Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 10.01.1964, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 10.01.1964, Blaðsíða 2
Á sjónskífnnni Það held ég að öllum, sem komnir eru yfir miðjan aldur, beri saman um, að tíminn líður miklu hraðar nú en í „gamla daga“. Þegar við biðum þess að verða fullorðin, þá dröttuðust ár- in aldrei úr sporunum og maður hélt áfram að vera krakki. Nú hraða þau sér eins O'g þau geta og draga okkur inn á vettvang ell- innar. Væri betra minna og jafn- ara. Og svo þarf maður að breyta um enn á bréfhausnum. 1964 í stað þrjú. Þetta er eitt vanda- málið, sem þrúgar mann. Raunar er maður rétt búinn að venja sig við að skrifa eitt ártalið, þegar skipta þarf um og skrifa nýtt. Sama gildir um aldur manns. Aldrei stendur það stundinni lengur hvað gamall maður er. Enda hætta flestir að fylgjast með því og láta berast með straumi ár- anna inn í kvöldlandið, og það er bratt þangað niður. Væri nú ekki brýn þörf að lengja árið, t. d. að kippa fimm í búnt og kalla eitt? Skyldi maður ekki standa skár að vígi þá? Rcttfæti og Ríkisútvarp Við, sem söfnum auglýsingum fyrir blöðin hér nyrðra, fögnum því, er opinnber fyrirtæki taka að auglýsa. Þetta eru venjulega há- tíðaauglýsingar og án efa gerðar að nokkru leyti til styrktar blöð- unum. Við hringjum þá gjama í ráðamenn fyrirtækja þessara, sem flest eru staðsett í höfuðborginni, og yfirleitt verða þeir vel við, láta eitt yfir alla ganga. Þegar við sá- um í mörgum Reykj avíkurblöðum hálfsíðu frá Ríkisútvarpinu hringdum við í skrifstofustjórann og báðum leyfis að birta auglýs- inguna í þessu blaði, þá var svar- ið algert nei. Ekkert blað utan Reykjavíkur ætti að fá hana. Nú datt manni í hug ávarpsorðið: Útvarp Reykjavík, og sá skilning- ur einn kom til greina, að fyrir- tæki þetta væri aðeins fyrir Reykjavík, og verði þeim að góðu. En þá ætti ekki stofnun þessi að seilast út fyrir umdæmi sitt eftir árgjöldum. Einnig stang- ast á við þennan skilning, að aug- lýsingin skírskotar til fólks úti á landi, um að það snúi sér til sím- stöðva, er veiti auglýsingum við- töku gegn staðgreiðslu. Sem sagt, landið er til, ef hægt er að þéna á því. Hér á Akureyri koma út fjögur vikublöð, er fara í ca. 10 þúsund eintökum út um Iandsbyggðina og Akureyri. Hefur útvarpið sið- ferðilegan rétt til að hundsa þau 1 og svo önnur blöð, sem gefin eru út í landsfjórðungnunum? Myndi ríkisstofnun þessi ekki verða tilleiðanleg að endurskoða afstöðu sína, áður en meiri gremju veldur? mörg ár. Þegar farið var að prenta 25 kr. seðla. bar kannske að taka það táknrænt: En þetta var þægi- legur gjaldmiðill og mætti prent- ast aftur. Við söknum þeirra, 50 króna seðlanna. Aftur á móti væri ósárt þó eitt- hvað af smámyntinni hyrfi úr leik. Það er bara að þyngja vas- ann að druslast með aura og 1 og 2 kalla. Sorpílót Verkefni fyrir stjórn bæjar- félagsins er að láta smíða sorpílát af hagkvæmri gerð og hafa á boð- stólum handa bæjarbúum. Þau verða að miðast við það tvennt að hafa sem mest notagildi fyrir eig- andann og vera hentug fyrir þá, sem að sorphreinsun vinna. Menn eiga í erfiðleikum með að fá sorp- ílát og þó það takist eru þau venjulega mjög óhentug í með- förum og losun. Gamlar blikk- tunnur, sem fólk finnur á fjörum og haugum, ganga fljótt úr sér, ryðga og beyglast, eru þar að auki loklausar og valda því óþarfa sóðaskap. Fyrst einkaframtakið hefur ekki séð hér lífvænlegan atvinnuveg, verður bærinn að láta smíða þessi nauðsynlegu ílát og selja þau með kostnaðarverði. Við höfum verk- fræðinga í þjónustu okkar, sem ekki yrðu lengi að teikna þau, í samráði við þá, sem við þau glíma. Hvar er húfan mín? .. r fc sem ? Hvar eru 50 kr. seðlarnir voru í gangi hér á árunum' Þannig spyrja margir. Einn sagði: Ég sé að vísu ekki mikið af seðl- um, það eru þá helzt 5 og 10 kall- ar. En 50 kall hef ég ekki séð í Dýr lóð Það þarf mikið að byggja hér á landi, og víðast er ekki vanda- mál með lóðir undir hús, en yfir- völd eru á móti byggingum al- mennt. Hér á Akureyri er erfitt að fá lóðir og var fjölda manna neit- að um lóð sl. vor. Víða er það mikill gróði að eiga landskika og er skemmst að minnast lóðarinnar frægu undir Seðlabankann. Þetta er einnig til hér í bæ, enda er stór og vel staðsett lóð mikilsvirði. En dýrasta lóðin, sem ég veit um, er þó sú, sem okkur er ætluð undir skrokkinn dauðan, hér í kirkjugarðinum. Það er „þegn- skylda“ að taka hana og maður er að greiða af henni allt lífið. Ég veit ekki um árgjaldið eftir það. Samkvæmt áreiðanlegum heimild- um greiðir maður 2%% af út- svari. Jafngildir svona 250 kr. á ári á mann. Nú verða menn lang- lífari og langlífari með hverjum mannsaldrinum, svo þetta getur orðið dýr lóð, því yfirleitt er hún ekki stór. En verst að greiða þetta, ef maður skyldi nú ekkert kæra sig um plássið, léti kannske brenna sig eða færi hér fram af bryggj- unum. Það er að kasta peningum á glæ, er menn þurfa að greiða slíka lóðarleigu fyrir skrokk sinn, sem aldrei hafa pantað þarna að- stöðu og hugsa sér þaðan af síður að þiggja boðið. Greiða fyrirtæki og hlutafélög einnig kirkjugarðsgjald? Díinsndmsheið Samh?Œmisdansar - Þjóðdoisar hefst 14. janúar n. k. kl. 8 e. h. í Alþýðuhúsinu. -- Kennari frú Margrét Rögnvaldsdóttir. Innritun á skrifstofu æskulýðsfulltrúa Akureyrar alla virka daga kl. 2—4 e. h. nema laugardaga kl. 10—12 f. h., sími 2722. — Námskeiðsgjald kr. 50.00. Á námskeiðinu verður athugaður grundvöllur fyrir stofnun þj óðdansaflokks. Æskulýðsróð Akureyrar. r Odýrir ávextir! Mclnfrosh epli Appelsínur Cífrónur Kr. 23.00 — 22.50 — 27.00 Matvörubúðir Frd Húsndelriskilangm NÁMSKEIÐ hefjast aftur um miðjan janúar. Nánari upplýs- ingar í Húsmæðraskólanum næstu daga. Forsæfisróðherra Kína, Chou En-lai, hóf í desember langa og mikla reisu um ríki Afriku- þjóða. En um óramótin lagði hann þó lykkju ó leið sína og birtist allt í einu ósamt föruneyti sinu í Tirana, höfuðborg Albaníu, ó gamlaórs- dag. Fögnuðu Albanir þcssari óvæntu heimsókn Kinverjanna mjög, og munu hafa séð dyggilega um, að þeir ættu þar ónægjuleg óramót. Á myndinni sést, er Enver Hoxa formaður Verkamannaflokks Albaníu fagnar Chou En-lai ó flugvellinum í Tirano. 2) Verkomaðurinn Föstudagur 10. janúar 1964

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.