn- ar og verða að hörfa út úr húsinu. Fljótlega eftir það, eða úr klukk- an átta í gærmorgun, gaus eldur- inn upp úr þakinu og eftir það mátti heita, að þetta væri vonlaus barátta. Og fyrir hádegið var ris- hæðin farin. Núna stendur ekkert eftir nema neðri hæðin og er ger- ónýt, og sennilega allt, sem þar var inni, a. m. k. allt efni ónýtt og líklega vélarnar líka. Slökkviliðið var að störfum í allan gærdag og í nótt, svo að þaS eru alls þrjú dægur, sem mikill fjöldi manna barðist við þetta eldhaf. Rannsókn á upptökum eldsins hefur að sjálfsögðu ekki farið fram ennþá, og ekkert er hægt að fullyrða á meðan, en það er al mannarómur hér, að eldsupptökin séu út frá katli, sem notaður var til að brenna fræsi og öðrum timb urúrgangi. Efnisbirgðir verksmiðjunnar voru ekki mjög miklar, og það hefði auðvitað farið miklu ver, ef efnisbirgðir hefðu verið miklar, en von hefur verið á efni næstu daga. Hefði það verið komið hefði orðið ennþá hryllilegra bál. Var þetta þó býsna mikið, og um tíma voru nætrliggjandi hús í hættu, en af því vindurinn stóð suðvestan og vestlægur þá var ekki eins mikil hætta á ferðum og hefði orðið hefði verið norðanátt. Það er nokkuð af íbúSarhúsum sunnan við verksmiðjuna, sem greinilega hefðu orðið i mikilli hættu, ef það hefði verið norðan- átt. Tunnuverksmiðj an var stál- grindahús um 2000 fermetrar að flatarmáli. Þar unnu milli 40 og 50 manns. Þetta er því gífurlegt áfall fyrir Siglfirðinga atvinnu- lega séð og hinn hörmulegasti at- burður þannig, því að atvinnu- ástand var hér ekki of gott fyrir. Það hefur ekki verið jafnillt á- stand hér í þeim málum um langt árabil, og ekki batnar það við þetta, þegar helzta vetrarvinnan er úr sögunni. Héðan róa nú fimm bátar og afli er mjög tregur. En eina at- vinnan hér fyrir verkafólk nú má segja að sé í kringum þá og það sem til fellst í sambandi við síld- arverksmiðj urnar. Margir sækj a vinnu burtu, en fjöldinn af þeim, sem í Tunnuverksmiðj unni voru á ekki hægt með að fara burtu í vinnuleit. SURTUR nágranni Vestmannaeyinga heldur enn áfram að gjósa, þótt daga- mun geri hann sér nokkurn og taki jafnvel hvíld einn og einn dag. Öskufall er öðru hvoru í Eyj- um og nokkrir jarðskjálftakippir hafa fundizt síðustu daga. Mannaráðningar hjá Akureyrarbæ byggingar í vetur, en innanveggja er unnið eins og hver maður getur. Héðan róa um þessar mundir átta þilfarsbátar. Afli hefur verið svona heldur tregur, en þó sæmi- legur og nokkuð góður fiskur. Það er stutt róið, bara hérna í fló- ann. Bátarnir Pétur Jónsson og Smári fóru á vertíð núna upp úr áramótunum, en Náttfari og Helgi Flóventsson hafa verið fyrir sunnan við síldveiSar, en gengið mjög treglega eins og fleirum í vetur. Það síðasta, sem vantaði til þess að borun eftir heita vatninu gæti hafizt hér á nýjan leik, kom núna með seinustu ferð Esju, sem var um síðustu helgi. Er nú unnið að fullum krafti að undirbúningi borunar og mun verða farið að bora alveg næstu daga. Vegna verkfallsins tafðist nokkuð, að þessi stykki kæmu. Nú verður borað niðri í kaupstaðnum sjálf- um, skammt frá sjúkrahúsinu. Valgarður Um áramótin tók Baldvinsson við embætti bæjar- ritara af Þorsteini Stefánssyni, sem látið hefur af starfi vegna heilsubrests. En Guðmundur Jó- hannsson, sem verið hefur skrif- stofumaður hjá bænum, tók við starfi bæjargjaldkera af Valgarði. Þá tók Jón B. Rögnvaldsson um áramótin viS starfi sem aSstoSar- hafnarvörSur og vatnsafhending- armaSur. Veribonn bjd trésmiðum í Reyhjovíh TrésmiSir í Reykjavík hafa af- lýst verkfalli sínu eftir mánaSar stöðvun og árangurslausa samn- ingafundi. Hafa þeir auglýst 15% hækkun á alla taxta eða sömu hækkun og önnur félög fengu í desember. En ekki láta vinnuveit- endur þeirra sér þetta vel líka og hafa lýst yfir verkbanni. Vinnu- veitendasamb. hefur forgöngu. Kvenfélagið »Framtiðín« sjötugt BETTY ALLEH Víðkunn bandarísk söngkona, Betty Allen, syngur sennilega í Borgarbíói á Akureyri n. k. laug- ardag kl. 5, með undirleik Árna Kristjánssonar. Söngkonan skemmtir Reykvík- ingum um þessar mundir, m. a. mun hún syngja með Sinfóníu- hljómsveit íslands. Hingað kemur hún á vegum Tónlistarfélags Ak- ureyrar. Erlendir söngvarar, sem ætTa má að söngelsku fólki þyki nokk- urs um vert að sjá og heyra, er sjaldséðir norðanlands, og þykir gott ef þeir tylla fæti í höfuS- borginni. Þess vegna mun því fagnað, að tekizt hefur að fá nefnda söngkonu hingað norður. Nýir styrktarfélagar Tónlistar- félagsins eru velkomnir, og eru þeir sem áhuga hafa, beðnir að hafa samband við Harald Sig- urgeirssson. Eitt af elztu félögum í Akur- eyrarbæ, Kvenfélagið Framtíðin, verður 70 ára á mánudaginn kem- ur. Félagið var stofnað 13. jan- úar 1894 af rúmlega 20 konum, en aðalforgöngu um stofnun þess haf Si Þorbj örg Stef ánsdóttir, kona Klemenzar Jónssonar bæjar- fógeta, og var hún fyrsti formaS- urinn. HaiKi^lys vi<) Ráðhúistorgr FramtíSin hefur alla tíS stutt og haft forgöngu um ýmis líknar- og menningarmál og safnað fé til framkvæmda í slíkum málum. Er þess skammt að minnast, að fé- lagið átti stóran hlut að byggingu Fjórðungssjúkrahúsins og nú síð- ast að byggingu Elliheimilis Ak- ureyrar. Það er myndarlegur fjár- stuðningur, sem félagið hefur veitt til beggja þessara bygginga. Núverandi stjórn Framtíðar- innar skipa: Frú Ingibjörg Hall- dórsdóttir formaður, frú ÁsTaug Einarsdóttir ritari og frú Margrét Kröyer gjaldkeri. dag, Það slys varð síðdegis á mánu- að öldruð kona varð fyrir bifreið syðst í Geislagötu og hlaut þau meiðsl af, að hún lézt síðar um kvöldið. Hún hét GuSný Sig- urðardóttir, Glerárgötu 14. Er slysið varð, var GuSný heit- in á leiS vestur yfir Geislagötu, í átt aS Landsbankahúsinu, en bif- reiSin kom frá RáShústorgi og beygSi út í Geislagötuna á hægri ferS. HAPPDRÆTTI VERKAMANNS I N S VINNINGASKRÁ: Nr. 3365 Valbjarkarhúsgögn aS eigin vali fyrir .. kr. 25.000.00 — 904 Barnavagn ........................ — 3.150.00 — 1347 Myndavél ........................ — 3.000.00 — 224 Málverk, eftir Hóskuld Björnsson...... — 2.000.00 — 742 Listaverkabók Einars Jónssonar ...... — 1.500.00 Handhafar vinningsmiSa skulu vitja vinninganna á skrifstofu Verkamannsins í Brekkugötu 5, Akureyri. HEYRT Á GÖTUNNI AO líkur séu til að hækka verði útsvör ó Akureyri um 40 prósent til að cndarnir nái samon a fjárhagsáætlun bæj- arins. AD þegar nautgripir týnast úr fjósi ó köldum vetrardegi, sé „tilraun" aS leito þeirra í haughúsinu. AÐ biskupi íslands hafi þótt vel til fallið að prestur sá er gegnir starfi æskulýðsfulltrúa í Reykjavik væri jafnframt þjónandi prestur í herstöðinni í Keflavík.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.