Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 17.01.1964, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 17.01.1964, Blaðsíða 4
»Það er svo margt eí að er gáð« ATH.: Viðtal þetta er tekið snemma í desember s.l. og ætlað í Jólablað Verkamannsins. Vegna verkfalla komst hið eiginlega Jóla- blað aldrei út. En eigi vildum við, að svo færi að viðtalið kæmist ekki fyrr augu lesenda, og birtist það því hér í einu lagi. Þjóðin hefur verið frá upp- hafi vega ákaflega dultrúuð. Forlagatrúin gegnsýrir fombók- menntirnar. Þar koma fyrir alls konar vættir, draugar, tröll og hulduverur. Draumar virðast líka setja mikinn svip á fornar bækur. Ekki minnkaði þetta eftir að kirkjan fór að hafa hér meira vald, og enn í dag virðist dultrú standa með miklum blóma með þjóðinni og sennilega ekki sízt hér á Akureyri. Enda eru hér margir menn ófreskir, dulvísir, forspáir og gæddir ýmsum þeim furðulegu hæfileikum, sem menn flokka yfirleitt undir nafnið dul- trú. Nú höfum við í tilefni jóla- blaðsins snúið okkur til þess manns á Akureyri, sem ég hef reynt einna fjölvísastan á þessU sviði, Jóns R. Thorarensen, og hér á eftir mun hann fræða okk- ur um ýmislegt úr eigin reynslu. — Þú ert náttúrlega sann- jœrður um annað líf, Jón? —- Já, ég er það, og raunveru- lega þarf ég engu um það að trúa. Ég hef haft svo mikið af persónulegri reynslu að segja, sem ég tel algerlega hafa sannað það. —- Og frá þessari reynslu mundir þú kannske vilja skýra okkur. Viltu kannske segja okk- ur einhverja sögu, sem hejur styrkt þig sérstaklega í því, að þ>að vœri annað líf eftir „dauð- ann?“ — Já, ég gæti gert það. En það er dálítið erfitt að vita, hvað helzt maður á að segja. Líklega er bezt, að ég segi ekki sögu um framliðinn mann, held- ur af hundi. — Það er prýðilegt. — Það mun hafa verið fyrir svona tveim, þrem árum síðan, að ég kom í hús hérna í bænum. I þessu húsi var staddur maður austan af landi. Þetta var maður, sem er án efa mjög mikils met- inn og virtur í sinni sveit. Hitt- ist svo á, að húsbóndinn vék sér eitthvað frá, og við urðum tveir einir um stund, ég og að- komumaðurinn. Við höfðum set- ið þarna stundarkorn, þegar ég sá „koma upp hund“, hjá mann- inum, sá ég hundinn greinilega, bæði lit og sömuleiðis háttemi hans. Af því ég var nú mannin- um ókunnugur, þá náttúrlega minntist ég ekkert á þetta. En síðan fór þessi aðkomumaður, og þegar við húsbóndinn vorum orðnir tveir einir, þá fór hann að spyrja mig, (hann þekkti mig vel), hvers ég hefði orðið var. Sagði ég honum það. Morguninn eftir hitti síðan bæjarmaðurinn aðkomumann- inn og fór að tala um þetta við hann, og þetta kom allt nákvæm- lega heim o-g saman. Þessi hund- ur, sem ég sá, hafði verið til fyrir eitthvað milli 10 og 20 árum. Nú finnst mér þetta vera ein- hver allra bezta sönnun, sem hægt er að fá fyrir því, að þær lífverur sem héðan hverfa lifi áfram. —:Einnigdýrin? — Já, vissulega einnig dýrin. Mér finnst það eiginlega dálítið einkennilegt, að það skyldi ein- mitt vera hundur, sem mannin- um fylgdi. Þar sem mér er nú kunnugt um, að margir nánir vinir og náin skyldmenni þessá austfirðings voru löngu farin yfir móðuna miklu. -— En þau komu ekki fram? — Nei, þau komu ekki fram. Annað er það, að það er ákaf- lega ósennilegt, að þegar þessi maður er kominn í annan lands- hluta einhverra erinda, að þessi hundur, sem var nú fyrir löngu horfinn, hafi verið það ofarlega í huga mannsins, að þama hafi verið um hugsanalestur eða slíkt að ræða. Það er ágœtt, við erurn komnir beint inn í skyggnina, og þar munt Jrú ekki. verá eftir- bátur annarra skyggnra. Viltu segja okkur eitthvað, til dœmis svo við tökum fýrst huldufólk, Trúir þú á huldufólk, hefur þú séð þcð? — Ég hef haft lítið af huldu- fólki að segja. Ég man eftir því, þegar ég var krakki, þá sá ég stundum huldufólk, nærri stór- um steini, þar sem ég átti heima, en það er ekki orð á því ger- andi. — Var það eins og venjulegt fólk? *—- Já, mér virtist það. — Og var að sýsla eins og við? — Eg sá það nú aldrei að sér- stökum verkum. Það var svona á gangi. — Nú er annað, sem hefur verið mjög umtalað hér á fs- landi. Það eru fylgjur manna. Sérð þú fylgjur manna? — Já, þær sé ég oft. — Og œrið misjafnar spái ég. — Já, mjög svo misjafnar. — Mundirðu vilja segja mér dœmi um fylgjusýn? — Ég sé frekast fylgjur með mönnum, sem ég sé í fyrsta skipti, og er algerlega ókunn- ugur. Fylgjurnar géta verið með mörgu móti. Ég hef tekið eftir því, að þær fara mjög eftir ásig- komulagi, hugarástandi, manns- ins, hverju sinni. Oft eru þetta ættingjar, sem eru farnir héðan. Ég hef oft getað lýst þeim svo nákvæmlega, áð það hefur ekki orðið um villzt. Og oft hefur það komið fyrir líka, að ég hef getað náð einhverju frá þessu fólki, og skilað til þeirra, sem hlut áttu að máli. -— Þar kemur ennþá einn hœfi- leikinn, sem við komum inn á síðar. Viltu segja okkur svo sem eins og eitt dœmi um fylgjusýn? — Já, það er nú kannske ekki alvég af smekklegri endanum, sem ég tek. En mér er þetta alltaf í fersku minni, og það verður alltaf jafn ljóslifandi fyrir mér. Það eru líklega eitthvað tvö ár síðan eða sem næst því. Ég sat heima hjá mér og drakk kvöld- kaffið mitt. Verður mér þá litið fram á gólfið. Þá sé ég þar tvo smápúka eða smádjöfla, hvað sem á að kalla það, sem eru í glettingum á gólfinu, rétt við tærnar á mér. Þeir hafa verið svona á stærð við tíu ára krakka. Ég sá þá greinilega, svartir. — Þá varðst þú hræddur? — Hræddur varð ég nú ekki, því ég er ýmsu illu vanur, en mér var þó ekkert vel við þetta. Svo lét ég kyrrt liggja, og þeir svifuðu frá. — Og kom þá einhver? — Það var nú liðið nokkuð á kvöld, þá kom þarna maður og var svona í meiralági við skál, og hann eiginlega lopaðist þarna niður í bæli þeirra kumpánanna. — Já, þá komum við að þess- um alvarlega hlut, sem nú er á dagskrá. Trúir þú því, að fram- liðnir drykkjumenn drekki í gegnum lifandi? — Ja, drekka í gegnum. Ég veit nú ekki, hvort ég get bein- línis samsinnt það, en framliðnir menn geta haft áhrif á þá, sem eru á lífi. Og hafi það verið drykkjumenn, sem um er að ræða, þá færast áhrif þeirra yfir á hina sem þeir leita til. — Já, þetta er óskemmtilegt, og kanntu dæmi að segja mér frá þessu? — Ég yrði að vera svo per- sónulegur, að við getum varla farið út í það, en ég hef oft og mörgum sinnum komizt að því, að þetta mun vera hið raunveru- lega í sambandi við menn, sem hafa farið, ög verið þannig á sig komnir í þessu lífi. Þeir hafa farið að hafa áhrif á þá, sem eftir lifa og þeir hafa verið kunnugir. -—- Hefurðu séð þetta í kring- um dansstaði og drykkjustaði? : — Það er nú ekki mikið sér- staklega, að ég hafi séð það þar, én þessu virðist aðallega vera beint til einstaklinga, sem hafa verið eitthvað kunnugir þessum mönnum, sem farnir eru, eða á einhverii hátt tengdir þeim. Aft- ur á móti, þegar þú talar um danssamkomur. Það er allt ann- ars eðlis. Þegar búið er að drekka mjög mikið, og menn eru orðnir ölóðir, sækir oft að þeim alls konar ófögnuður. Og það þyrði ég að ábyrgjast, að ef menn sæju, hvað að þeim sækir, myndi það verða til þess, að þeir gættu sín betur. — Það er svona, já. — Það er alvarlega ljótt. — Og hefur þú bókstaflega séð þetta hanga á drukkna mann- inum? —- Já, það hef ég bókstaflegá séð, alls konar óskapnaði, herfi- lega. Það er oft þannig, að það eins og krafsar í manninn, og er með alls konar glettingar í kring- um hann. — Og örfar drykkjulöngun- ina? — Já, ég reikna með, að það sé þannig. — En telur }>ú, að vínið sjálft dragi að sér óhr.eina anda? — Víninu fylgir enginn vansi. Það er meðferð vínsins, en ekki vínið sjálft. — Það er ágœtt. Er þá ekki beinast að biðja þig um eina mergjaða draugasögu? —^ Ja, þú talar um drauga. Sannleikurinn er sá, áð ég veit elcki hvar ég á að setja mörkiii milli drauga og þá svipa. -e- Hvað er draugur sem sagt og hvað er ekki draugur. ■— Já, það hefur nú alltaf ver* ið siðurinn, að skilgreina það með því, að draugur sé eitthvað sem er illt, en það er náttúrlegá hverju sinni ákaflega erfitt að ákveða það, hvað undir þann lið ætti að koma. — Nejndu okkur eitt. —- Ef um aðsókn er að ræða og t. d. í sambandi við drykkju, þá er það ákaflega algengt, ef einhver reynir að sporna við því, að annar drekki, að þessi aðsókn beinist að þeim, sem er að reyna að bjarga. Og ég hef einu sinni orðið fyrir þessu og all-alvarlega. Það var einn kunningi minn, sem var kominn „í það,“ svona ofurlítið, og hafði lokið við vín- ið, sem hann átti, en vildi ekki hætta og bað mig að aðstoða sig við að ná í meira vín. En af því ég var nokkurn veginn viss um það, að hann gæti ekki náð því hj álparlaust, n'ema þá með ein- hverri afskaplegri fyrirhöfn, þá neitaði ég að gera þetta, og sem sagt 'gerði allt sem ég gat til þess að sporná við þessu. Þá fór þetta að sækja að mér. Það var vitan- lega ekki gott að átta sig vel á skapnaðinum á þessu, en þetta hrakti mig fram og aftur þar sem ég var, og ég hafði engan frið í lengri tíma og þurfti að beita allri minni hugarorku til að losna við þettá. Og þetta var svo raunverulegt, að mér fannst ég hvað eftir annað þurfa að víkja mér undan þessu til að reka mig ekki á það. — Fannst þér þetta vera í mannsmynd? — Já, svo mikið sá ég. -— Hvernig lauk svo leiknum? — Leiknum lauk þannig, að þessi kunningi minn fór á svarta fyllirí. Þegar svo, að hann var kominn undir þessi áhrif, þá losnaði ég út úr þessu. Nú hafði þessi gestur okkar fullt vald yfir honum og þurfti ekkert að vera að skipta sér af mér meir. ■— Hann dxefur sem sagt feng- ið fullnœgingu? — Því reikna ég með, já. — Hefurðu. séð nokkuð af Jjessum gömlu, þjóðfrœgu draug- um: Þorgeirsböla, skottur, lalla og annað slíkt? — Nei, ég hef nú aldrei orðið svo frægur. — Ber meira á þessu í kring- um kirkjugarða en annars stað- ar? — Nú hef 8g gaman af, að þú sþurðir að þessu. Ég hef farið um t. d. kirkjugarð Akureyrar beinlínis þeirra erinda að sj á eitthvað, og þar hef ég ekki haft um auðugan garð að gresja. Það var mín skoðun, að á svona stöðum mundi yfirleitt sjást meira. Ekki einungis vegna þeirra, sem þar eru grafnir, held- Rætt við Jón R. Thorarensen Föstudagur 17. ianúar 1964 4) Verkamaðurinn

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.