Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 17.01.1964, Síða 1

Verkamaðurinn - 17.01.1964, Síða 1
Verkamaðurinn ÁRSHÁTÍÐ EININGÁR Verkalýð'sfélagið Eining hefur ákveðið að halda árshátíð félags- ins í Alþýðuhúsinu laugardaginn 25. þ. m. — Þar verður mjög vandað til skemmtiatriða, m. a. mun hinn vinsæli eftirhermusnill- ingur Jón Gunnlaugsson koma þar fram ásamt völdum skemmtikröft- um heimamanna. — Það er von undirbúningsnefndar, að nú tak- ist að hefja árshátíð Einingar á ný til fyrri vegs og virðingar. Aluminiumverksmiðja við Eyjafjörð? Það er almælt þessa dagana, að íslenzk stjórnarvöld hyggist mjög fljótlega ganga frá samn- ingum við erlent auðfélag um byggingu aluminiumverksmiðju hér á landi. Enn sem komið er hefur ekkert verið kunngert um þetta opinberlega, en eitt og ann- að í sambandi við undirbúning málsins og samningagerð er smám saman að kvisast út. Hið útlenda auðfélag (talið er, að það eigi heimili í Sviss) á að vera einkaeigandi verksmiðjunn- ar og einrátt um stjórn hennar og starfsemi. Það á engin aðflutn- ingsgjöld að greiða af innfluttum efnivörum til framleiðslunnar og Engin virkjun norðanlands Ekki er blaðinu kunnugt, hvort endanleg ákvörðun hefur verið tekin um staðsetningu hinnar fyr- irhuguðu verksmiðju, en þrír staðir hafa verið taldir koma til greina: Hafnarfjörður, Gufunes og Dagverðareyri. Er vitað, að at- huganir hafa einkum beinzt að hinum síðastnefnda stað, Dag- verðareyri við Eyjafjörð. Hins vegar er ákveðið, að þótt verksmiðjan yrði byggð á Dag- verðareyri þá verði ekki byggt stórt orkuver í Norðurlandi til raforkuframleiðslu fyrir verk- smiðjuna, heldur verðj Þjórsá virkjuð við Búrfeil og síðan lögð iína norður yfir hálendið, um Sprengisand. Er þá gert ráð fyrir, að svo stór virkjun verði gerð þar syðra, að hún nægi ekki aðeins verksmiðjunni heldur og til að mæta aukinni orkuþörf íslendinga um nokkur næstu árin, bæði sunn- an og norðan fjalla. Yrði þá m. a. horfið frá nýrri virkjun við Laxá, sem verið hefur í undirbúningi, fyrir orkuveitusvæðið og hugsan- lega útfærslu þess. Jafnframt á alveg að loka augunum fyrir því, að fróðir menn um rafvirkjanir telja nú víst orðið, að öruggasta og ódýrasta stórvirkjun, sem völ væri á hér á landi, væri einmitt við Laxá. En orkan frá Búrfellsvirkjun yrði mjög óviss. Þar er talin mjög mikil hætta á rekstrartruflunum, auk þess sem hægt er að ímynda sér, að komið gætu þau veður á hálendi Islands, að línustrengur hryggi í tvennt og einhver töf yrði á að komast á staðinn til viðgerð- ar. Hin útlenda verksmiðja mun tryggja sig gegn slíkum truflunum með risastórri túrbínustöð, en fyr- ir innlenda notendur verður eng- in trygging. Rétt er að taka fram, að það er skoðun blaðsins, að það sé hár- rétt stefna að tengja saman raf- veitukerfin um allt land, en þá ber líka að hugsa um, að virkja þar sem öruggast er og truflanahætta minnst. Fyrirhuguð Búrfellsvirkjun verð- j gegn því að fá orku keypta á lág- ur sennilega eign Islendinga, en marksverði. Islenzkir munu því auðfyrirtækið, sem byggir alumin- j ekki einu sinni geta grætt á orku- iumverksmiðjuna útvegar lánsfé sölu lil verksmiðjunnar. engin útflutningsgj öld að greiða af útfluttu aluminium. Eigi mun verksmiðjan heldur greiða nein hafnargjöld heldur byggja eigin bryggjur til nota við út- og upp- skipun. Yeltuútsvar eða aðstöðu- gjald mun verksmiðjan og ekki greiða. Verður þessi verksmiðja eða verksmiðjur, ef fleiri verða síðar byggðar, sérstakt ríki í rík- inu og óháð almennum lögum og reglum. Þær verða lausar við alla þá tolla, skatta og gjöld, sem háð hafa íslenzkum iðnaði og torveld- að þróun hans. Þannig á að veita útlendingum sérréttindi og rekstri þeirra á íslenzkri grund margfalda vernd umfram það, sem innlendur iðnaður nýtur. í orði kveðnu verður sennilega um það samið, að verksmiðjan skuli greiða tekjuskatt eða útsvar af nettó-tekjum, en vafalaust er, að útkoman verður hin sama hér og orðið hefur í Noregi: Verk- smiðjurnar telja aldrei neinn nettó-hagnað. Verður þannig lítill hagur fyrir þjóðin af rekstri þess- Verðir ðlénlegim brggðum brejtt í uppbldsin M Einn er sá ókostur, sem fylgt hefur aluminiumverksmiðj um, að eitraðar lofttegundir, sem breiðst hafa út frá þeim, hafa drepið gróður á stórum svæðum um- hverfis þær. Hefur því ekki verið um að ræða í nágrenni þeirra neina ræktun eða grasnytjar. Nú hagar svo til hér, að Dag- verðareyri liggur við okkar þrönga Eyjafjörð, en inn af firð- inum er eitt blómlegasta landbún- aðarhérað landsins. Löngum stundum leggur hafgoluna inn fjörðinn og inn yfir sveitirnar. Ber hún þá með sér þær loftteg- undir, illar eða góðar, sem á leið hennar verða. Er af því ærin reynsla, hvernig hafgolan hefur borið reyk og gufu frá síldarverk- smiðj unum langvegu. Þannig myndi eins fara með útblástur aluminiumverksmiðjunnar, og verði hann hættulegur gróðri, þá eru allar sveitir innan fjarðar og við fjörðnn vestanverðan, allt út r Odýrt vinnuafl Sú eina ástæða getur legið að baki því, að útlend auðfélög vilja staðsetja hér stórverksmiðju, sem bæði þarf að flytja hráefni að yfir Atlantshaf og framleiðsluna sömu leið til baka, að hér telja þeir sig hafa tryggingu fyrir ódýru vinnu- afli, og stjórnarherrarnir, sem staðið hafa í samningum við út- lendingana, hljóta að hafa lofað, að svo muni verða áfram. Er auð- sætt, að útlendingunum sýnist stjórn landsins nú hafa náð svo góðum árangri við að þrýsta laun- um verkafólks niður, að nú sé óhætt að fara að byggja hér. Og víst er, að þótt innlendir atvinnu- rekendur hafi löngum verið erf- iðir í samningum við verkafólk, þá verða þeir útlendu ekki betri. Það er óskemmtileg tilhugsun, að útlent fjármagn fari að ná hér tangarhaldi og verða ráðandi í landinu. Er og furðulegt, að is- lenzk stjórnarvöld skuli láta sér til hugar koma að fara að gera ís land að hálfnýlendu á sama tíma ; og þjóðir slíkra nýlendna í Asíu fyrr Fagraskóg, í hættu. Og myndi þá ekki mörgum manni þykja há- reist höll útlendinga dýrkeypt, ef fyrir hana ætti að fórna öllum landbúnaði við Eyjafjörð. Að vísu mun á síðustu árum hafa tekizt að finna nokkrar varn- ir gegn nefndum eituráhrifum, en þær varnir eru dýrar og enn óvíst, hvort fullreynt er gildi þeirra. Er og óséð, hvort útlendum þykir taka því að leggja í mikinn kostn- að við slíkar varnir hér í okkar strjálbyggða landi og lítilsverða í þeirra augum. Holræsagjöld Bæjarstjórn hefur samþykkt, að fram\iegis verðji innheimt svo- nefnt holræsagjald af öllum hús- um og lóðum í Akureyrarbæ. Er gjald þetta nýtt hér í bæ og er raunverulega dulbúin hækkun fast eignaskatts. Gjaldið er ákveðið 0.6% af fasteignamatsverði húsa og 1% af fasteignamatsverði lóða í bænum. Aætlað er, að það gefi bæjarsjóði 800.000.00 krónur í tekjur á þessu ári. Afríku og Ameríku eru sem óðast að hrinda af sér okinu. Stærsta blað landsins, Morgun- blaðið, tók í gær upp harðskeytta baráttu fyrir málstað útlending- anna, taldi enga hættu stafa af því að hleypa erlendu einkafjár- magni inn í landið, en það væri aftur á móti grundvallarskilyrði til þess, að þjóðartekjur íslend- inga gætu haldið áfram að vaxa. Af eðlilegum ástæðum reyndi blaðið ekki að rökstyðja þá skoð- un, en talaði í þess stað um, hve erlent lánsfé væri hættulegt. Sorglegt er til þess að vita, að ráðamenn í íslenzkum stjómmál- um skuli hafa misst svo gersam- Iega trú á íslenzkar auðlindir og íslenzka atvinnuvegi, að þeir sjái nú ekkert framundan annað en að gera hluta þjóðarinnar að þrælum í stórverksmiðj um útlendra auð- jófra, sem ekkert hafa að mark- miði annað en það að sjúga sem mestan gróða í eigin vasa, en hirða aldrei um, hvaðan eða hvernig gróðinn er fenginn. Koma Siglfirðingar til Vegna hins hörmulega atburð- ar, er tunnuverksmiðj an á Siglu- firði brann til kaldra kola og meira en 40 manns misstu at- vinnu sína, standa nú yfir athug- anir á möguleikum til að hefja vinnu á tveimur vöktum í tunnu- verksmiðj unni á Akureyri. Er þá gert ráð fyrir, að Siglfirðingar, vinnu í Tunnuverksm. sem heimangengt eiga, komi til vinnu á annarri vaktinni. — Eins og sakir standa virðast erfiðleikar á útvegun húsnæðis á Akureyri fyrir Siglfirðingana versti þrösk- uldurinn í vegi þessarar ráða- gerðar. En væntanlega rætist úr í því efni. Fjölgað við löggæzlu og brunavörzlu Á fundi bæjarstjórnar Akureyr- ar sl. þriðjudag var samþykkt að fastráða einn lögregluþjón til við- bótar frá 1. júní n. k. — Fjölgun þessi er vegna stytts vinnutíma lögreglumanna samkvæmt kjara- samningi bæjarstarfsmanna. Bæj- arfógeti og yfirlögregluþjónn höfðu farið fram á, að fjölgað yrði um þrjá lögreglumenn. Þá var á sama fundi og af sömu ástæðu samþykkt að fjölga fast- ráðnum brunavörðum um einn. Slökkviliðsstjóri hafði óskað eft- ir, að tveim mönnum yrði bætt við. HEYRT Á GÖTUNNI AÐ meðal fyrstu verka Alþingis nú eftir að það er komið som- on á ný verði að stórhækko söluskatt ó allar vörur. AÐ cinnig sé von mikilla hækkana ó einkasöluvörum, tóbaki og brennivini. AÐ Bretar hafi óvart kingt góðum ósetningi og fögrum orðum varðandi landhelgi íslands um leið og þeir drukku forseta vorum til í mónuði jóla- sveina.

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.