Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 31.01.1964, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 31.01.1964, Blaðsíða 1
Verkamaðurinn Hvfli verður fískverðíð? • • BORINN FER EKKIAD SIO STODDU Vm síðustu helgi fréttist skyndi- lega, að ákveðið hefði verið að flytja Norðurlandsborinn nú þeg- ar frá Húsavík og suður til Vest- mannaeyja til að bora þar eftir köldu vatni. Mun hafa verið um einhliða ákvörðun Jarðborana- deildar Raforkumálaskrifstofunh- ar að rœða. Síðan hafa orðið um þetta miklar deilur. Blaðið hafði í morgun tal af Jóhanni Hermannssyni, forseta bœjarstjórnar Húsavíkur, og spurði hann frétta af þessu máli. Jóhanni fórust orð á þessa leið: — Ég held mér sé óhætt að segja, að borinn fari ekki héðan að svo stöddu. Það verður boruð önnur hola áður. Þeir tilkynntu okkur á föstu- dagskvöld í hinni vikunni, að það væri ákveðið, að borinn yrði flutt- ur burtu. Við vissum ekkert fyrri. Þeir hringdu til Áskels bæjar- stjóra klukkan tíu um kvöldið. Við komum þá saman í bæjarráði og ákváðum, að bæjarstjóri færi suður að ræða málið við ráða- menn þar. Síðan héldum við fund I anadeildarinnar. Þar var ákveðið, í bæjarstjórninni á þriðjudaginn að borinn færi ekki að svo stöddu. og gerðum þá svofellda ályktun „Bœjarstjórn Húsavíkur telur, að samkvæmt samningi frá 12. des. 1962 um jarðhiialeit í Húsa- vík beri Jarðboranadeild að láta N orðurlandsborinn bora að minnsta kosti aðra holu til hér í Húsavík og mótmœlir því brott- flutningi hans á þessu stigi máls- ins. Hins vegar getur bœjarstjóm fallizt á, að þegar- boruð hefur verið önnur hola, enda þótt hún beri ekki árangur, verði heita- vatnsleit hœtt hér með Norður- landsbornum, að því tilskildu, að Jarðboranadeild haldi áfram heitavatnsleit hér með öðrum bor eftir nánara samkomulagi." Eftir það fór bæjarstjóri á fund með ráðherra og Gunnari Böðvarssyni, yfirmanni Jarðbor- Á morgun er verkfræðingur, ís- leifur Jónsson, væntanlegur norð- ur til frekari viðræðna. Hér er almennur vilji fyrir því, að reynt verði með aðra holu. I þessari törn verðum við að leita af okkur allan grun. Annars myndi verða löng bið og við svo neyðast til að fara af stað aftur seinna með margföldum kostnaði. Þegar sú frétt barst, að flytja ætti borinn burtu nú þegar til Vestmannaeyj a vakti það almenna undrun og reiði hér, enda höfum við samning við Jarðboranadeild- ina, þannig að þeir geta ekkert hreyft borinn burtu að svo stöddu nema með okkar samþykki. Ég held því, að það liggi nú fyrir, að borinn fari ekki fyrr en boruð hefur verið önnur hola. Hinn 20. þ. m. kvaS yfirnefnd VerðlagsráSs sjávarútvegsins upp úr- skurS um verSlagningu ferskfisks á þeirri vetrarvertíð, sem nú er hafin. I yfirnefndinni varS ekki samkomulag um verSiS. Fulltrúar fiskseljenda vildu hækka verSiS fró þvi, sem það var ó síSasta ári, en fulltrúar fiskkaupenda vildu lækkun. Oddamaður, skipaSur af hæstarétti kvaS upp þann úrskurS, að verSið' skyldi óbreytt standa. Þessi úrskurSur oddomannsins hef- ur oS vonum vakiS mikla reiSi og ólgu hjó sjómönnum og útgerSar- mönnum. Þykir þessum aSilum þaS hart, ef þeir eiga einir atvinnustétta þjóSfélagsins að búa viS óbreytt kjör fró ári til árs á þessum verSbólgu- tímum. Bendir margt til þess, að mik- ¦II hluti bátaflotans verði alls ekki gerSur út, fóist ekki einhver leiSrétt- ing þessara mála. — SiSustu fréttir af málinu eru þær, að ríkisstjórnihni er Ijóst orðiS, að' alvarlega horfir og hefur ókveðið að bjóSa sjómönnum 6% hækkun. Tilloga frá LúSvik Jósefssyni um 15% hækkun var aftur ó móti felld á Alþingi. I ýtarlegri grein á 3. og 4. síðu blaSsins í dag ræSir fulltrúi sjómanna í yfirnefndinni, Tryggvi Helgason forseti AlþýSusambands Norðurlands um þessi mól og vinnubrögð þau, sem viðhöfð voru við ókvörðun fiskverðs- AIIRA MEIHA BÍI" ff Skákfréttir Skákkeppni félaga og fyrir- tækja, sem að undanförnu hefur staðið yfir á vegum Skákfélags Akureyrar, lauk síðastliðið mánu- dagskvöld. Sex sveitir tóku þátt í keppninni að þessu sinni: A og B sveit frá Menntaskólanum, ein frá Gagnfræðaskólanum, ein frá Iðju, ein frá KEA og ein frá Stefni. I hverri sveit voru 4 keppendur. Úrslit urðu þau, að A-sveit MA bar sigur úr býtum, hlaut 14 vinn- inga. Sveit Stefnis hlaut 13% vinning, KEA 13 vinninga, Gagn- fræðaskólans 9, Iðju 5^2 og B- sveit MA 5 vinninga. Sérstaka athygli vakti frammi- staða hinna ungu skákmanna frá Gagnfræðaskólanum, því að þarna var um allharða keppni að ræða og sumar sveitanna að mestu skip- aðar meistaraflokksmönnum. Erlcndur mcisrori í hcimsókn? Skákfélagið er nú að vinna að því, að fá hingað erlendan skák- meistara til að tefla hér fjöltefli og klukkuskák. Vonir standa til, að annaðhvort Norðmaðurinn Sven Jóhanessen eða Nýsjálend- ingurinn Wade komi norður eftir að hinu mikla Reykjavíkurmóti lýkur, en þeir eru þar báðir þátt- takendur, svo sem kunnugt er. Um næstu helgi verður togbraut Skíðaroðs Akur- eyrar í Hlíðarfjalli vígð og af því tilefni haldið stórt skíðamót — annað stærsta mót landsins —. Þar verða 12 keppendur frá Reykjavík, 9 frá Olafsfirði, 9 frá Siglufirði og 10 frá Akureyri og e. t. v. víðar að. Iré itibii K.E.A. i Hrfsey Þriðjudaginn 28. þ. m. opnaði útibú Kaupfélags Eyfirðinga í Hrísey sölubúð sína í nýjum húsa- kynnum. Haustið 1962 var hafin bygging á tveggja hæða húsi norðan við gamla verzlunarhúsið. Eldri við- byggingu, sem tengir þessi nýju húsakynni við þau gömlu, var breytt í vörulager og þar er einnig komið fyrir stórum og fullkomn- um kæli- og frystiklefum. Nýbyggingin öll er 176 m2, en sjálft búðarplássið um 130 m2. Verzlunin er björt og rúmgóð og mjög vel búin tækjum og áhöld- um til verzlunarreksturs. Hún er með kjörbúðarfyrirkomulagi að mestu leyti, og vöruval mjög fjöl- breytt frá öllum söludeildum fé- lagsins á Akureyri. Á efri hæð hússins er rúmgóð og vistleg íbúð fyrir útibússtjór- ann. Hópur Mývetninga heimsótti Akureyri um síðustu helgi og hafði hér þrjár sýningar á sjón- leiknum Allra meina bót eftir þá félaga Patrek og Pál. Lögin, sem sungin eru í leiknum, hefur Jón Múli Árnason gert, og gefur það kannske einhverja hugmynd um, hverjir vera muni höfundar leiks- ins sjálfs. Æfingar á leiknum annaðist Birgir Brynj ólfsson, en leiktjöld gerðu Ingvi Kristjánsson og Jó- hannes Sigfinnsson. Leiksviðs- stjóri er Arnþór Björnsson, en sr. Orn Friðriksson annast undir- leik á píanó. Aðalhlutverkið í leiknum er í höndum Böðvars Jónssonar á Gautlöndum, og ferst honum það svo vel, að hreina snilld má kalla. Eiga Mývetningar þar greinilega á að skipa leikara, sem hvert leik- hús myndi telja eftirsóknarvert að ná til sín. Með önnur helztu hlutverkin fara Þráinn Þórisson, Pétur Þóris- son, Steingerður Jónsdóttir og Steingrímur Jóhannesson. 011 skila þau sínu verki vel og sanna áhorfendum, að Mývetningar eiga ekki bara góða leikara held- ur líka söngfólk, því að mikið er sungið. Steingrímur bregður sér í ýmis gervi og kemst vel frá öllu. Harin er sennilega sá, fyrir utan Böðvar, sem beztan leik sýnir. Auk framantalinna koma fram í smáhlutverkum: Áslaug Sigurð- ardóttir, Kristín Pétursdóttir, Ás- mundur Kristjánsson og ívar Stefánsson. Allra meina bót er gamanleikur. Til þess eins gerður að vekja kát- ínu og hlátur. Það er meðalið, sem höfundar leiksins og Mývetn- ingarnir, sem valið hafa hann til sýningar, telja meðal allra meina. Og sennilega er það a. m. k. í röð þeirra betri. Auk þess að reyna þessar lækn- ingar heima hjá sér hafa Mývetn- ingar sýnt leikinn fjórum sinnum í Húsavík og einnig í Reykjadal og svo hér á Akureyri. Undirtektir hafa alltaf verið með ágætum. Fyrir ágóðann af sýningunum er ætlunin að kaupa snjóbíl til nota, þegar að kreppir með sam- göngur. Þ. Starfsfólk útibús KEA í Hrisey: (Frá vinstri) Jó- hannes Kristjánsson útibús- st jóri, Selma Jónsdóttir, Ingi- björg Ingimarsdóttir, Sig- urður Finnbogason, Hanna Sigmarsdóttir, Björgvin Jóns- son. Lengst til hægri er Vil- helm Ágústsson, Akureyri, eftirlitsmaSur kjörbúSa hjé KEA. HEYRT Á GÖTUNNI AD örnefnanefnd hofí ákveSiS að breyta nafninu á Norðurbor í Vesturbor. AD eitt helzta stefnumól krata, eftir oð þeir breyttu stefnuskrá sinni, sé að ofnema vökulögin. AÐ Magnús frá Mel eigi það svor eitt við spurningunni um eitr- unarhættu fró aluminium- verksmiðju: Haldið þið, að ég myndi þá berjast fyrir þeirri framkvæmd?

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.