Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 17.01.1964, Blaðsíða 6

Verkamaðurinn - 17.01.1964, Blaðsíða 6
•— Hefur þú ekki séð þessa geisla? — Jú, annars er lítið um það yfirleitt, frekar lítið. — Sérðu ekki oft undarlegar sýnir í samhandi við þessi st'órf? — Jú, mjög oft. — Eru það lœknar þá, sem þú sérð að verki? — Já, þá sé ég oft. Það er t. d. einn læknir. Eg má hafa það sem mark, ef hann kemur, þá þýðir það ævinlega stórmikla úrbót. En sá maður er Jón Geirsson. —- Já, Jón var góður maður í lífi sínu og mun halda störfun• um áfram. — Það er ég sannfærður um. -— Þú minntist á það, að þeir fengju kannske mesta úrbótina, sem verst eru komnir. Meinarðu, að það sé hœgt að forða þeim frá dauðanum? — Nei. Það er ekki það. En það er nú einu sinni þannig, að flestum er erfitt um að deyja. Það er oft á tíðum, að þetta fólk þarf að berjast svo mikið til að geta sætzt við dauðann og til- veruna, en það hefur mjög oft komið fyrir, að það hefur skipt um fyrir þessu fólki, þegar leitað hefur verið svona ráða. — Telur þú, að hœgt sé að hjálpa drykkjumanni eftir þess- um leiðum? — Já. Það tel ég vera hægt. Þó náttúrlega ekki undantekn- ingalaust, því að maðurinn verð- ur alltaf að sýna einhverja við- leitni sjálfur. — Mundir þú segja, að ann- arra heima öfl kæmu til gagns við þá hjálp? — Já. Það efast ég ekki um. — Hvert er álit þitt á bœn- inni? — Ég trúi sannarlega á bænir. En það eru ekki mínar bænir, sem á bækur eru skráðar eða klerkar flytja í kirkjum. Mínar bænir eru öllu öðru fremur hin formlausa, orðvana tjáning sál- arinnar og lotningin fyrir almætt- inu. — Eg sé nú, að þú berð silfur- kross á brjóstinu. Er þetta trú- artákn? — Krossinn er fyrst og fremst vinargjöf. Annars er krossinn mér heilagt tákn. Ekki þó sem tákn friðþægingarinnar, heldur sem tákn og staðfesting þess feg- ursta og óbrotgj amasta boð- skapar sem fluttur hefur verið á jörðinni, en það er boðskapur meistarans mikla frá Nasaret. — Þessi boðskapur meistar- ans frá Nasaret hefur verið flutt- ur okkur öldum saman, og okkur hefur þótt ganga grátlega seint. Ekki vœnti ég, að þú trúir því, að hann sé sterkari í höndum venjulegs manns, en hins vígða þjóns kirkjunnar? ' — Ég viðurkenni enga mann- lega vígslu. — Nei, heldur? — Það verður enginn neitt vegna annarra, heldur vegna sjálfs sín. — Við höfum nú rætt um ýmis atriði þessara þátta og þó er nokkuð eftir enn. Eitt er það, sem ég hef mikinn áhuga á að vita: Hvað segir þú um drauma? — Ég hef persónulega mjög lítið af draumum að segja. Þó kemur það fyrir endrum og eins, að mig dreymir drauma, sem að bókstaflega rætast. Hins vegar hef ég sögusögn margra svo ágætra manna um drauma, að mér dettur síður en svo í hug að vefengja, að þeir hafi mikla og merkilega þýðingu. — Kanntu engan merkan draum að segja mér? Eða kann- ske er líf þitt allt saman einn draumur? — Það má nú segj a það kann- ske, að það sé nú draumur. — En það er ein gáfa enn, sem ég hef nokkur rök fyrir, að þú hafir vald á. Það er svoköll- uð hlutskyggni, að rekja sögu hlutar, sem þú snertir. — Já. Það er nú kannske eitt- hvað til í þessu, annars er þetta nú ekki sterkur þáttur hjá mér. Já, mér dettur þá í hug: Ég var staddur hjá Rósberg Snæ- dal í sumar, og hann kom með bein og sýndi mér, og mér fannst það nú einna líkast því, að það væri úr sjódýri. Nú vildi hann leita frétta hjá mér um beinið. Og mér var sagt, að í sambandi við þetta bein hafi verið fram- inn fádæma níðingskapur. En þetta bein tók Rósberg í „tryppa- skálinni“ á Öxnadalsheiði. — Já, allt eru þetta nokkuð flókin frœði, og ég er mikill vin hinna flóknu frœða. Þetta líf okkar er svo oft mjög undarlegt. Telur þú, að hinir framliðnu menn séu raunverulega hér í þessum heimi, okkar heimi? — Það er nú ákaflega erfitt að gera sér grein fyrir þvi, og ég vildi halda því fram, að svo væri ekki, þeir eru ekki hér í okkar heimi, heldur kæmu svona annað slagið. Annars er sá atburður, sem hlotið hefur nafnið dauði, dá- lítið öðruvísi en fólk almennt álítur. Það er ekki augnabliks verknaður, heldur tekur hann langan tímá. Ég hef mjö'g rekið mig á það, að þeir sem verða bráðkvaddir, eru miklu jarð- bundnari heldur en hinir. Það skil ég þannig, að þeir hafi ekki verið búnir á neinn hátt að undirbúa lausnina úr jarðlífs- böndunum með veikindum eða öðru, fyrir sjálft andlátið. — En ertu ekki sannfœrður um það, þó við höfum nú dvalið frekar við hinar dekkri hliðar, að það sé þó meir af hinum betri verum í kringum okkur? — Jú, vissulega, og það eigum við undir okkur sjálfum, hvaða verur eru í kringum okkur. — Hugsunin fœlir þœr eða dregur? — Já, það er einmitt það. Þannig er það. — Þegar þú gengur nú hér um götur bœjarins, sérðu þá ekki eitthvað af svona sýnum? — Ég sé oft margt og skynja margt. Ég skynja fólkið oft meira heldur en ég óska eftir. Það er dálítið erfitt að mæta manni á götu, sem er kannske vel til reika og virðist ekkert að, en að skynja og finna, að innan við hin góðu klæði og glæsi- braginn er koldimm skamm- degisnótt. — Þú minntist á það áðan, að þegar vœri verið að hjálpa manni til að losna við slœman fylgi- naut, þá vildi stundum fylgi- nauturinn slá sér yfir á hjálp- andann og hefna sín á honum. Manstu fleiri dœmi um það? — Já, ég man eitt dæmi, sem mér mun seint úr minni líða. Það var á síðastliðnu sumri. Kona, sem á heima hérna í bæn- um hringdi til mín og bað mig að koma til Ólafs Tryggvasonar, kvöldið eftir til að veita aðstoð við slíkt. Nokkru síðar kom Ólafur Tryggvason til mín á heimili mitt og var að lesa fyrir mig handrit, og varð ekki tíð- inda meðan Ólafur dvaldi hjá mér, en hann mun hafa farið frá mér um ellefuleytið þetta kvöld. Þegar Ólafur var svo far- inn, fór heldur en ekki að sækja að mér. í húsinu var ekki annað manna en ég og þrjú börn, og þessi aðsókn var svo áleitin við mig, að ég gat hvergi haldizt við. Ég beitti allri minni hugar- orku, eins og ég frekast gat, og loksins klukkan tvö um nóttina gat ég losnað undan þessum miklu áhrifum. Ég sá aldrei það, sem þessu var valdandi, en ég skynjaði það mjög vel. Um þetta leyti mun heimilisfólkið hafa komið heim. Síðan svaf ég um nóttina, en morguninn eftir fór ég að vinna, járna þak á íbúðar- húsi mínu, og var sonur minn með mér. Þetta var í ágætis veðri, allt þurrt, og gott að eiga við þetta. Ég tek það fram, að ég er þaulvanur að vera við slíka vinnu, og kunni að útbúa eins og til stóð. Er við feðgar höfð- um sýslað við þetta verk nokk- urn tíma, klukkan mun hafa verið orðin ellefu árdegis, en þetta var sunnudaginn 16. júní, þá hittist svo á, að ég stend niðri í þakrennunni á bakhlið hússins. Þá er mér allt í einu hrint. Ég finn, að það kemur hendi og ýtir á mig vinstra megin, næst hjartastað, og ég fell aftur yfir mig og lendi á hinn versta stað, sem hægt var að lenda á, ég lenti í niðurgöngunni í kjallarann, en hún er steypt. Mér varð nú ekki sérstaklega mikið um fallið, og ég fór upp á þakið aftur og vann þar um stund. En þá fór ég nú að verða var við, að ég hafði meitt mig nokkuð. Það stóð svo í járnum, að það fór að rigna og varð sjálfhætt við þessa vinnu, svo og hitt, að ég var orðinn þannig í hægri hand- leggnum, þar sem aðalmeiðslin voru, að ég var ekki vinnufær. Fór ég nú inn og lagði mig út af um stund. Um kvöldið var hand- leggurinn orðinn stokkbólginn og hendin mér ónýt til allra hluta. Eftir umtali ákvað ég samt að fara til Ólafs, og setti því hand- legginn í fatla og lét flytja mig á staðinn í bíl. Ég treysti mér ekki til að ganga. Síðan var þetta atriði, sem fyrir lá, tekið til með- ferðar hjá Ólafi, og þá sá ég þann, sem þessum verknaði hafði valdið. Eftir að þetta var af- staðið, bauð Ólafur mér að fara í „stólinn“. Er ég hafði setið þar um stund, þá sé ég koma inn Jón Geirsson. Hann hverfur svo, þegar hann er kominn í nám- unda við mig, en ég finn, að það er sýslað við handlegginn, að um olnbogann er sett ein- hvers konar spenna eða bindi. Þetta sagði ég fólkinu, sem þarna var viðstatt. Það mun hafa verið fimm manns, málsmetandi menn og konur hér í bæ. Að þessu loknu fór ég heim. Ég átti ólokið nokkrum símtöl- um, og hafði þann hátt á, þegar ég fór að hringja, að ég lagði símtólið á símaborðið og sneri skífunni með vinstri hendi. Án þess að vita svo, er ég eftir stund- arkorn kominn með símtólið í hægri hendina og get þá lyft því alveg eðlilega upp að eyranu. Mér varð fyrst eins og hálf bilt við og fór nú að prófa, hvemig handleggurinn væri. Þá get ég hreyft hann alveg eðlilega. Hann var bólginn og var farinn að blána, en hann var mér til engra vandræða, ég gat gert hvað sem ég vildi hans vegna. Ég hef ekki ástæðu til að segja það, að fólkið, sem var statt hjá Olafi þetta kvöld, hafi rengt eða vefengt orð mín. Ég var búinn að segja því svo margt áður. En ég fann samt vel, að það var reynd mjög trú þessa fólks. Næsta kvöld fór ég svo aftur til Ólafs, og þá var sama fólkið statt þarna, a. m. k. að mestu leyti það sama. Þegar ég svo sýndi því handlegginn, þá þurfti ekki frekar vitna við. Um- búnaðurinn, eða öllu heldur merki eftir umbúnaðinn, í oln- bogabótinni voru mjög greini- leg, og þau sáu margir menn næstu daga, og þótti mikil furða, að handleggurinn skyldi geta orðið mér að liði eins og hann leit út. — Ég sá líka þennan handlegg og hefði ekki viljað vinna með honum. En sá, sem verknaðinn framdi, gátuð þið bjargað hon- um? — Já, ég tel, að það mál sé að miklu leyti leyst. — Og hann mun eigi fleiri óhappaverk vinna? — Ekki reikna ég með því. — Oll erum við menn. Hverj- um og einum er mikill vandi á hendur lagður. Geta nú ekki þeir, sem eru gæddir slíku næmi orðið allmiklir vegvísar fyrir þetta hversdagslega fólk, sem allt vill vel, ef það bara kann að fram- kvœma það? — Það geta allir menn orðið öðrum að liði. — En hvað segir þú um fólk almennt? — Ég segi það, að allir eru í innsta eðli sínu góðir. Það er bara þetta, það er svo margt sem ber á góma í daglega lífinu, að manni virðist stundum það vonda verða ofan á. — En lífið? — Lífið er gott. Það er dá- samlegt að hafa verið til. Það er svo ótal, ótalmargt gott, sem hægt er að njóta, ef menn bara vilja koma til móts við það sjálf- ir. En það er einu sinni þannig, að allt, sem maður fær, kostar eitthvað. — En ert þú sáttur við þau reikningsskil? — Já. Ég get sagt það í fullri einlægni, að ég er allavega vel sáttur við lífið. Ég ber ekki kala til nokkurs manns. Og ég hef svo óendanlega margt að virða og meta við samferðamenn mína. Ég hef svo margt að þakka, að það verður aldrei talið. — Og kannske ekki sízt þínar meðfœddu gáfur? — Það er óneitanlega dásam- legt að geta orðið öðrum að liði, og það er kannske, þegar á allt er litið, það eina, sem gefur líf- inu gildi. — En þessi pólitísku átök, þetta harða stríð um lífsgœðin, verkar þetta ekki neikvætt á þjóðina? — Ég reikna með því. Annars er ég maður ópólitískur, fylgist ekki mikið með þar. Ég er utan við alla stjórnmálaflokka og sömuleiðis utan við alla trúar- flokka vegna þess, að ég áskil mér rétt til að mega ævinlega fylgja því, sem ég tel sannast og réttast. K. 6) Verkamaðurinn Föstudagur 17. janúar 1964

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.