Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 24.01.1964, Side 1

Verkamaðurinn - 24.01.1964, Side 1
Verkamaðurinn Söluskattur hœkkar um 2-300 milljónir króna Nýtt uppbótakerfi — Fjárlögin gerð ómerk Fjárhagsáætlunin rædd Ríkisstjórnin lagði í gær fram á Alþingi „bjargráðafrum- varp“ það, sem búizt hefur verið við hvern dag frá því að Alþingi kom saman í þessum mánuði. Frumvarp þetta nefnist „frumvarp til laga um ráðstafanir vegna sjávarútvegsins“, og helztu ráðstafanir, sem gera á samkvæmt því eru þessar: 1. Veita á 43 millj. kr. til styrktar frystihúsunum aukningar“ ,,til framleiðni- ís og það er kallað. í rauninni er hér um uppbætur að ræða vegna þess, að rekstur hraðfrystihúsanna ber sig ekki lengur sökum verð- bólguþróunarinnar. 2. Útflutningsgjald af fiskafurð- um á að lækka um 30 milljónir króna, sem einni g kemur þá fiskiðnaðinum til góða. Eru það því alls 73 millj., sem fisk- iðnaðinum er ætlað að fá í sinn hlut. 3. Til togaranna á að veita 51 milljón króna til viðbótar því, sem sú útgerð fær eftir öðrum leiðum. Allar uppbætur til þeirrar útgerðar ganga í gegn- um Aflatryggingasjóð, en gert er ráð fyrir, að þær nemi á árinu sem næst 3 milljónum á hvert skip, sem út er gert til veiða. 4. Til fiskileitar vegna togaranna á að verja 4 milljónum króna. 5. Samkvæmt fjárlögunum var gert ráð fyrir að hætta niður- greiðslum á vöruverði. Nú hef- ur stjórnin tekið sig á í því efni, og ætlar að halda niður- greiðslunum áfram „fyrst um sinn“. Til þeirra eru ætlaðar 55 millj. 6. Til útgjaldaaukningar Al- mannatrygginganna vegna hækkaðra bóta eru ætlaðar 27 milljónir króna. Alls nema útgjöld samkvæmt þessum viðbótarfjárlögum ríkis- stjórnarinnar 210 milljónum króna. NÝR SÖLUSKATTUR. Til þess að afla fjár til að mæta framangreindum útgjöldum á að hækka hinn almenna söluskatt úr 3% í 5%, og á sú hækkun að taka gildi frá 1. febrúar. Reiknað er með, að hækkunin gefi minnst 220 milljónir króna. Það er greinilega fram tekið, að ekkert af því á að renna til sveitarfélaganna. Á þannig skatt- viðbótin að hlíta öðrum reglum en sá skattur, sem fyrir er, og er því kannske réttara að tála um nýjan skatt fremur en viðbót við hinn eldri. En staðreyndin er sú, að allir eiga að skattleggj ast, ríkir sem fátækir. FJÁRLÖGIN ÓMERKT. Það hefur verið áberandi ein- kenni þessarar ríkisstjórnar, að hún leitast við að stjórna með til- skipunum en án tillits til laga og lýðræðislegra venja. í þessu nýja frumvarpi er ákvæði, sem enn sannar þetta og það mjög greini- lega. Er það 6. grein frumvarps- ins, sem er þannig: „Ef atvinnuástandið í landinu eða fjárhagur ríkissjóðs gerir það nauðsynlegt, er heimilt að fresta til ársins 1965 verklegum fram- kvæmdum ríkisins, sem fé er veitt til á fjárlögum fyrir árið 1964. Sama gildir um greiðslur fram- laga til framkvæmda annarra að- ila, sem ákveðin eru í fjárlögum 1964“. Með þessu ákvæði er raunveru- lega verið að ómerkja fjárlögin og störf Alþingis, en ríkisstjórnin að afia sér aðstöðu til að haga öll- um fj árveitingum að eigin vild. Og lítið fer nú að verða úr ýms- um framlögum þeim, sem ríkis- stjórnin hefur verið að hæla sér af, ef kippa á þeim til baka með Alþýðubandalagið á Akureyri hélt fund í Alþýðuhúsinu á þriðju- dagskvöldið. Var þar aðallega þessu nýjasta pennastriki, en taka féð í eyðsluhít stj órnarinnar. Fer t. d. ekki að verða hæpið úr þessu, að treysta því að mikið verði úr hinum miklu framkvæmdum í vegamálum, sem lofað var með vegalögunum nýju? Á sama tíma og ríkisstjórnin telur ástæðu til að stórhækka álög- ur á þjóðina með nýjum sölu- skatti og aflar sér heimildar til að inna ekki af höndum framlög, sem lögboðin eru samkvæmt fjárlög- unum, þá er það vitað, að vegna hinnar ofsalegu skattheimtu að undanförnu hefur orðið mikill greiðsluafgangur hjá ríkissjóði. Nemur hann á síðasta ári a. m. k. 160 milljónum króna, og rekstrar- afgangur er ca. 100 milljónum meiri. Hefði ýmsum sýnst eðli- legra, að þessi afgangur, sjóðeign ríkissjóðs, hefði verið tekinn til að mæta óhjákvæmilegum nýjum útgjöldum fremur en að rjúka til með hækkun neyzluskatta. En rík isstjórnin hefur sín sérstöku sjón armið. Fyrir hálfum mánuði síðan brann Tunnuverksmiðjan á Siglufirði. Þetta stóra og — að því er virtist — sterklega hús var orðið að einni járna- hrúgu og allt gersamlega ónýtt. Milli 40 og 50 manns urðu skyndilega atvinnulausir og enga aðra vinnu var að hafa í Siglufirði. Nú hafa 35 þessara manna flutt dvalarstað sinn til Akureyrar um stundarsakir og vinna í tunnuverksmiðjunni þar. Unnið er þar á tveimur vöktum og önnur vaktin að mestu skipuð Siglfirðingum. Húsnæði og fæði hafa þeir á Hótel Akureyri. Talið er, að vinna í verksmiðjunni muni endast til aprílloka. En það er dýrt og óþægilegt fyrir Siglfirðinga að sækja vinnu til Akureyrar, og von- andi líður næsta sumar ekki svo, að tunnuverksmiðj a verði ekki byggð á ný í Siglufirði, höfuðstað síldariðnaðarins. Myndin hér að neðan var tekin af norðausturhomi tunnu- verksmiðjunnar í Siglufirði eftir brunann. Ljósm.: Ólafur Ragnarsson. rætt um frumvarp það að fjár- hagsáætlun fyrir bæjarsjóð Akur- eyrar, sem nú liggur fyrir bæjar- stjórn til meðferðar og afgreiðslu. Bæjarfulltrúarnir Ingólfur Árnason og Jón Ingimarsson fluttu framsöguræður, röktu, ein- staka liði áætlunarinnar og lýstu sinni afstöðu til hennar. Að lokn- um ræðum þeirra urðu talsverðar umræður og bæjarfulltrúarnir svöruðu ýmsum spumingum, sem fram komu. Mjög var það áberandi, að menn undrast hversu útsvörin hækka gífurlega með hverju ári, þrátt fyrir það, að nú rennur hluti af söluskatti til sveitarfélaganna og núverandi ríkisstjórn lýsti því yfir á sínum tíma, að sú rástöfun væri gerð til þess að létta útsvars- byrðarnar. En dýrtíðaraldan hef- ur bara sópað burtu allri þeirri hagsbót, sem sveitarfélögunum átti að verða af söluskattinum, og miklu meiru. Er gott dæmi um það, að á fyrsta ári Viðreisnar- stjórnarinnar, 1960, voru álögð útsvör og aðstöðugjöld á Akur- eyri 20 milljónir króna. Nú er gert ráð fyrir, að útsvörin og aðstöðu- gjöldin nemi nálægt 50 milljónum króna. Virðist það allmyndarleg hækkun á ekki lengri tíma. Má til samanburðar benda á, að ef sam- bærileg hækkun hefði orðið á launum verkafólks, ætti tímakaup þess nú að vera yfir 50 krónur. Á fundinum komu fram ýmsar ábendingar til bæjarfulltrúanna varðandi afgreiðslu fj árhagsáætl- unarinnar og hugmyndir um breytingar. ÞORRABLÓT Verkolýðsfclagsins EININGAR verður t Alþýðuhúsinu n.k. laugardag og hefst kl. 7.30. Mjög vönduð skemmtiskrá. Aðgöngumiðar í Verkalýðs- húsinu föstudag kl. 4—7. Vestfirðingar, Akureyri. Sunnudaginn 26. janúar kl. 4 e. h. ver'ð'ur fundur í Alþýðuhúsinu um stofnun Vestfirðinga- félags. Mætið sem flest. HEYRIA GÖTUlll AÐ minni sé stórhugur islenzkra ráðamanna nú en fyrir 50 ár- um, þegar Eimskipafélag ís- lands var stofnað. Nú má ekki ráðast í neina umtalsverða framkvæmd nema treysta á útlent fjármagn og útlenda stjórn. AÐ erfiður kynni að verða rekstur aluminiumverksmiðju á Dag- verðareyri, ef hafis lokaði Eyjafirði. AÐ verkstjóri bæjarins vonist til að rótlaus jólatré blómstri með vorinu og vilji þvi ekki hreyfa þau þaðan, sem þau voru stað- sett í desember.

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.