Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 31.01.1964, Blaðsíða 6

Verkamaðurinn - 31.01.1964, Blaðsíða 6
F járhagsáætlun Akureyrar samþykkt r (Itsvörin eigra að hækka um 35.6 0 0 Fjárhagsáætlun Akureyrarbæj- ar fyrir yfirstandandi ár var end- anlega samþykkt á fundi bæjar- stjórnarinnar á þriðjudaginn. Yið þá umræðu hækkuðu niðurstöðu- tölur áætlunarinnar enn um hátt á aðra milljón króna og eru kr. 60.572.100. Sú var veigamesta breytingin frá upphaflegu áætluninni, sem skýrt var frá hér í blaðinu 17. þ. m., að útsvör og aðstöðugjöld voru hækkuð um eina milljón króna til að mæta jafnmikilli hækkun á greiðslu til Abnanna- trygginganna. Er nú áætlað, að greiðslur bæjarins til trygginga verði þessar: Almannatryggingar 5 millj. 250 þús. kr., til sjúkra- trygginga 2 millj. 750 þús. kr. og til atvinnuleysistrygginga 1 millj- ón 150 þús. kr. Þessi einnar milljón króna hækkun var sam- þykkt af öllum fulltrúum í bæjar- stjóminni nema fulltrúum Alþýðu- bandalagsins, sem bentu á, að ef auka þyrfti greiðslur til Almanna- trygginganna mætti taka þær af því fé, sem ætlað væri til óvæntra og óvissra útgjalda og af senni- legum rekstrarafgangi á árinu. i Breyfingartillögur Alþýðubandalagsins Ingólfur Ámason, bæjarfull- trúi lagði fram eftirfarandi breyt- ingartillögur við fjárhagsáætlun- ina: GJALDAMEGIN: \ Lœkkanir: XV. Óvænt og óviss útgj öld lækki um..... kr. 550.000.00 Hœkkanir: V. 9. Framlag til námsflokka (nýr liður) .... — 100.000.00 XV. 6. Til húsnæðismála eftir frekari ákvörðun bæjarráðs (nýr liður) .............. — 500.000.00 Hækkanir samtals kr. 600.000.00 TEKNAMEGIN: Lækkanir: I. Útsvör lækki um ..................... kr. 800.000.00 Hœkkanir: IV. Framlög úr Jöfnunarsjóði hækki um......... kr. 800.000.00 V. Byggingaleyfisgjöld hækki um ............. kr. 50.000.00 Hækkanir samtals kr. 850.000.00 ungssjúkrahússins var hækkaður um 300 þúsund og verður ein milljón. Er sjúkrahúsið nú að verða allþungur baggi á bæjar- sjóði. Og í öðru lagi var framlag til byggingar Gagnfræðaskólans hækkað um 350 þúsund krónur og verður ein milljón 350 þúsund. I Verðbólga og Parkinson Það sem einkennir þessa fjár- hagsáætlun bæjarsjóðs Akureyr- ar er annars vegar verðbólgu- þróunin og hins vegar hið fræga Parkinsons-lögmál. Til næstum að segja sérhvers útgjaldaliðs verður nú að ætla stórum hærri fjárhæðir en áður og einnig verð- ur stöðugt í fleiri hom að líta. Sjálfsagt hefur engum bæjarfull- trúa verið það Ijúft að þurfa að hækka útsvörin svo mjög, sem raunin er, þótt viljinn til að halda þeim niðri hafi verið mismunandi mikill. En engum tókst að koma auga á neina þá liði, sem hægt væri að lækka svo, að verulega munaði um. Það, sem öllu öðru fremur, er orsök hinna miklu hækkana nú er verðbólgustefna ríkisstj órnarinn- ar og þeirra flokka, sem að henni standa, og sú árátta löggjafar- valdsins að leggja sífellt nýjar byrðar á bæjarfélögin án þess að afla þeim nýrra tekjustofna á móti. Er þetta að sjálfsögðu ófært, en því miður ekki á færi bæjar- félaganna sem slíkra að sporna við. Afdrif þessara tillagna urðu á þann veg, sem hér segir: Liðurinn Óvænt og óviss útgjöld stendur óbreyttur, en áskilið er, að af hon- um verði varið „allt að kr. 300.000.00 til húsnæðismála eftir nánari ákvörðun bæjarráðs.“ Er svo ráð fyrir gert, að fé þetta verði notað til að aðstoða þá, sem búa í heilsuspillandi húsnæði, til að koma sér upp eða eignast betri íbúðir. 2. Framlag til námsflokka, kr. 100.000.00, var samþykkt. 3. Samþykkt var að áætla framlag úr Jöfnunarsjóði 800 þúsund krónum hærra en gert var ráð fyrir í upphaflegu áætluninni. Þetta er hluti bæjarins af sölu- skatti og landsútsvörum. 4. Samþykkt var að áætla Bygg- ingaleyfisgjöld 50 þúsund kr. hærri en áætlað var, en sú hækkun stafar af því, að bæjarstjóm hefur samþykkt hækkun á bygginga- leyfisgjöldum og lóðatökugjöld- um, byggingaleyfisgj öld verða nú kr. 4.50 pr. m3 og lóðatökugjöld kr. 800.00, en samsvarandi gjöld voru kr. 3.00 og kr. 500.00. 5. Tillagan um lækkun útsvaranna náði ekki fram að ganga, en þess í í stað voru þau hækkuð um eina milljón, svo sem að framan greinir. / Aðrar breytingar sem gerðar voru á áætluninni, eru þær helztar, að styrkur til Fjórð- i Sératkvæði Jóns Ingimarssonar Jón Ingimarsson lýsti því yfir við umræðuna, að hann væri mót- fallinn því, hvernig frá fjárhags- áætluninni væri gengið og gæti því ekki greitt henni atkvæði. Sat hann því hjá við atkvæðagreiðslur um flesta liði og greiddi atkvæði gegn áætluninni í heild. Lét hann bóka eftirfarandi greinargerð fyr- ir atkvæði sínu: „Við fyrri umræðu um fjár- hagsáætlun bæjarins fyrir árið 1964 lýsti ég mig andstæðan henni eins og hún lá fyrir, einkum vegna þes að hún reyndi meira á gjaldþol útsvarsgreiðenda en ástæða væri til, sökum hinnar gíf- urlegu fjárfestingar hjá bænum á einu ári. í því sambandi bendi ég á, að á árinu 1963 urðu verka- menn að mæta 22% hækkun út- svara með 9% hækkun árslauna Vísa vikunnar ------------------ Hríð, sem enn er oð oss gjörð, of mun taka skarið. Grór er himinn, gró er jörð, grátt er stjórnarfarið. Verkamadurinn í Uujaborg Á fimmtudaginn í fyrri viku frumsýndi Leikfélagið Iðunn í Hrafnagilshreppi sjónleikinn Jósa- fat eftir Einar H. Kvaran, en leik þennan gerði Einar á sínum tíma eftir hinni þekktu sögu sinni Sam- býli. í sögu þessari og leikriti deilir Einar sem oftar fast á yfirdreps- skap broddborgarans, tillitslausa gróðafýkn og aurasöfnun og fyrir- litningu á réttindum samborgar- ans. Verkið einkennist af samúð hans með þeim, sem minna mega sín. Sá, sem að þessu sinni er full- trúi hins ósvífna víxlara og okur- karls er kaupmaðurinn Jósafat, en andstæða hans ekkjan Gríma, sem ekkert á utan son, sem er fæddur fáviti. En hún geymir þó þann mannkærleika, sem gulli er betri, og að lokum fórnar hún lífi sínu til að bjarga sjálfum Jósafat, sem hafði þó reynzt henni ver en aðrir menn. Auk þessara tveggja kemur svo margt af góðu fólki við sögu. Aðalhlutverkið, Jósafat kaup- mann, leikur Jón H. Kristinsson. í fyrsta þætti var ég smeykur um, að hann myndi ekki valda því og það jafnvel fara mjög illa í hönd- um hans, en reyndin varð önnur. Jón sótti í sig veðrið og varð þá beztur, þegar mest á reyndi síðast. Ekkjuna Grímu leikur Alda Kristjánsdóttir og gerir það vel og sannfærandi. Frú Rannveigu Finndal leikur Sigríður Schiöth af mikilli nær- færni. Ber leikur hennar þess ákveðinn vott, að hún er flestum hinna sviðvanari. Valgeir Axelsson leikur Gunn- stein lækni. Valgeir er flestum myndarlegri á sviði, en sýnir ekki mikla hæfileika sem leikari. Hreiðar Eiríksson leikur Grím, rukkara Jósafats. Það er skemmti- miðað við laun 8 stunda vinnu- dags. Nú er sömu aðilum ætlað að mæta 32,7 útsvarshækkun með 15% launahækkun á árinu 1964. Þó er vitað að launafólk hefur ekki fengið uppborið með launa- hækkunum, þá dýrtíð sem orðin er samkvæmt útreikningum Hag- stofunnar, og enn horfir svo að stjórnarvöldin ætli sér að stór- hækka dýrtíðina á næstu dögum. Af þessum ástæðum greiði ég atkvæði gegn f j árhagsáætluninni.“ legasta persóna leiksins. Hann gerir margar skemmtilegar at- hugasemdir, bæði fullur og ófull- ur. Hreiðar fer laglega með hlut- verkið, en nokkuð spillti það fyrir á frumsýningunni, að hann hafði ekki lært „rulluna“ til fulls. Slíkt er alltaf til leiðinda og þó sennilega leiðinlegast fyrir leikar- ann sjálfan. Með smærri hlutverk fara Mar- « grét Schiöth, Elín Halldórsdóttir, Þór Aðalsteinsson, Jón Hallgríms- son og Magnús Guðlaugsson, sem er yngstur leikenda. Öll eru hlut- verk þessi þokkalega meðfarin. Leikstjórn annast Ágúst Kvar- an og hefur lagt alúð við sitt verk, svo sem hann er vanur, enda er árangurinn góður. Leikurinn er í heild skemmtilegur og áhrifarík- ur. Leiktjöld gerð af Bimi Björnssyni og Ólafi H. Olafssyni, eru mjög laglega unnin, og sýn- ingin öll vel upp sett á sviðinu í Laugaborg. Það er vel að verið hjá fá- mennu leikfélagi í fámennri sveit að koma upp svo myndarlegri sýningu og vel gerðri, og sýnist nú svo, sem Akureyrarbúar megi fara að vara sig á nágrönnunum. Þ. IÐJA MÓTMÆLIR NÝJUM SKÖTTUM Á stjórnarfundi, sem haldinn var í Iðju, félagi verksmiðjufólks á Akureyri, 24. jan. 1964 var eftir- farandi samþykkt gerð: „Stjómarfundur í Iðju, félagi verksmiðjufólks á Akureyri, hald- inn föstudaginn 24. janúar 1964 mótmælir harðlega lagafrumvarpi því er ríkisstjórnin hefur lagt fyrir Alþingi, um hækkun á sölu- skatti. Telur fundurinn að skatt- innheimta þessi sé mjög ranglát gagnvart láglaunafólki yfirleitt og sér í lagi gagnvart þeim er hafa fyrir barnmörgum heimilum að sj á, ekki sízt þegar þess er gætt að fjölskyldubætur hafa ekki hækkað sem aðrar bætur Almannatrygg- inganna. Fyrir því telur fundurinn, að hér sé verið að ráðast harkalega á kaupmátt launanna og skerða lífs- kjör fólksins í landinu, skorar fundurinn því á þingmenn al- þingis að fella frumvarpið.“ (Fréttatilkynning). HLÍFARKONUR ATH. Afmælisfagnaðinum frestað. — Nefndin.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.