Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 14.02.1964, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 14.02.1964, Blaðsíða 3
Huldumenn á Reykjanesi Ntærsta fjámvikamál hér á Inudi Við erum hættir því, íslending- ar, að kippast mikið við, þótt upp víst verði um stærri eða smærri fjársvikamál hér á landi, alls kon- ar svik og prettir í viðskiptalíf- inu, falsanir og beinir þjófnaðir, er orðið daglegt brauð. Fjármála- spillingin er eitt af einkennum líð- andi tíma. Lengi hefur verið Ijóst, að mik- ið af þessarri spillingu hefur mátt rekja, beint og óbeint, til dvalar erlends setuliðs í landinu. Stöku sinnum hafa fengizt beinar sann- anir fyrir þessu, svo sem í sam- bandi við hið umfangsmikla mál Olíufélagsins og Hauks Hvann- berg. En oftar hefur aðeins mátt sjá, að um óbein áhrif hefur ver- ið að ræða. En nú er komið til rannsóknar og meðferðar stærsta fjársvika- mál, sem ennþá hefur heyrzt get- ið hér á Islandi. Og þetta mál er beint tengt herstöðinni í Kefla- vík. Það mun að stærstum þætti fjalla um það, hvernig Islending- ar (og kannske útlendihgar líka) hafa stolið og rænt frá setuliðinu sjálfu. Rannsóknardómarinn hefur enn ekki gefið upp neinar tölur, en svo mikið hefur kvisast út, að ; þarna er um gífurlegar upphæðir ! að ræða, sem þetta mál snýst um, og munu þó aldrei öll kurl koma til grafar. Það er opinbert leyndarmál, að sárafáir finnast þeir menn íslenzk- ir, sem telja ástæðu til að hafa herlið hér í landi til varna, eins og það er kallað. En hitt vita líka allir, að jafnt smábraskarar sem stórbraskarar mega ekki til þess hugsa að missa herinn úr landi. Þeir vilja hafa herinn til að græða á honum, græða á alls konar við- skiptum við hann, heiðarlegum og óheiðarlegum, líka með því að stela og ræna í herstöðinni. Það vita víst flestir, að næstum hverjum manni, sem unnið hefur í herstöðinni, hefur þótt sjálfsagt að stela þar hverju því, sem hann hefur getað með góðu móti. Þann- ig hafa verkamenn og iðnaðar- nrenn oft drýgt tekjur sínar nokk- uð. En hvað skyldi þá með hina stærri braskara, þá sem aðstöðu hafa haft til meiriháttar umsvifa? Það er einmitt nú að koma í Ijós að nokkru leyti. Vafalaust verður það þó aðeins lítið brot, sem dreg ið verður fram í dagsljósið. Sérstakir ráðningameistarar hafa verið hafðir til að velja menn til starfa í herstöðinni á Keflavíkurvelli. í samráði við sendiráð Bandaríkjanna í Reykja- vík hafa þeir valið þá úr hópi umsækjenda, sem taldir hafa ver- ið mestir hernámsvinir og sízt lík- legir til að gera nokkurn óskunda hjá hinum erlendu vinum. Öruggast hefur þótt að taka ekki aðra til starfa innan girðing- ar Keflavíkurvallar en þá, sem lengi hafa verið yfirlýstir Alþýðu- flokksmenn eða Sj álfstæðismenn eða þá NATO-dýrkandi Framsókn armenn. Og samt reynast gikkirn- ir margir í þessarri rómuðu veiði- stöð. Hernámsvinirnir ræna her- námsliðið, hver sem betur getur. Og þeir, sem einu sinni eru orðnir fj ármálaspillingunni að bráð, þeir reyna víðar og sýkja út frá sér. Þannig mun t. d. eitthvert sam- band hafa verið milli Sigurbjarn- ar þess, sem stærstar ávísanir hef- ur falsað á Islandi, og höfuð- pauranna í Keflavíkurmálinu. Tveir menn sitja í gæzluvarð- haldi vegna Keflavíkurmálsins, annar þeirra er formaður fulltrúa- j ráðs Sj álfstæðisflokksins á Suður- nesjum. Meðal þess, sem þeir eru runaðir um að hafa brotið af er að hafa haldið á launa- skrá hjá hernámsliðinu ýmsum mönnum, sem þar eru löngu hætt- ir að vinna eða hafa kannske aldr ei unnið þar, jafnvel aldrei verið til. Sagt er, að einn þeirra, sem þarna hefur verið á launum lengi, hafi dáið skömmu eftir aldamót- in. Hann hefur þá sennilega aldrei séð hermann stríðsþjóðar. En sér, „réttir“ menn hafa tekið við laun- um þessarra „hulduinanna á Keflavíkurflugvelli“ og haft sem kaupuppbót fyrir sig. Og kannske hafa þeir líka greitt öðrum „rétt- um“ aðilum einhvern hlut til að hafa betri frið við þessa iðju sína. Kannske hefur eitthvað af þessu runnið til að halda uppi ákveðnum fyrirtækjum, skaðleg- um eða gagnlegum eftir ástæðum. Talið er, að ýmislegt forvitni- legt í sambandi við þetta mál verði uppskátt gert næstu daga. Þó verður það aðeins einn lítill kafli úr sögu fjársvika á Kefla- víkurvelli. En kannske fá menn meira að sjá seinna. Formaður fulltrúaráðs Sj álfstæðisflokksins á Suðurnesj- um mun hafa látið orð falla um það, að fyrst gera eigi hríð að hon um vegna svikamála þar suður frá, þá hyggist hann nota varð- haldstímann til að skrásetja það, sem honum sé kunnugt af glæpa- og svikamálum í sambandi við herstöðina. Ef þar verður sam- vizkulega fram talið, kann svo að fara, að efnið fylli meðalstóra bók. Og sú bók verður metsölu- bók fyrir næstu jól, ef út verður aefin. Hvar er nú stórhugurinn fró 1914? Styðjið samarbúðirnar Eins og kunnugt er, er nú unn- ið að því af kappi að koma upp sumarbúðum Þjóðkirkjunnar við Vestmannsvatn. Lionsklúbbur Ak- ureyrar hefur ákveðið að leggja fram nokkurn skerf í þessu skyni og leyfir sér að minna á, að hann hefur á boðstólum líkön af Ak- ureyrarkirkju, gerð úr málm- blöndu, hina eigulegustu minja- gripi. Hvert líkan kostar 100 kr. Og eru þau til sölu hjá Blómabúð KEA, Bókabúðinni Huld (áður Bókabúð Rikku), Hljóðfæraverzl- uninni, Ferðaskrifstofunni Sögu og Minjasafni Akureyrar. Ágóðinn af sölu líkananna renn ur til sumarbúðanna. Kaupið lík- an af Akureyrarkirkju og stuðlið þannig að því, að sumarbúðirnar rísi við Vestmannsvatn. (Fréttatilkynning). Þess var hátíðlega minnzt í blöðum og útvarpi í fyrra mánuði, að 50 ár voru liðin frá stofnun Eimskipafélags Islands. Stofnfund ur þess var haldinn 17. janúar. 19-14, og var af mörgum talinn merkasti atburður j sögu Islands það ár. 15. apríl árið eftir kom fyrsti Fossinn til landsins. Þar méð rættist merkur draumur: ís- land var á ný komið í tölu sigl- ingaþjóða. Stofnun Eimskipafélagsins og þau skipakaup, sem á eftir fóru, voru mikið átak fyrir íslenzku þjóðina. Þjóðin var þá helmingi fámennari en nú er og fátæk sam- anborið við það, sem í dag er. Félagið á nú 12 skip, en hefur alls eignast 20 á þessum 50 árum. Meðan unnið var að undirbún- ingi stofnunar Eimskipafélagsins og hlutafjársöfnun, bárust boð frá Hamborg, Kaupmannahöfn og Englandi um útlent hlutafé. En þeim boðum var þegar í stað hafn- að. Það var ekki einu sinni lagt fyrir stofnfundinn, hver afstaða skyldi tekin til þessarra útlendu hlutafjárboða, brábirgðastjórn fé lagsins þótti ekki taka því. Það var strax í upphafi ákveðið, að Eimskipafélagið skyldi vera félag íslendinga einna. Og þess hefur Eimskipafélagið notið alla tíð og þjóðin öll, að Eimskipafélagið er íslenzkt félag, stofnað af íslend- ingum og rekið fyrir þá. En nú er öldin önnur, þegar stofna á félög hér á landi til stór- framkvæmda eða jafnvel þótt að- eins sé um smærri framkvæmdir að ræða. Nú þykir stórum hluta þjóðarinnar, eða a. m. k. stórum' hluta forystumanna hennar, ekki! koma til greina að ráðast í nokk- urt fyrirtæki, sem stærra sé en kaup á fiskiskipi, án þess að leita ! eftir félagsskap útlendinga og bjóða þeim að eiga stærstan hlut í fyrirtækinu eða jafnvel eiga það einir, þótt á íslenzkri grund sé. KÍSILGÚRVERKSMIÐJA Áformað er, að á næstunni verði kísilgúrverksmiðj a reist í Mývatnssveit. Gert er ráð fyrir, að byggingarkostnaður hennar verði 120—130 milljónir króna. Það er sem svarar verði tveggja góðra togara. Samt vill hin svo- kallaða stóriðjunefnd ekki að ís- lenáingar verði eiriir eSgendur þessa fyrirtækis. Einn Stóriðjunefndar-manna, Magnús Jónsson bankastjóri, upp- lýsti í viðtali við Yísi nú í vik- unni, að Hollendingum væri ætl- að að eiga hlut í fyrirtækinu. Einn ig væri gert ráð fyrir, að stofnað yrði sölufyrirtæki erlendis fyrir kísilgúrinn, sem verksmiðjan yrði aðili að. Skyldi ekki vera nóg, að vera aðili að því sölufyrirtæki, en byggja fyrirtækið alveg fyrir íslenzkt fé? Hvað á að gera með að láta útlendinga fara að segja fyrir verkum í Mývatnssveit. OLÍUHREINSUNARSTÖÐ Þá er nú á dagskrá að byggja olíuhreinsunarstöð hér á landi Slíkt fyrirtæki er talið að muni kosta 350—400 milljónir króna Það er álíka mikið og sements verksmiðja á borð við verksmiðj una á Akranesi myndi kosta nú. Sementsverksmiðjuna tókst að byggja fyrir innlendan reikning og fyrirtækið gengur vel. En svo hefur dregið úr stórhugnum á þeim fáu árum, sem síðan eru liðin, að nú orðar það enginn að byggja alíslenzka olíuhreinsunar- stöð, heldur er hugmyndin að láta útlent fyrirtæki byggja hana. Af- leiðing þess yrði ekki aðeins sú, að það fyrirtæki myndi hirða þann gróða, sem kynni að verða af fyrirtækinu, heldur myndi fyr- irtækið eínnig taka í sínar hend- ur alla stjórn á olíuinnkaupum tfl landsins, og hver kynni þá að segja um, hverra kjara við yrðum aðnjótandi? Það er ekki alveg víst, að það yrðu alltaf beztu kjör eða svo góð, sem við gætum annars fengið á frjálsum markaði. Ef skyrtsamlegt er að reisa hér olíuhreinsunarstöð, og vel má vera að svo sé, þá eigum við ís- lendingar að byggja hana og reka sjálfir, og við getum það auðveld- lega, sé viljinn fyrir hendi. Það eru nógu margar afætur í olíuverzluninni hér, þó að ekki sé farið að bæta þar við eða auka áhrif erlendra auðhringa frá því, sem nu er. ■ ■ i ALUMINÍUM EÐA FISKUR | ,■ ■ ■ ' , . , ■* Þá er rætt um, að reisa hér al- uminíumverksmiðju, og það á að I vera alútlent fyrirtæki. Eini hagn- aðurinn af því á að verða sá, að það veiti svo sem 200 verkamönn- um atvinnu. Er ekki orðið lágt risið á okk- ur, landar góðir, ef við förum að veita útlendingum hér aðstöðu í landi okkar aðeins til að fá vinnu handa 200 verkamönnum. Væri ekki miklu skynsamlegra fyrir okkur að leggja lítilsháttar fjármagn í frekari uppbýggingu fiskiðnaðar? Það þarf ekki svo stórkostlegt fjármagn til að reisa fyrirtæki, sem geta veitt 200 mönn um atvinnu, og svo er líka von til, að þau fyrirtæki get-i skilað okkur einhverjum arði. Er ekki réttara að við reynum að búa að okkar og eiga sjálfir gróðavon? Við megum ekki, íslendingar, glata öllum stórhug og trú á fram- tíðina. Við eigum að treysta á okkur sjálfa og eigin getu. Annars glötum við fljótlega sjálfstæði þjóðarinnar og okkur sjálfum. Föstudagur 14. febrúar 1964 Verkamaðurinn — (3

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.